Ísafold - 05.06.1897, Síða 3
151
Þjórsá. Þannig getur þetta strokfje flutt kláð-
ann austur í s/slur, og mundi það tjón verða
miklu meira en jarðskjálftatjóuið, og því
hryggilegra, sem það yrði að álítast af manna-
völdum, en jarðskjálftinn óviðráðanlegur nátt-
úruviðburður. Og kæmist kláðinn í suður-
hluta Gullbringus/slu, mundi það reynast nú
sem fyr, að hvergi á landinu yrði verra að
lækna liann, og mundi að líkindum þurfa tilþess
fleiri ár, ef ekki hnífur á endauum. Ekki
getur verið nokkur vafi á því, að haustið og
fyrri hluti vetrar sje eini og sjálfsagði lækn-
ingatíminn, ekki heldur hinu að baða með
hæfilegu millibili hvern þaun fjárhóp, sem
kláða verður vart í. Segjum þessum þjóð-
fjanda stríð á hendur og gefum það ekki upp,
fyr en allir hans þjónar liggja fallnir á víg-
vellinum:
Vakið ósmeykir vinir þvi,
vakið og takið stál og blý,
mál er óveilum hölum, heilum,
harða’ í sverða-rimmu’ á ný.
Skrifað á Urbanusmessudag 1897.
porlákur Guðmundsson.
Laufbíað á pófitísku Eeiðí.
Eptir Grákoll.
I.
Herra ritstjóri. — Með mikilli athygli
las jeg grein yðar á dögunum um hið »Mein-
villandi málaflækjuskjal« Benedikts gamla
Sveinssonar. Oneitanlega hafið þjer þar rækilega
og röksamlega hrakið rangfærslur hans, synt
fram á rökleysi ámæla hans og gífurmæla
gegn meiri hluta þjóðfulltrúa vorra, og gert
1/ðum ljósa skamms/ni hans, einstrengings-
skap og fjarstæður.
Jeg heyri, að margir fagna þessu, og jeg
veit, að grein yðar mun hafa þau tilætluðu
áhrif, að opna augu manna viðsvegar um
landið.
Það er nú margra mauna álit, að áhrif og
álit gamla Benedikts sem þingmanns sje nú
svo þorrið og að þrotum komið, að »mála-
flækjuskjalið« muni verða síðasti naglinn í
líkkistu þess. Það er ekki heldur hægt að
neita því, að eitthvað bendir í þá átt. Sumir
hinir atkvæðamestu fylgismenn hans fylgjauú
ekki merki hans lengur, svo sem síra Sigurð-
ur Stefánsson, og nú síðast Skúli Thoroddsen.
Margir fagna nú því, að sjá nú óræk dauða-
mörkin á þessari »pólitísku kríu« — svo jeg
láni orð eins samþingismanns hans um hann
—,»sem hefur gargað svo hátt en gagnað svo
smátt á alþingi, og verpt þar svo mörgum
fúleggjum, sem aldrei hefir ungi úr skriðið«.
Mjer þykir nú þessi dómur nokkuð liarður;
en ekki get jeg samt lastað það, þó að þing-
sól Benedikts sigi nú til viðar. Jeg álít áhrif
hans á þingi, síðustu 10 árin að minnsta kosti,
hafa verið landi og l./ð til óbætanlegs skaða.
En hins vegar get jeg ekki neitað því, að
úr því hann er nú bviinn að grafa sína póli-
tisku gröf, þá finnst mjer ekki rjettlátt, að grein
yðar um hið »meinvillandi málaflækjuskal«
verði hinn eini steinn, sem dreginn er að leg-
staðnum sem efni i minnisvarða á leiðinu, þeg-
ar búið er að moka ofan í gröfina og gera
hana upp. Yfir moldum framliðinna eiga menn
að vera óhlutdrægir og minnast kostanna eigi
síður en gallanna. Sjer í lagi er mannúðlegt
að fylgja þessari reglu, þegar um pólítiskan,
en ekki líkamlegan dauða er að ræða, eins og
hjer, þar sem hinn framliðni »pólitíkus« er
enn þá lifandi í holdinu mitt á meðal vor.
Eins og þjer vitið, herra ritstjóri, er jeg
maður hniginn á efra aldur, en þó er mjer
ekki farið að förla minni enn að neinum mun.
Jeghefi verið áheyrandi í alþingissölunum af og
til um langan aldur, allt frá því að Benedikt
Sveinsson var konungkjörinn þingmaður á ráð-
gjafarþingi voru og fram á þennan dag, og því
er það svo skiljanlegt, að mjer stendur ljósara
fyrir sjónum heldur en hinumyngri mönnumeða
þeim, sem fjarlægari hafa verið höfuðstaðnum,
yfirlit yfir þingmennsku Benedikts.
Því minnist jeg og nú opt með átiægju
þingmennsku-eiginlegleika hans, sem meira bar
á hin fyrri árin, meðan hann var í fullu fjöri,
heldur en nú hin síðustu ár, síðan stirðleiki
ellinnar fór að færast yfir sálina.
Jeg geng nú að því vísu, að sá pólitiski
Benedikt liggi nú á líkbörunum. Af því að
menn eðlilega vilja ekki hraða jarðarförinni
ósæmilega, þá b/st jeg við að hann verði lát-
inn »standa uppi« á alþingi til næstu kosn-
inga, ekki aleinn, heldur með svo sem einn
eða tvo vökumenn yfir líkinu, þangað til að
kosningar fara fram næst og kjósendur »grafa«
hann og Isafold kastar á hann rekunum.
Jeg veit það verður enginn skortur þá á
prestum til að halda líkræðuna. En jeg vildi,
að þeir gleymdu þá ekki kostum hins fram-
liðua. Sjálfur er jeg nú farinn að hrörna, svo
að tvís/nt er að jeg lifi þrjú ár enn. Þó
hefir mjer nú dottið í hug, með yðar góðu
leyfi, herra ritstjóri, að minna hjer á nokkur
atriði, sem mjer finnst að fram ætti að taka
yfir nnldum hins framliðna.
Þessi atriði eru einkum tvö:
1. Hið stóra »pólitiska« þrekvirki, sem hinn
framliðni vann á alþingi.
2. Sú hjól-lipra og þvengmjúka lipurð í
skoðana-viðbrigðum, sem einkenndi hann frem-
ur öllum öðrum nafnkenndari þingmönnum
honum samtíða.
Að vísu veit jeg, að það er almannarómur,
að aldrei hafi hinn framliðni allt frá vögg-
unni til grafarinnar á sínum »pólitiska« æfi-
ferli verið frumkvöðull að eða unnið framgang
neinu máli eða neinni rjettarbót, sem þ/ðing
hafi haft fyrir þjóðlíf vort, eða, eins og þing-
maðurinn orðaði það, að öll þau egg, sem
hann verpti, hafi orðið tóm fúlegg eða vind-
egg-
En þó að þetta máske yfir höfuð að tala
sje rjetthermi, þá er þó ein undantekning,
sem mjer er minnisstæð, og rjettvíst er að
halda á lopt. Eina stefnu hóf hann í ís-
lenzkri pólitík, sem bar árangur. Það er að
vísu satt, að hann fordæmdi þessa stefnu á
sínum efri árum. En það dregur þó ekki úr
heiðri þeim, sem honum ber sem höfundi
hennar og öflugasta talsmanni, sjer í lagi af
því að sú starfsemi hans var hin eina í líf-
inu, sem bar heillarikan árangur.
Þetta var á þingunum 1869 og einkum 1873,
þegar hann »sló striki yfir« allar sínar fyrri
»lögfræðislegu« og »ríkisrjettarlegu« og »þjóð-
legu« rjettarkröfur, og gerðist bljúgur miðl-
unarmaður í stjórnarskrármálinu. Árang-
urinn af því varð nefnilega sá, að vjer feng-
um fyrir bragðið stjórnarskrána 1874 — las-
inn garm að vísu og magurt bein, en þó ekki
magrara en svo, að hann gat soðið súpu á því
beini sjer til næringar til dauðadags.
Þetta er hans óvisnanlegi lieiður í stjórn-
mála-baráttu vorri, að hann, Benidikt
Sveinsson, er vor fyrsti miðlunarmað-
ur og höfundurinn að islenzkri miðl-
unar-pólitík.
Hitt lofið á hann líka moð fullum rjetti,
að liprari mann að fóta sig á ólíkustu skoð-
unum og m/kri 'mann að vinda sjer við í
gagnstæðustu stefnur í einu og sama máli
höfum vjer ekki átt meðal nafnkenndra þing-
manna. 1 fjárkláðamálinu var hanu þannig
á víxl 3'mist lækningamaður eða niðurskurðar-
maður. í stjórnarskrármáli voru hefir hann
barizt /mist með eða móti sömu skoðuninni
á sömu málsatriðum. Og hann hefir gert það
með þeim yl og fjöri, sem honum er jafnan
svo eiginlegt, og vottað hefir, að hann í hvert
sinn hefir af innilegri »helgustu hjartaus sann-
færingu« haft fulla tröllatrú á þeim málstað,
sem hann í það skipti fylgdi fram.
Þetta er ekkert hjegóma-skraf eða gamans-
mál, heldur fyllsta alvara. Og með leyfi yð-
ar, herra ritstjóri, skal jeg nú færa sönnur á
mál mitt|með tilvitnunum til eiginorða hins
framliðna, ^ein og þau »stauda skrifuð með
óafmáanlegu letri í þingtíðindunum« (svo sem
hinn framliðni mælskumaður sjálfur hefir að
orði komizt).
Vil jeg nii minnast lítillega a hvorttveggja
þetta í tveimur þáttum:
II. Benedikt Sveinsson sem miðlunarmaður.
III. Benedikt í ýmsum áttum.
[Framh.].
Fásjeður visindamanns-
skapnaður.
Hann »Þjóðólfs«-manni okkar hefir komizt i
vandasamar vísindalegar hugleiðingar og heilabrot
út af því tilfelli, sem getið var um í ísafold fyrir
skemmstu, að mannætur 3 i Khöfn hefðu jetið
heilan mann þar á einni nóttu, og það stóran
mann og þungan; telur ósennilegt, að þeir hafi
getað torgað svo miklu kjöti á ekki lengri tíma,
og kemst i mestu kröggur út af því.
En með þvi að ísafold er jafnan umhugað um
að hlynna eptir megni að æskilegum árangri af
allri landsheillalegri viðleitni þjóðskörungs þessa
og vísindahetju, vildi hún í allri auðmýkt og und-
irgefni benda honum á, hvort ekki mundi reynandi
að gera ráð fyrir, að likami manns þessa hafi
eigi verið eintómt kjöt, heldur talsvert af beinum
með, eing og almennt gerist, og hvernig reikning-
urinn yrði þá.
Þetta er sem sagt reynandi, þó að það líkleg-
ast komi i bága við þá vísindalegu niðurstöðu,
sem hann, »Þjóðólfs«-maðurinn, virðist hafa kom-
izt að í þetta sinn, nefnil. að mannslikaminn sje
eintómt kjöt eða annað linmeti, sem tennur vinna
á, joví hætt er við, að aðrir visindamenn vilji
ekki kannast við nema í hæsta lagi eitt dæmi
slíks, og það er of litið til þess að byggja þar á
almenna reglu.
Þetta eina dæmi hlýtur nefnilega að vera >- Þ jód-
ólfs't-maðurinn sjálfur. Hver er sjálfum sjer
næstur og sínum hnútum kunnugastur.
Vjer viljum nú ekki staðhæfa, að enginn kunni
að hafa getað imyndað sjer áður, að einn partur
af líkama hans mundi, ef til vill, vera beinlaus
eða beinlítill, nefnil. höfuðið, sbr. orðið »Kad-
hovedt-, sem mun finnast í dönskum visindamanna-
ritum; en að allur líkaminn sje sama eðlis, —
það er sjálfsagt öllum öðrum fullkomin nýjung,
og ber þvi að skoða sem nýja visindalega upp-
götvan í líkamsskapnaðarfræði.
Uppgötvun þessi er ekki einungis merkileg í
visindalegu tilliti, heldur getur hún orðið stórkostleg
fjeþúfa á slnum tima. Hafi læknar hjer gefið sjálf-
sagt 100 tieyringa fyrir likama Þórðar Malakoffs
að honum lifanda og kostað þar á ofan útför
hans að hálfu, hvað mundi þá ekki gefið fyrii
jafn-fágætan líkama og þennan á hinum vísinda-
lega heimsmarkaði?
En eitt yrði væntanlegur kaupandi að hafa í
skilyrði: að »vísindamaðurinn« megi i lifanda lífi
ekki hætta sjer i neina heimsskoðunarferð, þar
sem hann gæti t. d. lent i mannætubyggðum.
Það yrði of mikil freisting fyrir þá, aumingjana,
jafn-gómsætur, alveg beinlaus biti.