Ísafold - 23.01.1904, Síða 2

Ísafold - 23.01.1904, Síða 2
14 Klæðaverksmiðjau ,.Iðunn“. Verksmiðjuhúsið er 76f al. á lengd og 18 áltiir á breidd. Það er bygt úr timbri, en grunnur úr steinsteypu. Gólf er úr steinsteypu í öllu húsinu. Hæð undir loft er 6 álnir og ris er einnig 6 álnir. Húsið snýr frá austri til vesturs og er aðalinngangur í það á norðurhliðinni. Þegar inn er komið er fyrst forstofa 6x9 áln. og í henni er stigi upp á loftið. Beint á móti inn- göngudyrunum er afgreiðslustofa verk- smiðjunnar. Til hægri handar liggja dyr úr forstofunni inn í spunasalinn. Hann tekur yfir alla breidd hússins og er c. 20 álna langur. í þeim sal eru kembivólarnar báðar, spunavélin, sem er jafnlöng salnum að kalla má, og tvinningarvélin, svo og skerpivél fyrir kembitól og önnur sraááhöld. I vestur- enda salsins eru tvennar dyr og liggja aðrar þeirra iun í klefa þann, sem ull- artætarinn er í, en hinar inn í tusku- tætaraklefann. Ur tætaraklefunum liggja dyr út í 5 álna breiðan gang, sem er við vesturgafl hússins eftir allri breidd þess, en dyr eru hér út úr hús- inu mót vestri og suðri. I gangi þess- um er veitt móttaka ull þeirri, er til verksmiðjunnar kemur, og stigi er þar upp á ullargeymsluloftið. Til vinstri handar við forstofuna er vefnaðarsalurinn. Hann er 22 áln. á lengd og tekur yfir alla breidd hússins. I þeim sal eru vefstólarnir í röð að sunnanverðu. Eru þeir þrír en rúm fyrir jafnmarga í viðbót. Að norðan- verðu í salnum er bómunarvél, lóskurð- arvél og gufupressa, en á miðju gólfi spóluvél. Fyrir austan vefnaðarsalinn er þvotta- og litunarsalurinn, Hann tekur einnig yfir alla breidd hússins og er c. 17 áln. langur. Þar er þvotta- vél, þófaravél, lókembivól og skilvinda til að skilja vatnið úr dúkunum eftir þvott. Svo eru þar og 3 litunarker og stampar til að þvo í ull. í austur- enda salsins eru dyr út í port, sem er fyrir austureuda verksmiðjunnar, og suður úr salnum eru dyr út t gufuvéla- húsið, , sem er 9 x14 álu. að stærð. Veggir húss þessa eru úr steinsteypin sömuleiðis gólfið og loftið, er helzt uppi af gildum járnbitum. í þessu húsi er gufuketillinn með gufuvólinni. Ketill- inn er c. 6 álnir á lengd, en reykhaf- urinn, sem er aliur úr járni, er rúmar 22 álnir á hæð frá jörðu. Koliti, 'sem höfð eru til að kynda ketiliun, eru Iát- in inn í húsið um hlemm á austurhiið þess, en þau erti geymd í porti því, sem áður var nefnt. I því porti eru og þarfindahús. I gufuvélahúsinu er ennfremur'járnketill, sem vatn er geymt í og fer vatnið úr honum undan !oft- þr/stingi um pípu út um verksmiðjuna, þangað sem á að nota það. A katlin- um er dæla, og með henni er vatnið dælt inn í hann, en það á að taka úr brunni við suðurhlið verksmiðju- hússins. Brunnur þessi er ekki full- gjörður enn þá og er vatnið því sótt í Rauðarárlæk. Gufuvélin hreyfir allar hinar vólarn- ar á þann hátt, að hún suyr stálás, sem liggur eftir endilöngu verksmiðju- húsinu, en á honum eru hjól, er hreyfa leðurreimar, sem liggja utan um þau og hreyfihjólin á hverri vél, sem þá jafnframt snúast. Stálás þessi liggur í uppihöldum, sem fe3t eru við loftbitaná og er þvermál hans 3 þuml. í austur- enda verksmiðjunnar, en smáminkar og er 2J þuml. í vesturendanum. Hann snýst 150 snúninga á liverri mínútu. Vélarnar aftur á roóti snúast sumar með meiri hraða og sumar með minni. Þannig snýst tuskutætirinn 720, skil- vindan c. 1000 en þvottavólin að eins 40 snúninga á hverri mínútu. í öllum vinnustofunum eru vobjöllur og hringja þær allar í einu, ef /tt er á typpi, sem einnig er í hverri stofu, en þá stöðvast stálásinn og allar verkvél- arnar á augabragði, jafnvel þótt gufu- vélin haldi áfram að snúast. Er þessi útbúnaður hafður til að geta stöðvað vélarnar fljótt, ef slys skyldi bera að höndum. Á lofti verksmiðjuhúsins eru tvær vinnustofur; er í annari rakgrind og hesputré, en í hinni er gengið frá full- gjörðum dúkum. Þar er og þurkloft fyrir dúka; er það 5 áln. á breidd og 33 á lengd og annað minna þurkloft fyrir ull, ullargeymsluloft, með c. 400 ferálna gólffleti. ■ Ennfremur er þar geymsluherbergi fyrir fullgjörða dúka, og afgreiðslustofa, og loks 3 íbúðarher- bergi og eldhús. Býr þar gufuvéla- stjórinn og umsjónarmaður hússins. Alt húsið uppi og niðri er hitað með þeirri gufu, sem búið er að nota í gufu- vélinni, og fer hún eftir járnpípum um alt húsið, kælist þar og verður að vatni, sem rennur aftur út í þró í gufu- vélahúsinu, og er síðan notað aftur á ketilinn. Við þetta vinst það tvent, að hitinn í húsinu fæst ókeypis og að kol sparast, af því að vatnið er vel volgt, er það kemur í ketilinn. Alt vatn til þvotta og litunar er einnig hitað með gufu, sem leidd er inn í verksmiðjuhúsið eftir járnpípum. Verksmiðjan með lóð félagsins er virt á rúmar 87 þúsund krónur. Hlutafóð er 35 þúsund krónur, sem alt er þegar greitt, og landssjóðslán jafnmikið. Verksmiðjan er tekin til starfa og eru nú* því nær allar vélarnar í fullu standi. Það hefir þurft langan tíma tii að koma vélunum í lag, af því að for- stöðumaðurinn hefir einn orðið að gjöra því nær alt; en nú er flest komið í lag og verkafólkið fer að venjast vélunum, svo að úr þessu verður farið að vinna fyrir alvöru og gjöra dúka, svo senda megi bráðlega út sýnishorn. Það er ekki vafamál, að þessi verk- smiðja getur fyllilega kept við erlendar verksmiðjur, er vinna úr íslenzkri ull, þar sem allar vélar eru af nýjustu og beztu gerð og verksmiðjustjórinn er vel að sér í iðn sinni og atorkumaður. Hann hefir feugist við klæðagjörð alla æfi; er svo að segja alinn upp í klæða- verksmiðju, hefir verið við nám í þeirri grein á Þýzkalandi í mörg ár og hefir síðan veitt forstöðu klæðaverksmiðju í Danmörku. Ekkert hefir verið tilsparað að gjöra verksmiðjuna alla svo vel úr garði, sem unt er, og mun sú verða reyndin á, að enginn sjái eftir því að senda ull sína í þessa fyrstu íslenzku klæðaverksmiðju í stað þess að senda hana utan og láta vinnulaunin renna þangað. Hjörn Jónsson ritstjóri kom ekki með Lauru, en er þó alt af að hressast. Læknir hans réð hon- um frá förinui. Bans er þó von f næsta mánuði með »Skotland«, gufu- skipi Thorefélagsins, sem á að leggja á stað frá Khöfn 7. febr. Bæ jarstjóri arfuiidur 21. janúar. 1. Erindi frá nemendnm læknaskólans nm aðstoð bæjarstjórnarinnar til að fá lik til æfinga við læknisfræðiskensln vis- að til 3 manna nefndar, er i vorn kosnir: Jón Magnússon, Kr. Jónsson, G. Björnsson. 2. Veganefnd falið að láta rannsaka safn- gryfjn við hús Einars Gunnarssonar til þess að fá vitneskjn nm það, hvort þaðan komi spilling á vatni Skálholts- kotslindar. 3. Brunabótavirðingar samþ. með þeim fyrirvara, að eftirlitsmaðnr bæjar- stjórnarinnar hafi ekkert við þær að athuga: 1. Hús Hannesar Sigurðsson- ar i Ánanaustnm 1494 kr. 2. Guðjóns H. Helgasonar við Laugaveg 5113 kr. 3. Kristjáns Jónssonar við Kaplaskjóls- veg 290ö kr. 4. Kristján Þorgrimsson kosinn í kjör- skrárnefndina i stað Halidórs Jónsson- ar, sem verður fjarverandi. Eftirlit með þilskipum. Ein lögin frá síðasta alþingi eruum eftirlit með þilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga; öðluð- ust þau gildi 1. janúar þ. á. og er því ekki úr vegi að rifja upp aðal- innihald þessara laga um leið og þau koma til framkvæmda í fyrsta skifti. Lögin eru komin frá nefnd þeirri, er neðri deild kaus í fiskiveiðamálið, en í þeirri nefnd áttu sæti Skúli Thor- oddsen (form.), Ólafur Thorlacius (skrifari), Tryggvi Gunnarsson, Björu Kristjánsson og Jóhannes Ólafsson. Tilgangur laganna er að tryggja lif sjómanna. f>að var þegar tekið fram, er nefndin var kosin, að alt eftirlit vantaði gjörsamlega með því, að skip- in væru þolanlega úr garði gerð, og þingmaður sá (Jóh. Ól.), er orð hafði fyrir nefndinni þegar frumvarpið kom til umræðu, kvað mörg af fiskiskipun- um, að minsta kosti þeim, sem ekki eru vátrygð innanlaDds, vera svo ló- leg, að það væri beinn lífsháski að stunda fiskiveiðar á þeim, eigi sízt á vetrardag. Og dæmi væri til þess, að fiskiskip hefði beinlínia liðast í sund- ur út í sjó og það ekki í vondu veðri. Lögin skipa nú svo fyrir, að hvert það þilskip, sem gert er út til veiði- skapar eða vöruflutninga, skuli skoðað af þar til kvöddum mönnum, áður en það leggur út í fyrsta skifti á alman- aksárinu og má eigi lögskrá menn á skipið, fyr en slík skoðun hefir fram farið. Lögskráningarstjóri útnefnir skoðun- armennina, er skulu vera valínkunnir og óvilhallir menn, og svo hæfir til 8tarfsins, sem föng eru á. Utgerðarmaður, er vill fá skoðim framkvæmda, snýr sór til skoðun- armanns en ekki til skráningar- stjóra. Beiðnin um skoðunina á að vera s k r i f 1 e g og ber í henni að geta þess, hve margir hásetar eigi að verða á skipinu. Skoðun skal jafnan framkvæmd af 2 8koðunarmönnum og kjósa þeir sér oddamann, ef þeir verða eigi á eitt sáttir. Að lokinni skoðun senda skoðunar- menn skráningarstjóra skriflega skýrslu um hana og getur útgerðarmaður kraf- ist, að þeir eiðfeati skýrsluna. Eigi raá Iög8krá menn á skip, sem skoðunarmenn álíta að einhverju layti svo illa úr garði gert, að lífi eða heilsu skipvejja sé hætta búin, af því að skip er veikbygt eða fúið, reiði eða segl gamalt eða ónóg, bátar ónógir eða ótraustir o. s. frv. Verði bætt úr göllum, þarf vottorð skoðunarmanua um að engu sé ábótavaut og má þá skrá menn á skipið. Ibúðarrúm skipverja er eitt af því, sem skoðunarmenn eiga að hafa eftir- lit með. þyki þeim rúmin illa útbú- íd, of lítil eða loftill fyrir þá tölu skipverja, sem ætluð er viet í þeim, má eigi lögskrá fleiri menn á skip en skoðunarmenn meta; þó má leita um það álits hlutaðeigandi héraðslæknis. Fyrir skoðunargerð hvarja (hvert skip) ber útgerðarmanni að greiða hvorum skoðunarmanni (og oddamanni, ef til þess kemur) 3 kr. Hann skal og borga lækni, ef hann skoðar íbúð- arrúmin. Gjöld þessi má taka lög- taki. Ef skoðunargerð sú, er þilskipaá. byrgðarfélagið við Faxaflóa, eða önnur hérlend þilskipaábyrgðarfélög láta ár- lega fram fara, að því er skip þau snertir, sem í sjóábyrgð eru, fullnægir skilyrðum laga þessara, þá er land- stjórninni heimilt að samþykkja, að skoðunargerð sú, er téð félög láta fram fara, komi í stað skoðunargerðar þeirrar, er lög þessi mæla fyrir um. Sú skoðunargerð, eins og hún hefir verið til þessa, fullnægir að öllum lík- indum ekki skilyrðum þessara laga að því er snertir íbúðarrúm hásetanna og bátana. Brot gegn lögunum varða alt að 1000 kr. sektum, ef eigi liggur þyngri hegning við eftir hegningarlögunum. Enga undantekningu gera lögin um skip þau, sem eru í sjóábyrgð erlend- Í8, þótt þau séu t. d. nýskoðuð þar og í 1. flokks ábyrgð um ákveðið ára- bil og ef til vill skoðuð þar á þeim tíma eða sjálfsagt að þeim tima liðn- um, og eigandi hafi í höndum vottorð um þá skoðun og að skipinu sé £ engu ábótavant. Hann verður engu að síður að láta skoða skipið hér og virðist það óþarfur kostnaður og um- stang. Landsyfirréttardómur var upp kveðinn 11. þ. m. í sakamáli gegE Jóni kaupm. Helgasyni fyrir skjalafals. Tildrögin til máls þessa eru þau, að í febrm. f. á. höfðaði J. H. mál á hendur Bjarnhéðni nokkrum Þorsteinssyni frá Vest- urheimi, sem þá hafði dvalið hér í bænum frá því í júlímánuði 1902. Var sáttatil- raun, árangurslaus, haldin í málinu 10. febr., sama daginn, sem Bjarnhéðinn lagði á stað til Yesturheims, og réttarstefna birt honum sama daginn. En í máli þessu krafðist J. H. þess, að Bjh. yrði dæmdur til að greiða sér skaðabætur fyrir samningsrof 14000 kr. eða til vara 20°/0 af 6000 kr. í 5 ár. Kvaðst hann hafa gert samning við Bjh. um að kaupa i félagi fiskiskip og standa hálft hvor, og skyldi það varða hvorn þeirra, er brygði samningnum, 20 °/0 i 5 ár af skipsverðinu, sem skaðabætur til hins. Þessn til sönnunar lagði J. H. fram í rétt- inum skjal, dags. 2t. jan. f. á., undirskrif- að af Bjh. og 2 vitundarvottum, er hljóð- ar svo: Að gefnu tilefni skal eg undirskrifaður taka það fram (Bjarnhéðinn Þersteinsson frá Ameríku, nú til heimilis á Laugavegi 74) að það, sem við sömdum utn kaup á fiskiskipi i siðastliðnum nóvetnbermán., við kaupmaður .Tón Helgason hér i Reykjavík, var að eins munnlegt og engir skriflegir samningar gerðir. Og þar sem eg sn«ri mér þannig að hætta við það, var ekki af því að eg vantreysti Jóni lielgásyni sem meðciganda með mér, að hafa allar fram- kvæmdir því viðkomandi, þótt til þess hefði komið. Heldur var það af alt öðrum á- stæðum að eg aftalaði það strax daginn eftir, þó gegn því að greiða Jóni Helga- syni af minum hálfparti c. 6000 kr., 20 /°c„ i 5 ár, ef hann kræfist þess. Beykjavik 24. janúar 1903. Bjarnliéðinn Þorsteinsson. Vottar: Jón Hannesson. (Þingholtsstræti 23). Guðbrandur Jónsson. (Bræðraborgarstig 23). J. H. hefir skrifað alt skjalið, nema niifnin, og niðurlaginn: »Þó gegn því að greiðas o. s. frv., sem bætt er inn í skjalið með þéttari skrift, kveðst hann hafa bætt við, eftir að dagsetningin var ritnð,. en áður en Bjh. skrifaði undir, en honum er gefið að sök, að liann hafi bætt þessari setningu inn í skjalið eftir að Bjh. og vott- arnir skrifuðu undir. Bjb. var kallaður heim frá Ameríku til að bera vitni í málinu. Hann bar það fram, að Jón hafi komið til sín í nóvbr. 1902 uppá félagsskap l skipakaupum; en þegar daginn eftir að þeir töluðu saman, hafi Bjh. sagt honum að hann vildi ekk- ert við það eiga og lét Jón Helgason gér það lynda. Nokkrum sinnum eftir það

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.