Ísafold - 13.02.1904, Síða 1

Ísafold - 13.02.1904, Síða 1
Kemur út ýmist einu ?sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða IVj doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Keykjavík laugardagiim 13. febrúar 1904 7. blað. jMiióJadá támv I 0. 0. F. 8523981/” Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á bverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11 —12. FYílækning á gamla spítalanum (Iækna- skólanum) á þriðjudögum og föstudögum 'M. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- ;in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og isnnnudagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 .og kl. 0 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. IOVj—12 og 4—8. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 41 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag *i. 12—3 og kl. 6—8. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið '4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Rjómabúin. i. Langstærsta framfarasporið, sem sveítabúskapurinn hefir stigið hér á iandi hin síðustu árin, er óefað stofn- un rjómabúanna, og það eigi að eins af því, að félagsbændur hafa fengið það smjör, sem þeir hafa getað fram- leitt og mátt án vera, borgað með peningum, heldur og jafnframt af hinu, að stofnun rjómabúanna hefir áþreif- anlega kent mönnum að sjá, hve af- armikla þýðingu samtök og félagsskap- ur hafa, að á þann hátt má framleiða gott og mikið verk, sem að öðrum kosti fer alt í molum. það er tvent ólíkt, að sjá vagnana koma hingað til bæjarins með raðir af hvítum smjör- kvartilum í hreinum umbúðum, eða hitt, að horfa á menn burðast með pinklana í misjafnlega þokkalegum umbúðum, eins og menn hafa átt að venjast að undanförnu. það er því eigi að eins sjálfsagt að halda þessum framförum á lofti, öðr- um til góðs eftirdæmis og fyrirmynd- ar, heldur og nauðsynlegt að safna saman skýrslum um sem flest rjóma- búin, tii þess að geta borið þau sam- an, hvert við annað, séð hverjum bezt gengur smjörgerðin og salan og lært af þeim, að svo miklu leyti, sem aðferð þeirra eða meðferð á smjörinu kann að vera frábrugðin öðrum og betri. Isafold skrifaði því síðastl. haust forstöðumönnnum allra rjómabúa, er hún hafði spurnir af, og beiddi um skýrslur í þessu skyni. Hefir biaðið fengið mjög góðar undirtektir undir það og eru fyrstu skýrslurnar þegar farnar að koma. f>ær hafa eigi getað komið fyrri vegna þess, að Bölureikn- íngar hafa eigi borist forstöðumönnun- um fyr en eftir komu síðustu haust- skipa, eða jafnvel eigi fyr en með miðsvetrarferðinni. Skýrslur þessar verða nú birtar hór í blaðinu jafnóð- um og þær koma, eða eftir því, sem rúm leyfir. 1. ÁslækjaP-i’jónriabúið. Hið fyrsta spor, er stigið var hér á landi, í þá átt að framleiða smjör í stærri stíl til útflutnings, er að líkind- um það, að sumarið 19 0 0 gerðu 5 bændur í Hrunamannahreppi félag með sér og fluttu nýmjólkina saman á einn stað (að Syðra Seli), skildu hana þar í stórri skilvindu, fluttu undanrennu og áir aftur heim til sín, en létu strokka smjör úr rjómanum. Strokkurinn var skekinn með hand- afli. Smjörið seldu þeir Copland og Berrie í Leith og Zöllner og Vídalin í Newcastle. Næsta ár var þessu mjólkurbúi breytt í rjómabú og urðu þá félags- menn 9. Formaður: Haraldur Sigurðs- son á Hrafnkelsstöðum, forstöðukona Steinunn Sigurðardóttir, systir hans. Handafl hreifði strokkinn. Mestsmjör á dag var um 80 pd. Alls yfir sum- arið 4100 pd. Kostnaður innanlands var um 11 aurar á pd., erlendis 4 aurar. Fyrir pundið fekst nettó 67V2 aurar. Copland og Berrie seldu. 1902 var búið flutt að Áslæk. Fé- lagsmenn þá 26. Vatnsafl strokkaði og hnoðaði smjörið. Mest smjör á dag 200 pd. Alls yfir sumarið 9800 pd. Smjörið seldi Garðar Gíslason í Leith. Kostnaður erlendis 6 aur. á pd., innanlands ÍO1/^. Nettóverð 60 aur. fyrir pundið. Forstöðumaður og forBtöðukona sömu og áður. 1903 sama félagatala. Mest smjör á dag 200 pd. Alls 9900 pd. Smjör- ið seldu Copland og Berrie í Leith og J. V. Faber & Co. í Newcastle. Útl. kostnaður 5—6 au., innl. 11 aurar. Nettóverð 66 aurar. Formaður og forstöðukona sörau og áður. 1901 var brúttóverðið 76 a. pd. 1902 — --------- 78 og 75 - - 1903 hjá C & B 75; hjá Faber 80— 84—86 a. Sölureikninga fyrir árið 1900 vant- ar. Fyrir hönd form. 11. jan. 1904. Árni Arnason, Ilruna. 2. Hjalla-rjómabúið. Fyrsti fundur var haldinn að Hjalla 27. marz 1902 og gengu þá 16 bænd- ur í félagið, kosin stjórn og endur- skoðunarmenn. Sama ár, 7. júlí, tók félagið til starfa og framleiddi um sumarið 3000 pd. af smjöri; mest á dag 50 pd. Lengstur rjómaflutningur var klukkustundarferð. Garðar Gísla- son seldi smjörið og fekst fyrir pund- ið nettó 69 aur. Form. Eyjólfur Guð- muudsson í Króki; bústýra Herborg þórarinsdóttir úr Norður-þingeyjar- sýslu. Árið 1903 gat rjómabúið ekki tekið til starfa fyr en 7. júní. Ráðin bú- stýra neitaði að koma sökum veikinda á Hjalla, en Sig. Sig. ráðunautur út- vegaði í hennar stað þorbjörgu Svein- björnsdóttur frá Hjálmholti. Form. sami og áður. þetta ár voru 19 bændur í búinu með 80 kýr og 260 ær, flestir fátækir nema þorleifur Grímsson á Grímslæk, sem hefir styrkt búið á ýmsan hátt. Mest smjör á dag 70 pd., alls 3900 pd. Copland og B. seldu 28 kvartil en Faber 10; fyrir pd., að frádregnum kostnaði, fengust 64 aurar. Á fuödi 8. janúar þ. á. bættust 3 við í félagið og verða þá félagsmenn 22; áformað .er að taka til starfa 20. apríl og því vonandi að framleiðslan vaxi alt að helmingi. Skýrslan»samin af form., E. G. i Króki. Huírsanir bænda um einstök atriði alþingismála 1903. Eftir Vigfús Guðmundsson. II. Kjördœmaskifting. Ummæli mín um háttv. bóndason- inn í efri deild áttu einkum við tillög- ur hans um kjördæmaskiftinguna vænt- anlegu. Hann talar um að hafa kjör- dæmin svo stór, að jafnvel 7—12 þingmenn séu kosnir í hverju þeirra. Eg vil nú biðja alla góða menn og greinda bændur að íhuga vandlega, hvað af því leiðir, ef kjördæmaskift- ingin fer illa úr hendi. Loks má nú ætla að þeirri möru sé létt af þjóðinni, að meta kosti þing- manna einungis eftir stefnu þeirra eða flokksfylgi í stjórnarskrármálínu. En í stað þess er augljóst, að þjóðin og þingmennirnir skiftast í flokka, sjálf- sagt að nokkru leyti eftir framsókn og íhaldi, örlæti og sparnaði, en þó að mestu leyti eftir stéttum og at- vinnuvegum. þessi flokkaskifting er eðlileg og róttmæt. — það er að eins flokkshatrið og fjandskapurinn, eigin- girnin og ranglætið, sem aldrei ætti neinstaðar að eiga rétt á sér. Eðlilegt ér það, að embættismenn hafi aðrar skoðamr á ýmsu en alþýð- an, og það er eðlilegt, að bændur beri ýms önnur áhugamál fyrir brjósti en sjómenn. Svo er einnig um hverja aðra ólíka stöðu og atvinnu, ólíka fræðslu og siði, ólík lífskjör og kröfur til lífsins, ólíkar stefnur og hugsjónir. Löggjöfin og störf þingmannanna ná til og snerta hag allra stétta og at- vinnuflokka. Allir vilja og eiga heimt- ing á því, að teknar séu til greina sanngjarnar kröfur þeirra og að rétti þeirra sé í engu raskað. Hvað er þá eðlilegra, en að menn í sömu stöðu og undir sömu Hfsskilyrðum vilji hafa fulltrúa á löggjafarþinginu, sem talar máli flokksins, er kýs hann, fulltrúa, er þekkir þarfir flokksins og vill bæta úr þeim, fulltrúa, sem býr við sömu kjör, en er ekki háður andstæðum flokki eða alt öðrum kjörum? Eða er sanngjarnt að ætlast til þess, að nokkur atvinnuflokkur vilji láta andstæðan flokk skipa sér fulltrúa, sem hlutaðeigendur bera ekki traust til, eða finna að er af nöðru sauða- húsi?« þetta getur þó átt sér stað, og hefir borið við, með þeirri kjör- dæmaskipun, er nú gildir; mundi þó verða hættara við þessu, ef kjördæm- in yrðu stækkuð, því þá yrði erfiðara að skifta þeim eftir atvinnu manna og áhugamálum, og ókunnugleiki kjós- enda og þingm. mundi verða til baga. Til að jafna hlutföllin milli flokka hefir verið talað um að lögleiða hlut- fallskosning. Kosning eftir atkvæðafjölda að eins leiddi vitanlega til þess, að landbænd- ur gætu enguba þingmanni komið að, hve stór sem kjördæmin væru, nema andstæðu flokkarnir væru miklu fá- mennari, [sbr. það, sem áður er sagt um kosningarréttinn], eða vildi hafa sömu mennina. Séu ámóta margir menn í hvorum flokki landmegin og sjávarmegin, hafa bændur víst helmingi færri atkvæði, þó þeim væri eins auðvelt að nota kostningarrétt sinn. f>ó lögleidd yrði hlutfallskosning, mundi þessi mikli atkvæðamuuur samt hafa þau áhrif, að bændur fengju ca. 1 þingmann, þegar jafnmargir hinna hlytu tvo. Kemur þetta til af þeirri einföldu á- stæðu, að bændur ættu í mesta lagi helmingi færri kjörseðla og kæmu því nöfn þingmanna þeirra að vonum helm- ingi sjaldnar upp. Sé bændum ant um kosningarrétt sinn, og sé það ekki meiningin, að bera rétt þeirra fyrir borð, þá ættu allir málsaðilar að láta sér ant um það, að skifta kjördæmunum svo nákvæmlega sem unt er, eftir atvinnuvegum manna, en binda sig ekki um of við sýslu- mörk eða jafnvel sveita. Væri sjávarsíðan skilin frá land- sveitunum, þá gerði minna til, þó kjör- dæmin yrðu nokkuð stór. þetta, að bændur fái að kjósa sína þingmenn sjáf- ir og hlutlausir af öðrum, það er krafa, sem bændur mega ekki víkja frá, það er hið m i n s t a, sem vér getum látið oss nægja til jafnað- ar á ókjörum kosningarréttarins. f>á fyrst getum vér haft full not af vor- um fáu atkvæðum, og þá gerði lítið til, þó mannfjöldinn yrði ekki í ná- kvæmum hlutföllum við þingmanna- fjöldann í hverju kjördæmi, Kosningalög. Enn má geta þess, í sambandi við kosningarréttinn og kjördæmaskifting- una, að bændur og sveitabúar eiga miklu örðugra með að nota rétt sinn en kaup8taðabúar o. s. frv. Kosn- ingalögin nýju eiga nú að bæta úr þessu, með því að stytta leiðina á kjörfundinn. þetta er nú í sjálfu sér gott, þó maður hljóti að sakna ræð- anna og samkomunnar, er margir sýslubúar gátu haft skemtun og fróð- leik af, og ýmisleg not í sambandi við önnur ferðalög eða framkvæmdir, þeg- ar mest er ferðast. Hvað setja lögin svo í staðinn? J>au ætla bændum að fara frá bjarg- ræði sínu, flestum bændum á landinu að eyðileggja dagsverk um sláttinn, tímann, sem bændum er allra dýrmæt- astur, svo dýrmætnr til að bjarga at- vinnu sinni, ef hittist á þerridag eftir rosa, að það mun þýða sama fyrir all- an fjölda bænda, sem þeir væru svift- ir kosningarrétti. Tjónið gæti orðið ómet'anlegt og ó- bætanlegt á þvf árí, fyrir þá, sem ferð- ast þurfa a. m. k., og mundu þá koma heldur fáir kjörseðlar úr sumum sveit- unum. Tilhögun þessi er víst lítið betri en að ætla sjómönnum að koma í land frá fiskiveiðum, til að kjósa á á- kveðnum degi. Vildi nokkur mæla með því? Á þingmálafundi að Húsatóttum, síðastl. vor, var í einu hljóði skorað

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.