Ísafold - 19.10.1901, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í vikn Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l»/» doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir frián.)
ISAFOLD.
Uppsögn (skvifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVIII. árgjj Keykjavík laugrardayinn 19. okt. 1901. |j |69. blílð.
Biðjið ætíð um
OTTO MONSTBD’S
DANSKA SMJ0RJJKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
I. 0. 0. F. 83I02581/,, III._____
h'orngripas. opið md , mvd. og ld 1 l—12
Lanasbólcasafh opið hrern virkan dag
ki. 12—2 og einni stundu lengur ítil kl, 3)
ffid., mvd. og ld. t.ij útlána.
Okeypis lækning t. spítalennm á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —I.
Ókeypis augnlækning á spitalanura
tyrst.a og þnðja þriðjud. hvers niánaðar
fe. 11-i
Ókeypis tannlækning i búsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkj,unni i. og 3. mánnd. bvers
mán. kl. 11 — 1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
k. 11—2. Hankastiórn við kl. 12—1.
Háseta á fiskiskip
ráðum við undirritaðir, fyrir næstkom-
andi útgerðartíma (1902), upp á hálf-
drætti og mánaðarkaup.
Atvinnan borgast að öilu
ieyti í peninprum.
Menn smu sér til Sigfúsar Bergmann
í Hafnarfirði, sem gefur nánari upp-
lýsingar og semur um vistráðin.
Bíldudal í ágúst 1901.
P. J. Thorsteinsson & Co.
Heiniastjórnar-lijalið.
Aðalráð afturhaldsliðsins til að
blekkja lýðinn og villa honum sjónir
er, að kenna honum hin og þessi orð-
tæki, er ætlast er til, að hann skilji
svo og svo, jafnvel ah öðru vísi en
efni eru til eða vit er í, en þurfi ekki
annað en slá fram og hafa yfir, hve
nær sem minst er á það eða það mál,
er þau eiga við. f>au eiga að fela í
sér heila stefnuskrá og ekki að þurfa
annað en nefna þau til þess að vita
alt, sem vita þarf um málið.
Eitt þess kyns orð er »heimastjórn«,
og þá eiunig andstæði þess »Hafnar-
stjórn«.
Hver sem æpir »heimastjórn«, er
föðurlandsvinur. En allir, sem ekki
taka skilmálalaust undir það óp, eru
Hafnarstjórnarmenn og jafnvel land-
ráðamenn, ef í það fer.
Hitt er varast, að gera sér skyn-
samlega grein fyrir, hvernig »heiraa-
stjóroinnn e i g i að vera eða g e t i
verið háttað. f>að er varast að gera
sér grein fyrir því, að heimastjórn og
heimastjórn getur verið tvent ólíkt,
getur verið með margvíslegu móti,
jafnvel svo ólíku, að því nafni sé
kallað það, sem ekkert er annað en
heimastjórnar-yfirskin, en í raun og
réttri veru ebki annað en greinileg-
asta Hafnarstjórn, fullkomlega útlend
stjórn.
Engin vafi er á því, að það sem »bene-
dizkan« svo nefnd fór fram á, var
heimastjórn í orðsins réttu merkingu.
Sama er að segja um miðlunina frá
1889, það sem hún náði. |>að er sú
tilhögunin önpurhvor eða því um lík,
sem höfð mun vera alstaðar þar, sem
heimastjórn er til utan heimaríkisins
sjálfs, aðalríkisins. Miðlunin frá 1889
er enska nýlendustjórnarfyrirkomulag-
ið; en það eru allir samdóma um, að
sé heimastjórn.
En nú, síðan hætt var við það
hvorutveggja, eru menn farnir að
sk/ra hein'.astjórnarnafni það, sem
engin heimastjórn er eða þarf að
vera, sem sé ráðgjafabúsetu í landinu,
sem stjórna skal, en með öðrum ráð-
gjafa eða ráðgjöfum að millilið milli
sfn og konungs öðrum þræði að minsta
kosti.
J>að er að vísu hugsanleg þannig
vaxin ráðgjafabúseta í landinu sjálfu,
að kalla mætti heimastjórnarnafni. En
hún er heldur ekki m> ir en að eins
hugsanleg. Framkvæmanleg mun hún
aldrei reynast.
J>að er sú tilhögun, að ráðgjafinn hér,
íslandsráðgjafinn, sé alveg fráskilinn
öllu lögmæltu samneyti við alla þá aðra,
er við ríkisstjórnina eru riðuir, nema
sjálfan konunginn; að aldrei geti verið
neinn milliliður milli hans og konungs
og enginn hinna ráðgjafanna geti eða
megi láta sér neina vitund við koma,
það sem hann vill vera láta og kon-
ungur vill aðhyllast. Ekkert svo
nefnt »§ftirlit« af ráðherra annarra hálfu
eftir því, hvernig íslandsráðgjafinn fer
með vald sitt, jafnvel hvort hann t.
d. heldur sig innan lögmæltra endi-
marka valdsviðs síns eða ekki, hvað
þá heldur annað.
Með því lagi getur ráðgjafi haft bú-
setu hér á landi. f>á getur hann lát-
ið sér lynda að fara á konuDgs fund,
þegar á þarf að halda undirskrift hans
undir einhverjar ályktanir, lög eða
aunað; en setið i landinu ella að stað-
aldri og stjórnað því þar.
En um þetta fyrirkomulag, þessa
einu tilhögun á innlendri ráðgjafabú-
setu, sem ekki væri beint rangnefni
að skíra heimastjórn, — um kana
hafa allir danskir stjórnmálamenn og
lögvitringar, sem á það mál hafa minst,
verið alveg samdóma og munu vera
enn samdóma, samdóma um, að hún
sé alls ekki takandi í mál. Svo mik-
ill reykur sem það er, sem verið er
nú að bera þá fyrir, suma hina nýju
ráðherra, vinstriinannahöfðingjana, þá
lýsir það sér í hverju þeirra orði, að
þannig vaxna innlenda ráðgjafabúsetu
geta þeir ekki hugsað sér.
|>etta, sem þeir hugsa- sér, e f það
er annað en reykur úr þeim, sem eru
að bera sögur eftirþ eim,—það er ekki
aanað en ný útgáfa af tíumannafrum-
varpinu sæla frá í sumar.
f>að er ekki það sjálft aftur gengið.
Nei. f>eir vilja ekki það.
í>eim finst það vera vitleysa, vera
heimsku-umstang og óþarfa-kostnaður.
f>etta, sem þeir vilja eða- eru born-
ir fyrir, það er aflöguð útgáfa af tíu-
mannafrumvarpinu.
|>að er annað og verra en það, —
enn verra og óaðgengilegra fyrir oss.
þeir vilja lofa oss að hafa svonefnd-
an Islandsráðgjafa búsettan hér, og
lofa oss að launa honum og gjalda
honum eftirlaun og reisa handa hon-
um veglegan bústað hór og kosta
skrifstofuhald handa honum hér. |>etta
vilja þeir alt lofa oss og leyfa —leyfa
OS8 að létta þeim kostnaði öllum af
sér, af ríkissjóði, þótt tekið hafi hann
að sér með stöðulögunum.
En svo vilja þeir láta ekki einn
ráðgjafa í Khöfn (eins og tíum.frv.),
heldur alla ráðgjafana þar, ráðherra
heimaríkisins, vera milliliði milli
Beykjavíkurráðgjafan8 og konungs,
sínu sinni hvern, þegar svo ber undir
og á þarf að halda. Vilja láta þá
verða þar með í raun rétcri yfirráð-
gjafa hans. Vilja láta hann með öðr-
um orðum hafa að miklu leyti viðlíka
stöðu og landshöfðinginn hefir nú, að
eins með ráðgjafanafnbót.
|>oir sem gera vilja sér að góðu
svona kák, svona steina fyrir brauð—
ef það eru þá nokkrir, þeir er gera
sórgrein fyrir, hvað í því felst -- þeir
gæta eigi þess, eða þeim er það ekki
fullkunnugt, að enginn ráðgjafi getur
undirskifað með konungi neina stjórn-
arráðstöfun öðrn vísi en að taka þar
með á sig ábyrgð á henni. Engum
hinna dönsku ráðherra nmndi því
detta í hug að undirskrifa með kon-
ungi annað af tillögum íslandsráð-
gjafans (í Reykjavík) en honum líkaði
í alla staði. Hitt mundi hann og
þeir allir gera afturreka, og ráðgjaf-
inn hér þá hafa ekki önnur ráð en
koma til þingsins og segja: »Eg lagði
þetta til, en fekk því ekki framgengt;
það er ekki mér að kenna; eg ber
ekki ábyrgð á því«. Alveg eins og
landshöfðingi segir nú. Og þó er
munurinn sá, að nú höfum vér þó
eitt ákveðið ráðgjafabrot, sem hefir
það sérstaklega hlutverk, að halda
fram vorum málum og vorum vilja.
En meði hinu laginu ættum vér að
eins lauslegt hlaupa-ítak í ráðgjöfun-
um öllum, sínum í hvert skifti.
f>etta ætlum vér að væri réttnefnd-
ari Hafnarstjórn en heimastjórn. |>að
er nokkurn veginn greinilegt og
hvorjum heilskygnum manni auðsætt.
f>að stoðar lítið að halda þvi fram,
að jafnaðarlega eða oftast nær mundi
Islandsráðherrann fá að ráða. Svo
er og nú um landshöfðingjann. Hans
tillögur eru að öllum jafnaði teknar
til greina. En þegar öðru vísi ræður
við að horfa, og einmitt í málum, sem
oss þykir hvað mest undir komið, þá
verður annað uppi á teningnum.
Tökum til dæmis mál eins og botn-
vörpumálið, Spánartollinn á saltfiski,
fjárflutningsbannið til Englands og
því um líkt. Eru mikil líkindi til,
að danskir ráðgjafar mundu leggja
sig mikið í framkróka um að nrinda
þeim í það lag, sem vér mundum
helzt óska, ef þeir ættu um þau að
fjalla? En til þess að hafa þau með
liöndum mundi þá ekki bresta nóg
færi, er íslandsmálaráðherrann sæti
hér úti á Islandi.
f>að yrði lítið varið í búsetuna þá,
og lítill búhnykkur að gefa stórfé
fyrir þau hlunniudi,
Svo mikið sem fyrir búsetuna er
gefandi, ef hún er sönn og veruleg,
svo heimskulegt væri að vilja nokk-
ura vitund til hennar vinna, ef hún
er ekki annað en nafnið tómt, hjóm
eða hégómaglingur til að friða heim-
skingja, — ef hún er ekki annað en
dularklædd Hafnarstjórn, með sama
sem ábyrgðarlausri ráðherranefnu hér,
er þingið gæti svo verið að leika sér
að því að hrinda úr völdum og demba
á landssjóð til eftirlauna.
Fyllilega óháðum íslandsráðherra hér
búsettum gæti verið ástæða til að taka
feginshendi, og jafnvel sætta oss við
að launa honum beint úr landssjóði, ef
því væri að skifta, þ ó a ð lítil á-
stæða virðist til að vera að létta þeim
kostnaði af ríkissjóði, eins og með oss
var farið við fjárhagsaðskilnaðinn á sín-
um tíma, ogþóað frámunaleg heimska
sé að hugsa sér hann þjóðhollari fyrir
það, þar sem vér meðal annars hefðum
eftir sem áður ekkert vald yfir því,
hver embættið skipaði, né heldur yfir
því, hve hátt honum yrði launað —
launin yrðu tekin af ríkissjóóstillag-
inu að 088 fornspurðum, svo sem
eigandi undir fyrirmælin um hina
æðstu innlendu stjórn, í stöðulögum
og stjórnarskrá.
En að vinna slíkt fyrir, og gera
sér að góðu pappírsbúsetu ráðgjafa-
nefnu, er bundinn væri ýmiss konar
eftirlitsskorðum af hálfu heimaríkis-
stjórnarinnar og yfirráðherramensku
hennar, eins og fyrirkomulagið mundi
verða eftir aflagaðri útgáfu af tíu-
mannafrumvarpinu (sem sjálfsagt er
úr sögunni), — það væri að láta gefa
sér steina fyrir brauð.
f>að væri að faðma ský fyrir dís.
Skipstraml.
Hór sleit upp kaupfar á höfninni í
gær, norskt, »T h r i f t« að nafni, 50—
60 smálestir. eign Prederiksens & Co
í Mandal og hafði komið með viðar.
farm snemma í þ. m. til kaupm. B-
Guðmundssonar. jþað var ferðbúið
aftur, með seglfestu. Bálviðri var á
norðan og rak skipið upp í kletta við
IÍIapparvör, rótt fyririnnan Skanzinn.
Af Bkipshöfnni voru 3 staddir úti í því,
stýrimaður og matsveinn og 1 háseti,
og tókst að bjarga þeim á land á
kaðli. Skipið stendur fast á klöppinni
og úr því botninn.
Skipið var óvátrygt.