Ísafold - 28.09.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.09.1898, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. í viku. VevfT árg. (80 ark. minnst) 4 krv erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bunam við" áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Awst.urstras.ti 8. XXV. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 28. september 1898. 59. blað. Tvisvar í yiku kemur nú Isafold út um tíma (5—6 vikur), miðviku- daga og laugardaga. Nýir kaupendur aö næsta árgangi ÍSAFOLDAR, 1899, fá auk ann- ara hlunninda ó- keypissíðasta árs- 00^0^1^ þ. á., um 20 blöð, eí þeir borg-a fyrir fram, Forngripasafno])i<ymvA. og Id. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll1/*—l1/^, ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.8) md., mvd. og ld. til útlána. Gufub. Hólar væntanj. á morgun (29.) iíí ^lí >J? *J? *£* >J? ^ °& >$? *J* •*$? >t* *J? ^? >J* ^Jr >J? *|> l^ "f*- *(> '[> ~T"' *(* *(> ¦*(* *p- '^ <t^ ^* 'I^ —^ ^^ 'l^ Atburðurinn mikli. Svo nefnir eitthvert helzta blað Norð- manna, »Verdens Gang«, áskorun Rússa- keisara til þjóðhöfðingja veraldarinnar, 8em skýrt er frá í útlendu fréttunum í síðasta blaði ísafoldar, og fer um hana eftirfarandi orðum: Ovæntu atburðirnir eru tíðir á vor- um tímum og að likindum hafa and- stæðurnar aldrei verið áþreifanlegri en á þessuín dögum. En sjaldan hefir ritsíminn flutt merki- legri boðskap en fregnina frá Péturs- borg um þá tillögu keisarans, að nú skuli allur heimur leggja niður vopnin. Bergmálið frá fallbyssuþrumunum í ófriðinum milli Spánverja og Banda- manna er enn ekki þagnað. Voldug- asta Iýðstjórnarland gamla heimsin3, Bretland hið mikla, virðist að því kom- ið að leggja út í ófrið, sem vel gæti kveikt í allri veröldinni. Um allan helm hervæðast menn. Uti í sjón- deildarhringnum hafa menn þegar fyr- ir löngu þótst geta eygt vopnaviðskifti, sem voðalegri afleiðingar hefðu en alt annað, sem enn hefir gerst í sögu mann- kynsins. Á slíkum tíma kemur einvaldsherr- ann í ríki, Bem framar öllu öðru bygg- ir vald sitt á hervaldi, fram fyrir ver- öldina með þessa tillögu sína: Leggjum níður vopnin! Hervaldið hefir náð þeim þroska, að annað eins hafa menn aldrei séð. A- lögurnar á þjóðunum hafa vaxið svo, að þær fá ekki lengur undir þeim risið. Hundruðum miljóna er varið til dráp- véla, sem vegna nýrra uppgötvana verða ónýtar á næsta augnabliki. Keis- arinn sér fram á afskaplega veraldar- óhamingju, ef ríkin hætta ekki ein- hvern tíma þessum æðislega herbun- aðar-eltingaleik. |>að eitt, að önnur eins orð og þetta skuli hafa verið sögð af þeim manni, sem ólíklegastur var til að segja þau, það er afarmikilsverður atburður, tákn tímanna, sem menn hafa ástæðu til að ætla að »viti á gott fyrir komandi aldir«, eins og hinn voldugi keisari kemst að orði. Enn er tíminn ekkí kominn til að spá neinu um það, hvern- ig önnur ríki muni taka tillögunni, né hver framkvæmdar-árangur muni af henni verða fyrst um sinn. Vafa- laust verða örðugleikarnir miklir og margir, og því miður er réttast að gera sér ekki ofmiklar vonir. Ekki getur það dulist mönnum, að Eiissakeisari hefir til þessa tiltækis valið tímann á þá leið, að líta rad á það sem kænskubragð, er beitt sé í tilefni af deilunum við Breta. Alt bendir á það, að mikið vanti á, að Eússar séu sem stendur undir það búnir, að láta skríða til skarar með t=ér og Bretum. Eússar vilja því fyr- ir hvern mun komast hjá ófriði þeim, sem brezka þjóðin reynir, með sívax- andi eindrægni, að neyða Salisbury- stjórnina útí út af kínverska málinu, vegna þess að hún finnur það, að íyr eða síðar hlýtur að reka að því, að til stáls verði sorfið við Eússa um yfir- ráðin í Austurálfu. í miðri deilunni varpar svo Eússa- keisari frá sér þessari tillögu, sera hefir lík áhrif eins og sprengikúla. Eúss- nesku stjórnarerindrekarnir hafa haft góða ástæðu til að búast við því, að þetta atferli keisarans mundi á einu vetfangi umturna allri afstöðu málanna og snúa almenningsálitinu í hinum ofþyngda heimi Eússum í hag. Hvern- ig sem alt veltist, fengju þeir þó dreg- ið málið dálítið á langinn. Gambetta reyndi á sínum tíma að fa Bismarck til að gerast forgöngu- maður friðarmálsins á sama hátt, sem Eússakeisari nú hefir gerst það. Til- raun Gambettu mistókst, eins og til- raun Napóleons III. í sömu átt hafði áður mistekist. Bréf Eússakeisara til til sendiherranna í Pétursborg, sem nú' er talið með hinum merku skjölum mannkynssögunnar, ber það með sér, að leiðtogar Eússa líta svo á, sem nú sé hentugri tími en áður. Tíminn leið- ir í ljós, hvort þeir líta rétt á það mál. Mannkynsins vegna er vonandi, að sú trú reynist ekki á sandi bygð. Eyrir smáþjóðirnar, |fremur öllum öðrum, er það tilveruakilyrði að stjórnmálastefna friðarins og réttarins ryðji sór að lok- um til rúms í stað stjórnmálastefnu ófriðarins og ofurvaldsins. Hvað sem öðru líður, þá hafa þau sFórTíðlnal^gerst" að ^friðarhugsjónin, — það ráð að leggja niður|vopnin, sem allir friðarvinir hafa| barist fyrir, á- rangurslaust eftir því sem horfurnar hafa verið — er nú orðin verulegt stjórnmalaatriði hjá því|stórveldi, sem ef til vill getur sem~stendur djarfast úr flokki mælt af öllum ríkjum verald- arinnar. Um allan heim mun því hver maður, sem enn trúir á framfarir mannkynsins, fagna þessutn atburði sera vonarauðgu fyrirheiti. Vitastæði ranusökuð. Mannvirkjafræðingur vitastjórnarinnar dönsku skoðar strendur landsins. Jafnframt rannsóknum þeim, er hr. Hanson hefir int af hendi í sumar og skýrb er frá í síðasta blaði Isafoldar, hafa aðrar stórmerkilegar rannsóknir farið fram hér á landi. Síðasta alþingi veitti í fyrra 1200 krÓDur á fjárlögunum »til að undirbúa vitabygging fyrir Austurlandit. jpórfin á þeim vita hefir verið afar- mikil og kvartanir um vitaskortinn þar komið til landsstjórnarinnar frá erlendum þjóðum. f>að er stór viti, með miklu ljósmagni, er vísi sjófar- endum & hafi úti leið til lands, sem um er að ræða. Auðvitað var fjárveiting þessi alt of lítil, ef landið hefði átt að kosta starf þetta að öllu leyti. Ef fólög þau, sem fást við að byggja vita, sem eru örfá, eitthvað tvö í Norðurálfunni, hefðu átt að senda mann til að vinna þetta verk, þá hefði það kostað margar þús- undir króna. En danska vitastjórnin lánaði mannvirkjafræðing, sem er í fastri þjónustu henuar, hr. F. N. Brinch, og fyrir því varð landinu ekki meiri kostnaður en þetta að rannsókninni. Hr. Brinch kom til Eeykjavíkur með Botníu í byrjun júlímánaðar og leit þá eftir vitunum hér við Faxaflóa. Sjálfur hafði hann staðið fyrir bygging þeirra, er reistir voru í fyrra, á Skaga- tá, við Gróttu, og í Eeykjavík. Hann telur þá vita geta að góðu haldi kom- ið, ef þeirra sé vel gætt. Og ekki kveðst hann hafa orðið annars var en að svo sé. Hann hefir lagt fast að skipstjórunum á póstskipunum að kæra, bvenær sem þeir verði þess vís- ari að nokkurt ólag sé A gæzlunni, með því að sú afarmikla ábyrgð, sem á gæzlumönnunum hvíli, vérði að kom- ast ríkt inn í meðvitund þeirra. Héðan hélt hann svo til Austur- landsins til þess að vinna aðalverkið, sem honum var á hendi falið. Einkum hafði komi* til orða vita- stæði í Seley, fram undan Eeyðarfirði. En kostnaður við að reisa vitann var vitanlega mjög mikill, og því átti hr. Brinch að kynna sér, hvort ekki mundi mega komast af með nokkura smærri vita, á landi. Eannsóknin náði yfir svæðið frá Kambanesi til Dalatanga, og bráðlega var það bersýnilegt, að ekki var um fleiri en þrjá staði að ræða: Gerpi, Horn (eystra) og Seley. Niðurstaðan varð sú, að Seley væri fyrir margra hluta sakir langhentug- ast vitastæði. Ekki kvaðst hr. Brinch að svo stöddu geta sagt, hve mikið mundi kosta viti sem þar mætti komast af með. Ætti það að vera 1. flokks viti, mundi ekki verða komist af með minna en 150 þúsund krónur. En sjálfsagt mætti notast við hann töluvert ódýrari. Á hitt leggur hann mjög mikla á- herzlu, að jafn-mikil þörf sé þar á til- færum til að leiðbeina mönnum í þoku, eins og á ljósi. |>ví að frámunalega þokusælt er á sjónum fyrir Austur- landi. Og þokulúðrarnir miklu eru af- ardýr verkfæri, einkum kostnaðarsamt að nota þá, — 5 kr. um klukkustund- ina þá sem beztir eru. Með þessum rannsóknum var hinu upprunalega erindi hans lokið. En svo varð starf hans miklu víðtækara. Fyrst fekk sýslunefnd Eyjafjarðar hann til að skoða vitastæði innan sinnar sýslu. |>ar höfðu þrír vitar komið til orða, einn stór, fyrir sjófareDdur úti á hafi, á Gjögurtá, og tveir minni, »hornvitar«, í Hrísey og við Oddeyri. Vitastæðin við Hrísey og við Odd- eyri telur hann vel fallin. |>ar á móti leggur hann eindregið á móti Gjögurtá sem vitastæði. Bæði er ilt aðstöðu að koma honum þar upp, og svo mundi hann tefja fyrir vitabygging fyrir Norð- urlandi, sem meira liggur á og að meira haldi mundi koma. Norður af Tjörnesi liggja sker, sem nefnd eru Mánáreyjar og norður af þeim önnur, sem heita Eyjarbrekka. |>eir staðir eru mjög hættulegir, meðal annars fyrir þá sök, að áttanálin snýr ram- skakt í grend við Mánáreyjar. Brýn þörf er á vita, sem lýsi yfir þétta svæði, en hann mundi seint verða reist- ur, ef annar viti kæmi upp ekki lengra burt en á Gjögurtá. Hr. Brinch lízt miklu betur á vitastæði á Siglunesi. Auk þess sem sá viti gæti lýst á haf út, yrði Siglufirði, sem er fyrirtaks bjargráðahöfn, mikil not af honum. Af Eyjafirði hélt hr. Brinch til ísa- fjarðar. |>ar var hann fenginn til að rannsaka vitastæði á Arnarnesi og inst í Skutulsfirði. A Akranesi erafbragðs stæði, segir hann, fyrir stóran vita og mundi hann koma þar að mjög miklu haldi. Inni í Skutulsfirði væri og hentugt að hafa vita, en það er nágrennið eitt, sem hefir gagn af hon- um, líkt og af vitunum hér í Eeykja- vík og af fyrirhugaða vitanum á Odd- eyri. Að síðustu skoðaði hann vitastæði í Elliðaey á Breiðafirði. Tilefnið til þess að hann var þangað fengÍDn var það, að neitað hefir verið að láta póst- skipið koma við á Stykkishólmi í miðs- vetrarferðinni, svo framarlega sem ekki kæmi viti í eyju þessa. Hr. Brinch gengur að því vísu, að með tímanum reki að því að þar verði komið upp vita, en þörfin er énn svo miklu brýnni víða, að ekki má halda honum fast fram sem stendur. Hr. Brinch þakkar það góðvild og lipurð skipstjóranna á strandferðabát- unum, einkum hr. Jakobssen, að hon- um hefir tekist að vinna þetta verk á jafn-skömmum tíma og með jafnlitlum kostnaði. Báðir hafa þeir stutt við- leitni hans af hinni mestu alúð. »f>að hlýtur að reka að því«, sagði hr. Brinch að skilnaði, áður en ísa- fold kvaddi hann og þakkaði honum fyrir ágætar viðtökur, »að stjórn ís-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.