Ísafold - 11.08.1900, Page 4

Ísafold - 11.08.1900, Page 4
204 dettur heldur engum í hug að nota í smjörlíki. Sjörlíkisgerð er því alls ekki hægt að koma hér á fót með innlendum efn- am, og dýrara að fiytja efnið í smjör- líkið til landsins en smjörlíkið tilbúið. |>að er því alt bull, sem þjóðólfur segir um þetta, ekki bygt á mista vit- neista*. Síðdegisguðsþjónustur verða ekki haldnar næstu sunnu- daga, með því að síra Jón Helgason leggur á 8cað í langíerð upp úr helg- inni. Hrútafirði, 24. júli. Skarlatssóttinernú komin bér á næsta bæ, Fögrubrekku i Hrútafirði. Að kveldi hins 3. þ. m veiktist þar 12 ára gamall piltur. Heimilisfólk þar á bænum mun eigi hafa grunað fyrst i stað, að hér væri um skarlatssótt að ræða, og forðaðist því litt, samgöngur við aðra bæi. En jafnskjótt og fregnin um sjúkleik piltsins barst út, grun- aði marga á næstu bæum, að þetta væri eitthvað hættulegt, og forðuðuit því af al- efli samgöngur við bæinn og afskifti af beimilisfólki þar. En þegar fleiri og fleiri sýktust, var Sigurðar læknis Sigurðssonar loks vitjað. Kvað hann veikiua vera »rauða hunda«, en bannaði þó samgöngur um lít- inn tima. Litlu síðar veiktist 5 ára gam- alt barn þar, í sömu veiki, og varð mjög þungt haldið. Var þá Júlíus læknir Hail- dórsson sóttur, og taldi hann engan vafa á, að veikin væri skarlatssótt. Hefir sýslu- maður svo eftir tiliögum læknisins lagt bann fyrir samgöngur og skipað sóttvörð, er hefir daglega tal af einhverjum á heim- ilinu, og færir á tiltekinn stað, i nánd við bæinn, meðul og aðrar nauðsynjar. Alls hafa sýkst þar á bænum 7 menn, alt unglingar og börn; en enginn afarþungt nema þetta eina barn, sem Júliusar læknis var vitjað ‘tii. Þó munu það nú vera heldur á batavegi og aðrir mikið farnir að friskast. Viðar hefir sóttin eigi borist, og mun það eigi sízt þvi að þakka, að svo marg- an grunaði þegar, hvað um væri að vera, og forðaðist því af eigin hvötum öll mök við menn af heimilinn. Hvernig sóttin hefir borist að Pögru- brekku vita menn eigi, en kelzt þykir þess tilgetandi, að kaupafólk að sunnan (af Mið- nesi?) hafi flutt hana Tveim dögum áður en veikinnar varð vart, tjaldaði margt kaupafólk nærri bænum, sumt af því kom heim og fekk sér að drekka, og heilsaði heimafólkinu með kandabandi, en ekki hafði það komið inn í bæinn. Aðrar orsakir vita menn ekki sennilegri. Sláttnr alment hyrjaður fyrir hér um hil hálfum mánuði, en siðan hafa verið si- feldir óþurkar, og hefir hér ekkert náðst inn enn þá. Tún eru viða langt komin og búin. Grrasvöxtur góður á útjörð, en lak- ari á túnum að sínu leyti, þó iiklega úm það bil í meðallagi. Þjóðsög’ur Jóns Árnasonar. kaupi eg fyrir hátt verð. P. Hjaltesteð úrsmiður. Bezti múrsteinninn í bænum er hjá Birni Kristjánssyni. Athugið. Jörðin Álftanes í Mýra- sýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja má við Svein Ní- elsson á Lambastöðum. Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur ísumar fyrir peninga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. 8nndmaga kaupir hæstu verði fyrir p e n i n g a Ásgeir Sigurðsson. Sauðakjöt - ull - rjúpur. Eg kaupi í haust nokkuð af sauðakjöti og uli. Sömuleiðis íslenzkar rjiipur. S \ g V. L U n d e, Kristjania, Norge. * Þyrilskilvindur (Kronseparatorer) eru nú taldar lang-beztar allra skil- vindna og eru til sölu hjá allflestum kauprnönnum hér á landi. Þessir seljendur hafa óskað nafns síns getið: Hr. kaupm. B. Kristjánsson, Rvik, hr. kanpm. H. Th. A. Thomsen, Reykjavik, hr. kanpm. 0. Árnason, Stokkseyri, hr. kaupm. Jón Bergsson, Egilsstöðum; allar verzlanir hr. Tuliniusará Austurlandi, allar verzlanir Gránufélagsins, hr. verzlunarstjóri Eggert Laxdal, Aknreyri, hr. kaupm. Y. Claesen, Sanðárkróki, hr. kaupm. L. Popp, Sauðárkróki, hr. kaupm. 1. G. Möller, Blöndu- ósi, hr. verzlunarstjóri P. Sæmundsson, Blönduósi, hr. kaupm. R. P. Riis á Borð- eyri. IslandskHandels & Fiskerikompagni á Patreksfirði, Flatey, Skarðstöð, Hvamms- firði, Olafsvík og Búðum. Frá Patreksfirði geta kaup- menn, að jafnaði, fengið þær til út- sölu með lægsta verði, þar fást og ýmsir vara-hlutar skilvindunnar. Smásöluverð gegn peningum er þannig: Nr. 0 skilur 25 pt. á kltíma kr. 80.00 — 00 — 50 - - — ■ 100.00 _ 1 _ 75 - - _ - 120.00 Skilvindurnar fást a ð a 11 e g a til útsölu hjá Islandsk Handels & Fiskeri- kompagni, Kjöbenhavn C. CRAWFORDS ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORDS & Son Edinborg og London StofnaS 1813. Einkasali fyrir Island og Færeyjar : F. Hjorth & Co. Kjöbenbavn. UIBOÐ Undirskrifaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. P. J. Thorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgade 34. Kjöbenhavn K. Leiðarvísir til Iífsbyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunnm og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar upplýsingar. •iUQICUS'BigpS UOSSIJOq -ilflui •qq nipSaniso^ y nfltoi jii ps"pj J^ÍQÖS So Tapast hefir grá hryssa úr pössnn á Bústöðum, aljárn- uð með 6-boruðum ópottuðum skeifum. Mark: standfjöður. Finnandí skiii hryss- unni gegn borgun til Carl Bjarnasen verzlunarm. Gullhringur fundinn (merktur). Ritstj. visar á finnanda. TIL LEIGU 1 herhergi handa ein- hleypnm i húsi Steingrims Guðmundssonar Laugaveg 23. Uppboðsauglýsing. Hér með auglýsist, að jörðin Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi hér í sýslu, 30.6 hdr. að dýrleika, verður eftir kröfu landsbankans og að undangengnu fjár- uámi hinn 7. þ. m. seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða miðvikudag- ana 29. ágúst og 12. og 26. september- mánaðar næstkomandi kl. 12 á hádegi, 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar, en hið 3. og síðastauppboð ájörðinnisjálfri. Söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni nokkra daga fyrir hið fyrsta uppboð. Skrifst. Húnavatnssýslu, 19. júlí 1900. Gísli íslcifssori. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt Akvörðun skiftafundar 6. þ. m. í dánarbúi Ólafar sál. Ste- fánsdóttur frá Krossavík verða fast- eignir búsins seldar við opinber upp- boð, sem haldin verða að eins eitt á hverri jörð og á jörðunum sjálfum eins og hér segir: I. Skjalþingsstaðir í Vopnafirði, 9.8 hdr. að nýju mati, verða seldir fimtudaginn 6. september næst- komandi kl. 2 e. h. II. Búastaðir í sömu sveit, 16.4 hdr. að nýju mati, verða seldir föstu- daginn 7. september næstkomandi kl. 12 á hád. III. Ljósaland í sömu sveit, 14.8 hdr. að nýju mati, verður selt sama dag kl. 4 e. hád. IV. Djúpilœkur í Skeggjastaðahreppi, 5 hdr. að fornu mati, ásamt hjáleig- unni Gunnarsstaðir 22.7 hdr. að nýju mati, verður seldur laugar- daginn 8. september næstkomandi kl. 12 á hád. V. Hálfir Gunnarsstaðir í sömu sveit, 3 hdr. að fornu mati, en ásamt Djúpalæk 22.7 hdr. að nýju mati öll jörðin, verða seldir sama dag kl. 2 e. hád. Jarðirnar verða seldar frá næstkom- andi fardögum að telja og veitist áreið- anlegum kaupendum gjaldfrestur á mest- öllu kaupverðinu til júlímán.loka 1901. Skjöl og skilríki áhrærandi þessar jarðir svo og uppboðsskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni frá 1. sept- ember og á uppboðsstöðunum rétt fyr- ir uppboðin. Skrifst. Norður-Múlasýslu 16. júlí 1900. Jóh. Jóhannesson. Proclama. Með því að Guðmundur skósmiður Ogmundsson á Vopnafirði hefir fram- selt bú sitt til gjaldþrotaskifta, þá er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er telja til skulda hjá honum, að koma fram með kröf- ur sínar og færa sönnur á þær fyrir skiftaráðandanum hér í sýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar ínnköllunar. Skrifst. Norður-Múlasýslu 16. júlí 1900. Jóh. Jóhannesson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi Stefáns sáluga þórarinsson- ar frá Teigi í Vopnafirði, sem andað- ist 14. maí þ. á., að koma fram með kröfur sínar og færa sönnur á þær fyr- ir skiftaráðandanum hér í sýslu, áður eD 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar innkölluuar. Erfingjar taka ekki að sér ábyrgð á skuldum. Skrifst. Norður-Múlasýslu 16. júlí 1900. Jóh. Jóhannesson. Dönsk stúdentshúfa befir lent í ó- skilnm I samkvæminu 7. þ. m. Ekki ann- að en koma henni til Einars Árnasonar faktors. Rauður graðfoli, heilrifað h. stýft v., í vörzlum hreppsnefudarinnar, samkvæmt kynbótasamþ., verður seld- ur, ef eigandi eigi vitjar hans og borg. ar áfallinn kostnað innan 14 daga. Varmá, 8. ágúst 1900. Björn Þorláksson. W. öifisiensens-'^i"" hefir sem að undanfömu nægar birgð- ir af alls konar mðursoðnum matvæl- u m og ávöxtum. Nýjar birgðir koma með hverri ferð. Miklar birgðii af gleruðum eldhúsgögnum og talsvert af Öðrum húsbúnaði. Allxr kornvörutegundir eru ávalt til við sömu verzluu; einnig Nýlenduvör- ur og krydd. Vindlar, tóbak og drvkkjarföng. Plet og Silfur, Mataráhöld, Ost, Smjör, Flesk, Pylsu, Kex, Skonrok, Kringlur. Kol og Steinolía og mjög rnargr, fieira. Cokes koma síðast í þessum mánuði og nokkur hundruð föt af góðri Steinolíu og ýmislegt af öðrum vörutegundum. í lok ágústmán. fæ eg birgðir af bankabyggi, rúgmjöli, hveiti, fóðnnnjöli, grjónum, kaffi, exportkaffi, sykri og fleíru, sem alt verður selt við lægsta verði. Allir þekkja, að matvörur þess- ar eru þær beztu, sem hiogað flytj- ast. Reykjavík 10. ágúst 1900. Björn Kristjánsson. Bogi Sigurðsson, faktor í Skar- stöð áður, biðnr þess getið, að hann er kominn að Búðardal í Dölum alfar- ið, og óskar blöðurn og bréfum til sín beint þangað. Eg hefi síðustu 6 ár verið þungt haldinn af geðveiki og brúkað við því ýmisleg meðul, en árangurslaust, þar til eg fyrir 5 vikum fór að brúka Kínalífselixír Waldemars Petersen í Friðrikshöfn. þá fekk eg undir eins reglulegan svefn; og þegar eg var bú- inn með 3 glös af elixírnum, kom verulegur bati, og vona eg, að mér batni alveg, ef eg held áfram með hann. Staddur í Reykjavík Pétur Bjarnason frá Landakoti. Að framanskráð yfirlýsing sé af frjáls- um vilja gefin og að hlutaðeigandi sé með fullri skynsemi, vottar L. Pálsson, prakt. læknir. KínaTífs-elixírinn fsest hjá flest- um kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-líís-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunní í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn, Danmark. Með því að bú Gests Guðmunds- sonar, sem síðastliðíð ár bjó í Kúskerpi í Éngihlíðarhreppi, og sem hinn 10. þ. m. strauk til Ameríku, er tekið til skiftameðferðar sem þrotabú eftir kröfu 8kuldaheimtumanna hans samkvæmt lögum 13. apríl 1894, þá er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá nefndum Gesti Guðmundssyni, að lýsa kröfum sínum og sanna þser fyrir skiftaráð- anda Húnavatnssýslu áður en 6 mán- uðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Húnavatnssýslu, 25. júní 1900. Gísli Isleifsson. í gamla »Doktorshúsi« rétt hjá sjó- mannaskólanum geta piltar, sem stunda þar nám, fengið gott fæði með sanngjörnu verði hjú Guðnýju JónBdóttur, sem áður var á »Ho- tel Akranes#. Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Einar Hjörleifsson. ísafol darprentsmiðja.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.