Ísafold - 06.04.1901, Síða 1
ÍSAFOLD
Keykjavík laugardaginn 6. apríl 1901.
Keraur út ■ ýmist [einu sinni efla
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
XXVIII. árg.
I. 0. 0. F. 824l28'/2 It.
Jr'orngripasafnið opið mvd. og ld 11—12
Lanasbókasafn opið hvern virkau dag
ki.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
mi., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spítaienum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Okeypis angnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Framfaramál
höfuðstaðarins.
III.
Vatnið.
f>að er eitt af lífsskilyrðam mann-
anna, ög það er bæði ilt og lítið hér
1 höfuðstaðnum.
Nú þegar er svo komið, að veruleg
vandræði stafa af vatnsleysi í austur-
hluta bæjarins, fyrir ofan lækinn. Og
lítið vantar á, að þar eigi heima helm-
ingur bæjarbúa.
Vesturbærinn er nokkuru betur
staddur, og eiga þó mörg heimili þar
langt í vatn. Bkki er heldur til í
bænum svo gott vatnsból, að ekki séu
þar fleiri efni en þau, sem eiga að
vera í góðu vatni.
Afleiðingin af því, hve örðugt er að
ná til vatnsbólanna, er sú, að vatnið
er sparað. Og þeim sparnaði fylgir að
sjálfsögðu yfirleitt óþrifnaður. Aðal-
mælikvarðinn á þrifnaði í öðrum lönd-
um er sá, hve mikið vatn þar er notað.
Sá mælikvarði er vitaniega ekki ger-
samlega órækur, að því er hvern ein-
stakling snertir. f>að má hagtæra
vatni vel og illa, eins og öðru. En
•yfirleitt er mælikvarðinn talinn óyggj-
andi. Sá bær eða sú þjóð, sem notar
mikið vatn, er þrifinn bær eða þrifin
þjóð. Og bærinn eða þjóðin er ekki
þnfin, nema mikið sé notað af vatni.
Eeykjavík er ekki þrifinn bær. |>að
stafar af því, að mönnum veitir hér
svo örðugt að ná sér í vatn. Hafn-
firðingar eru að jafnaði þrifnari en
Reykvíkingar, eftir því sem héraðs-
læknir vor hefir afdráttarlaust fullyrt.
f>að kemur til af því, að í Hafnar-
firði er vatnið auðfengnara.
Annar agnúi fylgir og vatnsskortin-
um: hætta fyrir heilsu manna og líf.
Af því að svo örðugt er að ná til
þeirra vatnsbóla, sem bærileg eru,
freistast margir til að nota vatn úr
óþverraholum í grend við hús sín. |>að-
an er talið að taugaveikin stafi að
miklu leyti. Sömuleiðis magaveiki sú,
aem hér liggur í Iandi og oft verða
mikil brögð að, eins og t. d. í vetur.
Vatnsbólin, sem almenningi eru ætluð,
eru fráleitt óyggjandi í þessu efni. En
margfalt hættulegri eru þó þessir smá-
brunnar. Enda kveður og miklu meira
að taugaveikinni í bænum austanverð-
um en vestanverðum.
Litlu vatni fylgir óþrifnaður. Vondu
vatni fylgja veikindi. Eeykjavík hefir
lítið vatn og ilt.
Jafn-mikill og vatnsskorturinn er
nú í bænum, verður hann þó mikln
tilfinnanlegri, þegar fram líða stundír.
Bærinn er í miklum vexti, bætir lík-
lega við-sig nú alt að 1000 manna
á ári hverju. Vöxturinn gétur orðið
miklu hraðari, áður en nokkurn varir.
Komi nægir peningar til landsins, mun
það sannast, að hann eykst stórvægi-
lega. En vatnsbólunum fjölgar ekkí
að sama skapi. Góðum vatnsbólum
getur að líkindum mjög lítið fjölgað,
sízt í austurbænum.
það leynir sér því ekki, að hin brýn-
asta þörf er á að fara að veita vatni
inn í bæinn. Málið hlýtur að komast
á dagskrá hér hið allra-fyrsta. Með
því einu móti er unt að afla sér nægi-
legs vatns fyrir bæinn. Með því einu
móti er unt að koma þrifnaðinum í
bænum í gott horf. Með því einu
móti verður fyrir það girt, að ilt vatn
spilli heilsu bæjarbúa.
En 3vo verður fyrst sá vaDdi fyrir
manni, hvert eigi að sækja vatnið. Um
það hefir töluvert verið rabbað fram
og aftur.
Sumum hefir hugkvæmst, að grafa
eftir vatni fyrir ofan bæinn, utan í
Eskihlíð. Tilfæringar til að reyna
fyrir sér munu kosta um 3000 kr. En
jarðfræðingum þykir, að sögn, lítil von
um, að þar sé nægilegt vatn að fá.
Álíka mikið mun kosta að fá hing-
að verkfræðing til þess að rannsaka,
hvaðan vér ættum að veita ofanjarð-
arvatni inn í bæinn. Og að líkindum
væri miklu hyggilegra að snúa sér að því.
Vatnið mundi þá verða sótt inn í
Elliðaár eða upp í Elliðavatn. Vegur-
inn er lengri upp í vatnið; en væri
vatnið sótt þangað, mundi ekki þurfa
dælivél til þess að lyfta því upp,
og, eins og bráðlega skal verða frá skýrt,
fer kostnaðurinn mjög eftir því, hvort
hennar þarf eða ekki. Auk þess er
ekki ólíklegt, að auðveldara kunni að
verða að komast að samningum um
vatnið en árnar.
Vitaskuld rennir maður að miklu
leyti blint í sjóinn um allar ágizkan-
ir um kostnaðinn. Ofurlítið kann þó
kostnaðaratriðið að skýrast við það að
athuga, hvað sams konar vatnsveiting-
ar kosta annarstaðar.
Vér höfum fyrir framan oss skýrslu
um þær í kaupstöðunum í Danmörk.
f>ar hafa 25 kaupstaðir komið þeim
tipp. Stofnfúlgan er mjög mis-
jöfn, alt frá 15,770 krónum (íLemvig)
og upp í 624,700 kr. (í Horseus). Eins
er mjög mikill munur á árskostnaðin-
um, frá 250 kr. upp í 41,000.
Hvorttveggja er mjög undir því kom-
ið, hvort dælivél þarf til þess að lyfta
vatninu upþ, eða hvort vatnið, sem
veitt er, liggur svo hátt, að heunar
þúrfi ekki.
í 7 af dönsku kaupstöðunuin þarf
hennar ekki, en nákvæmlega er kunn-
ugt um kostnaðinn í 6 af þessum bæj-
um. Stofnfúlgan nemur þar sam-
tals 457,520 kr. Samanlögð íbúatala
í þessum bæjum er 30,045. Stofn-
fúlgan nemur þv 15,220 krónum á
hverja 1000 bæjarbúa. |>ar á móti
nemur stofnfúlgan 22,030 kr. á
hverja þúsund manna í þeim 18 bæj-
um, sem þurfa dælivél til þess að lyfta
vatninu upp.
Af árskostnaðinum er það að segja,
að í þeim bæjum, sem ekki þurfa dæli-
vél, nemur hann að meðaltali 335 kr.
á hverja 1000 bæjsrbúa. En í hinum
870 kr. Hér eru þó hvorki taldir með
vextir af stofnfúlgunni né heldur af-
borgun.
Vér gerum ráð fyrir, að vér mund-
um að minsta kosti ætla 10,000 manna
vatn, ef vér færum að brjótast í að
afla oss vatns á þennan hátt. Mætt-
um vér nú gera ráð fyrir meðalkostn-
aði eftir því, sem í Danmörk gerist,
þá yrði stofnfúlgan rúmar 152 þús.
króna, og árskostnaður, auk vaxta og
afborguuar, 3350 krónur, ef vér þurf-
um ekki dælivél. Að viðbættum 4y.
vöxtum yrði þá árskostnaðurinn allur
9430 krónur.
Ef vér aftur á móti þurfum dæli-
vélina, yrði stofnfúlgan rúmar
220 þúsundir króna og árskostnaður
allur um 17,500 krónur, að meðtöld-
um 4°/o vöxtum.
Vitanlega er þetta ágizkun ein.
Vel getur verið, að vatnsveitingin yrði
oss dýrari en hún hefir orðið Dönum
að jafnaði. Ura það verður ekkert
sagt, fyr en sá maður kemur til sög-
unnar, sem ber fult skyn á málið.
En óneitanlega ætti samt reynsla
Dana að gefa oss góðar vonír um, að
hér sé að ræða um fyrirtæki, sem
ekkert vit sé í að kalla ókleift.
Sannleikurinn er sá, að þó að vér
þyrftum að borga svo sem 17,000
krónur um árið fyrir vatnsveiting inn
í bæinn, mundn Reykvíkingar beint
græða fé á því frá því sem nú er.
Auðvitað vantar allar skýrslur um,
hve mikið menn borga fyrir að láta
sækja fyrir sig vatn. En engin lík-
indi eru til þess að það nemi ekki
meiru fé, þegar öll kurl koma til
grafar.
En aðalmunurinn er sá, að með
vatnsveitingunni stígum vér langt
spor áfram í menningaráttina, ef
til vill lengsta menningarstigið, sem
vér getum stigið með nokkuru einu
framfarafyrirtæki. Með því gerum
vér bænum unt að vera þrifinn, sem
honum er nú í heild sinni um megn.
Og með því lengjum vér vafalaust líf
og bætum heilsu fjölda manna. Að
vér ekki tölum um þau stórvægilegu
þægindi, sem því eru samfara, að fá
vatnið inn í húsin — þurfa ekki ann-
að en snúa krana á veggnum, hvort
sem er hátt eða lágt f húsinu, þegar
vatn þarf að nota til eínhvers, í stað
alls þess ómaks og allra þeirra snún-
inga, sem s&mfara eru vatnsburðinum.
Daglegt líf manna, ekki sízt kvenfólks-
ins, verður alt annað en áður.
Hér er því ekki um neitt smáræði
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
19. blað.
að tefla. Framkvæmdir mega með
engu móti dragast.
Aburðarplöntur.
Fyrirlestur, sem Einar Helgason flutti í
vetur í Jarðræktarfélagi Reykjavikur.
Jarðvegurinn batnar á ýmsan hátt
við sáningu og ræktun. En hann batn-
ar misjafnlega mikið, eftir því, hvaða
plöntur eru ræktaðar og hvort þær
eru fluttar burt eða ekki. Sé þær
fluttar burt, þá skerðast ýms frjóefni
jarðvegarins; en sé plönturnar pældar
eða plægðar niður, þá aukast þau.
Bóndinn ræktar jörðina í þeim til-
gangi, að upp skera plönturuar og
breyta þeim í mannafæðu eða hafa
þær til iðnaðar. En þó má og, ef svo
á stendur, rækta plöntur í þeim til-
gaugi eingöngu, að bæta jarðveginn.
Venjulegast eru ekki allar hinar
ræktuðu plöntur fluttar burtu þaðan,
sem þær uxu. Eftir verður vanalega
rótin með neðri hluta stöngulsins, eða
þá að rótin er flutt burtu, en blöð og
leggir verða eftir. þessi plöntu-úrgang-
ur getur bætt jarðveginni —
Plöntuefnin skiftast í tvo aðalflokka:
lífræn (organisk) og ólífræn (óorgan-
isk). Lífrænu efnin eru að miklu leyti
til orðin af þeim efnum, sem plönt-
urnar taka úr loftinu. Eúni plönturn-
ar niður í jarðveginn, þá bætast hon-
um lífræn efni og moldarlagið vex.
Ólífrænu efnin fá plönturnar úr jarð-
veginum; fyr því aukast honum ekki
beinlínis þessi efni, þótt plönturnar
verði skildar eftir.
Plönturnar sækja næringu sína mis-
jafnlega djúpt niður í jarðveginn.
Verði eitthvað af þeim plöntum, sem
sækja næringarefni sín djúpt niður,
eftir við uppskeruna, þá hafa þessar
plöntur flutt næringarefni upp á við,
þangað sem aðrar plöntur geta haft
þeirra full not. Gróðrarmoldin getur
með þessu móti orðið frjórri en áður
en þessar plöntur voru ræktaðar og það
enda þótt mikið af þeim hafi verið
flutt burtu.
Gróðurinn bætir ennfremur eðli og
ásigkomulag jarðvegarins. Ræturnar
bera sig eftir gróðrarmoldinni í allar
áttir. f>egar ræturnar deyja, verða
auðar pípur eftir þar, sem þær voru.
Vatnið gufar út um þær og loftið fer
inn um þær. f>etta hefir bætandi á
hrif á jarðveginn.
f>að sem eftir verður af plöntúnum
þegar upp er skorið, getur því á ýms-
an hátt bætt jarðveginn; en meiri yrði
sú bót, ef plönturnar yrðu plægðar nið-
ur óskertar. f>á kæmu öll þeirra efni
jörðinni að notum, bæði þau, sem
þær hafa tekið úr loftinu, og eins þau,
sem þær hafa sótt langt niður í jarð-
veginn. f>að er auðvitað dýrt að
plægja alla uppskeruna niður, einkum
af því, að sjaldan er hægt að fá upp-
skeru af sama bletti oftar en einu sinni
á sumri. Sú aðferð var notuð í forn-
öld í menningarlöndunum; lagðist síð-
an niður að miklu leyti, en er nú
tekin upp af nýju í þeim löndum, þar
sem jarðrækt er komin lengra á veg
en hér á landi.
f>ær plöntur, sem ræktaðar eru í