Ísafold - 13.05.1903, Síða 2

Ísafold - 13.05.1903, Síða 2
102 áður er sagt. Ekki sýnir það neinar hættulegar afleiðingar af hvalveiðunum. Ef menn ætla að leita að orsökum til aflaleyeis á Austfjörðum, þá mega þeir minnasb þess, að þetta svæði liggur opið fyrir áhrifum hins kalda hafstraums, er kemur norðan úr Is- hafi, og að sjór er kaldari þar en annarsstaðar við landið, einkum fyrri helming sumars. Diana mældi 1899 4- 1,7° C á 10 fðm. dýpi í Hellisfirði 10. maí og að eins + 1,4° á 9 fðm. í Borgarfirði 26. s. m. Og árið 1900 mældi hún + 1,4° á 33 fðm. í Loð- mundarfirði 7. júní. Hvernig hitan- um hafi verið háttað við Austurland í sumar er leið og 1901, veit eg ekki, en ætlun mín er sú, að hann hafi ekki verið mikill í sumar, eftir allan ísinn. Svo hefir reynst við Finnmörk, að fiskur vill hverfa, ef hitinn kemst nið- ur fyrir + 2“ C., og það hygg eg, að fiskigöngur í firðina eystra fari mjög eftir því, hvort meira sé þar um heit- an sjó eða kaldan (sjá skýrslu mína bls. 111—114). Á sömu skoðun er Dr. Hjort um Einnmörk; þar legst einnig að öðru hvoru kaldur straumur austan úr íshafi. Satt er það, að oft hefir orðið björg að hvölum í ísárum og harðindum, en að hennar er lítil von, þegar búið er að útrýma öllum hvölum hér. En þó má taka það fram, að sú björg hefir ávalt verið stopul, og að það hafa ekki eingöngu verið reyðarhvalir þeir, sem nú eru veiddir, heldur einnig höfrung- ar og önnur smáhveli, sem ekki eru veidd. Annars hefir alls ekki sjaldan rekið stóra hvali síðustu 10 ár, og margir þeirra drepnir -af hvalveiðend- um, og má búast við þess konar hvöl- um eftirleiðis, auk smáhvelanna, ef veiðunum heldur áfram, án þess að hvölunum fækki (sjá síðar); og víst er um það, að nú er í sumum landshlut- um etið mikið af hval (frá hvalveið- endum), líklega að jafnaði fult eins mikið og áður. Annars er vonandi, að vér íslendingar þörfnumst æ siður stopulla hvalreka til þess að bjarga lífi voru í harðindum, eftir því sem verzlun og samgöngur verða greiðari og menningin vex, enda þótt gott sé að fá þá líka. Báð væri að verja nokkru af fé því, er landssjóður fær í tolla af hvalafurðum, til þess að stofna fyrirsjóð, er verja ætti til bjargar bágstöddum sveítum í ísárum, og bæta þann veg upp þann missi, er hvalveiðarnar kynnu að valda að nokkru leyti. þá yrði minni hætta á því, að *hvalveið- arnar gætu stofnað hálfu landinu í hungursneyð í miklum ísárum«. Margir halda því fram, að hvalveið- endur eigi að greiða miklu hærri gjöld í landssjóð en þeir gera, og einkurn að þeir ættu að gjalda tekjuskatt. Hve há eða hvers konar gjöld þeir eigi að greiða, skal eg ekkert um segja; það er löggjafanna og lögfræðinga, að skera úr því. Sjálfsagt er að þeir gjaldi það sem sanngjarnt er. En á hitt vil eg benda, að menn hafa, máli sínu til stuðnings, gert of mikið úr hvalveiðunum, en of lítið úr tekj'im þeim, er landið hefir af þeim. Eins og tekið hefir verið fram áður, eru að eins veiddar 4 hvalategundir reglulega. Sá sem er þeirra verðmætastur, Blaa- hval, er talinn um 3000 kr. virði; þá Finhval 1000—1200 kr., Knölhval 5— 600 kr. og Sejhval 500 kr. Eftir því má telja saman, hve miklar tekjur veiðin gefur af sér alls að kostnaði ekki frádregnum, þegar kunnugt er, hve margir og hvers konar hvalir veið- ast. Verðmætið fer annars mest eftir lýsisverðinu, en það er mjög breytilegt; samkvæmt verzlunarskýrslunum hefir það verið 20—22 kr. tunnan árið 1898, en 27—40 kr. árið 1900 og verða 40 kr. llklega hæst. þetta er að líkind- um söluverðið að frádregnum flutn- ings- og sölukostnaði. Eftir því sem segir íiNorsk Fiskeritidende voru brúttó- tekjur af hvalveiðunum hér árið sem Ieið 2Y2 miljón krónur. Hve mikill er hreinn ógóði af hvalveiðunum vita varla aðrir en hvalveiðendur sjálfir. Verðlagsskýrslumálið. Svar til Lárusar H. Bjarnason. í þjóðólfsblaði, er út kom 11. f. m., hefir Lárus sýslumaður fundið' köllun hjá sér til að rita um hið alkunna verðlagsskýrslumál, og telur »eftir at- vikum rétt að segja sögu málsins ó- bjagaða*. í þessari sögu sinni víkur hann ó- notum að mér. En vegna þess eins hefði mér alls ekki komið til hugar að gera athugasemdir við sögu hans, því eg tel mér miklu fremur sæmd en vansæmd að því, að hann er að narta í mig. það er alkunnugt, að ruér meiri menn hafa orðið að kenna á geðslaginu hans. Um það gætu borið hinir merkustu og beztu menn, er dvelja og hafa dvalið í lögsagnarum- dæmi hanB og af öllum öðrum hafa verið taldir mestu friðsemdarmenn. það er einnig óþarfi að svara hon- um vegna þeirra, sem þekkja ástand- ið í Snæfellsnessýslu. Allir kunnugir vita, af hvaða rótum ritsmíði hans er runnið og hversu mikill sannleikur felst í orðum hans. En það er annað, sem kemur mér til að taka til máls. það er óhróður sá, er hann er að breiða út um presta- stéttina, sem á því láni að fagna að vera undir lögsögu hans. Ámælum hans og hnjóðsyrðum um prestana má eigi vera ómótmælt meðal þeirra, sem kunna að vera þeim og honum ókunn- ugir. Um leið og eg því ber lastmæli hans af prestunum í Snæfellsnessýslu, nota eg tækifærið til að athuga frá upphafi til enda þessa þjóðóltsgrein hans, sem í hans augum á að vera ó- bjöguð. Upphaf verðlagsskýrslumálsins var það, að á öndverðu ári 1901 átti Mikliholtsprestur, síra Árni þórarins- son, tal við mig um það, að sér kæmi ókunnuglega fyrir, að vaðmál væri ekki tekið upp á þess árs verðlagsskrá, úr því að það haustið áður hefði ver- ið fært með ákveðnu verði á verðlags- skrá Miklaholtshrepps. Gaf hann þá samstundis sknflegt vottorð um þetta í því skyni, að málið yrði rannsakað. Vottorð þötta sýndi eg amtmanni þá um vorið, og út af því fann amtmað- ur ástæðu til að athuga verðlagsskýrsl- urnar ur Miklaholtshreppi og þeim hreppum, sem mér við koma. Sáum við þá, að vaðmál hafði verið skafið út í Miklaholtshreppi og Breiðuvíkur- hreppi, og lét amtmaður í ljósi óánægju sína yfir því. Með bréfi, dags. 5. júlí s. á., biður hann mig um nánari upp- lýsingar. En af því eg áleit mest um vert, að málið yrði þegar rannsakað af óviðriðnum dómara, sendi eg 13. 3. m. áminst vottorð síra Árna og sam- kynja vottorð frá mér til stiftsyfir- valdanna, í því trausti, að sú leið mundi verða sigursælli til þess, að sérstakur dómari fengist skipaður til þess að rannsaka málið. Frá þessu segir sýslumaður nokkuð á annan veg, líklega af því að honum hefir verið ókunnugt um fyrstubyrjun málsins. Hitt er óafsakanlegra, ef hann ætlar að segja sögu málsins ó- bjagaða, að hann þá skuli ekkert segja frá fyrsta réttarhaldi hans í málinu í Ólafsvík. Hann mætti þó muna það, að hann var ekki lítíð gramur yfir því, að eg hafði óskað, að málið yrði rann- sakað af óviðriðnum dómara, og heimt- aði í réttinum úcskýringu á slíkri dirfsku, sera hann gaf í skyn, að eg mundi fá mál út af. það, sem hann ber á borð eftir Ar- manni hreppstjóra, að eg hafi átt að stæla hann til að óhlýðnast, eru hel- ber ósannindi. Vona eg. að mér gef- ist ko3tur á að sanna að svo sé, og rann- saka hvernig þau séu til orðin; mundi þá eiki vanþörf á, að vitnin hans, sem hann ætlaði sér að hafa svo mik- ið upp úr, yrðu um leið betur yfirheyrð. Að hann hafi ekki haft mikla kjör- fylgisþörf til alþingiskosningar vill hann sanna með því, að sýslunefndin hafi í einu hljóði skorað á sig 1899 að gefa kost á sér. En eg hygg, að þessi sönnun sé veik hjá lagamannin- um, því þó að einir 10 eða 11 menn kunni að hafa heitið að styðja kosn- ingu hans, verður ekki af því dæmt um vilja yfir 300 kjósenda, enda munu sýslunefndarmennirnir úr sumum hreppunum ekki hafa fengið þakklæti, er heim kom, fyrir þessa áskorun. Margir hreppsbúar hugðu, að alþingis- mannskosning væri ekkert sýslunefnd- armál. Eftir þessa skarpvitru sönnun fer hann að færa ástæður fyrir því, hvers vegna tóvara var feld úr verðlags- skránni haustið 1899, og kemst þar að þeirri niðurstöðu, að aðalástæðan hafi verið sú, að engin ull sé unnin í sýslunni. En hvað er þá gert við alla vefstólana, sem honum hlýtur að vera kunnugt um, að eru nálega á öðrum hvorum bæ? Sjálfsagt hefir ull einn- ig verið látin í kaupstað og ef til vill engu minna á undan árinu 1899, og þó var tóvara á hverju ári talin til verðlags. Hvernig stóð þá á því, að menn alt í einu öðluðust »æðri og betri þekkingu# haustið 1899? Hann svarar þessu óbeinlínis sjálfur í greininni, þar sem hann er að hæla sér af því, að hann hafi »fremur hvatt en latt« bændur til að hafa »nokkurn veginn í fullu cré« við prestana, sem hann ber á brýn, að séu ágengir, og 8egir að »orð leiki á að tylli á fremsta hlunn til að halda verðlaginu sem hæstu«. Eg hefi aldrei heyrt þessa orðróms getið, og verð að mótmæla á- burði hans á prestana sem algerliga ósönnum og ósónnuðum. Hann ætti að geta þess í næstu ritgerð, hvaða prestur hafi einu sinni sett lambsfóð- ur á 10 krónur. Eg þekki ekki ann- að en b-zta samkomulag presta og safnaða í sýslunni, og munuþvíbænd- ur yfirleitt ekki kunna honum nokkr- ar þakkir fyrir tilraun hans til þess, að koma prestum í óvingun við þá. f>að er kunnugt, að í verðlagsskrár- nefndunum sitja 2 bændur og 1 prest- ur. Bændur hafa því ávalt atkvæða- magnið við tílbúniug verðlagsskránna og munu ekki æskja verndar og lið- sinnís þessa alkunna yfirvalds gegn ofríki presta. Prestar hafa ekki, svo mér sé kunnugt, dróttað því að bænd- um, að þeir notuðu atkvæðamagn sitt til þess að færa vörutegundir verðlags- skýrslunnar fram úr öllu hófi niður, og þá er ekki síður ósanngjarnt að bera prestum hið gagnstæða á brýn, þar sem þeir eru í minni hluta í nefnd- inni. Hvernig á þá að skilja, að »á bændur sé hallað«? Umhyggjusemi hans fyrir bændun- um fer að verða torskílin,— eins og þeg- ar hann á þinginu síðasta vildi afnema manntalsþingin af eintómri umhyggju fyrir bændum. Ekki lét hann þess þó getið, að kostnaðunnn, sem hann sparaði við afnám þingaferðanna, ætti að renna í vasa bændanna. En hann vill, ef til vill, segja, að bændum sé nóg að trúa, þó að þeir ekki skilji. Allir réttlátir bændur, sem semja eiga verðlagsskrá, munu kannast við það, að ekki sé meiri ástæða til að taka lýsi inn í verðlagsskýrsluna en tóvöru, heldur miklu siður, því allir lýsislampar eru niður lagðir, og lýsi gengur nú alls ekki lengur manna á milli og sízt fyrir peninga. En vel- nefndur valdsmaður finnur prestunum það til foráttu, að þeir fylgi sannfær- ingu sinni í þessu efni, og gefur í skyn, að lýsi eigi að verðleggja, af því það lækki verðlagið, en tóvöru eigi að sleppa, af því hún hækki það! Mikil er Díana Efesusmanna. Mikið/ er réttlættið og samvizkusemin. Annars tel eg næsta mikinn vanda að semja verðlagsskýrslu, og ef ein- skorða á sig við útskýringu valds- mannsius á lögunum 6. nóvember 1897, álít eg það ómögulegt; því allir vita um peningaleysið í þessari sýslu, og oft er öllum nefndarmönnum ókunn- ugt um, að nokkur einasta vöruteg- und, sem tilfæró er á verðlagsskránni, hafi gengið kaupum og sölum fyrir peninga í hreppnum. Fyrir því skrif- aði eg stiftsyfirvöldunum 5. júní 1900 og beiddist leiðbeiningar þeirra við samningu verðlag8skráa. þau svara 14. s. m. meðal annars þannig: »f>að nær engri átt, að vilja að eins verðleggja þær vörutegundir, sem vissa er fyrir að seldar hafi verið mót peningum síðastl. ár í hlutað- eigaudi hreppi, og ákvæðin í 1. gr. laganna eru einmitt sett til þess að sporna við, að ótilbærilegar eyður verði í verðlagsskýrslunum. það er engum efa undirorpið, að taka eigi tillit til verðlagsins á þeim landaurum og vörutegundum, sem ganga til varzlananna«. þetta svar stiftsyfirvaldanna er Ijóst og ákveðið, og ef eftir því mætti fara, væri vandinn minni að undirbúa verðlagsskrá. En það er langt frá því, að þessi úrskurður stiftsyfirvald- anna hafi fundið náð hjá yfirvaldi Snæfellinga, og mun það hafa alvar- lega varað ýmsa verðlagsskráarsemj- endur við, að fara nokkurn hlut eftir honum. Yfirvaldið segir, að þessi mál ættu miklu fremur að heita prestamál en verðlagsskýrslumál. En skyldi þá ekki eins vel mega nefna þau Lárus- armál? |>að er spa mín, að þau á ókomnum tíma festist ekki síður við nafn hans en prestanna. Minnisstæð- ari en afskifti presta af málinu mun að min8ta kosti verða vísan svi arna úr Alþingisrímuuum : Yerðlagsskráin verðurlág, vondu minka gjöldin, ef þið viljið lið mér Ijá, lemja lijör á skjöldinn. Svo skal eg leyfa mér að mótmæla að við síra Jósef Hjörleifsson höfum farið með ósatt mál í bréfi okkar til ráðgjafans. Við segjum þar hvergi, að skýrslurnar, sem eru í vörzlum stiftsyfirvaldanna frá haustinu 1899, séu útskafnar, heldur einungis það, að meðsend vottorð sanni, að vaðmál hafi verið dregið út af skránum sama haust að tilhlutun sýslumanns. þetta er því útúrsnúningur hjá valdsmann- inum, sem míðar til þess að umsnúa sannleika í lygi. Beyndar telur hann þrjú vottorð, sem hann minnist á í grein sinni, #meinum blandin«. En umsögn hans og dómur um þau mun ekki teljast einhlítur. það er jafn- vel ekki ólíklegt, að innan skamms verði öðru vísi um þau dæmt. Að endingu skal eg láta hann vita, að eg gugna ekki við hótanir hans. Hann fær mig aldrei til að dansa eft- ir sinni pípu, meðan hann með remb- ingi ekki nær úr henni áheyrilegra hljóði en hingað til. í trúnni á æðra og réttlátara vald en snæfelska yfirvaldið legg eg örugg- ur á hólminn, og mun reyna að bera

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.