Ísafold - 02.10.1897, Side 3
283
um í einum ættlið að eins, stundum í fleiri
ættliðum. En svo koma aptur fram kynferð-
isdyr, alveg eins og þau er áður höfðu getið
af sjer kynlausu afkvæmin —- og svo koll af
kolli eptir ákveðnum reglum.
Sem dæmi þessara ættliðavíxla má nefna
marglyttuna. Hún verpur eggjum, en úr þeim
eggjum koma ekki marglyttur, heldur »pólyp-
ar« sem festast hjer og þar, og vaxa þarsem
þeir eru komnir. En eptir nokkurn tíma
losna ofan af því flögur, sem verða að marg-
lyttum. Þá má og nefna annað dæmi, sem
vjer Islendingar höfum því miður haft mikil
kynni af. Það er bandormurinn, sem hefir
kynferði. Ur eggjum hans kemur ekki band-
ormur, heldur kynlaus blöðruormur (sullur),
en svo er bandormurinn aptur afkvæmi blöðru-
ormsins. Uppgötvun þessi aflaði Steenstrup
mikillar frægðar.
Rannsóknir hans í mvrarfenjunum í Dan-
mörku eru og stórmerkilegar. Þar las hann að
nokkru sögu landsins betur en gert verður
annarsstaðar. Þar sá hann, hvernig trjáteg-
undirnar höfðu tekið við hver af annari, og
hvernig dýralífið hafði tekið breytingum,
samfara breytingunum á loptslagi og gróðrin-
um. Þar fann hann og bendingar um lifnað-
arháttu mannanna, og á þann hátt varð forn-
fræðin honum að hugðarefni.
Merkasta skerfinn til fornfræðinnar hefur
hann lagt með rannsóknum sínum á gömlum
sorphaugum (Kökkenmöddinger), sem enginn
maður hafði áður litið við. I þessum haug-
um fann hann sannanir fyrir því, hvernig
lifnaðarhættir Norðurlandaþjóða hefðn verið
löngu áður en sögur hefjast.
Hr. cand. theol. Frlðr. Hallgrímssou
prjedikar á morgun i dómkirkjunni, í hádegismess-
unni.
Botnverpingur sektaður. Loks náði
Heimdallur í einn hinna mörgu botnverpinga, sem
verið hafa að staðaldri að skafa botninn hjer í
flóanum sunnantil undanfarnar vikur. Það var á
miðvikudaginn 29. f. m., undir Hólmsbergi. Kom
herskipið með sökudólg þennan i>Peridot«, frá
Hull, hingað inn á höfn þá um kvöldið og varð
hann sektaður um 60 pd. sterl., eins og vandi er
til, en veiði og varpa gert upptækt.
Póstskipið „Laura“ kom í dag, eptir 11
daga ferð frá Khöfn. Með því kom konsúll D.
Thomsen.
Aukaskipið, sem fara á haustferðirnar í
stað »Yestu«, fyrir landssjóðs reikning, verður
Hjálmar, hið nýja skip Thor E. Tulinius’s i
Khöfn.
Fjárflutningar. Það eru um 30,000 fjár,
sem þeir Zöllner & Co i Newcastle hugsa til að
flytja út í haust, mest til Frakklands (4—5 farma),
nokkuð til Belgiu (1 farm), og litils háttar til
Newcastle og Liverpool, til slátrunar þar.
Weyer & Schou
hafa hinar mestu og ódyrustu birgðir af
alls konar
bókbandsverkefni,
öll áhöld til bókbands, nyjustu vjelar, og stýl
af öllum tegundum.
Viingaardstræde 15. Kjöbenhavn K.
Undirskrifuð veitir stúlkum tilsögn í alls konar
handavinnu. Þóra Björnsdóttir. (Austurstr 5).
Uppboösauglýsing:.
Föstudaginn 8. þ. m. kl. 11 f. hád. verður
opinbert uppboð sett og haldið á verzlunar-
lóð kaupmannanna H. Th. A. Thomsens og
W. Christensens og þar selt tómir kassar
tunnur og fl.
Sölrskilmálar verða birtir fyrir fram.
Bæjarfógetinn í Rvík, 2. okt. 1897.
Halldór Danielsson.
Skiptafundur
í dánarbúi Jakobs snikkara Sveinssonar verð-
ur haldinn á bæjarþingsstofunni mánudaginn
25. þ. m. kl. 12 á hád., og verður skiptun-
um þá væntanlega lokið.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 2. október 1897.
Halldór Daníelsson.
Fundizt hafa snemma í júlímánuði í Hafn-
arfirði 3 ljáblöð. Samkvæmt opnum brjefum
8. júní 1811 og 5. des. 1812 getur eigandinn
vitjað þeirra hjer á skrifstofunni gegn fundar-
launum og borgun auglýsingar þessarar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 28. sept 1897.
Franz Siemsen.
Skiptafundur
í dánarbúi Guðrúnar Gísladóttur frá Elliða-
vatni verður haldinn mánudaginn 18. þ. m.
kl. 12 á hád. á bæjarþingsstofunni. Verður
þá lögð fram til yfirskoðunar skrá yfir skuld-
ir búsins og yfirlit yfir fjárhag þess.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 2. okt. 1897.
Halldór Daníelsson.
Skiptafundur
í dánarbvíi Þorbjarnar Jónassonar kaupmanns
verður haldinn á bæjarþingsstofunni mánudag-
inn 8. nóvember næstkomandi kl. 12 á hád.
Verður þá lögð fram skrá yfir skuldir búsins
til meðferðar á lögboðinn hátt og skýrt frá
efnahag þess.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 2. okt. 1897.
Halldór Daníelsson-
Mitt innilegasta hjartans þakklæti votta jeg
hjer með fyrst og fremst meðlimum Goodtemplar-
stúkvmnar »Verðandi«, og svo öllum þeim öðrum
Reykjavíkurbúum, sem við hina þungu banalegu
míns hjartkæra, góða og efnilega sonar, Bergþórs
sál. Bergþórssonar, sem andaðist 4. þ. m., á 23.
aldursári, og síðan við jarðarför hans auðsýndu
mjer mannkærleiksrika hluttekning í minni djúpu
sorg með umhyggjusamri aðstoð, hugsvalandi orð-
um, og göfuglyndum gjöfum, og gjörðu mjer þann-
ig minn sára sonarmissir ljettbærari.
Góður guð launi þeim öllum með sinni blessun.
Reykjavík 24. sept. 1897.
Vigdís Jónsdóttir.
í þakksrávarpi sínu i 44. tölublaði þ. á. getur
hr. Páll Ögmundsson í Ey þess, að ferðin hafi
verið þeim »kostnaðarlaus, nema ferjutollurinn
yfir Ölfusá«. Þetta er ekki rjett: þeir, sem fluttu
þá fjelaga yfir ána, voru þeir Bjarni Grímsson og
Þorkell Þorkelsson, búðir frá Oseyrarnesi, og tóku
þeir engan ferjutoll fyrir; Páll gat þess við ferju-
mennina, að hann ekki væri þá svo staddur, að
hann hefði ferjutollinn við hendina, og svöruðu
þeir honum þvi, að ekki væri venja að krefjast
hans af sjóhröktum mönnum, er væru á heimleið.
En sje svo, að Páll hafi nokkursstaðar skrifað
ferjutollinn inn í viðskiptareikning minn, án þess
jeg viti, þá á slíkt ekki að vera. Jeg ætlaðist
og ætlast ekki til neinnar borgunar fyrir flutning
þeirra í áminnzt skipti.
Óseyrarnesi 10. júli 1897.
Grimur Gíslason.
Ókeypis læknislijálp
á spítalanum, þriðjudag og föstudag kl. 11—
12. J. Jónas en.
8auM|e
selur undirskrifaður mánudagin>i 4. pessa mán.
í porti hr. gullsmiðs Olafs Sveins-
sonar- Fjeð selst á fæti eða eptir niðurlagi
eptir því sem um semur. Fjeð kemur af góðu
haglendi.
Reykjavík, 2. okt. 1897.
Björn Kristjánsson-
2 herbergi til leigu fyrir einhleypa.
Ritstj. vísar á.
baðmeðul
fi?á
S. Barnekow
í Malmö
Glycerinbað o<>’ Naptalínbað
verðlaunað á öllum sýning-um,
vel þekkt hjer á landi.
Má blanda meö köldu vatni.
Selst mjög ódýrt og mikill afsláttur í stærri
kaupum.
Einka-útsölu á íslandi hefir
Th. Thorsteiiisson
(Liverpool).
Saltfiskur
svo sem:
Smáfiskur, upsi og keila fæst gegn smjöri
og peningum í verzlun
Th. Thorsteinssons
(Liverpool).
STEINOLÍUTUNNUK
kaupir
Th. Tliorsteinsson
Húsið Nr. 13
við Laugaveg, fjölförnustu götu Reykjav.,
er til sölu;
húsinu fylgir stór matjurtagarður, sem er
nægileg lóð undir tvö hús sitt við hvora götu.
Upplýsingar um verð og borgunarskilmála
gefur
Ólafur Arinbjarnarson
verzlunarmaðúr.
Týnzt hefir á Skildinganesmelunum eða
á Kaplaskjólsveginura niður í bæ regnkápa
svört með tómri hálfflösku í vasanum. Finn-
andi er beðinn að skila henni í Apótekið.
Lögtak á ógreiddum gjöldum til dómkirkjunn-
fer fram eptir nokkra daga.
Hestur tapaðist frú Fjelagsgarði 30. sept.,grár,
aljárnaður, og i hafti. Mark: blaðst. aptan h.,
blaðst. fr. v. Finnandi skili honum til Sigurðar
Guðmundssonar skólapilts Póstbússtræti 16 Rvík.
Jeg undirskrifaður lýsi bjer með yfir þvi, að
jeg við nákvæma yfirvegun hefi sannfærzt um
að þau móðgandi og meiðandi nmmæli, sem jeg
hefi siðastliðinn vetur haft um berra Björn Þor-
gilsson í Þórukoti í Njarðvíknm, eru sprottin af
rangminni, og apturkalla jeg þau þvi, og bið alla
að skoða þau sem ósönn og tilhæfulaus.
Þessu til staðfestu er nafn mitt og tveggja und-
irritaðra votta.
Staddur á Yzta-Skála 25. sept. 1897.
Jón Stefánsson
frá Miðskála.
Vitundarvottar:
Einar Jónsson
Kjartan Einarsson.