Ísafold - 19.08.1903, Side 2

Ísafold - 19.08.1903, Side 2
214 vera naiklu lengri eða það þurfti að skeyta þá saman, svo að þeir yrðu uógu laugir, en til þessa þurfti að nota heilmikið af galvaDÍseruðum járn- plötum og boltum, af vissri þykt og lengd, en það var auðvitað ekki til á staðnum, því að menn höfðu ekki bú- izt við að skeyta þyrfti saman staur- ana. Slíkar plötur hefðu að eins get- að fengist frá útlöndum og eigi getað komið að brúarstæðinu fyr en undir haust í fyrsta lagi. |>ingið í fyrra félst og á það, að ó- hjákvæmilegt hefði verið að stöðva verkið þegar svona stóð á, svo að Tryggvi stendur sjólfsagt einn uppi meö það af þingmönnum, að hægt hefði verið að halda áfram verkinu, eins og hann líka stendur einn uppi með það, að heppilegra sé að hafa brúna á Steinsvaði en Einhleypingi, enda heldur haun hvorttveggja fram einungis af ástæðum, sem þeir, er þekkja hugarþel hans til mín, munu ráða í. Eins og mörgum nú orðið mun kunnugt, liggur aðal-orsökin til þess, að svo skrykkjótt hefir gengið með Lag- arfljótsbrúna, í undirbúningi málsins, rannsókn brúarstæðisins; hinn norski ingeniör gerði ráð fyrir að botninn væri fastari en hann reyndist að vera, og hann hélt að fljótið yrði ekki svo mikið í vöxtum, eins og það í raun og veru gat orðið. — Jpess vegna var í fyrra, eftir uppástungu minni, ákveð- ið að reka staurana mikið lengra nið- ur í botninn, ennfremur að hækka brúna talsvert og lengja hana um c. 80 álnir. Að öðru leyti vil eg benda þeim, er vildu kynna sér þetta mál, á þing- skjölin frá í fyrra, og sórstaklega á bréf mitt til alþingis dags. 15. ág. 1902 (sjá alþingistíðindi 1902, þing- skjöl 3. hefti, þingskjal nr. 161). Reykjavík 17. ág. 1903. Sig. Tkoroddsen. Sínum augum litur imr á silfrið. Ummæli dr. Valtýs alþm. Guð- mundssonar um svör landshöfð- ingja (sjá síðasta blað), búsetuna o. fl., við 2. umræðu um stjórnarskrármáhð í efri deild. •Hæstvirtur landshöfðingi svaraði upp á spurningar þingm. Barðstr. frá eigin brjósti, vegna þess, að hann vissi ekkert um skoðun ráðgjaf- ans á málinu, og það var þó einmitt hún, sem þingm. Barðstr. æskti eftir að fá að vita hver væri. f>etta finst mér hreint og beint ó h æ f a, að stjórnarfulltrúinn skuli ekki geta svarað þessum spurningum fyrir hönd stjórnarinnar, því hann gat búist við, að þær yrðu bornar upp; það voru nægar ástæður til þess að grenslast eftir skoðun stjórnarinnar, og þingið átti fulla heimtingu á að fá að víta hver hún væri. Fyrsta spurning þingm. Barðstr. var um það, hvort ráðgjafi íslands yrði lagalega óháður ríkisráðinu. Landsh. svaraði þessari spurningu með »jái«, og bygði það á því, að ráðgjafinn væri búsettur hér. þessu verð eg hreint og beint að mótmæla. Búseta ráðgjafans hér hefir engin önnur áhrif á stöðu hans í rík- isráðinu en þau, að hann kemur þang- að sjaldnar, en ef hann sæti í Khöfn. Upp á aðra spurningu sína, umþað, hverja skoðuu ráðgjafinn hefði á því, hvort tslandsráðgjafinn yrði meðlimur ríkisráðsins, fekk þingm. Barðstr. það svar hjá lh., að hann varðaði ekkert um það. Um það verð eg að segja, að það er víst einsdæmi í þingsögu heimsins, að þingmaður hafi fengið jafn kurteist svar og vel orðað hjá nokkrum stjórn- arfulltrúa, þegar þingmaðurinn hefir spurt um það, sem hann á fulla heimt- ingu á að fá að vita. |>að er þó vanalega svo, að þegar menn eru að gera samning um eitt- hvert mál, og einhver vafasöm orð koma fyrir, þá verður manni á að spyrja hinn aðilann um, hvað ,hann meini með þeim. Við þetta kurteisa svar sitt bætir hann svo því, »frá eigin brjóstú, að ráðgjafi íslands geti ekki verið með- limur ríkisráðsins. — Háttv. fram- sögum. hefir tekið af mér ómakið að svara þessu; en viðvíkjandi hinu, sem hann bætti við, og sem líka kemur fram á nefndaráliti nd., sem sé því, að danskir ráðgjafar geti ekki látið Islands mál til sín taka, þá er þetta að mínu áliti algerlega rangt; og sönn- unin fyrir því, að þetta álit mitt sé rétt, eru athugasemdir ráðgjafans við frumvarp þetta í fyrra. Eg tek það fram, að eg skoða þessar athugasemd- ir sem samning milli Islands og Dan- merkur um það, hvernig eigi að skilja þetta mál. í þessum athugasemdum stendur, að dönsku ráðgjafarnir séu skyldir til þess að mæla á móti, ef íslandsráðgjafinn beri fram eitthvað það, sem haggi jafnrétti danskra borg- ara í ríkinu, og ef hann bæri fram eitthvað, sem skerði einingu ríkisins. Eru þetta ekki afskifti? Jú, eg held það. Alveg eins er ís- landsráðgjafinn skyldur til þess að mæla á móti, ef Danir skyldu vilja losa um sambandið við ísland, eða halla rétti íslenzkra borgara í ríkinu. Hvernig getur ráðgjafinn þetta? Sem sérmálaráðgjafi hefir hann engan rétt til þess. En hann getur það einmitt vegna þess, að hann er ekki einungis sérmálaráðgjafi, heldur og meðlimur rikisráðsins. Upp á 3. spurningu þingmanns Barð- strendinga, um það, hvers vegna það væri stjórnarfarsleg nauðsyn, að ráð- gjafinn sæti í ríkisráðinu, svaraði landshöfðingi því, að það væri svo allstaðar, að málunum væri ráðið til lykta í ríkisráði. Eu þetta er ekkert svar. því hvers vegna er þetta álitið nauðsynlegt allsstaðar? það kemur til af því, að það er ekki álitin nægi- leg trygging, aö einn maður fjalli um málin. Nefndarálitið frá neðri deild segsr að það sé til þess, að ráðgjafarnir fái vitneskju um hvað gerist, en það er hreinn og beinn misskilningur. Til að fá þá vitneskju, þyrftu þeir ekki annað en að fá eitt eintak af stjórn- artíðindunum. Nei, það er vegna tryggingarinnar og eftirlitsins, sem þeir vilja hafa. En er það nú svo slæmt, að þeir hafi slíkt eftirlit? Nei, það er jafnt trygging fyrir oss og Dani í því. f>að gæti orðið bagalegt eða jafnvel stórhættulegt fyrir oss, að einn maður gæti komið fram hjá kon- ungi öllu sem hann vildi. Samkvæmt þessu álit eg, að íslands- ráðgjafinn geti í vissum tilfellum skift sér af dönskum sérmálum og danskir ráðgjafar skift sér af íslenzkum sér- málum; en þetta er mjög takmarkað í athugasemdum stjórnarinnar við frumvarpið í fyrra, og þær skoða eg sem samning. í nefndaráliti nd. stendur ennfrem- ur, að ráðgjafinn beri ábyrgð fyrir al- þ i n g i e i n u, sem Ijóslega sjáist af því, að orðin »fyrir sitt Ieyti« í 3. gr. stj.skrárinnar séu feld burtu. En þetta sannar ekki neitt. Skyldi ráð- gjafinn þá ekki geta borið ábyrgð fyr- ir konungi? Jú, sannarlega. Að minsta kosti mundi það þykja skrítið annars- staðar, ef konungur gæti ekki komið fram ábyrgð á hendur ráðgjafa sínum. En eg geng Iengra. Eg álít að hanu geti líka orðið kærður af ríkisþinginu í þeim undantekningartilfellum, þegar hann fer út fyrir sérmálasviðið, sem meðlimur 'ríkisráðsins. En það er öllu fremur annað atriði en ríkisráðsákvæðið, sem eg álít var- hugavert og eg hefi á móti í þessu frumvarpi, og það er einmitt búset- an. En þrátt fyrir það er eg í eng- um vafa um að samþykkja frumvarp- ið, af því það er skoðun mín, að vilji þjóðarinnar sé það æðsta, og að hann eigi að ráða. Fyrir honum beygi eg mig, svo framarlega sem hann fer ekki í þá stefnu, sem eg álít beinlíuis hættulega fyrir landið. En gangi hann að mínu áliti í þá átt, sem eg tel hættulega, þá er eg auðvitað á móti honum. Búsetan hefir náttúrlega sína kosti, svo sem þaDn, að það er greiðari að gangur að ráðgjafanum, og að hann getur betur fylgst með í málefnum landsins. En hún hefir einnig marga ókosti. það hefir eðlilega vakað fyrir öllum að fá innlenda stjórn, bæði fyrir fram- 8Óknarflokknum og hinum flokknum. þeir hafa barist báðir fyrir því að ná sama takmarki; en þar sem annar flokkurinn hefir viljað ná öllu í einu, þá hefir hinn hugsað sér millibilsá- stand. Og eg er sannfærður um, að það hefði Ieitt til sigurs, og að við værum nú búnir að fá verulega góða kmlenda stjórn, ef það ráð hefði verið tekið nógu snemma, — miklu betri en felst í þessu frumvarpi. það sem eg tel til óheppilegra af- leiðinga af búsetunni er í fyrsta lagi það, að þar með er kostnaðurinn við hína æðstu stjórn íslenzkra mála í Kaupmannahöfn tekinn af Dönum og honum varpað yfir á landssjóð ís- lands. Um þetta skyldi eg nú samt ekki mikið segja, ef Danir hefðu borg- að þennan kostnað af eigin fé sínu; því í rauninni er það bæði eðlilegt og sanngjart, að hvert land borgi sína Btjórn. En aðgætandi er, að Danir hafa alls ekki borgað þetta af sídu fé, heldur af íslenzku fé, því að launin til hinnar æðstu stjóruaríslenzkra mála í Kaupmannahöfn hafa, eins og laun landsh., verið greidd af tillagi ríkis- sjóðsins til Islands. Eins og menn vita var það svo, þegar gjört var upp milli Islands og Danmerkur, og Is- lendingar fengu sinn fjárhag aðskilinti, að þá skuldbundu Danir sig til að greiða vextina af því fé, er inn hafði runnið í ríkissjóðinn, með árlegu til- lagi, með stjórnarkostnaði og með gufuskipaferðum. þetta áttu að vera vextirnir, og var þó ekki nándanærri af öllu því fé, sem Jón Sigurðsson hafði leitt söguleg rök að, að íslend- ingar ættu tilkall til frá Dönum. í raun réttri erum vér því að gefa Dön- um þá fjárupphæð, sem áðurgreindur kostnaður nemur fyrir þá. í annan stað leiðir það af búset- unni, að ráðberrann getur sjaldnar ver- ið staddur í ríkisráðinu til að gæta hagsmuna íslendinga í sameiginlegum málum, og þar af leiðandi verður þeirra miður gætt en ella mundi. Ennfremur leíðir það af búsetunni, að ráðberrann verður veikari út ávið; hann kynnist minna hinum ráðherrun- um, skiftir sér minna af sameiginleg- um málum og eiga þeir því minna undir honum, og skoða hann sem ut- anveltubesefa, er ekki þurfi að taka tillit til, þar sem þeir mundu taka meira tillit til hans, ef hann væri með þeim að staðaldri. Fyrir þetta verð- ur hann veikur út á við, en allir vita hve stórmikla þýðingu það hefir fyrir hvert Iand, að stjórn þess sé sterk út á við. Aftur á móti verður hann alt oF voldugur inn á við. Aður, meðan ráð- gjafinn var í Khöfn, var landshöfðing- inn sterkur milliliður; en nú er alt vald dregið undir ráðherrann, fráamt- mönnum, landshöfðingja og ráðaneyti, svo að hann verður næstum því eins og einvaldur Zar. Og má nærri geta hve holl áhrif þetta hefir á þingið, þegar meiri hluti þingmanna eru em- bættismenn. það er ekki svo að skilja, að eg vilji gera embættismönnum vorum neinar getsakir; en þetta er nú einu sinni svo, hlýtur að vera svo, að slíkt hefir áhrif, án þess það þurfi æfinlega að vera af ásetningi. |>að tel eg mikið óhapp, að stjórn- in verði veik út á við en of voldug inn á við, og vildi eg miklu fremur hið gagnstæða, að hún væri voldug út á við en veikari inn á við, þó það megi heldur eigi vera um of. J>á er og hætt við, að hér kunni að myndast »klikka« utan um ráðherrann, sem ekki mundi hætt við, ef hann sæti í Khöfn; þar mundi hann og hafa meira víðsýni og menningarstraumar heimsins betur ná að leika um hann. Enníremur mun það leiða af búset- unni, að þingræðið verður minna. |>ví að ef ráðherrann sæti í KhöfnogDan- ir ættu að borga honum, þá mundi þingið ekki hika sér við að steypa honum úr völdura; en grunur minn er það, að ef ekki þingið, þá að minsta. kosti kjósendur muni hika sér við,, þegar til kemur, að steypa ráðherran- um, ef hann skyti sór undir dóm þeirra. Kjósendurnir mundu segjar »Nei, ekki viljum við setja ráðherrann á eftirlaun, nú skulum við einmitt kjósa menn, sem eru með honumo. þá er eitt enn. Ráðgjafanum verð- ur örðugra að sinna löggjafarundirbún- ingi mála. þarna á hann að hafa alt á hendi: löggjöf, umboðsvald og »re- præseDtation«; hann verður svoönnum kafinn, að hann hefir miklu minni tíma til að gefa sig við löggjafarmál- unum, en með því aö vera í Khöfn. Störf landshöfðingja eru kölluð mikil og eru það; en miklu meiri verða þó störf ráðherrans. Eg veit það vel, að að menD svara mér því, að hann hafi aðstoðarmenn við störf sín, svo sem landritarann og skrifstofustjórana. En ætli það sé gerandi svo mikið úr því?' Mun honum ekki verða nauðsynlegt að hafa eftirlit með öllu, þar sem hann hefir ábyrgðina á öllu samaD og á að svara til alls fyrir þinginu. — Enn má neÍDa flakkið milli Islands og Kaupmannahafnar, sem hlýtur að skerða vinnukraftinn að miklum mun. í síðasta lagi er það, sem eg legg mesta áherzlu á, að búsetan gerir það örðugra að fá hið enska nýlendufyrir- komulag eða landstjórafyrirkomulagið, sem allir óska eftir. Eg er sannfærð- ur um, að það hefði reynzt miklum mun hægra, ef vér hefðum tekið milli- stigið með búsetu í Khöfn. jpingið mundi þá hafa fleygt á eftirlaun úr ríkissjóði hverjum ráðherranum á fæt- ur öðrum, sem sett hefði sig á móti kröfum landsmanna; og grunar mig þá að józku bændurnir í ríkisþinginu mundu hafa farið að ókyrrast og biðja stjórnina að losa sig við þessa plágu en lofa íslendingum að sigla sinn eig- in sjó; slíkt fyrirkomulag væri óhaf- andi. það er þannig margt að athuga við búsetuna; en þrátt fyrir gallana, sem henni fylgja, ér eg þó með henni, og var það þegar á þinginu 1901, ef hún væri fáanleg; því að bæði hefir hún nokkra kosti og svo er að líta á vilja þjóðarinnar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.