Ísafold - 15.12.1900, Síða 1

Ísafold - 15.12.1900, Síða 1
Keiuur nt ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan jnli (erlendis fyrir fram). ' ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árar. Reyk,iavík lauj*'ardaginn 15. des. 1900. 77. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBDS DANSKA SMJ0RI.IKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. 1. 0. 0. F. 8212218 */,. 0.___________ Forngripasafnið opið mvd. og ld. I I—12 Landsbankinn opinn bvern virkan dag k 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til utlana. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud og föstnd. kl. 11 —1. Ókevpis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tanniækning i búsi Jóns Sveius- sonar 'lijá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Mjólkurbií Og smjörmarkaður. Frá mjólkursamlagsbúi því, er stofn- að var í flreppunum í sumar, með leiðbeining hins danska mjólkurfræð- ings Grönfeldts, sem nú kennir á Hvanneyri, var sent tvívegis smjör í sumar til Englands, 400—500 pd. í hvort skiftíð, fyrir milligöngu hr. As- geirs Sigurðssonar og hans manna í Leith. Fyrri sendingin seldist á 70 sh. hundraðsvættin, sem er sama og 63 a. pundið (íslenzkt), en síðari 90 sh. eða 81 eyri pundið; og hafði sá mikli mun- ur eigi verið að kenna ólíkum vöru- gæðum, heldur óhentugum tíma og kringumstæðum, þá er fyrri sendingin kom. Og það fylgir sögunni, skýrsl- unni um söluna, að fyrir síðari send- inguna mundi líklega hafa fengist 100 sh. eða nær 90 a. pundið, ef ekki hefði það verið fundið að nokkru af stnjör- inu, að það vseri heldur gamalt. J>etta er stórmerkur atburður í verzlunarsögu landsins. f>að er mjór vísir, en mikils vfsir, ef rétt er á haldið. f>að er fyrsta stig til mikilsverðrar efnalegrar viðreisnar fyrir landið. Kostnaðurinn, sem legst á hvert smjörpund, áður en það kemst á markað á Englandi, er 4 a. á pundið. Meiri er hann ekki, með ráðvandri milligöngu, — cftir reynslunni þeirri í sumar. Framleiðendur hafa því fengið 77 a. fyrir pundið frá kaupendum; en fá 6 aura í viðbót í verðlaun úr lands- sjóði samkvæmt lögunum frá í fyrra, með því smjörið seldist 6 aurum meira en 75 »■ Þeir fá því alls 83 a. fyrir pundið. Hefði það selst á 100 sh. hundraðsvættin ensk, sama og 89 a. pundið, mundu þeir hafa fengið alls 105-r 4 a. = 101 eyri fyrir pundið. Og þ a ð hefði verið almennilegur gróði, er sýnt hefði enn greinilegar, að til- vinnandi er að hafa dálítið fyrir, sýna dálitla vandvirkni og samvizkusemi til þess að komast upp á enska viðskifta pallborðið með þessa vöruteg- und. Alkunnugt er, hvílík gullnáma ensk- ur (eða útlendur) smjörmarkaður hefir orðið Dönum. Vér Islendingar þurfum eigi annað en reyna að verða þeim jafnsnjallir að þekkingu á mjólkurmeðferð og öllu, sem þar að lýtur og beita aunari eins vand- virkni, alúð og viðskiftasamvizkusemi eins og þeir til þess að komast í sama dalakútinn. það er alt og sumt. Sjálfskapavíti, ef oss mistekst það. Vörumagnið verður vitanlega lítið framan af, með því að ekki er hlaup- ið að því í skjótu bragði, að breyta svo búskaparlagi, sem til þess þarf, að smjörframleiðslan geti mikil orðið,— auk samlagsörðugleikanna. En gæðin er oss innan handar að hafa hátt upp í það sem bezt gerist með bræðraþjóð vorri. Og vöxturinn getur orðið meiri en rnargur hyggur, ef vér leggjum aðra eins alúð og þeir hafa gert. Vanda- minna er það einnig fyrir oss að því leyti til, að vér þurfum eigi annað en að læra af þeim. J>eir hafa lagt braut- ina og haft alla þá fyrirhöfn, sem því fylgir. f>ar tökum vér hlut á þurru landi. Og ekki stendur á því, að þeir séu boðnir og búnir til að kenna oss og leiðbeina. f>etta lítið, sem selt var í sumar til Knglands af íslenzku smjöri, var auð- kent sem íslenzk vara, eins og rétt var og sjálfsagt. Frægðin fyrir hana eða þá minkunin á að vera vor og ekki annarra. f>að þarf ekki orðum að því að eyða, hver ósvinna væri að ætla sér að lauma henni á markað með öðru merki, »undir fölsku flaggin. Bæði ósvinna og heimska. f>ví hvern- ig færi, ef illa tækist — varan reynd- ist miður vönduð, svikin? Hún fengi ekki einungis á sig það óorð, sem hún ætti skilið í sjálfri sér, heldur mundi sú þjóð, er notuð hefði verið fyrir skálkaskjól, hvort heldur væri Danir eða aðrir, eðlilega hefna sín með því, að vara alla sína skiftavini við vöru frá oss, við íslenzku smjöri, hvort sem slæmt væri eða gott, og gera oss þar með ræka af sínum markaði. Mesta nauðsyn er í þessu sambandi að vér fáum vörumerkjalög, til vernd- ar vandaðri vöru — til tryggingar því, að óhlutvandir sóðar og skammsýnir féglæframenn spilli eigi fyrir oss markaði með því að láta þangað ó- vandaðri vöru innan um vandaða. Vér höfum brent oss á þess konar áð- ur. f>að var ekki lengi að spilla hrossamarkaði vorum á Englandi, er farið var að lauma trippum innan um útflutningshrossin. Við mun það bera stundum enn, að líkt sé brallað, þeg- ar saltfisks-farmar eru afgreiddir, þótt sjálfsagt sé það heldur að leggjast niður, af því að það hefir komið hlut- aðeigendum í koll á síðari skipunum; enda meiri háttar verzlanir vorar var- ast það eftir mætti. En hitt verður aldrei full-brýnt fyrir mönnum, hve afar-áríðandi er, að engar misfellur komi, engum ávirðingum bregði fyrir í þessa átt, ef vér komumst svo langt, að ná almennilegum tókum á markaði fyrir smjör vort á Englandi. f>að eru meir en lítil stakkaskifti, sem búnaður vor mun taka, ef ljós verður úr þessum litla neista, þessum litla vísi til smjörverzlunar á hinum bezta markaði í heimi. Oll atorka búmanna hlýtur að snúast að vand- legri túnrækt og yfirgripsmikilli, í því skyni að koma upp miklum og góðum kúabúum, þar sem þess er nokkur kostur. En ræktuð jörð er ó líkum mun öruggari undirstaða undir góðum landbúnaði heldur en hitt, að eiga nær alt undir kasti, hvað fram- fleytist af búpeningi á óræktuðum mó- um og mýrum eða graslitlum holtum og söndum, og setja peninginn annað- hvort ár eða svo að meir eða minna leyti á guð og gaddinn. f>að er votryggingin, sem vantað hefir gersamlega í búnað vorn, og vald- ið hefir því, að vér höfum verið öld- um saman mesta öreigaþjóð álfunnar og verðum það eftirleiðis að öðrum kosti. Annað framfaraatriði, sem þessi at- burður á af sér að geta, ef ílt fer skaplega, er stórum aukið hreinlæti meðal þjóðar vorrar. Vér vitum það, að fyrsta og æðsta skilyrði fyrir því, að smjör verði boðleg vara á heims- markaði, er takmarkalaust hreinlæti. En þegar neyðin, hin brýna, skilmála lausa nauðsyn kennir almenningi slíkt hreinlæti í mjólkurmeðferðinni og smjörtilbúningi, þá hlýtur það hrein- læti að draga eftir sér annað hrein- læti og þrifnað. f>að hlýtur og að venja menn af kæruleysinu íslenzka og hirðuleysi um að fara vandlega eftir ítarlegri fyrirsögn þeirra, er vit hafa á, — með þeim ummælum eða því líkum: »Eg held það geri ekki mikið til, hvort verið er að elta þessa (eða hina) sérvizku út í æsar«. Látaalthólk- ast einhvern veginn. Englendingurinn segir: »Ef þið bregðið í nokkuru hinu rainsta atriði út af því, er reynslan hefir sýnt að þarf til þess, að smjörið verði svo gott, s*m okkur líkar, þá viljum við það ekki; þá getið þið átt það sjálfir, eins og þið hafið gert. f>á kæfir smjörlíkið alla smjörframleiðslu hjá ykkur — þ a ð er langt um betri vara en kúasmjörið ykkar, eins og það hefir gerst yfirleitt, — og þá verð- ur ykkur bezt að hafa skrælingjasið- inn gamla: sulla í ykkur nýmjólkinni eins og blávatni eða blöndu, í stað þess að búa til úr henni arðmikla vöru, eða eyða helmingnum af rjómanum út í kaffi 4—5 sinnum á dag, því til spill- ingar og ykkur til einskis góðs«. f>etta segja þeir. Og þeir eru lög- gjafar vorir í þessari grein. f>að er heimsmarkaðurinn að því er kemur til vöruvöndunar. Hann hefir fult lög- gjafarvald í því efni, og er um leið hæstiréttur; þaðan getur enginn á- frýjað. f>að var í fyrra sent ofurlítið af 8mjöri til Englands frá Hvanneyri til reynslu, og sömuleiðis smjör frá tveim- ur myndarheimilum í Borgarfirði öðr- um. Fáir munu hafa varað sig á því hér, að mikill munur mundi gerður þar í milli, og líklegast alls ekki orð- ið haus varir, þótt bragðað hefðu á þessum smjörsendingum öllum þremur. En Englendingurinn var ekki lengi að finna muninn. Hann gaf 90 aura fyrir Hvanneyr- arsmjörið, en 45 a. fyrir hitt. — Svona segir sagan, og seljum vér hana eigi dýrara en vér keyptum. En það er góð dæmisaga, hvort sem hún er nákvæmlega áreiðanleg eða ekki. Skilmalalaus hlýðni við »kreddur« kaupanda, — það er yfirleitt hið fyrsta og æðsta viðskiftaboðorð. — f>að var vel til fundið af Páli amt manni Briem, sem fleira í hinum mjög vel sömdu og mikilsverðu hug- leiðingum hans hér í blaðinu fyrir skemstu, er hann varar ungt kvenfólk, sem nema vill hússtjórn og bústjórn, við að sækjast eftir prjálinu, — eftir til- sögn í vandasömustu hannyrðum, að sauma rósir í blaðasliður eða búa til óalgengar kræsingar, en hirða ekki um að geta gert við sokka, bætt bót eða saumað barnsskyrtu, og því síður að búa til á beztan liátt þann mat, er heimilin þarfnast mest. Og í sama mund mintist ritsjórn Isafoldar á það slæma tímanna tákn, að fáar sem eng- ar ungar stúlkur gáfu sig fram til að læra mjólkurmeðferð á Hvanneyri í vetur, hjá ágætum, dönskum mjólkur- fræðing. jpangað mun hafa fengist fyrsta kenslutímann, nóv.—jan., 1 ung 3túlka og svo 1 roskin bóndakona. f>ess ber þó að geta nú, að næsta námstíma, febr.—apríl, kváðu þegar tafa gefið sig fram fleiri en rúm er fyrir. Og mun mega rekja það beint til fréttanna um smjörsöluna héðan á Englandi í sumar. f>ar sjá menn beinan og vísan gróðann á því, að læra þetta almennilega, — læra rétta með- ferð mjólkurinnar og rétta aðferð að smjörtilbúningi. Enda þurfum vér eigi að hugsa til, að fá almennilegan smjörmarkað á Englandi né að halda honum öðru vísi en með því að njóta þeirrar tilsagnar, sem nú fæst á Hvann- eyri, eða annarrar jafngóðrar og áreið- anlegrar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.