Ísafold - 19.06.1901, Page 2

Ísafold - 19.06.1901, Page 2
158 er starfsemi seðlabanka jafnan verður að vera háð. Athugum nú þeesar ástæður, sem stjórn landsins hefir látið sér sæma að senda þjóðinni. Fyrst er þá hluttaka landssjóðs í bankafyrirtækinu. f>að er ofur-einfalt mál. Samt hef- ir stjórnin ekki getað hjá því komist, að beita þar fyrir sig röksemd, sem er auðsæ og einber endileysgi. Hún er því ekki meðmælt, að landssjóður taki þátt f fyrirtækinu »sumpart vegna þess, að hagurinn átti einmitt að vera í því fólginn, að fá útlent fé inn í landið«, segir hún. Svo hún heldur auðsjáanlega, að það fé, sem lands- sjóður legði til, yrði ekki frá útföndum komið! Bngum manni hér á landi hef- ir þó annað til hugar komið en að það fé yrði fengið að láni frá útlöndum. Borgöngumenn fyrirtækisins buðust til að leggja landssjóði til féð, hann þyrfti ekki annað en skrifa sig fyrir hluta- bréfum, svo gæti hann fengið hjá sér peninga út á þau (sbr. Isafold 12. á- gúst 1899). I því trausti setti þingið inn ákvæðið um hluttöku landssjóðs. Jafnvel annað eins og þetta veit stjórn- in ekki, eftir að hún er búin að þykj- ast fjalla um málið um þrjú missiri! Annars skal ekki um það deilt, hve hyggilagt eða óhyggilegt só að láta landssjóð leggja út í að vera meðeig- anda bankans. Langfiestir hagfræð- ingar veraldarinnar eru því vitanlega mótfallnir, að nokkur landssjóður (eða ríkissjóður) sé að setja peninga í slíkt fyrirtækí. Stjórn vorri er því naum- ast láandi, þó að henni lítist ekki heldur á það. Til hins er ætlandi, að hún geti gert grein fyrir ástæðum sínum eins og skynsemi gædd vera. J>ar er ekki heldur um neitt mikil- vægt atriði að tefla. Borgönguraenn fyrirtækisins hafa aldrei fram á það farið, að landssjóður tæki neina hluti í bankanum fyrirhugaða. þeir hafa frá upphafi boðist til að leggja fram alt stofnféð, án þess landssjóður væri neitt við það riðinn. Vér eigum því alveg eins kost á bankanum, þó að löiindssjóður gangi úr skaftinu. Stjórn- in gat mætavel strikað út ákvæðið um hluttöku landssjóðs, og samning- ar tekist alt eins vel fyrir því. En á eitt mikilvægt atriðí í sam- bandi við ummæli stjórnarínnar um eign landssjóðs í hlutafélagsbankanum verðum vér að benda. þjóðbankinn danski hefir haldið því fram, að engin ráð séu til þess að auka peningamagn í landinu önnur en þau, að hér sé stofnaður hlutafélags- banki með seðlaútgáfurétti. Annað- hvort hlýtur landssjóður að eiga hluti í þeim banka eða e i g a þá e k k i. Nú er stjórnin því mótfallin, að hann eigi hlut í slíkum banka vegna áhættunnar. Og hún er líka mótfallin því, að stofnaður sé hér á landi hlutafélagsbanki með seðlaút- gáfurétti, sem landssjóður á ekkert í, vegna þess, að engin trygging sé fyr- ir því, að seðlar þess banka mundu haldast hér í Iandinu og ekki verða í höndum manna í öðrum löndum. Só skoðun þjóðbankans rétt, sú, er áður er getið, að hlataíélagsbanki með seðlaútgáfurétti eé eina ráðið til þess að auka peningamagnið, þá hlýtur það ómótmælanlega, samkvæmt þessu, að vera niðurstaða stjórnarinnar, að ekki sé unt með nokkurum ráðum að auka peningamagn landsins. Hún neitar þá ekki að eins því eina peningatil- boði, sem landsmönnum hefir verið gert; hún afneitar líka öllum bolla- leggingum afturhaldsliðsins um aðrar leiðir til þess að afla Islandi peninga. Komi þeir nú, afturhaldsliðarnir, og fullyrði, að enginn vandi sé að koma hér upp öflugri peningastofnun, sem landssjóður hafi gróðann af og land- stjórnin ráði ein yfir! Bendi þeir á, vitringarnir, á hvern hátt fyrirkomu- lagið eigi að vera, svo að meiri pen- ingar séu á boðstólum og stjórn vor gangi aö því! Meðan þeir gera það ekki, er lík- legast hyggilegast fyrir þá, eftir þessu stjórnarbréfi, að tala sem fæst um málið og reyna að átta sig á því, að aldrei ráði þ e i r fram úr því — ekki fremur en þeir ráða fram úr öðr- um framfaramálum þessarar þjóðar. Vér komum þá að aðalástæðunni, eða réttara sagt e i n u ástæðunni, sem stjórnin kemur með fyrir því að sinna ekki málinu — því að agnúarnir við landssjóðshluttökuna eru engin ástæða gegn málinu í heild sinni. Ástæðan er sú, að svo geti farið, að peningarnir verði í veltunni í öðr- um löndum. Stjórnin segir, að það mættu þeir ekki með nokkuru móti vegna |>jóð- bankans danska. Hún segir ekki, að það h 1 j ó t i að koma í bága við einka- réttindi þess banka eða m u n i gera pað, heldur að það »g æ t i komið í bága« við þau. Stjórnin gerir jafnvel ráð fyrir því, að þetta yrði að eins um stundar sakir; þegar frá liði mun- um vér þurfa á öllu því fó að halda, sem bankinn hafi á boðstólum. Samt má íslenzkur banki ekki hafa manna á meðal í Danmörku seðla, sem kynnu um einhvern tíma að verða afgangs peningaþörfinni hér á Iandi, af því að það g æ t i komið í bága við f>jóð- bankann. Svona er þá farið sambúðinni víð *bræðraþjóðina«, eftir stjórnarinnar eig- in skýringu! Sannarlega ættum vór íslendingar að kunna að meta hana réttilega eftir þetta stjórnarbréf! Bnn fremur stegir stjórnin, að fyrir það verði ekki girt með neinni gæzlu- stjórn, að peningarnir verði notaðir annarstaðar en á Islandi. Hún finn- ur ekkerí að því stjórnarfyrirkomu- lagi ban’kans, sem neðri deild sam- þykti á síðasta þingi, bendir ekki á, að á nokkurn hátt væri unt að koma því tryggilegar fyrir. Hún segir blátt áfram: »J>etta getur að skoðun ráða- neytiains eigi orðið trygt með skipun gæzlustjórnar bankans«. Með öðrum orðum: hvernig sem bankaráðið er skipað og hverja sem það gerir að bankastjórum, þá er ekki unt að fá tryggingu fyrir því, að peningunum verði varið á þann hátt, sem á að verja þeim samkvæmt lögum! Hefir nokkurn tíma nokkur stjórn boðið nokkurri þjóð aðra eins endileysu? Hvernig ætti eftir þóssu að setja á stofn — vér viljum ekki að eins segja nokkurn banka, en nokkurt fyrirtæki, sem margir menn ættu hlut í, ef ekki væri uokkur vegur til þess, að láta framkvæmdarstjórn þess fara með það Jiögum samkvæmt? Og annari eins rökleiðslu og þessari eigum vér íslendingar að lúta í brýn- uatu nauðsynjamálum þjóðarinnar! — Bkki er furða, þótt framfaramálum vorum miði áfram á þann hátt, sem alkunnugt er! Nú er efíir að líta á, hver líkindi séu þá til þess, að seðlar hlutafélags- bankans verði í veltunni í Danmörku, eftir því sem málið horfir við, þegar stjórnin slítur samningunum. |>á eru forgöngumennirnir búnir að bjóðast til þess að hverfafrá því, að koma nokk- ururn seðli út á meðal manna þar í landi. Engir saðlar geta þá þangað borist, aðrir en þeír, sem koma í við- skiftum við menn hér á landi, alveg á sama hátt, sem norskir og sænskir seðlar berast til Danmerkur. Oss er þá bannað að stofna banka hér á landi, af því að seðlar þess banka kynnu að ytanda jafn-vel að vígi 1 Danmörku eins og seðlar óviðkomandi þjóða\ Hvað finst mönnum um þá hlið sambúðarinnar við »bræðraþjóðina«? Eigum vér að trúa því, að Dönum sjálfum mundi þykja þetta sanngjörn og sæmileg aðferð við fátæka þjóð, sem ekki hefir bolmagn til að reisa rönd við ofureflinu — ef þ<-ir hefðu einhvern tíma mannrænu í sér til þess að kynna sér, hvernig með oss er farið? Svona er þá bréf stjórnar vorrar um hið brýnasta og víðtækasta framfara- mál atvinnuvega vorra. |>að lýsir mikilli lítilsvírðing á þjóð vorri og velferðarmálum hennar, að láta annað eins frá sér fara út úr skrifstofum stjórnarinnar. Um það ber að minsta kosti þetta stjórnarbréf órækt vitni, að annað- hvort g e t u r stjórnin ekkert sagt af viti til þess að verja aðfarir sínar í þessu máli, eða þá að hún hefir í þetta skifti valið einhvern þann af þjónum sinum, sem illa er sendibréfs- fær, til þess að gera grein fyrir því, hvernig á því stendur, að hún vill fyrirmuna þjóðinni að þiggja peninga, sem eru á boðstólum handa henni, þegar allir vorir atvinnuvegir eru í niðurníðslu vegna peningaleysis. Hvort heldur sem er — h v o r t sem stjórninni hefir ekki hugkvæmst nokkur nýtileg eða sennileg áBtæða fyrir því, að gera sitt til að halda a.t- vinnuvegum vorum niðri í sama fen- inu og að undanförnu, e ð a hún virð- ir ekki íslendinga þess, að láta þann mann gera oss grein fyrir ástæðunum, sem er hæfur til þess fyrir vitsmuna sakir, þá hefir hún með þessu bréfi fært heilvitá mönnum hér á landi heirn sanninn um það, að oss sé ekki holt að láta hana fjalla lengur en þörf gerist um velferðarmál vor. Mannalát. Jón prófastur Gutiormmon í Hjarð- arholti, er lózt 3. þ. mán. (sbr. síðasta blað), var fæddur að Vallanesi 30. júlí 1831, sonur Guttorms prófasts Pálssonar ag konu hans Margrétar Vigfúsdóttur, er síðar átti Vigfús prestur Guttornasson í Ási og við honum síra Guttorm í Stöð, hálfbr. Páls heit. kand. á Hallormsstað og cand.jur. Björgvin umboðsm. á Hallormstað. Síra Jón haitinn varð stúdent 1855, og út- skrifaðist af prestaskólanum 1857, var síðan við barnakenslu nokkur ár, vígð- ist til Kjalarnesþinga 1861, fekk Hjarðarholt 1866 og var prófastur í Dalasýslu 20 ár, 1871—1891. Hann var áhugamaður um landsmál og félags- maðnr bezti gestrisinn og hjálpfús, vandaður og trúlyndur drengskaparmað- ur. Hann var kvæntur Guðlaugu Jóns- dóttur, austfirzkri, er lifir mann sinn ásamt 6 börnum þeirra: Jóni, lækni á Vopnafirði; Guttormí, trésmið og bóksala í Hjarðarholti; Páli, verzlunar- manni á Vopnafirði; Guðlaugu, konu Andrésar söðlasmiðs í BeyksjavíkBjarna- sonar; Bagnheiði, konu Brynjólfs Bjarnasonar, trésmiðs á Vopnafirði; og Margréti, ráðskonu þar hjá Jóni lækni bróóur sínum. Hér í bænum lézt sama dag, 3. þ. mán., húsfrú Guðlaug Grímsdóttir, kona Árna Géslasonar letrara, rúml. hálf-áttræð, greind kona, mikils metin og vel látin. Þingmálafundir. Ár 1901 hinn 21. maí var haldinn þingmálafundur á Sauðárkróki, eftir fundarboði frá þingmönnum sýslunnar, er voru viðstaddir. Fundarstjóri var kosinn póstafgr.m. þorvaldur Arason á Víðimýri og skrifari Pálmi Pétursson á Sjávarborg. Tekið var til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. Eftir töluverðar umræður var samþykt svo hljóðandi ályktun: Fundurinn álítur æskilegt að samþyktar verði breytingar á stjórnarskránni, er tryggi að minsta kosti a. að sérstakur íslenzkur ráðgjafi mæti á alþingi og beri fulla á- byrgð ,á allri stjórnarathöfninni. b. fyllri fjárráð, með því að 28. og 36. gr. stjórnarskrárinnar sé breytt á þá leið, að þá er um fjárlög er að ræða, eða kæru gegn ráðgjafanum, sé fundur 1 þingdeildum lögmætur, ef helm- ingur þingmanna mætir, og í sameinuðu þingi, ef helmingur mætir tir hvorri deild. c. að hlutfallinu milli þjóðkjörinna og konungkjörinna þingmannaí efri deild, samkv. 14. og 15. gr. stjórnarskráiinnar, verði breytt þannig, að þjóðkjörnir þingmenn séu í rneiri hluta. Feld var tillaga um, að 61. gr. stjórn- arskrárinnar skuli haldast óbreytt. 2. Landbúnaðarmál. Eftirnokk- urar umræður var samþykt: a. fundurinn álítur sjálfsagt, að næsta alþingi veiti ríflegri styrk en að undanförnu til eflingar landbúnaði og styðji sérstaklega að jarðabótum, kynbótum kvik- fjár, stofnun mjólkurbúa m. fl. b. fundurinn telur nauðsynlegt, að ábúðarlögunum sé breytt og einkum í þessum atriðum: 1. að leiguliði fái við burtflutn- ing sinn frá jörðu endurgjald fyrir þær jarðabætur, sem hann hefir unnið um sína á- búðartíð fram yfir skyldu, hvort sem hann hafir fyrir- fram leitað samninga um það við landsdrottinn eður eigi- 2. að tilhögun á ábyrgð jarðar- húsa á Ieigujörðum sé breytt þannig, að landsdrottinn sé skyldur að kosta byggingu þeirra, en leiguliði aftur á móti greiði árlega leiguliða- bót fyrir fyrningu húsa. 3. að leiguliði sé losaður við þá skyldu að taka við jarðarkú- gildum með þeim kjörum, sem þeim fylgir nú, heldur gildi um þenna peuing sömu ákvæði sem um annan leigu- pening. 3. Mentamál. Samþykt var: a. að lagt sé meira fé en verið hefir til unglingafræðslu, og þingið ítyðji að því að barna- skólum verði komið upp, þar sem því verður við komið. b. að Möðruvallaskólanum só braytt í þriggja ára skóla, er sé sam- eiginlegur fyrir karla og konur. c. að grískunám í lærðaskóianum sé afnumið og latínunám tak- markað að miklum mun. d. að svo framarlega, s#m sameig-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.