Ísafold - 02.04.1902, Blaðsíða 4
I heljar greipum.
Frli.
Blámaðurinn sneri sér á hina hlið-
ina og skreið burt lítinn spöl; þar
hitti hann einn félaga sinn, Mehemet
Ali, er ieit eftir úlföldunum. f>eir
ræddu með sér máiið stundarkorn;
því þeim þótti ógaman að missa af
300 vænum gullpeningum.
því næst 8kríður Blámaðurinn sömu
leið aftur til Cochrane hersis.
• Mehemet Ali felst á það«, segir
hann. »Hann er farinn að beizla úlf-
aldana. En heimska er það, og við
erum öll feig fyrir bragðið. Komið nú
með mér; við vekjum kvenfólkid og
segjum því frá þessu«.
Hersirinn hnipti í félaga sína, og
segir þeim, hvað í ráði só; og voru
þeir Belmont og Fardet óðara fúsir
að hætta á þetta.
En Stephens var á öðru rnáli. Hon-
um stóð enginn verulegur stuggur af
því, þótt hann ætti að deyja aðgerða-
laus. En það kom yfir hann óviðráð-
anlegur felmtur, er hann hugsaði til
að eiga að reyna á sig af öllum mætti
til að forða sér. Hann nötraði og
skalf á skónálabeinunum. Hann tók
upp hjá sér Bædeckers-ferðabók sina
og tók til að skrifa erfðaskrá sína á
fremsta hvítt blað í henni; en svo var
hann skjálfhendur, að það varð nærr
ólæsilegt. Dauðinn átti eftir marg-
þvældri lagavits-hugsun hans heima í
skipulegri niðurröðun náttúrunnar, og
það jafnvel voveiflegur dauði; en hitt,
að deyja á flótta, ríðandí í loftinu eftir
hrjóstugum öræfum, það kunni hann
ekki við með neinu móti; það reið al-
veg bág við allar hugmyndir hans um
rétta hegðun. það var ekki tortím-
ingin, sein hann var hræddur við; það
var sneypan og skelfingin, meðan stæði
á ónýtis-baráttu við að forðast hana.
f>eir Cochrane hersir og Tippy Tilly
höfðu skriðið báðir þangað sem kven-
fólkið hafði lagst fyrir, þar er mest
var forsælan. Sadie og móðureystir
hennar höfðn handleggina hvor utan
um aðra; hin unga mær hafði lagt
höfuðið upp við brjóst frænku sinnar.
Frú Belmont var vakandi og félst
tafarlaust á ráðagerð þeirra.
»En þið verðið að skilja mig eftir«,
segir frk, Adams, mjög áfjáð. »f>að
stendur á engu um mig, á mínum aldri
hvernig sem slæst«.
»Nei, nei«, segir Sadie; »eg hreyfi
mig ekki úr sporum, nema þú sért
með! þú skalt ekki ímynda þér það!
Annaðhvort kemur þú með okkur taf-
arlaust, eða við verðum hér kyrrar
báðar«.
• Heyrið þér nú, fröken; við höfum
ekki tíma hér hvorki til aðræða mál
þetta né vera með neiua heimsku*
mælti hersirinn byrstur. »Allir eiga
líf sítt undir því, að þér látið yður
nú segjast, og það er ekkert viðlit, að
við förum að skilja yður eftir«.
»En eg dett af baki«.
»Eg bind yður fasta með sólardúkn-
um míuum. Eg vildi eg hefði núna
silkiklútinn, sem eg lánaði honum síra
Stuart veslingnum. Nú-nú, Tippy, þá
held eg við reynum*.
En dátinn svarti hafði staðið og
blfnt örvilnaður á svip út yfir öræfin,
og snerist nú um hæl bölvandi.
*Lítið þið á!« segir hann reiður.
»|>arna sjáið þið nú, hvað af því hefst,
heimsku-þvaðrinu í ykkur! f>ið hafið
farið með alt saman fyrir okkur og
eins ykkur sjálfum«.
þau sáu nú öll, hvar 6 menn ríð-
andi á úlföldum bar við himin austan
við dalverpið. þeir fóru mikinn og
veifuðu riflum sínum, er þeir komu.
Að vörmu spori kvað við lúður og varð
alt í uppnámi þar í áningarstaðnum,
eins og í kollvelta býflugnabúi. Hersir-
inn flýtti sér aftur til félaga sinna og dát-
inn svarti skundaði til úlfalda síns.
Stephens varð léttari í bragði, en Bel-
mont þungbúinn. Fardet varð æfur
við og lamdi ósáru hendinn út í loftið.
»En í heilögu hundsnafni!« segir
hatm. »Ætlar þetta þá aldrei að
enda" Eigum vér aldrei að komast
úr klóm þessara désk.... dervisja?«
»Jæja, þeir eru þá til, þessir der
visjar«, segir hersirinn meinlegur.
»það er svo að sjá, sem þér hafið
skift um skoðun. Eg hugsaði að þeir
væru ekki annað en tilbúningur úr
ensku stjórninni«.
En andstreymið hafði reynt heldur
mikið á geðsmuni þeirra vesalinga.
Napuryrði hersisins voru eins og eld-
«pýta í púðurskemmu. Fardet rauk
upp eins og naðra og réð sér ekki fyr-
ir vonzku. Hann jós úr sér botn-
lausri reiðiyrða runu. Hann þreif fyr-
ir kverkar Cochrane, áður en þeir
Belmont og Stephens fengu við ráðið.
•Væru það ekki hærurnar yðar«,
sagði hann.
•Farið þér norður og niður, svo ó-
svífinn sem þér eruð«, hrópar hersir-
inn.
»Ef vér eigum að deyja, þá deyjum
eins og prúðmenni, en ekki eins og
ósiðugir strákar, sem unmð hafa til að
vera stórsneyptir*, segir Belmont al-
varlega.
*Eg sagði ekki annað en það, að
mér þætti vænt um, að Fardet hefði
látið sér að kenaingu verða þettasem
fynr okkur hefir borið«, anzar hersir-
inn snúðugt.
•Hættið þér, Cochrane! Hvað á
það að þýða að vera að espa hann«,
mælti Belmont.
• Heyrið þér, Belmont, þér gleymið
yður. Eg geri mér ekki að góðu, að
talað sé svona við mig«, anzar hers-
irinn.
•Reynið þér að hafa eichvern hem-
il á hegðun yðar sjálfs«, segir hinn.
•Góðir hálsar! góðir hálsar! þarna
kernur kvenfólkið okkar«, kallar Step-
hens, og sljákkaði þá í þeim. f>eir
rásuðu hljóðir fram og aftur og tættu
sig í skeggið.
Geðvonzkan sýkir frá sér. Stephens
fór jafnvel að verða ilt í geði út af vonzk-
unni í hinnm og gaut til þeirra horn-
auga, er þeir gengu fram hjá honum.
þarna voru þeir staddir á vegamótum
lífs síns, þar sem dauðinn stóð þeim
til annarar handar, og þó létu þeir
svo lítið stygðarefni á sig fá, að varla
var hægt að koma að því orði. Mót-
lætið lyftir anda mannsins langt yfir
vanamark; en á ýmsu veltur þá aem
eudraruær.
En athygli þeirra beindist brátt að
því sem miklu meira skifti. Yfir hjá
brunninum var haldin heratjórnarráð-
stefna og hlýddu höfðingjarnir gneypir
á hraðmæltan framburð útvarðarfor-
ingjans. Bandingjarnir tóku eftir því,
að þótt hinn gamli maður grimmúð-
legi stæði eins og líkneski, þá strauk
hinn yngri sér um skeggið 1—2 sinn-
um, sem honurn væri órótt niðri fyrir.
»Mér er nær að halda, að Egiptar
muni vera á leiðinnú, segir Belmont,
»og séu jafnvel ekki langt undan, eftir
þessu uppnámi*.
*Svo lítur út. Eitthvað hefir gert
þeim bilt«.
*Nú skipar hann fyrir. Hvað ætli
það sé? Heyrið þér, Mansoor, hvað
er um að vera?«
Túlkurinn kom hlaupandi. Vonar-
bjarma lagði yfir mórautt andlitið á
honum.
»Eg hygg að þeir hafi séð eitthvað,
sem hefir gert þá smeyka. Eg hygg
að hermennirnir egipzku séu í hælun-
um á okkur. f>eir hafa skipað að
fylla leðurbelgina vatni og að vera
viðbúnir að leggja upp áður en fer að
dimrna*.
SKILVINDAN
„A L F A“
sem notuð er mest allra skilvinda i Evröpu
kostar:
ALFA L aðskilur 40 potta á klt. og kostar 95 kr.
ALFA KOLIBRI--175 — - — — — 150 —
ALFA D ---200 — - — — — 225 —
ALFA BOBY-----250 — 290
ALFA BOBY H---300 — - — — — 325 —
ALFA B ---450 — - — — 500 —
Skilvindan ALFA hefir fengið yfir 500 fyrstu verðlaun, og 250,000 af þeim
eru nú notaðar í Evrópu.
Nánari npplýsingar siðar.
Menn snúi sér til hr. verzlunarstjóra Arna Einarssonar i Reykjavik,
eða aðalumboðsmanns Flóvents Jóhannssonar á Hólum í Hjaltadal.
Vín og Vindlar
fæst ódýrast í verzluninni NYHÖFN
ísíélag
Ólafsvíkur
hefir nægar birgðir af fsvarinní
s í 1 d og í s til sölu. Síldin er öll
mjög stór og fryst innan fjögra
klukkutíma frá því hún kom í
netin. Til tryggingar fyrir gæðum
síldarinnar er eftirfylgjandi
Vottorð.
Vér undirritað/r vottum hér með,
að síld sú, sem nú er í íshúsi Olafs-
víkur, er hin bezta ísvariu síld, er vér
höfum haft kynni af
Ólafsvík, 26. febr. 1902.
Pétur Finmson Jón Vigfússon
(skipstjóri). (skipstjóri).
Jónas Jónsson Arni Daniclsson
(formaður). (formaður).
Kristófer Sigurðsson
(formaður).
Öllum hinum mörgu, er hafa sýnt mér
hiuttekningu og velvild i banalegu mannsins
míns sáluga H Kr Friðrikssonar yfirkenn-
ara, og heiðrað útför hans 'á ýmsan hátt,
votta eg i minu nafni og barna minna inni-
legasta þakklæti.
Reykjavik, 2. april. 1902.
Leopoldine Friðriksson.
Uppboð.
Á 3 opinberum uppboðum, sem
haldin verða laugardagana 19. apríl
og 3. og 17. maí næstkomandi, verð-
ur boðin upp til sölu húseignin Kross-
hús á Skipaskaga ásamt lóð, tilheyr-
andi dánarbúi Guðmnndar P. Otte-
sen. 1. og 2. uppboð fer fram hér
á skrifstofunni, en hið síðasta í hús-
inu, sem selja á. Söluskilmálar verða
birtir á uppboðunum.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfj.sýslu
29. marz 1902.
Sigurður pórðarson.
Herberjti til leigu frá 14. maí i Kirkju-
st.ræti 4. Þægileg og ódýr íbúð
Á Bókhlöðustíg 8ern til leigu frá
14. mai n. komandi 2 góð herbergi i kjall-
ara ásamt eldhúsi.
Mánudaginn 7. þ. m. kl. 1 r f. h.
verður opinhert upphoð haldið i
Bergstaðastræti nr. 2, og þar selt:
kvennfatnaður, rúmstæði, úr, rúm-
fatnaður, borð, skápar, stólar og fl.
tilheyrandi dánarbúi frú Olínu Vig-
fússon o. fl.
Söluskilmálar verða birtir á upp-
boðsstaðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 1. apr. 1902.
Halldór Danlelsson.
Samkvæmt 17. gr laga 12. apríl
1878 eru erfingjar stúlkunnar Eirnýjar
Vilhelminu Þórðardóttur á Hvanneyri
sem andaðist 26. ágúst f. á., hér
með boðaðir á skiftafund, er haldinn
verður hér á skrifstofunni mánudag
30. júní þ. á. á hádegi.
Skrifstofu Mýra. og Borgarfj.sýslu
22. marz I902.
Sigurður pórðarson.
Með því að vafi er á því, hvort eg á
kind, er seld var í haust í Engihlíðarhrepp
i Langadal, þá óska eg þess hér með, að
ef einhver á sannmerkt við mig, þá láti
hann mig vita það sem fvrst. Mark mitt
er: gagnbitað hægra, hvatt vinstra«.
Langhúsum í Yiðvíkurhrepþ í Skagafirði,
8. marz 1902.
Hermann Þorláksson.
Jörundarsaga hundadagskon-
ungs, með 16 myndum, fæst í bók-
verzlun ísafoldarprentsmiðju kostar að
eins 1 kr.
Stranduppboö.
Mánudaginn 7. apríl 1902 verður
uppboð haldið á Vogsósafjörum f Sel-
vogi og þar selt mikið af nýjum og
nýlegum seglum og köðlum, blakkir,
færi, ýmÍ8leg skipsáhöld o. s. frv., er
bjargað hefir verið af hinu strandaða
fiskiskipi »Skrúður«, svo og skipið
sjálft.
Uppboðið byrjar á hádegi og verða
söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum
fyrir uppboðið.
Skrifstofu Árnessýslu, 29. marz 1902.
Sigurður Ólafsson.
Sunnanfari
kostar 2'/2 kr. árg.. 12 arkir, auk titilbl.
og yfirlits. Aðalútsala í Bókverzlun ísa-
foldarprentsm., og má panta hann auk þess
hjá öllum bóksölum landsins, svo og öllum
útsölnmönnnm Isafoldar.
Ny iM. Lyrik,
10 Sange komponerede for dyb
Mezzosopran eller Baryton af F r e d e-
r i k R u n g. Fæst í bókverzlun
ísafoldarprentsmiðju.
CRAWFORDS
ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið
af CRAWFOJEtDS & Son
Edinborg og London
Stofnað 1813.
Einkasali fyrir Island og Færeyjar
F. Hjorth & Co.
Kjöbenhavn.
Ritsitjóri Björn Jónsson.
ísafoldarprentsmiðja