Ísafold


Ísafold - 31.03.1900, Qupperneq 2

Ísafold - 31.03.1900, Qupperneq 2
66 ríki þessi hafa brotið af sér allan rétt til ajálfsforræðis og skyldi nú gengið milli bols og höfuðs á þeim. f>essu samsinti þingið brezka með miklum fagnaðarlátum! Búar eiga og að hafa leitað máls við forseta Bandaríkjanna í Norður- Ameríku um milligöngu, en árangurs- laust. „Fyrir fætur Dönum“. Tilgangur ísafoldar, og hennar liða, með hlutafélagsbankann á að vera sá, eftir því sem sagt er allsendum ótví- ræðum orðum í »|>jóðólfi« í gær, »að leggja sjálfstæði vort algerlega fyrir fætum Dönum«. »Liðar« ísafoldar í þessu máli eru meðal annars allir alþingismennirnir, sem á síðasta þingi voru. Fráleitt vill blaðið halda því fram, að þeirséu allir það treggáfaðri og skammsýnni en ísafold, að þeir hafi verið með hluta- félagsbankanum í blindni, en Isafold ein sjái afleiðingarnar. Ásökun »|>jóðólfs« verður þá ómót- mælanlega þessi: ísafold og alt alþingi vill leggja sjálfstæði vort algerlega fyrir fætur Dönum! Snoturt er orðalagið, piltar! Finst ykkur ekki getsakirnar sæmi. lega góðraannlegar og gætilegar? Frá Danmörku fréttist lát Matth. Saxtorphs, er lengi var yfirlæknir við Friðriksspítala. Hann komst hátt á áttræðisaldur. Dr. Frederik Nielsen, háskólakenn- ari í kirkjusögu, orðinn biskup í Ála- borg, í stað Schousboes heitins, er þar var. Einurð og stefnufesta. Eigi allsjaldan hefir »f>jóðólfur« ver- ið spurður um stefnuskrá sína — í hvert horf ætti að koma málum þjóð- ar vorrar, svo að henni stæði sem mest heíll af. Nú hefir hann loksins tekið sér fyrir hendur að svara þeirri spurningu. í gær kom hann með svarið, að því er stjórnarskrármálinu við kemur. Og svarið er álíka ljóst og jafn- myndarlega frá því gengið, eins og við er að búast. Hann segist ekki vita, hvort réttast muni að halda stefnu meiri hlutans í neðri deild frá 1897 (þiggja stjórnartilboðið og ónýta það með ríkisráðsfleygnum), eða að vekja benedizkuna upp aftur, eða að bíða með stjórnarbótarmálið um einhvern óákveðinn tíma. pjóðin verði að skera úr því, hvað af þessu muni nú vera bezt. Sjálfur gefur hann mönnum von um, að hann muni ráðleggja þjóðinni það, sem verði ofan á hjá henni ! |>að er undra-skýr stefna, þetta — svo sem engin furða, þó að »|>jóðólf- ur« njóti virðingar landsmanna fyrir einurð og stefnufestu! Eða hvað finst mönnum? Um Saurbæ eru þessir prestar í kjöri: Ólafur Ólafsson á Lundi, Einar Thorlacius í Fellsmúla og Sigurður Jónsson á þönglabakka. Aflabrögð eru mikið góð austan fjalls, í Ár- nessýslu veiðistöðunum, komið þetta frá 250—700 í hlut, þar af þorskur Vio cil Vr. hlutL Hér eru þilskip vel fiskuð, sem inn koma öðrU hvoru. * Herskipið komið. Höndlaður botnverpingur. JÞrætir fyrir brotið. Meinsæri. Heimdallur kom hingað miðvikud. 28. þ. m., færandi hendi, eins og fyr, — með 2 sökudólga í eftirdragi, botn- verping og lóðarfiskiskútu, bæði skíp- in ensk, frá Hull. Botnverpinginn hafði hann handsamað í landhelgi á Grindavík, en hitt skipið við Beykja- nes. það hei ir Harry Cutts og var sektað um 10 pd. sterl. En botn- vörpuskipið Faraday, skipstj. Blewett. Sá kumpánn þrætti og þrætir enn fyr- ir aðal-brot sitt, fiskidrátt í landholgi. Játar sig hafa verið að eins staddan í landhelgi, en læzt hafa haft vörp- una uppi. Hún var að eins komin upp fyrir sjávarmál, er herskipið bar að, og var með lifandi fisk í, enda var sýnilega verið að draga hana upp. Grindvíkingar, er þar voru í fiskiróðri mjög nærri, sögðu bomverping þenn- an hafa verið þar á sömu slóðum á 3. dag og dregið vörpu sína jafnt bg þétt kring um dufl, er þar var mjög nærri landi og Heimdellingar sáu. Tók herskipið 2 þeirra með sér og hafa þeir borið þetta og svarið fyrir rétti hér. En sxipstjóri þrætir jafnt sem áður. Og með honum ber Islending- ur einn, er verið hefir á hans vegum eða skipsins árlangt og er af Akra- nesi. Hann sór þann framburð sinn, en var þá settur í gæzluvarðhald og stendur til sakamálshöfðuu gegn hon- um fyrir meinsæri. Til þess að ekki standi á sönnun- um þrátt fyrir þetta, fór sýslumaður Páll Einarsson suður í Grindavík í gær til að ná framburði fleiri vitna, er sjónarvottar hafa verið að fiskidrætti sökudólgs þessa örskamt frá landi. Hann bíður dóms á meðan hér á höfninni. Ný skipshöfn er á Heimdalli og heitir yfirmaður Sehluter. Lokau. Ef vér þiggjum tilboð stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu, »þá er með því loku fyrir skotið, að vér fáum nokk- uru sinni innlenda sjórrn, segir ritst. »þjóðólf8« í gær í blaði sínu með breyttu letri. Vill hann nú einu sinni sýna sig þann mann að sanna þetta? Vill hann nú ekki einu sinni nregða út af venjunni og fær riik að lokunni — rök að því, að einmitt með þeirri breyting, að alþingi fái ráðgjafann til viðtals og samkomulagsviðleitnar, sé hleypt loku fyrir það, »að vér fáum nokkuru sinni innlénda stjórn«? Vít- anlega gerir hann sér ekki þá hug- mynd um lesendur sína, að þeir séu mikið fyrir röksemdir gefnir. J>ess vegna er sjálfsagt blað hans eins og það er. En þar sem staðhæfingin er svo furðuleg, virðist ekki frágangssök að breyta út af venjunni þetta eina skifti. f>að er þó myndarlegra, við og við, að gera ofurlítið meira en að gaspra og fúkyrðast. Skynjandi menn og hugsandi hafa hingað til haft þá skoðun hér um bil undantebningarlaust, að náin sam- vinna milli þings og stjórnar (ráðgjafa) væri eina leiðin til að fá hvort held- ur er þá eða aðrar umbætur á stjórn- arannmörkum þjóðanna, en samvinnu- leysið ræki í gágnstæða átt, sem og reynsla vor hefir lengi sýnt. Mein er þeim sem í myrkur rata. Frúimi á Elliðavatni varð það á, að segja ósatt og í staðinn fyrir að kannast við yf- irsjón sina, tók hún það ráð, sem öllum hefir illa gefist, að þræta og beita stóryrð- um. Ekki batnar ástandið, þegar hún er kom- in í smiðjuna til kunningjans. Hann hrúg- ar saman fyrir hana brigzlum og ónotum og lætur hana skrifa undir. Og þetta er hennar virðingarakkeri. Vinur er sá, til vamms segir, og það var eg. Eg skal nú líka leggja henni heilræði, og það er að snúa á rétta braut, og biðja fyrirgefningar. Ekki skal þurfa að knýa mig til að fyrirgefa henni. Má og veraað hún þurfi á öllu sinu að halda. f>að þarf bein i heDdi til að gera út prestskosningar- leiðangra. Ekki fær það á mig, þótt mér sé brigzlað um elli; þvi við hana mun eg glima eftir mér gefnum kröftum og taka fallinu eins og sá sem gert hefir sér far um að misbjóða ekki sannleikanum. Fíiuhvammi 28. marz 19C0. Þ. Guðmundsson. Hitt og þetta. Nú er íbúatalan í Lundúnum orðin 6'/» miljón. í>að er á borð við alla landsbúa í Norvegi og Svíþjóð. f>eim fjöigar um 80 þúsundir á ári, eða sem svarar öllum ls- lendingum. Svo telst til, að barn fæðist þar 3. hverju mínútu og að maður deyi þar 5, hverja mínútu. Þar kváðu eiga heima fleiri Skotar en i höfuðstað Skot- lands, Edinborg, og fleiri írar en í höfuð- borg írlands, Dýflinni, fleiri kaþólskir menn en í ,Eómaborg og fleiri G-yðingar en á öllu Gyðingalandi. Tala brotlegra manna er lögreglan hefir »i bók« hjá sér, nemur fullri */« miljón eða meira en þrefaldri tölu allra landshúa hér. Skandinavisk export- kaffi- surrogat, sem vér höfum húið til undanfarin ár, er nú viðurkent að hafa ágæta eiginlegleika. Köbenhavn K. F, Hjortlr & Co. VERZLUN J. P. T. Bryde hefir fengið sýnishorn af alls konar SKÓSMIÐALEÐRI mjög ífóöu og ódýru. Þeir heiðruðu skósmiðir, er kynnu að vilja panta eitthvað af leðri þessu eru vinsamlega beðnir urn að koma með pantanir sínar 2 dögum áður en skip fara. Umboðsmannsstörfum fyrir vátrygg- ingarfélag »Commercial Union« gegnir hr. verzlunarmaður L. Hansen í fjar- veru minni. Reykjavik, 27. marz 1900. tíighvatur Bjarnason. Leikfélag Reykjavíkur Sunnudag 1- apríl: Skríil! Leikur í 5 þáttum eftir Th. Overskou. 125” Byrjar stundvísl. kl. 8 e. h. 1 sídasta sinn fyrir páska. Þegar þér biðjið um Skandinavisk Ex- portkaffi Surrogat, gætið þá þess, rð vöru- morki vort og nndirskrift sé á pökkunum. Khavn K F. Hjorth & Co. Týnst hefir þ. 29. þ. m. á götum bæjarins gullkapsel. Finnandi biAinn að skila því til Konráðs Stefánssonar í latínuskólanum gegn sæmilegum fundarlaunum. Nýkomið með ,Laura‘ & ,Vesta‘ í verzlun Nær 30,000 nemur tala seglskipa í heim- inum, sem eru 50 smál. að stærð eða þar fram yfir. Og hér um hil 8'/* milj. smá- lestir taka þau alls. Það eru 4 þjóðir, sem mestan eiga segl- skipastólinn: Bretar, Bandamenn i Norður- Ameríku, Norðmenn og Þjóðverjar. Bret- ar þó meiri en hin rikin 3 samtals, sem sjá má á þessu yfirliti yfir seglskip á framan- greindri stærð, þ. e. 50 smál. minst: Bretar........................... 7706 Bandamenn . . ................... 3497 Norðmenn......................... 2306 Þjóðverjar.........................981 Svo segja skýrslur þar að lútandi, að til sén alls í heiminum 11,456 gufuskip ekki minni en 100 smál. og séu samtals rúmnr 12 milj. smál. Þar ern Bretar lang-efstir á blaði, með fast að helming þess skipastóls alls að töl- unni til, en meira en helming að flntnings- magni eða hátt npp í 7 milj. smál. Hér er samanburður á 7 mestu gufuskiparíkjum í heimi: 1. Bretland hið mikla og írland . . 5453 2. Þýzkaland...........................900 3. Noregur.............................657 4. Bandaríkin í Norður-Ameriku. . 551 5. Frakkland...........................526 6. Spánn...............................377 7. Japan...............................332 Þess her að geta, að þótt Norðmenn sé'n 3. ríkið í röðinni að gufuskipafjölda, þá eru þeir minni en hæði Bandamenn og Frakkar að skipastærðinni. SAMEININGIN , mánaðarrit til stuðnings- kirkju og kristindómi Islendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufjelagi i Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Eitstjóri JónBjarna- son. Verð í Vesturheimi 1 doll. árg., á Is- landi nærri því helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentnn og allri útgerð. Fjórt- ándi árg. byrjaði í marz 1899. Fæst i hóka- verzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reykjavik og hjá ýmsum bóksölnm viðsvegar umland. Tli. Thorsteinsson. Mikið úrval af ULLAR-SJOLUm svört og ljósleit-SUMAll CASHEMIR- SJÖL. — HERÐASJÖL hvergi meira úrval. — SLIFSI. — LÍFSTYKKI yfir 20 tegundir. — HATTAR. — KASKETTER. — HÚFUll fyrirJull- orðnu og börn. ENSKT VAÐMÁL. — TVLSTTAU. STUMPASIRZ. — LASTING. — Blátt NANKIN. — MOLESKIN. -... LÉR- EET bleikt og óbl. PRJÓNAÐUR barna-, kvenn- og karl.m.-NÆRFATNAÐUR. — BLÁAR PEYSUR. — FÆREYSKAR PEYS- UR. NIÐURSOÐIÐ: Roast Beef. Corneil Beef. Sheep Tongnes. Boiled Mutton. Pigs Feet. — ÁVEXTIR í DÓSUM: Perur. Ananas, Apricosur og fl. SYLTETÖJ. — Gelé. — MARME- LADE. — CHOCOLADE margar tegundir. Þar á meðal »CONSUM«. STEINOLÍUVÉLAR í 6 tegundum. EMAILERAÐ: The- og kaffikönnur. Bollar. Diskar. Skálar. Tarínur. Kasseroller. */4—V2 °g V1 potts mál. MIKIÐ ÚRVAL af HANDSÁPU og ILMVÓTNUM. — YFIR 20 teg- undir af góðu og ódýru KAFFI- BRAUÐI og KEXI. Þar á meðal BISCUIT-CONFECT. Leiðarvísir nt lífsbyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjóranum og hjá dr. med J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vílja tryggja lif sitt, aliar upplýsingar.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.