Ísafold - 23.03.1901, Qupperneq 1
Kernur út ■ ýmist einu sinni eða
tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
14/a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXYIII. árg
Reykjavík largardaginn 23. marz 1901.
16. blað.
Biðjið ætíð um
OTTO M0NSTEDS
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
hefir til sölu mikið af ís,
ísyarinni síld og rjúpum.
I. 0 0. F. 82329872- III-
Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11—12
Lanasbókasafii opið hvern virkan dag
ki. 12—2 og einni stnndu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. tii útlána.
Okeypis lækning á spitala.num á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Utanför landshöfðingja.
Landshöfðingi leggur á stað til
Kaupmannahafnar í kvöld. Orð leik-
ur á þv/, að hann hafi verið boðaður
á fund stjórnarinnar.
Vér látum ósagt, hvert erindi hon-
um ar ætlað. Bn víst er um það, að
engum íslendingi ætti að geta dulist,
hvert erindi hans æ 11 i að vera.
I þessari ferð ætti hann að afla
þingi og þjóð afdráttarlausrar og á-
reiðanlegrar vitueskju um það, að
hverjum breytingum á Btjórnarskránni
stjórn vor er fáanleg til að ganga —
annaðhvort fpera þinginu hana sjálfur,
eða útvega mann, sem hefir sérstakt
umboð til að koma með hana, svo
hún verði ekki framar rengd.
f>ví að með öllu er óaæmilegt, að
leika þennan skollaleik lengur.
Mikill meiri hluti hins nýkjörna
þings er áreiðanlega sarrningafús.
Béttur helmingur þjóðkjörinna þing-
manna vill ganga að tilboði stjórnar-
innar, flestir eins og það hefir legið
fyrir þinginu, fáeinir með breytingum,
Bem stjórnin hefir látið berast út, að
ekki Bkyldi verða málinu að falli.
Enginn veit með vissu, hve margir
þeir þingmenn eru, sem vilja semja á
svipuðum grundvelli og stjóruin hefir
boðið, en fara fram á einhverja rýmk-
un á stjórnartilboðinu. En skýlaus
vissa er fyrir því fengin, að þeir eru
nokkurir.
Á þá ekki þingið ómótmælanlega
heimting á, að því sé gerður kostur á
að semja? Er unt, þegar svona stend-
ur á, að virða alþingi meira að vett-
ugi á annan hátt en þann, að leyna
Þ*í, hver breytingaratriði stjórninni
þyki aðgengileg?
þá eru ummæli landshöfðingja,
stjórnarfulltrúans sjálfs, á síðasta
þingi, rétt á undan fullnaðaratkvæða-
greiðslunni um stjórnarskrármálið í
neðri deild. I þingtíðindunum standa
þessi orð eftir hann:
»Eg álít eigi vonlaust um, að þær
breytingar á stjórnarskránni, sem
stjórnin álítur að bomi ekki í bága við
pólitiskt samband íslands og Dan-
merkur, gætu fengist með viðaukum
við frumvarp þetta«.
Er ekki óhæfa að gera sér í hugar-
lund, að önnur eins orð, töluð af
manni í slíkri stöðu, á slíkum stað,
við slíkt tækifæri, séu markleysa ein?
En jafnframt þessum ummælum lét
landshöfðingi þess getið, að honum
væri ókunnugt um, að hverjum breyt-
ingum stjórnin vildi ganga.
Er ekki kominn tími til þess, að
þeim manni, sem á að semja við þing-
ið í sumar fyrir stjórnarinnar hönd,
verði nú kunnugt um þetta? Er
h'ugsanleg fráleitari stjórnleg ómynd
og andhælisskapur en þetta, að full-
trúi stjórnarinnar tjái þinginu, að
umbjóðandi hans muni vilja semja, en
— geti ekkert um það sagt, í hverja átt
þeir samningar eigi að ganga?
Vér göngum að því vísu, að 1 a n d s-
höfðingja mundi ljúft að Ieggja
alt kapp á að hrinda nú rnálinu í við-
unanlegt horf. I því efni skírskotum
vér til ummæla hans á síðasta þingi.
|>á komst hann meðal annars svo að
orði, sem nú skal greina, og orðrétt
er tekið upp úr þingtíðindunum:
»£'g hefi alt af, síðan eg fór að hafa
afskifti af þingmálum, fundið til fiess,
hve nauðsynlegt það vœri, að vér fengj-
um sérstakan ráðgjafa, er mætti á al-
fiingi. Reyndar eru það fleiri atriði,
sem eg mundi telja æskilegt, að breytt
yrði í stjórnarfarinu, svo sem það, að
ráðgjafl íslands ætti ekki setu í ríkis-
ráðinu. En eftir að fengin er vitneskja
um það, að ekki er fram á slíkt far-
andi nú, þá er ekki heldur til neins að
vera að reyna það, heldur halda sér að
eins við, að reyna að fá það, sem unt
er og mestu varðar: sérstakan íslands-
ráðgjafa. Það er vant að vera svo fyr-
ir ’öllum skynsamlega hugsandi mönn-
um, að þegar þeir geta ekki fengið
alt, sem þeir óska, en þó nokkuð, þá
taka þeir heldur hið minna en ekki
neitt. Það eru helzt börn, sem fara
svo að, að þegar þeim er neitað um
eitihvað, sem þau vilja fá, en boðið
annað í staðinn, þá segja þau: Fái eg
ekki það, sem eg bað um, þá vil eg ekki
neitt; og fara svo burt með fýlu. Það
er til íslenzkur málsháttur, sem segir,
að betri sé hálfur hleifur en enginn,
og er það óefað praktiskt að hafa hann
fyrir augum í þessu máli eins og öðr-
um.......
Eg vil, áður en eg sezt niður, taka
eitt atriði fram. Það hefir borist utan
að mér, að eg sé með sjálfum mér frv.
þessu mótfállinn, og það hafa komið
fram aðdróttanir að mér bœði munn-
lega og á prenti um það, að eg rói að
því öllum árum, að málið komist ekki
fram. Eg skal nota þetta tækifæri til
að lýsa yfir þvi, að allar slikar getsak-
ir og aðdróttanir eru ástœðulausar og
tilhœfulausar. Eg veit heldur ekki,
hvað mér œtti að ganga til að vera
máli þessu mótfallinn, því að máske
hefir enginn fremur en eg haft tœki-
færi til að finna til þess, hversu óhag-
kvæmt hið núverandi stjórnarfyrir-
komulag er einmitt í þvi atriði, sem
hér i frumv. er gjört ráð fyrir að
laga».
Vér höfum aldrei gert ráð fyrir slíkri
tvöfeldni sem þeirri, að landshöfðingi
hafi í þetta skifti talað þvert um hug
sér.
En öllum íslendingum er kunnugt,
að a ð r i r hafa gert það. Stjórnar-
bótarfjendur hafa opinberlega fullyrt,
að svo hafi verið. Sumir stjórnarbót-
arvinir hafa tekíð í sama strenginn
bæði fyr og síðar.
Nú hlýtur landshöfðingi að hafa
tækifæri til að færa órækar sannanir
fyrir þeirri staðhæfing sinni, »að allar
slíkar getsakir og aðdróttanir eru á-
stæðulausar og tilhæfulausar«. Og
meira að segja: mörgum mun virðast,
að virðing sjálfs hans sé í veði, ef
hann lætur það tækifæri ónotað.
Eftir ummælum sjálfs hans hlýtur
honum að vera áhugamál að hrinda
málinu áfram. Láti hann þess ófreist-
að, verður maður, hvort sem ljúft er
eða leitt, að ætla, að hann hafi verið
að draga síðasta alþingi á tálar.
En beiti hann sér við stjórnina af
fremsta megni, og hún haldi áfram
sama feluleiknum, sem að undanförnu,
þá er þar með fengin sönnun fyrirþví
að hún traðkar óhikað tillögum hans
í aðalmáli þings og þjóðar, og það í
máli, sem hann hefir tjáð sig stjórn-
inni samdóma um. Og sú sönnun
yrði alt of áþreifanleg fyrir sæmd lands-
höfðingjaembættisins — að vér ekki
nefnum þann skrípaleik, sem með
þingið yrði leikinn, ef fulltrúi sjálfrar
stjórnarinnar gæti enn ekki sagt því,
fram á hvað það megi fara.
Skipakyíin.
í grein, sem eg skrifaði um daginn
um fyrirhugaða skipakví, bar eg
lítils háttar blak af tveim mönnum,
þeim kaupmönnunum Th. Thorstein-
son og Geir Zoega í Beykjavík, sem
mér þótti verða fyrir hörðum dómi
hjá bankastjóra Tr. Gunnarssyni; en
fjarri var það mér að vilja gera hon-
um ilt í skapi. Hann svarar nú í
þjóðólfi 15. þ. m. og er engu vægari
í dómi um þessa menn. f>að var að
vísu ekki við því að búast, að eg
gæti breytt skoðun hans. Eg vil ekki
heldur gera frekari tilraunir til þess,
að því er það atriði í grein hans
snertir.
Bankastjórinn gerir G. Z. kaup-
mann að »átrúnaðargoði«, og veitir
honum þannig þá tign, sem mér þyk-
ir ekki ólíklegt, að honum sjálfum
þyki »allri tign æðri«. En um leið
segir hann, að G. Z. hafi barist með
hnúum og hnjám móti því, a ð rek-
netafélagið væri stofnað, a ð íshúsið
væri reist, og að þilskipafélagi væri
komið á fót. Er þetta rétt? Mis-
minnir mig það, að G. Z. væri einn
þeirra, Bem með þeim fyrstu gekk í
reknetafélagið, eða varð með öðrum
til að stofna það? Heyrt hefi eg, að
hann hafi von bráðara gengið úr því
aftur; og geta sumir til, að hann hafi
ekki verið ánægður með sumt í stjórn
þess.
Móti fshúsinu hefi eg ekki heyrt
að hann hafi barist; en það veit eg,
að hann reisti sjálfur íshús, og úr
því að það var fyrirætlun hans, að
eiga íshús sjálfur, var eðlilegt, að
hann vildi ekki leggja fé í annarra
íshús.
Um framkomu hans, þegar þilskipa-
ábyrgðarfélagið var stofnað, er mér
nokkuð kunnugt, með því að við
vorum báðir meðal þeirra, Bem sett-
um það félag á laggirnar með banka-
stjóranum. f>að er ekki rétt að segja,
að hann bafi barist með hnúum og
hnjám móti stofnun þess. G. Z. er
hygginn maður, og vakti athygli á
ýmsum örðugleikum; það var enginn
bagi að því; en Ioks gekk hann sjálf-
ur í félagið og sýndi með því, að hann
vildi heldur styðja það en fella. Eg
get því ekki talið rétt, að segja, að
hr. G. Z. hafi barist á móti þessum
fyrirtækjum með hnúum og hnjám;
enda játum við allir, að þetta eru
framfaramál. Maður getur farið svo
hart áfram, að manni sýnist allir aðr-
ir þjóta aftur á bak. Eg get þess til,
að þetta um Geir gamla hafi bara ver-
ið missýning; hann hefir f raun róttri
þokast áfram, gamli maðurinn, en
líklega farið nokkuð hægra en sumir
aðrir.
Um konsúl Th. Torsteinson hafði
eg sagt það, að hann væri fyrsti
hvatamaður þess, að farið var að
hugsa um vátrygging sjómanna. Menn
vissu hér alment ekki betur. En svo
kemur það upp úr kafinu, og er hægt
að »dókúmentera« það með »kopíubók«
bankastjórans, að einmitt h a n n var
sá fyrsti, sem hugsaði um það mál,
með því að kopíubókin sýnir það og
sannar, að hann hefir skrifað Færey-
iugum um það mál, áður en Th. bar
það upp hér í Beykjavík. Banka-
stjórinn lætur svo orð liggja að því,
að Th. Th. hafi ætlað að hnupla þessari
ágætu hugmynd frá sér.
Eftir þessa frásögu um »kópíubókina«
vil eg ekkert um það segja, hvor þess-
ara manna á heíðurinn fyrir að hafa
verið »fyrsti frumkvöðull*. En eitt
verð eg að segja, og segi vini mínum
bankastjóranum það satt: það er ekki
ásetningur minn »að skreyta vini mína
með hans fjöðrum*. f>að er ekkí
fyrir það — langaði mig til að skreyta
einhvern kunningja minn með fallegri
fjöður af öðrum, þá gripi eg líklega til
einhverrar af skrautfjöðrum banka-
stjórans; hann á svo mikið af þeim.
En að því er Th. Th. snertir, þá gat