Ísafold - 16.12.1903, Page 2

Ísafold - 16.12.1903, Page 2
307 aða fyrir8purn frá þeirra Wards hendi. Félagið segist hafa sent svar, sem hljóti að hafa glatast, en segist ann- ars ekki geta gengið að neinum samn- ingum vegna þess, að verkfræðingur- inn hafi sagt — eg blygðast mín fyr- ir að þurfa að segja frá því — að maður, búsettur hér í bænum, hafi ráð- ið sér frá, að eiga nokkuð við íslend- inga saman að sælda. Nú hefir herra Ward lofað að rannsaka þetta og vita hvort hann getur ekki 'komíð samningum á aftur. Takist það ekki, þá er bærinn neyddur til sjálfur að byggja vatnsverkið og nota til þess lánstraust sitt. Eg hefi nú leitast við að láta ykk- ur í té þekkingu á þessu máli, svo þið með rökum getið myndað yður sjálfstæða skoðun á því. Eg veit, að þið munið vera mér samdóma um það, að hér er að ræða um mikla breytingu, breytingu til batnaðar, en þær breytingar sem eru til batnaðar, köllum við framfarir og þá menn, sem að þeim vinna köllum við framfara- menn. En framfaramennirnir eru hér, eins og annarstaðar, af tvennu tagi. Sumir, sem kalla sig framfara- menn, hafa aldrei fyrir því að rann- saka nokkurt mál, en telja sig engu að síður hafa vit á öllum hlutum og tala manna mest og þykjast vera allra mestir framfaramenn. þessir fram- faramenn koma sjaldan miklu til leið- ar og ef eitthvað liggur eftir þá, eru það vanalega —- glappaskot. En svo eru til annars konar fram- faramenn, menn sem hvorki spara tíma né fyrirhöfn til þess að rannsaka framfaramálin, en láta miona yfir sér og þegja þangað til þeir hafa eitt- hvað fram að bera, sem veigur er í. Slífeir framfaramenn veit eg að þið viljið vera, góðir tilheyrendur, og hafi mér tekist að veita ykkur þá fræðslu, að þið nú getið rætt þetta mál ykkar í milli sem sannir framfaramenn, þá hefi eg náð tilganginum með tölu minni og þið tilganginum með komu ykkar hingað til að hlusta á mig. Buriaöarfiiiidir. Búnaðarfundur var haldinn við þjórsárbrú 12. septbr. síðastl. af for- manni Landsbúnaðarfélagsins, lektor þórh. Bjarnarsyni. þar voru og við- staddir ráðunautar félagsins. |>ar voru samþyktar þessar tillögur: 1. Fundurinn skorar á Landsbúnað- arfélagið að hlutast til um, að mönnum verði kent að verka heima gærur, svo að þær verði góð verzlunarvara. 2. Fundurinn skorar á sama félag að koma á %ýningum í Khöfn á tilreiddum afurðum af sauðfé. 3. Fundurinn skorar á Búnaðarfólag íslands, að styrkja að hálfu leyti móti rjómabúunum og búnaðarfé- lögum sveitanna rjómabúatýrur, sem hafa lært vel mjaltir, til að kenna mjaltir að vetrinum. 4. Fundurinn skorar á búnaðarfé- lögin í Árnes- og Rangárvalla- sýslum, að þau veiti vinnuhjúum verðlaun fyrir vel unnin fjósaverk og góða áburðarhirðingu. Jafn- framt óskar fundurinn þess, að Búnaðarfélag Islands stuðli að því, að þessi regla komist á ann- arstaðar á landinu. > 5. Fundurinn lætur ánægju sfna í ljós yfir lögum þingsins um gadda- vírsgirðingar, sem lofsverðri til- raun til að rétta landbúnaðinum hjálparhönd. 6. Fundurinn óskar að Búuaðarfélag íslands geti sem fyrst fengið full- færan mann til að gera nýjar og áreiðanlegar athuganir og mæling- ar við þjórsá, viðvíkjandi því, hvar bezt sé og öruggast að ná vatni úr henni yfir Skeiðin og Flóann. 7. Fundurinn óskar að Búnaðarfélag Islands láti fullfæran mann at- huga sem fyrst vatnaágang í Rangárvallasýslu. 8. Fundurinn óskar að Búnaðarfélag Islands styðji af alefli góða smjör- gerð rjómabúanna — með smjör- sýningum, verðlaunum til rjóma- bústýranna og styrk handa hin- um efnilegustu þeirra til utan- farar. 9. Fundurinn óskar þess, að stjórn Búnaðarfélags Islands geri alt, sem í hennar valdi stendur, til að vefeja áhuga bænda á hagnýt- ing áburðar. 10. Fundurinn skorar á stjórn Bún- aðarfélags íslands, að gera sitt ítrasta til að sjá um, að stofnað verði til skóggræðslu í landbrots- sveitum í Rangárvalla- og Árnes- sýslum. 11. Fundurinn óskar þess, að stjórn Búnaðarfélags Islands hlutist til um, að tamning hesta verði gerð að skyldunámsgrein við búnaðar- skólana, svo fljótt sem kringum- stæður leyfa. 12. Fundurinn skorar á stjórn Bún- aðarfélags íslands að útvega ljá- blöð úr betra og harðara stáli en nú er í þeim. f>að er hvort um sig, að formaður Landsbúnaðarfólagsins var á þessum fundi og ráðunautar þess, enda hefir og fundurinn varpað öllum sínum áhyggjum upp á það félag. Annar búnaðarfundur var haldinn á Eiðum í Norðurmúlasýslu 8. október síðastl. Á þeim fundi voru að undir- lagi síra Einars þórðarsonar í Hof- teigi mættir fulltrúar frá búnaðarfélög- um á Fljótsdalshéraði, til þess að ræða um samband milli félaganna innbyrðis og búnaðarframkvæmdir og framíarir. Á fundinum mættu 6 fulltrúar, einn var forfallaður. 1. Samþykt var »að mynda samband af búnaðarfélögum á Fljótsdals- héraði«. 2. Framkvæmdarnefnd sambandsfé- lagsins falið að leita álits hinna einstöku búnaðarfélaga um fjár- framlög til sambaudsins; sömu leiðis að leita eftir styrk í sama skyni frá hreppa og sýslunefnd- um á félagssvæðinu. 3. Samþykt að koma á kynbótum og búfjársýningum sem fyrst. á. Samþykt að leita álits búnaðar- félaga um plægingarverkefni í hverju umdæmi og að útvega góðan plógmann gegn borgun fyrir hverja dagsláttu. 5. Skorað á stjórn Eiðaskólans að kenna við skólánn mjaltaaðferð Hegelunds. 6. Framkvæmdarnefndinni falið að skora á hreppsnefndirnar á Fljóts- dalshéraði að hlutast til um út- breiðslu þessarar mjaltaaðferðar sem fyrst. 7. Skorað á búnaðarfélögin að senda framkvæmdarnefnd skýrslu um hugsanlegar, stórfeldar jarðabæt- ur á félagssvæðinu. 8. Framkv.n. falið að skora á hrepps- nefndir þeirra hreppa, þar sem engin búnaðarfélög eru enn, að gangast fyrir stofnun þeirra þeg- ar á næsta vetri. 9. í framkv.ufd. kosnir: síra Einar þórðarson í Hofteigi, Jónas skóla- stjóri Eiríksson á Eiðum og síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi. þessa er getið hér öðrum til eftir- dæmis og fyrirmyndar. |>að eru sam- tök og samvinna, sem alstaðar þarf að komast á, þar sem það á sér eigi þegar stað; þá fyrst verða framkvæmd- irnar stórstígar og framfarirnar meira en nafnið tómt. BotnY0rpungarnir i Garösjónum. Vér höfum áður skýrt frá spellum þeim, er botnvörpungar á þessu hausti hafa gert á Vestfjörðum, hvernig þeir hafa sópað innan firðina, Patreksfjörð, Tálknafjörð, Arnarfjörð og Dýrafjörð, spilt veiðarfærum landsmanna og fót- um troðið rétt þeirra og landslög. En ekki eru fréttirnar af aðförum þeirra í Garðsjónum glæsilegri. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir fyrir skömmu verið þar syðra og tekið próf um fiskiveiðar þeirra í landhelgi þar. Eftir því sem hann hefir skýrt oss fré, mun yfir- gangur botnverpinga þar aldrei hafa verið meiri en á þessu hausti, eftir að varðskipið fór. þann 24. okt. byrjaði fyrsta skipið að veiða þar x landhelgi og næsta dag voru þau orðin 8 að tölu. Frá þeim degi og fram undir lok nóvembermán- aðar voru á degi hverjum — að örfá- um óveðursdögum undanteknum — oftast 3—8 og það upp í 11 botn vörpungar stöðugt að veiðum í land- helgi. Hafa þeir látið greipar sópa um alt landhelgissvæðið frá Utskálum til Keflavíkur og jafnvel þar innfyrir. Svo nærri landi hafa þeir stundum farið, að kasta hefði mátt steini út í þá, eftir því sem eitt vitnið hefir borið. Brotin fremja þeir jafnt um hádag- inn, í allra augsýn, en bylja að jafn- aði nöfn og númer skipanna. f>að ræður að líkindum, að fiski- mönnunum hafi veitt erfitt að stunda atvinnu sína fyrir þeBSum ófögnuði. Síðustu ánn hefir mestmegnis verið fiskað með þorskanetjum í Garðsjóuum á haustin og svo hefir einnig verið í haust. En þorskanetjunum sópa botnvörpungarnir burt. Hefir það oft- ar kómið fyrir í haust, að þorskanetja- trossa, 8em lögð hefir verið að kveldi, hefir næsta morgun verið horfin, ann- aðhvort öll eða nokkuö af henni. Á- takanlegt má það vera fyrir fátækan fiskimann, að vera kominn að netja- dufli sínu og vænta sér mikils afla, en verða í afla stað að horfa á ixtlend- an ræningja taka á burtu net sín með afla og öllu saman ! þetta og þessu líkt hefir komið fyrir. jporskanetiu eru dýrt veiðarfæri og veiðarfaeratjón það, sem botnvörpung- ar hafa gert í Garðsjónum á þessu hausti, er mikið og tilfinnanlegt. En það er þó minna en ella mundi fyrir þá sök, að allur þorri fiskimannanna, einkum hiuir fátækari, hafa flúið með netin burt úr landhelginni og annað- hvort lagt árar í bát og hætt að fiska eða þá flutt net sín út fyrir landhelgislínu, út á hraun, þar sem þeim þé er hætta búin hvað lítið sem veður spillist. Hve mikið tjón botnvörpungarnir hafi gert á þessu eina litla svæði, Garðsjónum, er ekki gott að ætlast á um. Víst er um það, aö fiskur á þessu svæði hefir í haust verið óvenju- lega mikill og þar sem fæstir hafa getað stundað atvinuu sína að nokkru ráði um langan tíma, er tjónið ájraflega mikið. Sýslumaður álítur að aflatjón- ið nemi svo skifti tugum þúsunda króna og mun það sízt vera ofætlað. það má óhætt fullyrða, að yfirgang- ur útlendra botnvörpunga hafi aldrei verið meiri en á þessu hausti. f>eir hafa alt frá Horni og það suður fyrir land sópað landhelgina í hverjum krók og kima, þar sem helzt varfiskj- ar von, eyðilagt veiðarfæri og veiðar landsmanna og frarnið brotin með slíkri ósvífni, að meiri getur hún ekki verið. f>etta ástaud er óþolandi! Land- stjórn vor verður að taka hér í taum- ana og fá þessu kipt í lag. Hún verður að krefjast þess sem réttar vors, að varðskip sé hér alt árið. Hér er þegar tækifæri fyrir nýja ráðherr- ann að sýna röggsemi sína. Hann getur af eigin reynd um það borið, hversu ósvífnir botnvörpungarnir eru þegar ekkert varðskip er hér. Og sé það rétt, að Daoir hafi bundið hendur vorar að því er snertir vörn landhelg- innar, þá ætti honum ekki að vera erfitt að koma hlutaðeigandi stjórnar- völdum í Kaupmannahöfn í skilning um, að það er lítilmannlegt af þeim að framselja oss bundna í hendur ræningjunum helminginn af árinu. Leikfélag Reykjavikur hefir tvo undanfarna sunnudaga sýnt leik eftir Arthur W. Pinero, sem heitir Lavender, og hefir aðsóknin verið svo mikil, að hann var leikínn í þriðja sinn á mánudagskveldið. Varla hefir leikfélagið áður haft með höndum leikrit, er betur væri við hæfi almennings eða samsvaraði betur kröftum þess, enda hefir því naumast nokkru sinni tekist betur. Efnið í leiknum er viðfeldið. Að vísu ryður það eigi neinum nýjurn skoðunum á mannlífinu braut. f>að er gamla sagan, að þegar alt er kom- ið í kring, reynist það afí'arasælast að láta stjórna8t af instu og viðkvæm- ustu hvötum hjarta síns. Baukamaður nokkur, Wedderburn að nafni, hefir á yngri érum unnað fátækri stúlku (Ruth), eu hin gatnal- vísa skynsemi, sem sjaldnast hefir vit á ástamálum, hefir komið honum cil að yfirgefa haua. Eftir 18 ár hittir hann hana aftur með einkennilegum atvikum. Fóstursonur hans (Clement Hale), sem nú stundar lögfræði og; býr með einkennilegum rosknumi drykkjumanni, Dick Phenyl, hefir þá lofast ungri stúlku (Lavender), dóttur fátækrar ekkju. Systir Wedderburns, frú Gilfillian, sem í samráði við bróð- ur sinn ætlar Clement Hale dóttur sína (Minnie), kemst að þessu og ger- ir bróður sínum aðvart. Hann bregð- ur skjótt við, til þess að koma »vit- inu«, sem hann svo kallar, fyrir fóst- urson sinn. Fær hann þá jafnsnemma að vita það tvent, að banki hans er orðinn gjaldþrota og að móðir Lavend- er er engin önnur en hin gamla unn- usta hans. Fær hvorttveggja þetta. svo mjög á hann, að hann legst sjúk- ur. Læknirinn, sem vitjar hans,. verður af tali hans í óráðinu áskynja um hvernig í öllu liggur, og fær því Ruth til að stunda haun. Hún hefir dulist undir ekkjunafniuu, en aldrei gifst, og fær hann nú að vita, að La- vender er dóttir hans. Fellur nú alt í Ijúfa löð; Clement og Lavender ná saman; Minnie lofast ungum Ameríku- manni (Horace Bream), er frelsað hefir líf hennar, og inálum bankans er hrundið í gott horf fyrir ósérplægni Phenyls. Leikurinn slær á marga strengi, og allir skilja þeir eftir hlýja og skæra hljóma í huganum. Skúrir og sólskin, glens og alvara skiftist þægilega á„

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.