Ísafold - 03.08.1898, Síða 3
195
þeim hefði orðið. En afdráttarlaust
var henni sjmjað um að fá börnin aft-
ur.
Alt þetta andstreymi fekk svo á
konuDa, að hún lagðist veik, lá þungt
haldin sex mánuði.
Fyrir tilstilli Lexownefndarinnar
fekk hún þó börnin aftur að lokum,
18 mánuðum eftir að þau höfðu verið
frá henni tekin.
— • ■■
Tilhöguri guðsþjónustunnar
á 17. og 18. öld.
Síra þorvaldur Bjarnarson á Mel-
stað minnist á það í ritgjörð sinni í
»Verðiljós« (jan. 1898) um handbókar-
frumvarpið nj'ja, að guðsþjónustan hjá
oss mundi verða fegurri og áhrif8.meiri,
ef hún nálgaðist aftur þá fornu til-
högun, er hi\n hafði her á landi nær
því óbreytta í meira en 200 ár, og
þessu áliti hans er ég alveg samdóma;
þá er ég las þetta, datt mér í hug, að
mörgum kynui ef til vill að vera það
ekki vel ljóst nú orðið, hvernig þessi
tilhögun var.
Fyrst var lesin bæn í kórdyrum og
Faðir vor á eftir, eins og nú.
þá var sunginn sálmur sem messu-
upphaf, Introitus, eða á hátiðum vers
og sálmur eða 2 sálmar, eða jafnvel
vers og tveir sálmar, t. d. á hvíta-
sunnudag.
þá söng söfnuðurinn Kyrie, og var,
það mismunandi, bæði að efni og
lengd, eftir því, hvort það til heyrði
hátíðum eða sunnudögum ; á bænadög-
um var sungið mjög stutt Kyrie.
Strax þar eftir byrjaði presturinn
Gloria in cxcelsis, sem einnig var mis-
munandi eftir tímanum.
í>á sneri presturinn sér að söfnuðin-
um og tónaði: Drottinn sé með yður;
síðan kollektu og pistil, eins og nú.
f>á var sungið Hallelúja.
því næst var sungin Sequentia; inn
í hana var á hátíðum skotið versum,
t. d. á páskum fjórum sinnum versinu
Kristur reis upp frá dauðum, og á jól
um átti þrisvar að syDgja versið
Heiðra skulum vér herrann Krist.
Þá sneri presturinn sér að söfnuðin-
um og tonaði Drottinn sé með yður,
og svo guðspjallið.
Eftir guðspjallið byrjaði presturinn
Credo; var það tvenns konar ; annað
skemra, sunnudaga-credo, og hitt
lengra, hátíða-credo, og var það sung-
ið á þremur stórhátíðunum, einnig á
nýársdag, Trinitatis og allraheilagra-
messu.
f>á var sungið vers eða sálmur á
undan prédikun, að minsta kosti á há-
tíðum ; á páskum átti þannig bæði
fyrir og eftir prédikun að syngja þrisvar
versið Kristur reis upp frá dauðum, og
þar á eftir þessa viðbót: Sigrarinn
8aeti, sonur Guðs vor gæti ! Hallelúja;
eins á uppstigningardag og hvítasunnu-
dag, eitt tiltekið vers þrisvar fyrir pré-
dikun og þrisvar eftir predikun.
f>á sté presturinn í stólinn og las
bæn og áminningarorð.
Síðan var, að minsta kosti á hátíðis-
dögum, sungið eitt vers eða tvö áður
en g'iðspjallið var lesið upp.
í>á hélt presturinn prédikuu og las
hinar almennu bænir.
Eftir prédikun var á sunnudögum
ávalt sungið þetta vers : Heiðrum guð
föður \iimnum á, og vanalega sálmur
þar á eftir, en á hátíðum sérstök vers
þrisvar, eins og áður er sagt. A
Mikaelsmessu var sungið langt Te deum
eftir prédikun ; og þá stórnauðsyn var
á ferðum, landplága, harðindi eða þess
houar, þá var sungin Litanían með
8inum versum og bænum ; verður hún
8íðar nefnd.
embættisverk áttu fram að fara,
8 írn» konfirmation eða altarisganga,
yrjuðu þau 0g par heyrandi sálm-
ar strax ^ e£j.jr ver8tnu Heiðrum guð
ö ur himnum á. Um útdeilingu var
sungið Agnus dei, eða annar góður
sálmur.
Strax og búið var að syngja þrisvar
hið tiltekna vers eftir prédikun á há-
tíðunum, byrjaði presturinn Praefatio,
og var hún bm sama á þremur stór-
hátíðunum og Trinitatis, en endranær
var hrin ekki sungin, og eigi heldtir
næsti söngur.
þá var sunginn Sanctus og var t xt-
inn eins á öllum hátíðunum og Trini-
tatis og lagið líka, nema á Trinitatis;
þá \ar haft alt annað lag.
þá tónaði presturinn Drottinn sé
með yður, síðan bæn eftir prédikun og
blessunarorðin.
þá var sunginn sálmur, Exitus, og
og stundum tveir. Einkennilegur
Exitus, lesmál og vers á víxl, var
sunginn á 2. dag páska.
þá var lesin bæn í kórdyrum og
Faðir vor á eftir, eins og nú.
þá mátti á sunnudögum, allra síð-
ast, á eftir Exitus, þegar fólk féll
fram, syngja þetta vers, »sem vana-
legt er allvíða í þessu landi«: Frið
veittu voru landi, eða versið : Vors
herra Jesú verndin blíð.
þannig var á hverjum sunnudegi
sungið Kyrie, Gloria, Halleluja, Sc-
quentia og Credo ; en Praefatio og
Sanctus að eins á hátíðum.
þá var sérstakt form fyrir söng og
embættisgjörð á bænadögum og sam-
komudögum.
Fyrst var sunginn Introitus, Nú bið
ég, guð, þú náðir mig, eða Aví, aví
mig auman mann.
þá var sungið Kyrie, mjög stutt.
þá var sungið Faðir vor í sálms-
formi : O guð, vor faðir, sem í himna-
ríki ert.
Eftir prédikun var sungin Lítanían;
sungu hana tveir flokkar af ungmenn-
um, tvö eða þrjú ungmenni í hvorum
flokki, og sungu alt af á víxl. Síðan
söng presturinn, sem þá féll á kné
fyrir altarinu, og söfnuðurinn nokkrar
setmngar á víxl, og voru það kölluð
vers. þar eftir »pronúnceraði« prest-
urinn fyrir altarinu þar til gjörða koll-
ektu, eina eða stundum þrjár ; síðan
tónaði hann blessunarorðin og Exitus
var sunginn.
í stað Lítaníunnar, sem var nokkuð
löng, mátti brúka annan styttri söng,
»einkum á útkirkjum, þar lítill söfn-
uður er«; söng þá allur söngflokkurinn
fyrst nokkrar setningar ; þá sungu tvö
ungmenni nokkuð, síðan önnur tvö
ungmenni, síðan allur söngflokkurinn ;
og síðast söng presturinn og allur söng-
flokkurinn saman (úr Esek. 3) ; svo
tónaði presturinn kollektur og bless-
unarorðin og Exitus var sunginn.
þessi styttri Lítania var fallegri eu
hin og oftar brúkuð.
Gjört var einnig ráð fyrir aftansöng
eða kvöldprédikun á kóngsbænadaginn;
átti fyrst að syngja tvo sálma; síðan
steig prestur f stól og lagði út af
Matt. 3; eftir pródikun hin styttri
Litania, síðan blessunarorðin og Exitus.
Víðar er getið um vfxlsöngva í göml-
um bókum. þannig má nefna Tc deum
hinna heilögu lærifeðra, Ambrósíusar
og Ágústínusar ; þar söng »fyrsti kór«
og »annar kór« á víxl, og stundum
sungu »báðir kórar til sarnans* langan
lofsöng.
Eins má nefna upprisu-lofsöng og
Besponsorium til að syngja á páskum;
þar söng allur söngflokkurinn fyrst 6
vers ; síðan kom víxlsöngur milli eng-
ilsins og Maríu við gröfina á páska-
dagsmorguninn, alls 12 vers; þann
víxlsöng söng einn karlmaður (6 vers)
og einn kvennmaður (6 vers) sitt versið
hvort á víxl ; og að síðustu söng allur
söfnuðurinn eitt vers.
B. porsteinsson.
---- ^ > tm -----
Við holdsveiki-aspítalann
í Laugarnesi er skipaður gjaldkeri
Hjálmar Sigurðsson og ráðskona frú
Kristín Guðmundsdóttir (frá Búðum).
Prestskosning
í Landeyjum 25. f. mán., og var
síra Magnús þorsteinsson aðstoðar-
prestur þar kosinn í einu hljóði með
93 atkvæðum af 112 alls á kjörskrá.
Keyptur á uppboði.
Saga
eftir A. Conan Doyle.
X.
»Sem vitni? Hvað á ég að votta?«
•Undirskrift mína og dagsetning
skjalsins. Dagsetningunni ríður mest
á. þar getur líf mitt legið við, Pet-
erson«.
»þú ert ekki með fullu ráði, góði
Smith; viltu ekki fara að hátta?«
»það er þvert á móti; ég hef aldrei
íhugað rækilegar nokkurn hlut, sem óg
hef sagt, og ég heiti þér því, að óg
skal fara að hátta, undir eins og þú
ert búinn að skrifa undir«.
»Eu hvað er það?«
»það er skýrsla um alt þetta, sem
ég hef sagt þér í kveld. Eg vil að þú
vottir það«.
»Jæja, ég skal gjarna gera þáð«,
mælti Peterson og ntaði nafnið fyrir
neðan nafn hins. »þama er það; en
hvað er það sem þú ætlar þór?«
»|>ú gerir svo vel að geyma fyrir
mig þetta skjal, og leggja þaðfram, ef
ég verð tekinn fastur«.
»Tekinn fastur? Fyrir hvað?«
»Fyrir morð. það getur vel að hönd-
um borið. Eg vil vera við öllu
búinn. það er ekki nema einni að-
ferð til að dreifa, og hana ætla ég
mór að hafa«.
»1 hamingju bænum, farðu ekki að
gera nein afglöp.«
»Ég segi þér satt, að það væru miklu
meiri afglöp, að láta það ógert. Ég
vona við þurfum ekki að ónáða þig;
en mór væri hugarhægra, ef þú hefðir
í höndum þessa skýrslu um, hvað mór
hefir gengið til. Og nú er ég fús að
þiggja heilræði þitt og fara að hátta,
því ég vil helzt vera með fullu fjöri
á morgun«.
Hann var ekki lambið að leika sór
við, hann Abercrombie Smith, ef hon-
um var þungt í skapi til einhvers.
Hann var spakur og meinhægur hvers-
dagslega, en voðamaður, ef hann var
egndur upp. Hann sótti hvað eina í
lífinu jafn-fast og einbeitt, eins og hann
hafði sýnt að hann sótti nám sitt.
Hann lagði frá sér bækurnar einn dag;
en það var ekki tilætluuin, að eyða
'þeim degi til ónýtis. Hann sagði
kunningja sínum Peterson ekkert um,
hvað hann ætlaði fyrir sér, en um
dagmál var hann kominn langt á leið
inn í bæ.
Hann nam staðar í High Street, þar
sem byssusmiður átti sér bvið, og
keypti þar væna marghleypu og eina
dós af kúlum. Hann hleypti sex af
þeirn niður í kúluhólfin og stakk byss-
unni í_ frakkavasann. Síðan gekk
hann þangað sem Hastie átti heima;
hann var að snæða dögurð og hafði
blaðið »Sporting Times« fyrir framan
sig, reist á rönd upp við kaffikönnuna.
»Hæ, hæ, hvað stendur nú til?« spurði
hann. »Viltu ekki fá þér kaffi«.
»Nei, þakka þér fyrir, en ég verð
að biðja þig um, að vera svo vænn,
að koma með mér, Hastie, og gera
það sem ég bið þig um«.
»f>að er guðvelkomið, lagsi minn
sæll«,
»Og hafa með þér ósvikið prik«.
»Ha!« Hastie glápti á hann. »Hérna
er veiðimannakeyri, sem steinrota má
með graðung«.
»Og svo er það nokkuð enn. |>ú
átt hérna stokk með líkskurðarhnífum
í. Láttu mig fá þann, sem lengstur
er«.
*Hérna er hann. f>að er að sjá sem
þú sért í vígahug. Er það þá ekki
eitthvað meira?«
»Nei! þakka þér fyrir«. Smith stakk
hnífnum inn á brjóstið og gekk á und-
an inn til sín. »Við erutn engir kjúk-
lingar, hvorugir okkar, Hastie«, mælti
hann. Eg held ég sé einfær um þetta,
en hef þig samt með til vonarogvara.
Eg þarf að tala dálítið við hann Bell-
ingham. Væri við hann einn að eiga,
mundi ég auðvitað ekki þurfa þín.
Ef ég kalla, þá komdu upp og lemdu
keyrinu eins hart og þú getur. Skil-
urðu?«
»Já, ég held það. Eg kem, þegar
þú öskrar«.
•Bíddu þá hérna; ég verð ef til vill
stundarkorn; en hreyfðu þig ekki
minstu vitund t'yr en ég kem«.
»Eg skal standa grafkyr«.
Smith gekk upp stigann, lauk hurð-
inni upp hjá Bellingham og fór inn.
Bellingham sat við borðið og var að
skrifa. Við hliðina á honum innan
um alt þetta kynlega dót hjá honum
stóð smurlingskistan og uppboðsnúm-
erið 249 límt framan á hana, og svo
þessi andstyggilega skepna, sem þar
átti ' sór ból, stirð og hreyfingarlaus,
niðri í henni. Smith litaðist um í
herberginu, lét aftur og læsti hurðinni,
tók úr lykilinn, gekk að arin-ofninum,
kveikti á eldspítu og kyndi viðinn,
sem lá þar. Bellingham blíndi áhann
forviða og bólginn af reiði.
»f>að er naumast, að þér gerið yður
heimakominn«, mælti hann og hvæsti
við.
Smith settist niður með hægð og
spekt, lét úrið 'sitt á borðið, tók upp
marghleypuna, hlóð hana og lagði
hana fyrir framan sig. Síðan tók
hann up líkskurðarsveðjuna og fleygði
henni að Bellingham.
»Takið haua«, mælti hann, »og farið
að skera upp smurlinginn þarna«.
»Nú, það er það sem þér ætlist til«,
mælti Bellingham og glotti við.
»Já, það er það, sem ég ætlast til.
f>að er sagt, að lögin nái ekki til yðar,
en ég hef lög, sem hafa í öllum þurnl-
ura við yður. Ef þér eruð ekki að
fimm mínútum hðnurn tekinn til að
skera upp smurlinginn, þá strengi óg
þess heit og skýt því til guðs, sem
mig hefir skapað, að ég hleypi kúlu í
gegnum hausinn á yður«.
»f>ér ætlið að myrða mig«. Belling-
ham var hálfstaðinn upp oghann var
gráblár í framan.
»Já«. ’
»Og hvers vegna?«
»Til þess að taka fyrir glæpi yðar«,
Ein mínúta er líðin«.
»En hvað hef ég gert ?«
»Ég veit það, og þér vitið það?
»f>etta er frumhlaup að saklausum
inanni«.
»Tvær mínútur eru liðnar«.
»En þér verðið þó að segjamérein-
hverja ástæðu fyrir því. f>ér hljótið
að vera vitlaus maður, — sjóðbullandi
vitlaus. Hvers vegna ætti ég að glata
hlut, sem ég á sjálfur? f>etta er mjög
fémætur smurlingur*.
»f>ér verðið að rista hann í sundur
og brenna liann«.
»Ég geri ekki aðra eins flón3ku«.
•Fjórar mínútur eru liðnar«.
Smith tók upp skammbyssuua og
horfði harðneskjulega framan í Bell-
ingham. f>egar sekúnduvísirínn var
kominn alla leið, lyfti hann upp hend
inni og studdi fingrinum á hanann.
•Hættið, hættið! ég ætla að gera
það«, emjaði Bellingham.
Hann þreif hnífinn í óðafári og sax-
aði sundur skrokkinn á smurlingnum,
en var altaf að líta um öxl sér, hvað
Smith liði; en hann miðaði altaf á
hann byssunni og hafði ekki af hon-
um augun. f>að brakaði og hrikti í
skrælþurum beinunum, er hnífurinn
var að vinna á þeim. Gulan, þykkan
reykjarmökk lagði upp af líkiuu ogþurru
reykelsi rigndi niður á gólfið. Alt í
einu fór hrygglengjan sundur um þvert
og brast við hátt, en smurlingurinn
datt niður á gólfið og spriklaði öllum
öngum.