Ísafold - 12.08.1903, Síða 1

Ísafold - 12.08.1903, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð úrg. (80 ark. rninnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða t’/í doil.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík niiðvikudag'inn 12. ágúst 1903 52. blað. JÚláÁu/á T/lMV I. 0. 0. F. 857249. IPSP^ Gjalddagi blaösins var 15. júli Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spitalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og id. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8^/j siðd. Landakotskirkja. Chiðsþjónusta kl. 9 og kl. 0 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- -endur kl. 10‘/2 —12 og 4—0. Landsbankinn opinn iivern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Húsfrú Þórdfs Helgadöttir, kona síra Sigurðar P. Sivertsen, prests á Hofi í Vopnafirði, and- aðist 28. f. mán., eftir 5 daga legu í hálsbólgu. Hún var dóttir Helga lektors Hálfdánar- sonar, ekki þrítug að aldri, fædd i maí 1874, og hafði verið rúm 4 ár í hjónabandi. Þórdís sál. var sönn fyrir- myndarkona í öllum greinum; er því mikill söknuður við frá- fall hennar, eigi að eins fyrir mann hennar, börn og heim- ili, móður og systkin, heldur *og fyrir alla sem hana þektu. Aldamót. XII. ár. Eitstjóri Frið- rik J. Bergmann Winni- peg 1902. Prentuð i prentsmiðju Lögbergs. 182 bls. Ritið byrjar á kvæðisbroti, er Tíbrá nefnist, eftir síra Valdimar Briem. Hefir hann þar tekið sér fyrir heudur að einkenna 28 íslenzk skáld, hvert með sinni vísunni. Bfst í huga höf. ▼irðast hafa verið nöfn á sumum kvæð- um eða ritum skáldanna, eða þá ein- Btakar setningar ór þeim, og notar hann þau til að finna ímynd skáld- skapar þeirra, t. d. »Sunnanvindur af sænum stendur, svala leggur um allan -dalinn«, í vísunni um Gest Pálsson, en hann gaf út »Suðra«. Um jþorst. Erlingsson kveður hann: Hvað er hérna? Það eru Þyrnar. þétt á greinum rósir spretta, yndislegan ilm þær senda. Engin rós án þyrna’ er fengin o. s. frv. Bn ljóðasafn þorsteins heitir svo seni kunnugt er »þyrnar«. Kvæðið er slétt ort, en ekki svipmikið. f>á kemur fyrirlestur eftir síra Jón Bjarnason: »Að Helgafelli«. Tekur hann þar upp frásögu Eyrbyggju og Landnámu um pórólf Mostrarskegg, um átrúnað hans á Helgafelli, en •þangat skyldi engi maðr óþveginn líta, ok þar var svá mikil friðhelgi, at öngu skyldi granda i fjallinu, hvárki fé né mönnum, nema sjálft gengi á bvaut«, hann minnir á helgi þingstað- arins í þ>órsnesi og að »eigi skyldi þar álfrek ganga, — ok var haft til þess sker þat, er Dritsker var kallat«. þá segir hann frá deilu og bardaga j?or- steins þorskabíts við Kjallekinga, er eigi virtu helgi þingstaðarins og kváð- ust mundu »ganga þar örna sinna sem annarstaðar á grasi«, og ekki vildu »troða skó til at ganga þar í ótsker til álfreka*. Út af þessum texta dregur svo höf. lærdóm; þessi saga er í hans augum •algjörlega ógölluð skuggsjá, þar sem þjóð vor kemur skýrt út með grund- vallareiginleikum þeim og sérkennum, sem hún hefir á þessum tímum. Flokkur Kjallekinga, eins og hann var orðinn, þá er þessir fornsöguat- burðir voru að gjörast, er enn til með- al vor íslendinga bæði austan hafs og vestan — óstýrilátir, oflætisfullir, hrottalegir ribbaldar, sem ekki með nokkru móti fást til að halda þing- velli þjóðarinnar hreinum, heldur eru stöðugt að ata haun rít með sínum eigin saur«. þingvöllur þjóðarinnar er nú nútíðarbókmentirnar íslenzku, bæk- ur, tímarit og blöð. þykir höf. blaða- menn vorir, skáld og útgefendur skáld- rita ganga of mjög örna sinna á þing- velli þeim, og almenningsálitið illa vak- andi, er það hefir ekki neytt þá til að ganga út í Dritsker. Færir hann til þe88 dæmi úr íslenzkum blöðum vestan hafs og austan, og mikið gerir hann úr því, er »Salthólmsferð« Jónas- ar var getin út í Eimreiðinni um árið. Sérs taklega tekur hann til bæna tvo af mótstöðumönnum sínum vestan hafs, og trúað gæti eg því, að einhverj- um þætti þar »gengið álfrek« á kirkju- þingvelli Vestur-íslendinga. Höf. mótmælir þeirri skoðun, að ls- lendingar séu íhaldssamir, vanafastir í lífsháttum og skoðunum. »Eg hefi«, segir hann, isaunfærst um það, að það er miklu fremur nýjungagirni, breyt- ingafýsn, byltingatilhneiging en hinir gagnstæðu eiginleikar, sem einkennir þjóðflokk vorn á þessum síðustu tím- um«. Færir hann til þess meðal ann- ars »nýyrða-sýkina« (»nýyrði« er ný- yrði!) og »stafsetningarhringlandann«, ■ Allir með opnum augum ættu að geta séð, að hinn þjóðernislegi þingvöllur vor er hjá langfleBtum íslendingum búinn að missa sína fornu hefðar- helgú. Bezta meðalið gegn þessu tel- ur höf. trúna á Helgaíelli, kristindóm- inum, kristinni kirkju. En í því efni finuur hann sama losæðið, sömu bylt- ingartilhneiginguna: »Eg fæ ekki bet- ur séð, en að prógramm sumra helztu kirkjumanna vorra nú sé það, þótt vafalaust sé það þeim óvitanda, að uraturna Helgafelli algjörlega, sprengja það upp, moka því burt, jafna það með jörðu«. A höf. hér við biblíukrítikina og segir hann að kröfur þeirra, sem hana aðhyllast, séu þær, »að allir megi ganga örna sinna upp á Helgafell*. f>ykir honum það hafa verið í ótíma gert að fræða Islendinga um niðurstöðu biblíu- rannsóknanna, og vottur um skort á •kennimannlegri varkárni og kristilegri nærgætni*. Hér þarf ekki að halda skildi fyrir formælendum biblíurann- sóknanna hér á landi, því eflaust eru þeir færir um að bera af sér þau vind- högg, sem að þeitn eru reidd. En hamingjan forði oss frá »kennimann- legri varkárni og kristilegri nærgætni«, ef hún lokar munni prestanna um það, sem þeir vita sannast um kristindóm- inn; því varla verður sú sálusorgun holl til lengdar, að tala þvert um hug sinn af nærgætni við áheyrendurna. Og vara skyldu þeir sig, er temja sér þá reglu, að ekki komi, fyr en þá grunar, sú stund, að engu þeirra orði verði trúað; því hvernig eiga aðrir að greina það í sundur, hvenær slíkir kennimenn segja það, sem þeir vita sannast og réttast, og hvenær þeir tala af *kristilegri nærgætni*? það eru eflaust tiltölulega fá sannindi sem ekki geta orðið einhverjumað falli, en »ekki er sjórinn sekur, þótt syndi eigi allir fuglar«. Og hver vill breiða brekan fyrir dagsbrúnina af nær- gætni við nátttröllin, sem daga uppi ef þau sjá hana? Nei, ljóssinB börn skulu landið erfa, og þá verður að fara sem má um nátttröllin. f>á kemur næst ritgerð eftir síra Björn B. Jónsson, er heitir »Straum- ar*. Er þar skýrt frá nokkrum helztu stefnum eða hreyfingum, er komið hafa fram á síðustu tímum í heimi trúar- bragðauna. »Inn í Missisippi kristin- dómsins rennur svo mörg Missouri mannvitsins*, segir höf.; en Missouri þýðir »gruggugt vatn«. — Hér er talinn rúmur helmingur rits- ins; hinn helmingurinn, að undantekn- um 2 kvæðum eftir síra Valdimar Briem, er skrifaður af ritstjóranum sjálfum. Efnið er þetta: »Hverjar kröfur ætti þjóð vor að gjöra til skálda sinna«. »Köllun nemandans* »Heimatrúboð«. — Undir linditrjánum: Bókmentir og bændur. — Guðmund- ur Friðjónsson. — Sigurbjörn Jóhanns- son. — Upp við fossa. —* Eiríkur Hansson. — Rit Gests Pálssonar. — Morðbréfa-bæklingur I. — Islands Kultur. — Bækur Bókmentafélagsins. — þjóðvinafélagsbækur. — Fornsögu- þættir. — Úrval úr þjóðsögum. — ís- lenzka biblíuþýðingin. — Prédikanir síra Helga. — Barnabækur Jóns Ó- lafssonar. — Ritreglur. — Reiknings- bók. — Adelbert von Chamisso. — Eimreiðin. — Svafa. — Freyja. Allar þessar greinar ritstjórans eru vel ritaðar og hafa ýtnsar góðar hug- vekjur að geyma. Sérstaklega er margt í ritdómunum prýðisvel athug- að og sagt. í innganginum, »Bók- mentir og bændur«, béndir höf. á hve einkennilegt það sé, að rithöfunda til- hneigingin virðist ekki vera tiltölulega nærri því eins rík hjá hinum skóla- gengnu mönnum vorum og hún erbjá bændunum, og honum verður að spyrja: »Kólnar ungum mönnum með pjóð vorri svo um hjartað á leiðinni upp mentunarstigann, að fjöldi þeirra hafi litla eða engalöngun til að hugsa og rita, þegar þeir loksins eru komnir alla leiðina?« Um embættismennina segir höf.: »því miður hefir embættislýður þjóðar vorrar —, og í þetta sinn hefi eg einkum veraldlega embættismenn í huga — ekki verið það salt í þjóðlífi voru, sem hann hefði átt að vera. f>eir hafa sannarlega ekki verið nein- ir hugsjónamenn. f>eir eru það ekki enn þá. f>að sést á því hve lítið þeir hugsa, hve lítið þeir rita, hve lítil á- hrif þeir hafa á hugsunarháttinn út frá sér«. f>essi orð eru vel þess verð að þóim sé gaumur gefinn. Hér er ekki rúm til að fara út í alla sálma, og skal því að eins drepa á það, sera höf. segir í ræðu sinni, •Hverjar kröfur ætti þjóð vor að gjöra til skálda sinna?« Hann bendir á það, hve tiltölulega mikið komi út af is- lenzkum ljóðum, en þetta sé engin sönnun fyrir því, að þjóð vor sé ment- aðri en aðrar þjóðir; hitt sé líklegra, að það sé »vottur um órækt í túni andans hjá oss, að þar er svo mikið af fíflum og sóleyjum*. þjóðin sé í þann veginn að verða sárleið á þeirri ljóðagerð, sem henni er nú boðin, og ástæðurnar telur höf. einkum þessar: »í íslenzkri ljóðagerð verður ekki vart við neitt nýtt landnám um langan tíma«. Einhliða áherzla hefir verið lögð á búninginn. Skáldin eru alt of mörg. f>egar syngur í öllum tálknum stinga menn fingrum í eyru sér. Sú skáldskapartegund, sem þjóð vor hsf- ir lagt svo mikla rækt við, er mikils til of einskorðuð. Vér yrkjum eintóm smákvæði. Skáldskapurinn íslenzki er svo undur stefnulaus. . . . Hugsanalíf og lifstefna margra þeirra, sem jrrkja, virðist vera í molum, á víð og dreif, — leika í lausu lofti. Engin sterk hugsun, sem bindur alt saman og læt- ur alt falla að sama lóni. . . »f>að er líka nú upp á síðkastið að læðast eitt- hvert ömurlegt volgurhljóð inn í ís- lenzkan kveðskap, — eitthvert »holta- þokuvæl*, sem er alt annað en ánægju- legt á að hlýða. Menn eru farnir að hafa eitthvert hugboð um, að skáld- skapur annara þjóða sé með alt öðr- um hætti en íslenzkur skáldskapur. Alstaðar með mentaþjóðunum er það nú orðið minna og minna, sem út kemur af ljóðasöfnum. Menn virðast yfirleitt vera fremur að vaxa frá lýr- iskum smákvæðum. -Sú skáldskapar- tegund heyrir langmest til bernsku- skeiði þjóðanna. fetta er þá dómur höf. um gallana á nútíðarskáldskap íslendinga, og af honum geta menn ráðið, hverjar kröf- ur höf. í niðurlagi ræðu sinnar segir að þjóðin ætti að gjöra til skálda sinna. f>að er efasamt hve réttur dómur höf. er, eigi hann að gilda alment það sem út hefir komið af íslenskum skáldskap á síðari árum. En það efni er of umfangsmikið til að taka það til meðferðar i stuttum ritdómi, og verður að bíða betri tíma. Yfir höfuð er þessi árgangur lAlda-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.