Ísafold - 19.08.1903, Side 4

Ísafold - 19.08.1903, Side 4
216 hefir undanfarið verið norðangarður, með súld og hreti. Töður manna liggja því þar áti enn yfirleitt, og aumstaðar farnar að hrekjast til muna. Stafar þessiótíðþar af hafísnum, sem sagður er þar skamt undan landi. Eftirmæli. Hinn 13. febrnar þetta ár andaðist^merk- isbóndinn, hreppstjóri Marteinn Ólafsson, í Merkinesi i Hafnahreppi; hann var fæddur 25. apríl 1823 í VallarhjAleign í Fljótshlíð, og fluttist þaðan frá foreldrnm sinum 8 ára gamall að Eyvindarmúla i Fljótshlið, og dvaldi hann þar i 11 ár. Þaðan flutt- ist hann að Kirkjuvogi í Hafnahreppi og dvaldi sem vinnumaður i 9 ár hjá merkis- bóndanum Vilhjálmi Kr. Hákonarsyni heitn- nm. Þann 24. nóvember 1851, giftist hann eftirlifandi ekkju sinni Guðbjörgu Jónsdótt- nr, og bjuggu þau allan sinn búskap í Merkinesi. Þau eignuðust 3 börn en tvö lifa, Erlendur og Rannveig, sem eru bæði gift og búa í Höfnunum. Hann var hreppstjóri í Hafnahreppi frá 1883 til 1889, og stundaði það eins og annað með mestu samvizkusemi. Hann var jarðsettur í Kirkjuvogi 24. febrúar af sira Brynjólfi Gunnarssyni á Stað i Grindavik, sökum forfalla Útskálaprestsins. Sá, sem þetta ritar, var í æsku mjög kunnugur og handgenginn Marteini sáluga, og þekti hann því mjög vel; hann finnur sér því bæði skilt og Ijúft að minnast hans helztu æfi- atriða, lyndiseinkunnar og lifs kringum- stæða. Marteinn sál. var meðalmaður á hæð, þreklega vaxinn og sterkur; þéttur i lund, en þó bliður og mjög glaðlyndur, enda átti hann ágætis konu, sem var mjög vel að hans skapi. Hann var mjög vel hæfi- legleikum búinn, en söknm þeirra tíma, sem hann ólst upp á, gat hann ekki að neinum mun aílað sér mentunar; hann aflaði sér þess sjálfur sem hann kunni, eins og flestir af vorum eldri beztu mönnum i bændastétt. Hann var lengi forraaður, bæði fyrir sig og aðra, og hepnaðist ætíð vel; hann var aldrei rikur en komst vel af; hann 'var mjög reglusamur, trúr og samvizkusamur í öllum sínum verkum, tryggur í lund og vinfastur. B. Þ. Pórn Abrahams. (í'rh. Eg er hræddur um að við komumst í hann krappan. Veiztu nokkuð, vinur minn? spyr hinn gamli maður. Merkisvaldurinn gaut hornauga til Kennedys lautinants; honum var mið- ur gefið um návist hans. Ekki neitt áreiðanlegt, segir hann hægt. Og það er einmitt það, sem vekur mér grun. Við sáum ný skeifna- för 8VO sem mílu vegar vestur af ár- farveginum. þar hafði verið riðið um í hæsta lagi þrem stundum áður en við komum að bugnum. Nú er að vita, hvort þeir hafa farið yfir gilið og og haldið áfram í landnorður, þá . . . f>á . . . ? segir tráboðinn. f>á koma þeir fram nálægt Koop- mansgarði um sama leyti og við; og með því hestarnir okkar eru þegar uppgefnir, þá eru ekki miklar líkur til að við höfum undan þeim. Og ef þeir hafa ekki farið yfir gilið? f>á erum við komnir fram hjá þeim og ár allri hættu. Hvað meira, vinur minn? Ekkert. Ná verðum við að halda þá leið. f>að sparar okkur fyrst og fremst tvær dagleiðir, og í annan stað hefi eg sent Huys, unga Zimmer og Jan á undan til að njósna. Ef þeir hitta oss ekki við garðinn, hver veit þá hvað verður um þá? f>á heldur þá að orusta sé í nánd? Já, en það skiftir ekki miklu, ef þeir rauðálfarnir hafa skipað sér í skarðið milli hæðahraukanna fyrir norðan garðinn, þá tek eg að mér að tefja fyrir þeim heilan dag með svo sem 50 mönnum. Mannavígenn, mælti hinn gamli mað- ur, og stundi við; hve nær ætlar þetta að enda? Spurðu mig ekki anzaði merkisvald- urinn þungbúinn, eg geri skyldu mína; látum hvern gera hið sama. Skyldu 1 segir hinn gamli maður í beiskum róm og snýr sér bæði að honum og Kennedy lautinant. Mundi til vera nokkurt vanbrákaðra orð en það? Og er það ekki léleg huggun, sem skyldan ykkar veitir ykkur, þótt þið rækið hana báðir, hver á sinn hátt? Ó, vér menn, vér menn? Af hverjum prédikunarstól í hverju Iandi er flutt boð bróðurkærleikans, og vér erum ekki óðara komnir ár kirkjunni en vér förum og brjótum það, svo hjartanlega sem vér höfum samþykt það á samri stundu. Hvers vegna brjótum vér það? Af því að skyldan býður 088 að gera það. Vér muudum aldrei gera hver öðrum neitt ilt, ef skyldan neyddi oss ekki til þess. Hve margs konar skylda er til? Ein er sá að vega menn; önnur að græða sár. Hvor þeirra er rétt? f>eir þarna frá eyríkinu handan um haf eiga sér stjórnvitringa, sem hafa þá skyldu að láta mannsblóð flóa um alt; og hér hittið þið fyrir fólk, sem skyldan kall- ar eftir að vega menn, hvað ofan í annað. Hvernig getið þið nefnt orðið skylda öðru vísi en að fá samvizku- sting? Skylda, segir hann við sjálfan sig hvað eftir annað í hálfum hljóðum, og skalf allur af geðshræringu. Já, hver hefir rétt fyrir sér? segir van der Nath loksins, og varpaði mæði- lega öndinni. Hvað er sannleikur? spurði hann Pílatus líka einu sinni. Hann mun hafa þózt gera skyldu sína við það tækifæri. f>að var lautinantinn, sem þetta sagði, og var auðséð að hann vissi ekki, hvað hann var að fara með. Merkisvaldurinn var hnipinn að sjá. Hann hafði annað um að hugsa, og var samtalinu ekki haldið áfram. Ekki var linað á ferðinni. Sólargeisl- arnir voru farnir að verða skáhallir, og breiða forsæluskugga lagði af hæða- hraukunum, sem þeir stefndu að. Van der Nath keyrði . hest sinn sporum og reið fram fyrir fylkinguna. Hann hélt aftur af hestinum cg brá hendinni fyrir augu sér. En hvernig sem hann blíndi, sá hann ekkert votta fyrir því, að þar væri aðrir menn á ferð nærri, fyr eu ait í einu heyrist skothvellur langa leið norður undan, og olli því, að Báar staðnæmdust flemtraðir. A fáum augnablikum var alt liðið sarnan komið í þyrpingu um- hverfis fyrirliðann. V eðurathttganir í Reykjavík, eftir aöjunkt Björn Jensson. 1903 ágást Loftvog millim. Hiti (C.) Þ- Cf ct- <1 ct> c* p cr 8B Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 8.8 760,0 8,3 W i 4 6,3 2 760,1 13,7 NW i 5 9 758,1 10,2 NE i 5 Sd. 9.8 757,6 9,2 N 2 4 5,5 2 758,1 8,8 N 2 7 9 756,3 8,0 N 2 6 Mdl0.8 754,7 5,8 N 3 4 4,4 2 753,8 7,1 N 2 5 9 752,4 6,6 N 1 6 Þdll.8 752,2 7,3 0 10 3,9 2 761,2 10,6 N 1 10 9 750,7 9,4 NE 1 9 Mdl2.8 751,3 10,3 E 1 4 6,9 2 752,0 12,3 WNW 1 7 9 752,2 752,8 11,6 0 8 Fd 13.8 9,3 0 8 0,1 8,0 2 753,3 10,6 WNW 1 9 9 752,4 9,7 WNW 1 7 Fd 14.8 751,7 9,8 N 1 5 6,6 2 751,9 12,4 N 1 9 9 751,5 9,7 NE 1 6 I leðurverzlun Jóns Brynjólfssonar Ausiurstræti 3. komu ná með Ceres fleiri hundruð háðir af söðlasmiðaleðri ásamt sauðskinnum, kálfskinnum, svínaskinnum, stramborða, hringjum, nálum, sýlum og margs- konar saum, silkitvist, saumgarn, undirtvinna og bólum. Hvergi hér á landi meiri birgðir af ÖLLU sem tilheyrir skósmíði og söðlasmíði. Selst meö sama verði og menn fá, með því að panta sjálfir. DPPBOÐ. Laugardaginn 22. þ. m. kl. 11 f. m. verður haldið uppboð hjá verzlunar- hásum verzlunarinnar »GODTHAAB« og þar selt um 5 0 8 t k. af g ó ð n m birkiplönkum. Fiskikútterar til sölu. Undirritaðir hafa til sölu nokkur vönduð eikarskip. Stærðin er: 42, 52, 60, 80 og 86 smálestir. Skip, segl og aunar átbánaður er í bezta standi, albáið til notkunar. Verðið mjög sanngjarnt. Væntanlegir kaupendur ættu að snáa sér sem fyrst til undirskrifaðra, sem gefa allar upplýsingar og leið- beiningar. cfl. cflLassay& Go. Hull. England. Styrk úr alþýöustyrktarsjöði í Reykjavík, hjer um bil 300 kr., verð- ur áthlutað fyrir lok októberm. næst- komandi. Beiðni um styrk ár sjóðn- um skal senda bæjarstjórninni fyrir septembermánaðarlok. Skulu beiðn- inni fylgja upplýsingar um, að beið- andi hafi rjett til að njóta styrks ár sjóðnum og vottorð málsmetandi manns um, að þær upplýsingar sjeu sannar. Bæjarfógetinn í Rvík, 18. ágást 1903. Halldór Daníelsson. Bezta teg-nnd af vagntijólum fæst hjá Th. Thorsteinssou. Telefónstöðvarnar í Reykjavík (frá Hafnarfirði) eru ná fluttar í sölu- báð Jóh. kaupm. Bjarnesens í Aðal- stræti 6. Góður vagnhestur til sölu. Rit- stjóri vísar á. þeir, sem vilja taka að sér kveik- ingu og hirðingu götuljóskera bæjar- ins á komandi vetri, geri svo vel og snái sér annaðhvort til undirritaðs eða landritara Jóns Magnássonar fyrir mánudag 24. þ. m. Rvík 14. ágást 1903. Sig. Thoroddsen. Laufásveg 4: til leiga 5 lóftherbergi auk eldhúsB og geymslnpláss frá 1. oktober. Lögtak á ógreiddum áföllnum uppboðsskuld- um í Reykjavík verður þeim tafarlaust birt, sem ekki greiða þær innnan viku frá útkomu þessa blaðs. ^orzíunarmaéur. Lipur verzlunarmaður, reglusamur, duglegur og samvizkusamur, vel reikn- andi og skrifandi, getur fengið atvinnu innan skamms. Tilboð í lokuðu um- slagi, merkt »verzlun« ber að afhenda á afgreiðslustofu ísafoldar sem fyrst. Árslaun til að byrja með 800 kr. hef undanfarin ár þjáðst af tauga- veiklun og slæmri meltingu og brákað ýms lyf, árangurslaust. Eg keypti mér Joksins 4 glös af I. Paul Liebes Maltextrakt m e ð k í n í n og j á r n i, og brákaði þau í röð; hafa þau styrkt mig svo, að eg er ná miklu heilbrigðari en áður, og get ná geng- ið til almennrar vinnu, sem eg áður átti mjög bágt með, þó að eg gerði það. Langholti í Flóa 11. sept. 1902. Einar Bjarnkéðinsson. Einkasölu á íslandi hefir Björn Kristjánsson. Verksmiðjan Álafoss tekur að sér að kemba ull, spinna og tvjnna; að búa til tvíbreið tau úr ull; að þíefa einbreitt vaðmál, lóskera og pressa; að lita vaðmál, band, ull o. fl. — Utanáskrift er: Verk- smiðjan Alafoss pr. Reykjavíl:. Þrifln og dugleg kona óskast í hús eitt i Þingholtsstræti til þess að sækja vatn, og hirða og mjólka eina kú.— Ritstjóri þessa blaðs visar á. THE EDINBURGH ROPERIE & SAILCLOTH Co. Ltd. Glasgow stofnsett 1750, búa til fiskilínur, hákarla- línur, kaðla, netagarn, segl- garn, segldáka, vatnsheldar presenningar o. fl. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar: F. Hjorth & Co. * Kjobenhavn. K. Stórmerkilegasti dagur á æfi yðar verður dagurinn, er þér skrifið til »Nord- iska Affíirsbyran i Málmey. Þer fáið þá þægilega og hreinlega viðhafnar-sýslan, er getur gefið af sér þúsundir króna. Fyr- ir vora milligöngu hafa fjöldamargir, bæði karlar og konur, fengið góðar tekjur. Græt- ið þess, að sá, er slær hendi við þessu vis- gjarnlega boði voru, er sjálfum sér verstur. Útgefandi Björn Jónsson. Ábm. Ólafur Bósenkranaí. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.