Ísafold - 01.08.1903, Side 2

Ísafold - 01.08.1903, Side 2
194 á skólanum, og áhugasamir bændur, gati fengið að kynna sér nýjungar i búnaði og framfarir hjá bændum bæði innanlands og utan. í sambandi við bóklegu fræðsluna vill Hólaskóli útvega nemendum sín- um verklega kenslu í garðyrkju, gras- fræsáning, plægingu, skógrækt, garð- hleðslu, vörzluskurðagerð, hallamæling, framræslu, veitugjörð, meðferð áburð- ar og eftir atvikum skepnuhirðingu*. Bændaskólinn, sem hér er drepið á, stendur yfir að eins hálfan mánuð í einu, tvisvar á ári, síðari hlutann af nóvember og marz. f>á eru haldnir fyrirlestrar um ýms efni búnaði við- komandi. Síðastliðinn vetur voru 12 nemend- ur við búnaðarskólann, 32 við bænda- skólann og auk þess fekk 21 nemandi tilsögn við mjaltir eftir aðferð Hege- lunds dýralæknis. Nú hafa sótt um skólann 42 nýir nemendur, en ekki hefir verið hægt að taka við fleiri en 30 af þeim. Auk þess hafa ýmsir bændur og bændaefni sótt um bændaskólann. Svo er að sjá sem skólinn eigi all- erfitt uppdráttar að sumu leyti, þótt ekki verði yfir því kvartað, að hann sé illa sóttur. í skólaskýrslunni er komist þannig að orði um framtíðar- hag hans: •Framtíðarhagur skólans er ekkert glæsilegur að sumu leyti, af því að þjóðin er eigi enn farin að skilja nauð- syn búnaðarskólanna. Menn hafa skilið, að skósmiðurinn, trésmiðurinn, bókbindarinn o. s. frv. þurfa sérþekk- ingu, en þó er það vitanlegt að störf bóndans eru miklu margbrotnari. Staða bóndans er að verða mjög vanda- söm staða. Danir hafa skilið tákn tímanna fyrir landbúnaðinn og þess vegna stendur landbúnaður Dana með blóma. íslendingar hafa ekki skilið að tímarnir eru að breytast þannig, að landbúnaðurinn þarf að byggja á þekkingunni og að hann stendur og fellur með henni. Búnaðarskólarnir nyrzt í Noregi og í Svíþjóð fá miklu meira fé en far- ið er fram á að veita til Hólaskóla. Útgjöldin til hans eru spöruð svo sem fraraast má verða; sem dæmi má nefna það, að laun skólastjóranna í Noregi eru nálega allsstaðar hærri en fjárhæð sú, sem gengur til að launa öllum kennurunum við skólann á Hólum. Bœðumenn á Þjóðhátíðinni á morgun eru tilnefndir þeir Tryggvi bankastjóri Gunnarsson (minni kon- ungs), lektor þórhallur Bjarnarson (ísland), Indriði Einarsson revisor (al- þing), Guðmundur Finnbogason mag. (Reykjavík) og Halldór Jónsson banka- gjaldkeri (íslendingar erlendis). Bæj- arfógetinn setur hátíðina. Pó stgufuskipið Vesta lagði af stað vestur um land og norður, áleiðis til út- landa, 30 f. m. Amtráðsmenn Vesturamts- ins fóru með henni heimleiðis og auk þess nokkrir aðrir farþegar. Skipakoma »Auy« 69,80 Thorkildsen. kom 21. þ. m. frá Mandal með timhur til Bj. kaupm. Guðmundssonar. »Hilma«173,58 (I. L. Jonssen kom 22. frá Halmstud með timhur til Magn. Blön- dal & Co. »Union« 127 M. H. Mortensen í gær með kol og steinoliu til Thomsens maga- sín. Gjöf Jóns Sigurðssonar Engin verðlaunarit hafa boristverð- launanefnd sjóðsins á þessu fjárhags- tímabili, og með því að nefndinni þótti eigi ástæða til að nota sér þá heimild, að veita verðlaun fyrir lítgerð- ir, er komið hafa út, þótt höfundur- inn hafi eigi ætlast til þess, þá geym- ist féð til næsta tímabils. Pljótshlíð. Blika mjúk yfir víkum vakir, vindur hægur strýkur um tinda; ljóssins heita löðnr fossar ljúft um mjöll á Eyjafjöllum. Hátt úr sjó, sem heillavættir, höfuð teygja Vestmanneyjar. Hrýtur sær fyrir sandi heitum — sofandi ljón með földum klónum. Eyjafjöll undir fargi mjalla, ferlega mynd, þar hvíta tinda varðar, eins og voldug girðing, virki traust af hömrum myrkum. Háir fossar hlægja og flissa, hefja söng í klettagöngum; hoppa fram eins og kátir kappar kynjaefldir i silfurbrynjum. Eyjafjöll í eldlegri gylling, undramynd, þar saman vindur jökull bjartur, myndarmikill, mjúkan dúk um hláa hnúka. Efra breiða fannir fríðar feld sinn sléttan milli kletta; hrukkast fögur, fannhvít skikkja fram á sand hjá Goðalandi. Eyjafjöll, þar sem undir bellum eldur hrýzt, sá er fjallið heldur hlekkjuðum undir hömrum þykkum. — Heljar-farg yfir bundnum vargi. Sé eg í anda aflið hrinda af sér þungum fannabungum; sé með hleikum bjarma kvika blikandi sverð yfir fjallsins herðum. Blika mjúk yfir vikum vakir, varpar sér yfir kletta skarpa móða þið, sem mildnr leiðir morgunandi’ um slétta sanda. Glitrar straumur á grundu flatri, greiðir úr sér á aurum breiðum; liðar sig eins og nagandi naður niður með hlíð, og eyðir og ryður. Mörkin, girt hinu mikla virki, móðurblíðan faðm sinn býður, skína dyr, en skugga bera skógarfell undir jökulsvelli. Þýtur hjörð yfir laut og leiti, létt á fæti’, á styggum spretti. Varða bratta virkisgirðing vötn með kátum óhemjulátum. Litið hærra, gefið að gætur, glitrar mjöll á Tindafjöllum; hátt við lopt yfir heiðum bröttum hyrna hvit móti skýjum spyrnir. Likast þessu raunareykur rennur fram hjá hetju enni, blik og yfirbragð þegar vakir bjart og frjálst yfir gcfgu hjarta. Litið á hlíð — um hvamma og kletta kvaka þrestir og vængjum blaka, yndissléttar gróa grundir, gilin duna, lækir bruna. Býlin frið i fjallaskjóli fólki góða hressing bjóða; sizt er kyn þótt sjáist hér gestir; sagt er og víða: Fögur er hlíðin! Blika mjúk yfir vikum vakir, varpar sér yfir kletta skarpa móða þið, sem mildur leiðir morgunandi um slétta sandá. Háir fossar hlægja og flissa, hefja söng i klettagöngum; hoppa fram eins og kátir kappar kynjaefldir i silfurbrynjum. Hoppaðu, foss, í klettakreppu, kannske þú spáir eða sjáir nýja öld af hafi halda heillaríka og fornöld líka. Hátt úr sjó sem heillavættir höfuð teygja Vestmanneyjar, skín ei glóð á skörðóttum brúnum? Skoðið til, það er ársældar roðinnl Njálusveit, nú er sælt að líta sumarbrá yfir fellin háu yngjandi vor á vængjum bera, vekjandi tíð með rausn og prýði. Gullöld ný og gömul falla gamalskyldar í faðmlög saman, græða blóm yfir liðinna leiðum, leysa bundið og fallið reisa. Hoppaðu foss með kæti og kappi, kemur sú tið og land hér nemnr, að þú vinnur öllum grönnum auð og frægð með gulli og brauði. Plægðu, fljót, og farveg sveigðu fram um sléttur milli kletta, bráðum land, sem bylgjan eyðir, breytast mun í engjar feitar. Glymur stál í gröfum hulið, geirinn spádóm kveða heyrist; himinljómi helgur nemur heiðarbrún yfir Gunnars leiði. Aldna bygð, sem skrift á skildi skina sé eg framtið þína; speki Njáls mun verða þér vakin, vaia mun þor upp af hetjusporum. Eyjafjöll í eldlegri gylling, undramynd, þar saman vindur jökull, bjartur, myndarmikill, mjúkan dúk um bláa hnúka. Sjáið þið eigi suður á ægi, svipaða drekahöfði á skipi, öndvegissúlu áfram hrindast anda þess, er hyggja skal landið? G. M. Fjárlaganefndarálit neðri deildar. Fjárlaganefndin hefir nýlega lokið við álit sitt. Við tekjukaflann stingur hún upp á þeim breytingum, að húsaskattur sé hækkaður í 8000 kr. á ári (úr 7000), tekjuskattur í 16000 kr. (úr 14%) aukatekjur í 34000 kr. (úr 32), vita- gjald í 10,000 kr. (úr kaffi- og sykurtollur 240,000 kr. (úr 220 þús.), tekjur af póstferðum í 40,000 (úr 38 þús.), og óvissar tekjur í 5000 kr. (úr 2500). Hækkunin er miðuð við það, sem þessar tekjur hafa numið síðustu ár. Breytingarnar eru flestar við út- gjaldakaflann, svo sem venja er til. Vegabótafénu vill nefndin iáta verja þannig, að til flutningabrautarinnar á Fagradal sé kostað 30,000 kr., til flutningabrautar í Borgarfirði 15,000 kr., og til viðhalds 12,000 kr. fyrra árið og 7000 hið síðara. Fjárveitingu stjórnarinnar til flutningabrauta f Húnavatnssýslu og Skagafirði hefir hún felt burt. f>jóðvegafénu hefir nefndin skift þannig milli landsfjórðunganna, að Norðuramtið fái 30 þús. kr., Vestur- amtið 20, Austuramtið 12 og Suður- amtið 8 þúsund kr. Til sýsluvegarins frá Hafnarfirði að Keflavík eru ætlaðar 3000 kr. hvort árið, gegn jafnmiklu tillagi annars- staðar frá, og til brúargerðar á Jökulsá í Öxarfirði 50 þús. kr., samkvæmt lögum frá síðasta þingi. Nefndin vill veita alt að 14,200 kr. til gufubátsferða í Sunnleudingafjórð- ungi og á Faxaflóa, með því skilyrði, að haldiö sé uppi ferðum alt árið milli Reykjavíkur og Borgarness, og ætlast þá til, að Iandpóstarnir norður og vestur taki sig upp í Borgarnesi. Til vitabyggingar á Skipaskaga legg- ur nefndin til að veittar séu alt að 3000 kr. og 300 kr. síðara árið til viðhalds. |>á vill nefndin verja 15 þús. kr. til að kaupa Reykjavíkurspítala með lóð og 1800 kr. til viðgjörða á húsinu og viðhalds. Er ætlast til, að húsiS sé notað handa læknaskólanum og fyrir efnarannsóknastofu, og sparast þá þær 7000 kr. er stjórnin ætlaðist til, að varið væri til að byggja hús til efna- rannsókna. Auk þess leggur nefndin til, að laun forstöðumanns efnarann- sóknastofunnar séu ákveðin 2000 kr., en ekki 3000. Styrknum til kvennaskólanna norð- lenzku vill nefndin haga þannig, að þeir fái 1500 kr. á ári hvor, og auk þess 3000 kr. báðir, sem skiftist znilli þeirra eftir nemendafjölda (35 kr.. fyrir hvern). Búnaðarskólanum á Hólum er ætlað- ar 1000 kr. styrkauki fyrra árið og 500 kr. hvort árið til verklegrar kenslu. Eiðaskólinn á og að fá 1000 kr. við- bót fyrra árið til húsabygginga. Og loks leggur nefndin til að Ólafsdals- skóla sé veittur 3500 kr. Btyrkur fyrra árið og 2500 kr. hið síðara. Til útrýmingar fjárkláðanum eru ætlaðar 78,500 kr. fyrra árið og 16,000 hið síðara, samkvæmt áætlun kláða- málsnefndarinnar. þessar fjárveitingar aðrar vill nefnd- in hækka, úr því sem stendur í frumv. stjórnarinnar: Til tímakenslu í latínuskólanum um 150 kr. (1200 kr. alls), heirailisiðnaðar í kvennaskóla Reykjavíkur 200 kr. (500 alls), Stúdentafélagið 200 krón. (500), til bókakaupa handa landsbóka- safninu 1000 kr. (4500), til að semja spjaldskrár við safnið 400 kr. (1200),. Náttúrugripasafnið 200 kr. (1000), stórstúka Goodtemplara 200 kr. (1000), Leikfélag Reykjavíkur 300 kr. (600), til byggingarefnarannsókna 1000 kr. fyrra árið (4000), verðlaun fyrir útflutt smjör 3000 kr. (5000), Iðnaðarmanna- félagið í Reykjavík til að styrkja iðn- aðarmenn til náms erlendis 600 kr. (1200). Eftir ósk landshöfðingja leggur nefndin til, að ált að 1200 kr. séu ætlaðar fyrra árið til húsaleigukostn- aðar handa honum, frá því hann verður að flytja burt úr bústað sínum og þangað til landshöfðingjaembættið verður algerlega lagc niður, og hækka þá útgjöldin til hinnar æðstu stjórnar innanlands um þessa fjárhæð. þessar fjárveitingar vill nefndin nema burt úr fjárlögunum (frv.stjórn.): til kennara í organslætti og sönglist og organleikara við dómkirkjuna í Rvík 1000 kr.; til Magnúsar organ- ista Einarssonar á Akureyri 300 kr,- til unglingaskóla í Dalasýslu 1000 kr.; skáldlaun síra Valdimars Briem’s 80G kr.; styrkinn til Sögufélagsins 800 kr.; Sigfúsar Blöndal 500 kr., Jósa- fats Jónassonar 600 kr. og styrk til skógræktarnáms 600 kr.. Auk þess leggur nefndin til, að lækkaðir sóu nokknr útgjaldaliðir, svo sem laun starfsmanna við holdsveikra- spítalann um 500 kr.; laun landsbóka- varðar úr 2000 í 1700 kr. og lands- skjalavarðar úr 1800 í 1400 kr.; til skógræktartilrauna úr 8650 kr. og 7350 í 6000 og 5000 og til yfirmats- manna á gæðum fisksfarma í Reykja- vík og á ísafirði um 400 kr. Að lokum er lagt til að veitt verði þessi lán úr viðlagasjóði: Til stofnunar mjólkurbúum 30,000 kr. gegn ábyrgð sveitarfélaga, sýslu- félaga eða amtsfélaga; af lánunum greiðist 3% og eru þau afborgunar- laus fyrstu 5 árin, en greiðast síðau á 15 árum; Torfa skólastjóra Bjarnasyni í ÓI- afsdal 18,000 kr. gegn jarðaveði og með 4% vöxtum, afborgunarlaust með- an hann heldur uppi skólanum en afturkræft með ársfyrirvara ef hann hættir; Jóhannesi snikkara Reykdal til þess að koma á fót trésmíðaverksmiðju í Hafnarfirði 8000 kr. með 4% vöxtum, afborgunarlaust í 3 ár, eu endurborgist síðan á 12 árum; Verksmiðjufélaginu á Akureyri, til þess að koma á fót klæðaverksmiðju, 50,000 kr. með 4% vöxtum, afborgun- arlaust 5 ár og endurborgist á 15 árum; Ólafi vélasmið Hjaltested, til að koma upp vélasmiðju í Reykjavík, 10,000 kr., með 4°/0 vöxtum og af- borgist á 10 árum; J. P. T. Bryde, P. J. Thorsteins-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.