Ísafold - 28.07.1897, Side 1
Kemur út ýmist einu sinnieða
tvisv.í vibu. Verb árg.(90arka
minnst) 4kr., erlendis 6 kr.eða
l*/a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Uppsögn (skritleg)bundinvið
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Atgreiðslustota blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXIV. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 28- júlí 1897-
58. blað.
Grýlur.
Otrúlegar erp grylurnar, sem sumir menn
geta búið sjer til í stjórnarbótarmáli voru —
eða að minnsta kosti reynt að hræða aðra
menn með.
I’að stendur víst mörgum fyrir minni, hvern-
ig mótstöðumenn þingsályktunarinnar töluðu
um þingtímann í hitt ið fyrra. Enda þó
þingsályktunin krefðist þess, að sjermál vor
væru leyst undan yfirráðum ríkisráðsins, að
ráðgjafi vor yrði innlendur maður, búsettur
hjer á landi, að hann mætti á alþingi, að
hann bæri ábyrgð á allri stjórnarathöfninni og
að skipaður yrði landsdómur til þess að
dæma þau mál, er konungur cða neðri deild
kynni að höfða mót ráðgjafanum — enda
þótt alls þessa væri krafizt, þá átti þetta að
vera »alger uppgjöf allra vorra landsrjett-
inda«.
Það hefir heilbrigð skynsemi þroskazt vor
a meðal á síðustu tveimur árunum, jafnvel í
heilum þeirra manna, sem urðu til þess að
unga út þessu skoffíni, að nú verður enginn
lengur var við þá grýlu. Svo gersamlega er
hún niður kveðin, að höfundar hennar hafa
nú sætt sig við að biðja um miklu minna en
fram á var farið í þingsályktunartillögunni,
og þykjast þó, jafnt eptir sem áður, standa
stöðugir á verði gegn þeim, er draga vilja úr
landsrjettindum vorum.
En grýlulausir geta þeir ekki verið — ekki
rneð nokkru lifandi móti. Það er auðsætt, að
þeir hafa óviðráðanlega sköpunarþrá. Og af
því að engin nýtileg pólitisk hugsun getur
kviknað í þeirra heila, þá láta þeir sjer nægja
að skapa grýlur. Hvort þeir verða sjálfir
myrkfælnir við þær, skal hjer látið ósagt.
Hitt er víst, að þeir noca þær til að hræða
aðra menn með — þangað til þeir verða þess
vísari, að engum lifandi manni stendur minnsti
beigur af draugum þeirra. Þa fara þeir sjálf-
ir að hjálpa til að koma þeim fyrir og þykj-
ast vaskir menn.
Ut af tveimur gr/lum eru þeir hróðugastir
sem stendur. Önnur er sú, að með þeirri
stjórnarbót, sem fram hefir verið haldið hjer
í blaðinu, verði ráðgjafaábyrgðin ekkert nema
uafnið eitt, að tilboð stjórnarinnar um hana
sje ekkert annað en yfirskin, blátt áfram vís-
vitandi tál.
Röksemdirnar fyrir þessari einkennilegu
staðhæfingu virðast vera þær — venjulegast
eru þær vafðar í svo miklum umbúðum, að
^eldur er örðugt að komast inn að kjarnan-
um — að ríkisráðið sje aldönsk stjórnarstofn-
un, og þess vegna hafi íslenzka löggjafarvald-
ið engan rjett á að gefa út lög um ábyrgð á
hendur íslenzkum ráðgjafa fyrir það, er hann
hafist að í ríkisráðinú.
Oneitanlega væri mikill sálarfræðislegur
fróðleikur í því fólginn, ef komizt yrði að
óyggjandi raun um, hvort mönnum er alvara
með annað eins og þetta, hvort þeir fælast í
raun og veru sjálfir þennan draug, eða hvort
hann er eingöngu sending til þeim andlega
lítilsigldari manna.
Samkvæmt stöðulögunum og stjórnarskránni
höfum vjer sjerstök landsrjettindi. Samkvæmt
stjórnarskránni eru meðal annara landsrjett-
inda vorra þau, að liafa ráðgjafa fyrir Island,
sem alþingi geti lögsótt fyrir stjórnarskrár-
brot.
Engum lifandi manni, hvorki íslenzkum nje
dönskum, hefir nokkru sinni til hugar komið
að efast um, að vjer hefðum þessi rjettindi,
eða binda þau því skilyrði, að brotið sje ekki
framið í ríkisráðinu. Ríkisráðið danska hefir
samþykkt. þau og konungur staðfest þau.
Aldrei hefir verið ymprað á mótmælum gegn
þeirc. Þingið hefir meira að segja fengið einn
af færustu lögfræðingum Daua, Oetavius Han-
sen hæstarjettarmálfærslumann, til þess að
kynna sjer sjerstaklega ráðgjafaábyrgðina ís-
leuzku, og hann hefir ekki látið uppi nokk-
urn minnsta efa um að vjer getum lögsótt ráð-
gjafaun fyrir stjórnarskrárbrot.
Og svo koma Islendingar, og neita því að
vjer höfum þessi landsrjettindi, fullyrða að ráð-
gjafaábyrgð vor sje eingöngu háð grundvallar-
lögum Dana! Aðalröksemdir þeirra stefua í þá
átt að sanna, að vjer höfum ekki þau lands-
rjettindi, sem stjórnarskráin segir svo ótví-
rætt, sem framast má vera, að vjer höfum.
Stjórnarbótarbarátta þeirra er nú komin í það
horf, að reyna að svipta oss þeim landsrjett-
indum, sem Danir efast ekki um að vjer
höfum!
Þetta væri nú sök sjer, væri ef til vill ekki
eincj ngu botnlaus þvættingur, ef þeir því
jafnframt getigju í lið með þeirn mönnum,
sem segja að grundvallarlög Dana nái til sjer-
ntála vorra. En það gera þeir ekki. I öðru
veifinu segja þeir, að grundvallarlög Dana
komi oss ekkert við. I hinu veifinu, að alþingi
geti ekki haft rjett til að lögsækja ráðgjafa
Islands, af því að það komi í bága við gruud-
vallarlög Dana, enda þótt það sje heimilað í
stjórnarskrá vorri.
Annaðhvort hl/tur að vera sjónvitlaust. Það
ætti hver maður að sjá.
Komist menn nú að þeirri niðurstöðu, sem
enginn ágreitiingur hefir verið um fyrr en á
þessu þingi, að alþingi hafi rjett til að lög-
sækja ráðgjafann fyrir stjórnarskrárbrot, hvort
sem þau eru framin í ríkísráðinu eða annars
staðar, þá liggur líka vitanlega í augum uppi,
að ísleuzka löggjafarvaldið getur breytt ábvrgð-
arákvæðunum í það horf, að ráðgjafinn beri
ábyrgð á allri stjórnarathöfninni, án nokkurr-
ar hliðsjónar á því, hvort hann leggur sjer-
mál vor fyrir ríkisráðið eða ekki. Það atriði
er svo augljóst, að ekki þarf að líkiudum
neinum orðum að eyða því til sönnunar —
ekki einu sinni við hr. Benedikt Sveinsson og
fylgiblöð hans.
Allt veltur þetta á þessu eina: getur alþingi,
eins og nú stendur, lögsótt ráðgjafann fyrir
stjórnarskrárbrot? Ben. Sveinsson og blað
hans segja »nei«. Allir aðrir, Danir jafnt og
íslendingar, segja »já«.
Oneitanlega virðist oss sönnunarskyldan
liggja á neitendunum, þar sem þeir hafna ský-
lausu ákvæði stjórnarskrárinnar. Og lakasti
hængurinn fyrir þá sjálfa yrði sá, að röksemda-
færslan yrði að byrja með sönnun fyrir því
að grundvallarlög Dana nái til sjermála vorra.
En þá færi pólitík Ben. Sveinssonar að verða
í meira lagi kynleg — þó sízt sje fyrir að
synja, hvað fyrir kann að koma.
— Hin gr/lan er sú, að með því að breyta
stjórnarskránni á þann hátt, að skipaður sje
sjerstakur ráðgjafi fyrir ísland, sem mæti á
alþingi og beri ábyrgð allrar stjórnarathafn-
arinnar, án þess að bæta inu í stjórnarskrána
því ákvæði, að hann skuli ekki bera sjermál
vor upp í ríkisráðinu, lögleiðum vjer það fyr-
irkomulag, að sjermálum vorum er haldið
þar.
Sje ábyrgðar-grylan völt á fótunum, þá er
þessi lögleiðingar-gr/la blátt áfram svo lopt-
kennd, að það er óhugsandi, að hún þoli
minnsta andvara.
Allir segjum vjer, Ben. Sveinsson ekki síð-
ur en aðrir, að stjórnarskrá vor kveði svo á,
að sjermál vor eigi ekki að berast upp í rík-
isráðinu. Svo segir Ben. Sveinsson, að ef þeim
ákvæðum, sem hann byggir þetta álit sitt á,
sje ekki breytt, þá sje þar með lögleiddur
skilniugur, sem er þvert á móti þeim ákvæð-
um! Nú á það að vera »algerð uppgjöf á
landsrjettindum vorum«, að breyta ekki því,
sem vjer höfum verið að vitna í oss til stuðn-
ings um 23 ár!
Eina huggunin gegn tilbúningi þessara gr/lna
er sú, að Ben. Sveinsson er manna vísastur