Ísafold - 03.04.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.04.1897, Blaðsíða 2
82 Að sjá við þessu er að ætlun minni einn lielzti erfiðleikinn við útrýming kláðans. Yið vorböðun er það jafnvel ómögulegt. Fjeð verður að vori til ekki baðað fyr en um rún- ingartímann, nálægt fardögum, að því er geld- fje snertir. Þá er fjeð komið á víð og dreif upp um fjöll og heiðar, og hversu sem menn vanda smölun, næst það elcki saman allt í einu, heldur á mörgum dögum, og fleiri eða færri kindur finnast aldrei fyr en í haust- rjettum. Þær verða því fyrir utan böðun, og getur þá viljað til, að kláði hafi komið fram í einhverri þeirra um vorið, þótt ekki sæist hann, er sleppt var, og af henni getur svo maur komizt á aðrar kindur, er baðaðar voru. Hitt fjeð, sem til rúningar kemur á endanum, verður ekki baðað allt í einu, af því að það er að koma fyrir smátt og smátt, kind og kind í senn, og varla er hægt að kveðja um- sjónarmann til í hvert skipti, þótt ein eða tvær kindur sjeu baðaðar. Hjer við bætist, að ær verða ekki baðaðar fyr en eptir fráfær- ur, 3—4 vikum síðar en geldfje, og það geng- ur á þeim tíma sama við þær. Þannig koma baðaðar og óbaðaðar kindur margfaldlega sam- an eptir vorböðun, og þótt sumstaðar hagi svo til, að auðið sje að sjá við því, þá er það aptur á mörgum stöðum ómögulegt. Fram á það er hægt að sýna; en jeg álít þess ekki þörf frekar. Af vorböðun er því ekki mikils að vænta til útrýmingar kláðanum, hversu vel sem allir reyndu að vanda sig. Kláðakindur er auðvitað sjálfsagt að baða, hvort sem er á vori eða öðrum tíma árs, og munu flestir gjöra það ótilkvaddir. Að öðru leyti er mjer næst að ætla, að rjettast væri að fyrirskipa ekki almenna böðun í vor, til þess að hlífa bændum við kostnaði og fyrirhöfn, sem líklegt er að ekkert verulegt gagn yrði að. Haustböðun er að vísu heldur ekki án allra annmarka. Einn hinn lakasti er sá, að örð- ugt er að komast hjá því, að láta fyrst óbað- að fje inn í fjárhúsin, þegar bú ð er að sótt- hreinsa þau, og síðan fjeð baðað aptur inn í hin sömu hús, án þess að ráðrúm sje til að sótthreinsa þau á ný eins rækilega og skyldi. Þessu víkur svo við, að fyrst verður að sótt- hreinsa húsin með því að svæla þau (með brennisteini). Þetta verður að gjöra áður en farið er að hýsa fjeð, og þarf til þess 2—3 sólarhringa að minnsta kosti. Nú tjáir ekki að byrja að baða fyr en búið er að ná öllu fje saman, sem von er um að komi fyrir um haustið; ella má búast við samgöngum. Til þess þarf jafnan á sumum jörðum (við afrjett einkum) nokkra daga. Jafnóðum og fjeð finnst, verður að hýsa það um nætur — í hinum sótthreinsuðu húsum; önnur eru ekki til — unz allt er fundið. A þessum tíma grtur viljað svo illa til, að maur komizt af einhverri kindinni í húsin. Síðan er fjeð baðað, og upp úr baðinu látið aptur inn í húsin, sem maur getur nú verið kominn í af fjenu. Ef vel væri, þyrftu því að vera til tvenn hús á hverjum bæ, önnur til þess að hafa fjeð í á undan baðinu; hin, sótthreinsuð, til þess að íáta fjeð í upp úr baðinu. En við því er að gjöra sem er, að tvenn hús eru óvíða eða hvergi til. Við þessuni annmarka við haustböðun kynni það að geta hjálpað, að skoða fjeð vandlega í fjárrjett áður en það er látið inn í sótthreins- uðu húsin, og láta enga kind, er nokkur kláðavottur fyndist í, inn í þau. Kemur þá varla mikill inaur í þau af fjenu, ekki meiri en svo, að vænta má, að hann drepist, ef kindurnar eru látnar blautar upp úr baðinú í húsin og baðlegi skvett utan á garðana og veggina, og viðir í húsinu þvegnir úr honum. Ef hugsa skal um algjörða útrýming kláð- ans, þarf vel að gæta þess, að það er engu síður nauðsynlegt, að eyða öllum kláðamaur í húsunum, en á fjenu sjálfu. A sutnum heim- ilum er næstum sífellt kláði, og sífellt er þar verið að baða og bera í, svo að sá lcátlegi misskilningur hefir myndazt í sumum mönn- um, að bað valdi kláða, og þeir benda á þessi heimili máli sínu til stuðnings. Því skal ekki neitað, að svo ranglega má fara með baðlyf, einkum karbólsýru. að þau brenni eða veiki á einhvern hátt hörund lcindarinnar og gjöri hana því móttækilegri fyrir kláða, minnki mótstöðukrapt hennar móti maurnum. En sjaldnast mun orsökin vera þessi, heldur hin, að bændur á bæjum þeim, er kiáðinn sækir einkum á, hafa ekki eins mikið hugsað um að eyða kláðamaur í húsum sínum eins og á fjenu. Böðun sú, er fyrirskipuð var á næstliðnu hausti, er ólíklegt að verði til mikils gagns til að útrýma kláðanum algjörlega. Fyrst og fremst höfðu menn engar nákvœmar reglur um sótthreinsun húsanna, t. d. hve mikið þyrfti af brennisteini í hvert hús eptir stærð þess, hve lengi, og hvernig þyrfti að svæla það o. s. frv. Mun sótthreinsun húsanna víða hafa verið í meira lagi ábótavant, og það eitt er ærið, til þess að maurinn lifi. Að því er böðunina sjálfa sncrtir, þá var ekki gætt eins hitis fyrsta skilyrðis fyrir því, að hún gæti náð tilganginum, þess: að hún færi hvervetna fram hina sömu daga, svo að baðað og óbað- að fje gengi ekki saman. Sutnir böðuðu í nóvember, sumir í sömu sveit ekki fyr en í febrúar nokkuð af fje sínu. Og nú í miðjum marz er sagt að heil sveit hafi fengið þá undanþágu, að hún þyrfti ekki að baða fyr en í vor. Má nærri geta, hvort fje þeirra getur þá ekki komið saman við fje hinna í næstu sveitum, er böðuðu. En það gjörir reyndar að líkindum ekki mikið til; því að samgöngur hafa nú þegar átt sjer stað milli baðaðs fjár og óbaðaðs. Yfir höfuð hefir, sem menn segja, allt komizt á ringulreið með þá böðun. Stundum hafa menn ekki getað feng- iö baðmeðul í næsta kauptúni, og svo held jeg að mörgum hafi elcki verið ljóst, hversu yfirgripsmikil baðskipunin var og að hvaða miði hún stefndi, en áttu flestir alheilbrigt (kláðalaust) fje. Hjer við bættust sögur um það, að í næstu sveitum og kýslnm yrði eng- in fjárböðun. Þetta ætla jeg að hafi valdið því, að svo margir sýndu sig ófúsa til að baða og að þessi hausthöðun fór trauðlega fram með þeirri samhljóðun, sem þurfti, til þess að hún gæti orðið að tilætluðum notum. Að svo stöddu geri jeg ráð fyrir því, aðkláð- inn sje ekki útdauður þrátt fyrir þessa böð- un, er átti að fram fara í haust. Þá kemur sú spurning, hvort halda skal framvegis upp- teknum hætti, að hver og einn fjáreigandi sjái að eins um, að kláðinn magnist ekki hjá sjer, en eigi hann sífellt yfir höfði sjer, eða þá hitt, að menn um allt land verði einhuga um að láta nú með hæfilegum undirbúningi og fyrirhyggju til skara skríða móti honum, gjöri atlögu að honum hvervetna um land, þar sem kláðagrunur er á einum og sama tíma. Það sýnist vera einsætt að taka síðara ráðið: að eyðileggja á einum og sama tíma, svo sem framast er auðið, allan kláðamaur á fje og í húsum á landinu. Til þess að þetta geti haft framgang, þurfa allir að leggjast á eitt, yfirvöld, dýralæknir og alþýða. Yfirvöldin verða að gefa út skip- unina og annast um, að unnið sje að verki þessu um allt land mcð nauösynlegri samhljóð- un. Dýralæknirinn getur gefið marga gagu- lega leiðbeining. En svo verða fjáreigendur að vera þeim samtaka og framkvæma fyrir- skipaniruar með vandvirkni og alúð. Hjer stendur svo á, að skynsamlegar fyrirskipanir geta orðið til ónýtis, ef einn einasti maðurer ótrúr í að framkvcema þœr. Þessa allsherjar-atlögu að kláðanum álít jeg að ætti að gjöra hinn 8. nóvember þ. á. og næstu daga þar á eptir, með því að baða þá vandlega hverja einustu sauðkind alstaðar á landinu þar sem nokkur grunur getur verið um kláða. En áður ættu öll fjárhús að vera sótthreinsuð sem rækilegast. Um það leyti árs eru fjallleitir afstaðnar, menu búnir að lóga flestu því fje, er þeir ætla að lóga það haust, og opt er um það leyti farið að hýsa fje almennt. I þetta sinn yrðu allir að byrja að hýsa 1. nóvember, og þá yrði að líkindum búið að hafa allt fjeð saman hinn 8. s. m. Til þess að von geti verið um æskilegan árangur af þessari tilraun til að útrýma kláð- anum, er ýmisleg fyrirhyggja alveg nauðsyn- leg. Hjer er ekki auðið að taka allt fram, er þar að lýtur. Að eins skal minnzt á fá- ein atriði. 1. Skipunina um sótthreinsun húsa og um hina almennu fjárböðun 8. nóvember þ. á. og næstu daga á eptir ætti að gefa út þegar í vor, helzt í maím., og bjóða mönnuni að búa sig í tíma undir það með baðker, baðlyf, sótthreinsunarlyf og annað, er með þarf. 2. Um leið og baðskipunin er gefin út, ætti að auglýsa almenningi, að hún nái yfir allt land þar sem kláðagrunur er, og hafi einungis þann tilgang, að reyna til eitt skipti fyrir öíl að uppræta fjárkláð- ann algjörlega. Þá láta menn sjer skilj- ast, hvernig á því stendur, að þeim er skipað að baða heilbrigt fje sitt og verða þá heldur fáanlegir til að gjöra það með góðu geði, sem er nauðsynlegt af mörg- um ástæðum. 3. Um leið og baðskipunin er gefin út, ætti þá þegar að slcipa í sjerhverjum hreppi umsjónarmenn, er hver um sig skyldu á tilteknum bæjum sjá um sótthreinsun húsa og böðunina. I umdæmi hvers þeirra ættu ekki að vera meir en ö bæir í mesta lagi, til þess að böðunin geti haft sem hraðastau gang, taki sem fæsta daga; ella er hætt við samgöngum. Enginn ætti að vera umsjónarmaður við böðunina á sínu eigin fje. Mörgum er að vísu trúandi til þess. En út af því getur brugðið og er bezt að forðast tor- tryggni. Hreppstjórar ættu ekki að hafaneina sjerstaka bæi til umsjónar, heldur ferðast uiu sveitina, til þess að líta eptir, hvort allir bú- endur hlýða baðskipuninni, og gjöra nauðsyn- legar ráðstafanir í því efni. 4. Ef baðað fje kemur saman við óbaðað, getur svo farið, að hið baðaða fái á sig maur, og að allt fyrirtækið verði ónýtt. Það ríður því á að sjá við þessu. En þar af leiðir apt- ur, að það má ekki koma fyrir, að nokkur einn einasti fjáreigandi sje ekki að öllu leyti tilbúinn til að baða 8. nóvember, og geti haldið því áfram dag eptir dag, unz allt fje hans er baðað. Nú sýndi reyuslan í haust, að því fór svo fjarri, að allir fjáreigendur hefðu útvegað sjer baðmeðul í tíma (í nóveni- ber), þrátt fyrir skipunina um það, að þeú' voru sumir ekki búnir að því í febrúar eð»

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.