Ísafold - 08.02.1902, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku Verð úrg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l>/« doll.; korgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram.)
ISAFOLD.
Uppsögn (ski-ifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé ti!
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. árg.
Keykjavík laugardaginn
8. febr. 1902.
7. hlaA,
i. 0. 0. F. 832l48'/a.______________
Fornqripasafn opið mvd. ogld. 11—12
Lanasbókasaftt opið bvern virkau dag
k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
nid., mvd. og ld. tii útlana.
Okeypis lsekning á spitalrnnm á jiriðjnd.
og föstud. kl. H -1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrgta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
'kl. 11—1-
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. ki. 11 1-
Jjandsbankinn opinn livern virkan dag
k- 11—2. Bankastjórn víð kl. 12—1.
Landakotskirkja. Gnðsþjónasta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Höndlaðir 3 botnvörpungar.
Fæueyinga-varðskipið.
Vasklegt snarræði.
Tíðin'Itim þótti það sæta hér í borg-
inni, er hér hafnaði sig herskip, dálít-
ill fallbyssubátur danskur, á höfninni
þriðju^agskveldið 4. þ. m., rneð 3
botnvörpunga enska í eftirdragi, band-
ingja sína.
það var varðskip það, er Danir hafa
0g haft hafa undanfarin missiri við
I'æreyjar °g heitir »Beskytteren«, yfir-
maður Petersen.
Hann hafði brúgðið sér hingað það-
an SDÖggsinnis eftir fyrirmælum flota-
naálaráðherrans nýja, Johnke, til njósn-
ar um atferli botnvörpunga hér við
land um þennan tíma árs, er hér er
varðskipslaust og þeir eiga því að sór
að hafa alla sína hentisemi hvar sem
er, og svona hér um bil upp í land-
gteinum, ef þá fýsir.
part stóð og mætavel heima.
»Beskytteren« kom alveg eins og þjóf-
ur á nóttu yfir þá, ekki færri en 14, í
landhelgi fram undan Hópi í Grindavík.
Af þeim þutu 11 á stað og vir greip-
um herskipsins, og sintu ekki hót
bendingum þess eða skotum. En 3
urðu höndlaðir og dregnir fyrir dóm hér,
einn eltur 5 milur enskar með skotum.
Tveir þeirra voru að veiðum, eD
hinn 3^. með vörpu sína á þiljum uppi.
Með því að tekið er nú fyrir af
Btjórninni dönsku, að útkljá megi land-
helgisbrot botnvörpunga þaðan með
samningi af skipstjóra hálfu um sektar-
greiðslu, bíða sökudólgar þessir dóms
hér, er gera má ráð fyrir, að verði
engu vægari en eftir samkomulagi því,
er tíðkast hefir að undanförnu.
Hin handsömuðu skip heita: Prin-
cess Melton (skipstj. Harry Ellis) frá
Aberdeen; Pointer (K. Kr. Poulsen)
frá Hull; og Oliver Cromwell (H 490,
Thyge Anders Enevoldsen) frá Hull.
Eitt þeirra hafði innanborðs íslenzk
hjón með barni, er ætluðu til Eng-
lands. Maðurinn heitir Halldór, Ak-
urnesingurinn, aem meinsærið vann í
botnvörpunga þágu fyrir nokkurum ár-
um og tekið hafði nú ÚC hegningu
fyrir hér í hagningarhúsinu.
Eitt skipið hafði fengið fullfermi af
öski og var að eins ólagt á stað heim-
leiðis.
Tvö þeirra leggja sjálfsagt á stað
héSan þegar er veðrinu léttir. En hið
þriðja er löglega forfallað: Btraudað.
f>að er haft fyrir satt, enda mjög
líklegt, að vér eiaum komu herskips
þessa hingað núna að þakka bend-
ingu frá kapt. A. P. Hovgaard.
Rógurinn látlansi.
Hinn Iátlausi rógur og illmæli, er
afturhaldsmálgagnið hér beitir við mót-
stöðumenn sína í stjórnbótarmálinu
og aðra, er því er illa við, vekja yfir-
leitt svo mikla andstygð og fyrirlitn-
ingu, að fæstum, sem fyrir verður,
þykir nein þörf á að vera að skifta
sér af því hátterni -gagnsins, fremur en
öðrum gjörðum þess, — e f þeir á ann-
að borð verða þess varir; það eru ekki
margir nýtir menn og málsmetandi,
sem ekki hafa annað betra við tíma
sinn að gera en að eyða honum til
að yfirfara allan óhroðann í téðu mál-
gagni, ekki sízt síðan það fór að vera
»með kálfi« á hverri viku — enn ófélegra
fóstri en foreldrið er sjálft..
En svo g e t u r staðið á stöku sinn-
um, að réttara sé að mótmæla verstu
brigzlunum og rógburðinum, vegna
góðs málefnis, eða saklausra manna í
fjarska, sem enga hugmynd hafa um
bakbit það, er þeir verða fynr.
Til dæmis að taka segja þeir, er
málgagnið lesa, að nú um áramótÍD
hafi 8taðið í því sú aðdróttun eða
jafnvel fullyrðing, að framfaraflokks-
stjórnin hór hafi fengið hjá þeim
Arntzen og Wsrburg, »bankamönnun-
um«, drjúgt fjárframlag í kosninga-
undirbúningssjóð sinn.
það skal þá tekið fram, að hver
sem slíkt ber, í því skyni, að því verði
trúað, fer með hauga-lygi. Eng-
ura manni í stjórn flokksins, og þá
því síður öðrum, mundi nokkurn tíma
til hugar koma, að leita slíkra fjár-
framlaga hjá téðum herrum né öðr-
um óviðriðnum. því lítilræði, sem til
þarf að kosta í sameigínlegar flokks-
þarfir, svo sem til skrifta eða því um
líks, jafna flokksmenn á sig sjálfa.
Öðru vísi lagaðan eða stærri kosninga-
sjóð hafa þeir ekki. Sama fjarstæðan
væri og hitt, að gera ráð fyrir, að þeir
A. og W. færu að leggja fram fé í þær
þarfir sjálfkrafa. Slíkt mundi þeim
sízt til hugar korna, mönnum, sem
hættu við að koma hingað í sumar
um þingtímann til viðtals um banka-
málið, til þess, að ekki væri hægt að
fá minstu átyllu til að bregða þeim
um tilraun til að hafa áhrif á þing-
menn þar, í því máli. Stjórnbótar-
mál vort hafa þeir aldrei látið sig
neinu skifta. þeir eru valinkunnir
sæmdarmenn, og það er eitthvert hið
ljótasta óþokkabragð af hálfu mót-
stöðumanna hlutafélagsbankans, er
þeir grípa til þess óyndisúrræðis í rök-
semda stað, að gefa í skyn, að þeir
séu misindismenn, sem jafnvel beiti
mútum og þar fram eftir götum —
gera það í framandi landi og á tungu-
máli, sem hiuir ófrægðu heiðursmeun
skilja ekki.------
þ>á kvað afturhaldsmálgagnið hafa
i annan stað sagt svo frá nýlega, að
bréfið framfaraflokksstjórnarinnar til
íslandsráðherrans 6. des. f. á. hafi
samjð verið að undirlagi eða fyrirmæl-
um dr. Valtýs Guðmundssonar. En
jafu-t i 1 h æ f u 1 a us uppspuni er
það eins og hitt. Nefndin tók það
eingöngu upp hjá sjálfri sér, í síðustu
forvöðum og svo sem hina ítrustu til-
raun til að afstýra ófögnuði þeim og
skaðræði fyrir landið, »em þ á lá við
borð að tíu-m.-frv. og »makkið« í
Khöfn út af því yrði valdandi. Hins
þarf ekki að geta, að dr. V. G., sem
nefndin sendi eftirrít af bréfinu, studdi
það af alefli, að því væri veitt áheyrn,
og átti að því leyti til sinn góðan og
mikilsverðan þátt í því, að það bar
þann árangur, sem það bar óbeinlínis,
— þegar út séð var um, að meira
fengist (landstjóra-fyrirkomulagið);enda
lagði hann það síðan eindregið tíl við
nefndina, að gengið væri nú að t.ilboði
ráðherrans — tilboðinu um t r y g g i-
lega og annmarkalausa
heimastjórn. Alt samkvæmt
fastri og stöðugri 3tefnu haDSOgfram-
fara- og stjórnbótarflokksins alls, fyr
og síðar, þeirri, að reyna að afla þjóð-
inni svo ríflegs sjálfsforræðis, sem
frekast væri fáanlegt, en andæfa jafn-
eindregið sérhverju því, er því horfði
til rýrnunar eða hnekkis, nú síðast
heimastjórnar-k ákinu »finska« og
— »skrif-finska«, er fengið hefir sinn
minnilegan og snjallorðan dóm hjá
ráðherra vorum (»a 1 v e g ó h a f-
a n d ii).
ryrirmyiidarskóli.
Eftir Guðm. Finnboganon.
II.
(Siðari kafli).
Eitt hið nýstárlegasta við kensluna
í skóla Starckes er það, að nemend-
unum er ekki sett neitt fyrir; þeir
læra engar lexíur, enn sem komið er.
Skólinn lítur svo á, að sé kenslutím-
inn vel notaður, nægi hann til að veita
börnunum þá þekkingu, sem til er
ætlast, og hins vegar veiti bömunum
ekki af, að hafa síðara hluta dags sér
til hvíldar eða til að starfa að því,
sem þau langar til.
Með því að láta börnin sækja of
snemma fróðleik í bækur, venjast þau
af að læra af hlutunum sjálfum, unz
svo fer, að þau treysta meir á bæk-
umar en augu, dómgreind og minni
sjálfra sín. í öllum greinum, þar sem
því verður við komið, er því kenslan
við skólann f því fólgin, að láta börn-
in virða fyrir sér hlutina eða annað
viðfangsefni, eða rifja upp fyrir sér þá
reynslu, sem þau hafa af þeim, og
hjálpa þeim svo til að gera réttar á-
lyktanir og finna þann veg samband
hlutanna, orsakir og afleiðingar.
I eðlisfræðistímunum er alt af gerð
emhver tilrauu, og svo eiga börnin að
finna, hvernig standi nú á þessu, sem
þau hafa séð og þreifað á sjálf. þ>að
er gaman að sjá ákafann og löngunina
eftir að ráða gátuna. Hver skýringin
rekur aðra, og þegar kennarinn hefir
sýnt fram á, að hiu fyrsta geti ekki
verið rétt, þá verður að lfta á þá
næstu og svo koll af kolli, þangað til ein-
hverjum einum eða fleirum í samein-
ingu hefir tekist að finna ráðninguna.
Og þegar loksins svarið er fundið,
læsir það sig inn í meðvitund barnsins,
einmitt af því, að það kom þegar það
langaði mest til að fá svar.
Sama aðferð er notuð í gróðurfræði
og dýrafræði. Nemendur eru látnir
virða plönturnar fyrir sér, skýra frá
öllu því, sem þeir sjá einkennilegt á
þeim, bera þær saman, finna mismun
eða skyldleika þeirra o. s. frv. Athygli
barnanna er vakin á því, hversu lifn-
aðarhættir lifaDdi skepna eru í nánu
sambandi við líffæraskapnað þeirra.
T. d. er úttroðinn ugluhamur á borð-
inu fyrir framan börnin, og verða þau
að gera grein fyrir, hvers vegna »úgl-
ur hatast sárt við sól«, eins og skáld-
ið kemst að orði. f>au sjá þá, ef vel
er aðgætt, að uglan hefir furðustóran
augastein, og þá getur kennarinn kom-
ið þeim í skilning um, að hún þoli
illa sólarljós. En hví skyldu dreng-
irnir skoða augun í uglunni í krók og
kring og ekki athuga augun hver í öðr-
um? f>að virðist þó liggja beinast við,
og kennarinn grípur því tækifærið og
lætur drengina tvo og tvo athuga aug-
un hvor í öðrum og sjá, hvernig auga-
steinninn stækkar, þegar horft er á
töfluna svörtu, en minkar undir eins
og horft er í Ijósið.
f>etta er nú að eins eitt dæmi af
ótal mörgum því til skýringar, hversu
börnunum er kent að sjá hlutina með
sjálfra sín augum og læra af þeim. Yf-
irhöfuð gera kennararnir sér ant um,
að láta ekkert tækifæri ónotað til að
opna augu barnanna og koma því,
sem þeir fræða þau um, í náið sam-
band við það, sem þau vita áður.
Meðvitund barnanna verður því ekki
nokkurs konar kommóða með eðlis-
fræði í einni skúffunni, dýrafræði í
annarri, landfræði í þriðju, sögu í
fjórðu o. s. frv., heldur lifandi hug-
myndakerfi, þar sem hver þráðurinn
er ofinn saman við annan.
Landfræðiskenslan í skólanum er
allólík því, sem tíðkast víðast annar-
staðar. f>au atriði landfræðinnar, er
styðjast við ýmsar greinir náttúru-
fræðinnar, eru auðvitað kend með sama
hætti og þær, þeim, að venja börnin á að
hugsa sjálf og leitast við að skilja or-
sakasamband hlutanna. Mikil áherzla
er lögð á að nota sem bezt alt, sem
nemendurnir vita um átthagana, því
þekkingin um þá er auðvitað gleraug-
un, sem þeir sjá með fjarlægari staði.