Ísafold - 14.07.1900, Side 1

Ísafold - 14.07.1900, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. ininnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 14. júlí 1900. 45. blað. I. 0. 0. F. 827279. ____________ Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11-12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitalanum á þriðjud. 0g föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. bvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning 1 Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Bankamálið í Andvara. I. Allar mótbárurnar i einni runu. Gjaldkeri Landsbankans, hr. Hall- dór Jónsxon, hefir tekið til málsí And- vara í því skyni að kveða niður hluta- félagsbankann væntanlega. íslendingum ætti að þykja vænt um að fá þá grein. Eigi að eins fyrir þá sök, að hún er kurteislega rituð; höf. hefir varast alla áreitni við einstaka menn, svo að ritgjörð hans stingur að því leyti mjög í stúf við það, er ritað «r frá sama sjónarmiðinu í »|>jóðólfi«. Heldur og vegna þess, að ganga má að því vísu, að til þessarar ritgjörðar hafi verið vandað eftir föngum. Pyrir því þarf naumast ráð að gera, að neitt hafi nú verið eftir skilið af því, er audstæðingum hlutafélagsbankans væntanlega hefir hugkvæmst að finna honum til foráttu og boðlegt þykir ekynjandi mönnum. Og það er mik- ilsvert að hafa þannig fengið öll rök þeirra í einni runu á 42 blaðsíðum. |>vi auðveldara er að átta sig á málstað þeirra. II. Óviðfeldin ónákvæmni. Viðfeldnara hefði það samt verið, ef höf. hefði lagt meira kapp á nákvæmni í rökfærslu sinni og staðhæfingum, og vafalaust hefði það varpað virðulegri blæ yfir ritgjörð hans, að minsta kosti í augum þeirra manna, sem eru svo þekkingu búnir og vitsmunum, að þeir vita, hve nær farið er rétt með og hve nær rangt í þessu mikilsverða máli. Að ónákvæmninni er miklu meiri brögð en hér verður gerð grein fyrir. Vér látum oss nægja að benda sem sýnishorn á 3 dæmi, sem öll eru eftirtektaverð. Eitt af aðalatriðunum, er höf. notar til þess, að gera hlutafélagsbanka-fyrir- írtækið ískyggilegt í augum manna, er það, hve bankanum sé ætlað að hafa mikið stofnfé. Af því geti menn séð, hve tiltölulega mikill hluti fjárins eigi að vera á boðstólum í öðrum löndum. Og til þess að gera sem mest úr þess- um agnúa, er honum þykir vera, heldur hann því stöðugt að lesendum sínum, að stofnféð eigi að vera 6 milj- ónir króna. Vitaskuld getur hann þess á einum stað (bls. 101), að þing- ið hafi fært stofnféð niður um eina miljón. En svo er eins og hann gleymi þeirri breytingu upp frá því. Á síðustu blaðsíðunni er hann tvíveg- is að berjast við þetta 6 miljóna stofnfé, sem allir eru horfnir frá. Á síðustu blaðsíðunum kemur hann með samanburð á þessu 6 miljóna stofnfé hlutafélagsbankans fyrirhugaða og stofnfé banka í nokkurum öðrum löndum, í þvi skyni að sýna, hve f etta fyrirtæki sé gífurlega og vitleysislega stórt, þegar miðað sé við þarfir ís- lands. Eftir þeirri skýrslu boma t. d. 47 kr. á mann í Danmörk og 27 kr. á mann í Svíþjóð, en 86 kr. á mann á íslandi. Tölurnar, sem sá reikningur er bygður á, eru sjálfsagt teknar úr bankafræði Scharlings prófessors, ný- útkominni. En auðsjáanlega sanna slíkar tölur nauðalítið. fíitt skiftir margfalt meiru, hve mikið /é bankarn- ir hafa á boðstólum í öðrum löndum í samanburði við það, sem hlutafélags- bankanum er ætlað að hafa til útlána. Og um það gat höf. frætt menn nokk- uð með því að skrifa upp úr þessari bók Scharlings. j?á hefðu menn feng- ið að vite, að sænsku bankarnir hafa til útlána 940 miljónir, sem verða 196 kr. á mann. Dönsku bankarnir hafa 453 miljónir eða 206 kr. á mann, og þó er þar slept tveim bönkum dönskum. Og með því að bæta heilli miljón við fyrirhugað stofnfé hlutafélagsbankans íslenzka, tekst höf. að koma fénu, er þeim banka er ætlað að geta haft til útlána, upp í 228 kr. á mann hér á landi. Með öðrum orðum: hlutafé- lagsbankinn mundi hafa minna fé á, boðstólum tiltölulega handa íslending- um en dönsku bankarnir hafa handa Dönum — þó að allir seðlar hans yrðu látnir ávaxtast hér í landinu. þriðja ónákvæmnis-dæmið, sem vér skulum minnast á, er kynlegast. því að þar virðist höf. stauda s?o einkar- vel að vígi, ef henn hefði viljaðleggja kapp á að vera sem réttorðastur og ná- kvæmastur. Honum telst svo til, sem Island hafi um 20 þúsund kr. árlegan arð af þessari | milj. seðla, sem Landsbankinn hefir haft meðhöndum. Satt er það auðvitað, að vextirnir af því fé nema rúmum 20 þúsund kr. á ári. En þar af fara í kostnað 16—17 þús- undir. Arðurinn af seðlaútgáfunni .nemur þvi ekki meiru en þeim 5000 kr., sem í landssjóð eru borgaðar. því að ekki trúumvérþví, að sjálfur gjald- keri Landsb. vilji halda þvíframíalvöru, að landssjóður íslands græði það, sem borgað er bankastj. gæzlustjórum, gjald- kera, bókara, endurskoðunarmönnum, í húsaleigu o. s. frv. Hann er vitan- lega alt of reikningsfróður maður til þess. þessi dæmi, og fleiri af sama tæg- inu, sem til mætti tína, eru í meira lagi óviðfeldin. þau benda óneitanlega á það, að mál þetta sé meira sótt af kappi en forsjá hjá gjaldkera Lands- bankans og honum hafi verið ríkara í hug að koma inn hjá íslendingum ímugust á hlutafélagsbankanum vænt- anlega með sjónhverfingum, en að fræða þá um þetta mál, sem alla þjóð- ina skiftir svo miklu að farsællega verði til lykta leitt. III. Seðlaútgáfurétturinn. Ein aðalmótbára höf. gegn hlutafé lagsbankanum fyrirhugaða, sá agnú- inn, sem hann virðist í raun og veru leggja mesta áherzlu á, er sá, að bankauum sé ætlað að komast að seðlaútgáfuréttinum fyrir alt of lítið. f>ví að 8á réttur sé landinu afar-dýr- mætur, sjálfsögð auðsuppspretta, ef rétt sé á haldið. Hér að framan hefir verið bent á, hvernig höf. fer að sýna fram á, að sá réttur hafi um undanfarin ár verið landinu mjög arðberandi. Hann ger- ir það blátt fram með því að gera allan kostnaðinn við bankann að gróða. Af ummælum höf. má jafnframt ráða það,. að hann býst við, að seðla- útgáfurétturinn verði oss þó miklu arðsamari á ókomnum tímum. En ekki sýnir hann fram á það, á hvern hátt það geti orðið. f>ar á móti leiðir hann, óviljandi, einkar-sennileg rök að því, að svo framarlega sem þjóðin eigi að fá banka-útibú þau, sem eru alveg óhjá- kvæmileg til þess að hún geti haft bankans full not, þá geti landið ekki gert sér seðlaútgáfuréttinn arðberandi á nokkurn annan hátt en þann, sem fyrirhugaður er með hlutafélagsbank- anum. Oss mundi ekki furða á því, að það yrðu einu áhrifin af Andvara- ritgjörð þessari, að þjóðin fengi ljósan skilning á því atriði. Hann gerir sem sé ráð fyrir, að ekki sé unt að láta ganga manna á meðal hér á landi meira en eina milj- ón króna í ótrygðum seðlum. Vextir af henni verða 40—50 þúsundir. En eftir reikningi hans, sem virðist mjög sennilegur, mundi kostnaðnrinn við slíkt bankahald nema meiru en 60 þúsundum. Hvers virði yrði seðlaútgáfurét.turinn þá fyrir landið? Bersýnilega svo lít- ils virði, að það gæti ekki með nokk- uru móti svarað kostnaði fyrir landið, að nota hann sjálft. Höf. þrástagasi á þessu atriði, í þeim tilgangi, að koma mönnum í skilniug um þetta tvent: að ekki mundi svara kostnaði fyrir landssjóð að gerast hluthafi í þessum fyrirhug- aða banka, og að forgöngumenn fyrir- tækisins hljóti að treysta því, að þeir geti haft mikið af peningum bankans manna á meðal erlendis. Á bls. 111 kemst hann meðal annars svo að orði: »þeir, sem gengist hafa fyrir þessu fyrirtæki, eru svc miklir fjármálafræð- ingar, að þeir sjá, að til þess þeir geti haft góðan arð af peningunum, þarf að nota seðlaútgáfuréttinn mikið, mjög mikið, því meira, þvl betra«. Oss getur með engu móti skilist, hvernig það dyist jafn-skýrum manni og höf., að þau þrjú atriði, sem nú skal greina, eru óhjákæmilegar afleið- ingar af þessari rökfærslu hans: 1. Að því fer svo fjarri, að nokkur sanngirni sé í því að leggja meiri á- lögur á hlutafélagsbankann í endur- gjalds skyni fyrir seðlaútgáfuréttinn en síðasta alþingi ætlaðist til, að þær hljóta að verða nýr skattur á lántak- endur f landinu. Sá réttur er sann- arlega fullseldur eftir rökfærslu höf- undarins. 2. Að ekki er unt að gera íslend- ingum úti um land alt greiðan kost á peningalánum með þolanlegum kjör- um, nema einmitt á þann hátt, að fá markað erlendis fyrir íslenzka seðla, eins og hlutafélagsbankinn ætlar að gera, og á þann hátt »nota seðlaút- gáfuréttinn mikið, mjög mikið«, eins og höf. kemst sjálfur að orði. Að öðrura kosti erum vér sjálfdæmdir til að láta alt sitja í sama farinu, sætta oss við þetta bankakrýli, sem vér höf- um hér í Reykjavík og tiltölulega ör- lítill hluti af þjóðinni nær til og hefir nokkurt gagn af. 3. Að það er ekkert annað en sjón- hverfingar, þjóðinni til blekkingar, að vera að halda því að henni, að vér ættum fremur að stofna stórbanka með innleysanlegum seðlum upp á eigin spýtur algerlsga. Vér getum ekki »notað seðlaútgáfuréttinn mikið, mjög mikið« í öðrum Iöndum. Til þess þurfum vér bersýnilega að fá að- stoð annara manna. IV. Yfirráðin yfir bankanum. Höf. þykir ekki nægilega um það búið, að yfirráðin yfir bankanum verði í íslendinga höndum, sérstaklega landsstjórnarinnar. Hluthafar f bank anum hafi þar of mikil ráð. Og aðal- hættan við þau yfirráð hluthafa, sem fyrir höf. vakir, virðist vera sú, að þeir muni hafa tilhneiging til þess að ávaxta fé bankans fremur í öðrum löndum en hér á landi. Auðvitað má lengi um það þrátta, með hverju fengin sé nægileg trygg- ing fyrir því, að stjórn bankans verði oss hagkvæm. Hún væri ekki einu sinni óyggjandi, þó að landsstjórnin væri ein um hituna. En úr því höf. leggur nú svo mikla áherzlu á þetta atriði, þá virðist sannarlega sæmilega um hnútana búið, þar sem alþingi ís- lendinga á að kjósa 5 menn í (11 manna) fulltrúaráð bankans og ráð- gjafi íslands (eða landshöfðingi) vera sjálfkjörinu formaður þess, bankinn vera »háður eftirliti stjórnarinnar sam- kvæmt nánari ákvörðunum í reglugjörð bankans« og ráðgjafi íslands staðfesta reglugjörðina. f>að liggur því í augum uppi, að verði hagur íslendinga fyrir borð bor- inn af fulltrúaráðinu, þá er alþingi og ráðgjafanum um að kenna. Og hverj- um á að trúa fyrir slíku máli, ef lög- gjafarþinginu og landstjórninni er ekki trúandi? Á að leita til amtsráðanna eða sýslunefndanna eða hreppsnefnd- anna, eða hvert? Höf. bendir ekki á það með einu orði — lætur sér nægja ágizkanir út í loftið um það, að ís- lendingar muni ekki miklu ráða. Hvers vegna segir hann ekki, íhverju efni yfirráðum þeirra verði ábótavant?

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.