Ísafold - 02.04.1904, Page 2
70
Bibliuíélags-afmæli.
Snemma í f. mán. (7.) voru hundrað
ár liðin síðan er Bretar stofnuðu sitt
mikia og fræga biblíufélag (The British
and foreign Bible Society), langstærsta
og öflugasta biblíufélag í heimi.
Fyrsti frumkvöðull þess var 2 árum
áður prestur einn í Wales, Thomas
Charies. Hann ritaði smáritafélagi einu
í Lundúnum og bað það reyna að koma
á stofn fólagi til þess að afla því landi,
Wales, nægra biblía á brezku máli, því
er þar er talað af alþyðu; hún skildi
ekki ensku. Því var vel tekið af yms-
um kennimannaskörungum í Lundúnum
(Hugbes, Owen, Steinkoph og Pratt), og
félagið stofnsett 7. marz 1804. Það
var látið færa út kvíarnar fyrst um
alt Bretland hið mikla og því næst um
heim allan.
Það er verkefni fólagsins, að snúa
heil. ritningu á öll tungumál jarðarinn-
ar og dreifa henni út um allan heim.
Fólagsmenn geta allir orðið, er greiða
vilja 1 gíneu f fast árgjald. Það er
sama sem 19 kr. hér um bil.
Fólagið hafði fyrsta árið í tillögum
619 pd. stert., sama sem rúml. IH/2ÞÚ8.
kr.
Nú eru árstekjur þess nær 250,000
pd. eða sama sem il/2 miljón kr. En
dagleg útgjöld um 600 pd. eða nær 11
þús. kr.
Og um 150 milj. eintök af biblíunni,
nýjatestamentinu eða fáeinum bókum
ritningarinnar hverri um sig hefir það
látið prenta þessi 100 ár, sem það hefir
lifað, á nær 300 tungumálum og mál-
lýkkum.
Oflugasta biblíufélag annað en hið
brezka varð það, er stofnað var í Pót-
ursborg 1813, af Englendingunum
Paterson og Pinkerton. Það átti sór
289 undirdeildir út um Rússland, og lét
snúa biblíunni á 30 tungur og mál-
ly'zkur þjóða þeirra, er Rússakeisara
lutu. En það lifði ekki nema 13 ár.
Þá skapaði keisarinn því aldur og bar
það fyrir, að það skifti sér af lands-
stjórnarmálum. Rúmum 30 árum síðar
(1858) nam Alexander II. það bann úr
lögum, og hafa ensk og amerísk fólög
unnið að því síðan kappsamlega, að
koma biblíunni »inn á hvert heimili«
rússneskt.
Brezka félagið lót prenta biblíuna
fyrst á íslenzku 1813, / Kaupmannahöfn.
Sú útgáfa var kölluð Grútarbiblía
vegna prentvillunnar: Harmagrútur
Jeremiasar, í stað Harmagrátur Jer.
Sama ár gaf félagið og út nýjatestament-
ið eitt sór. Bókum þessum útbýtti skozki
ágætismaðurinn Ebeneser Henderson að
mestu gefins hér um land. Hann ferð-
aðist hér 1814 og 1815. Fyrir hans
tilhlutun var íslenzka biblíufélagið því
næst stofnað 1816, ári fyr en danska
biblíufélagið var stofnað, sömuleiðis
fyrir hans tilhlutun. Hálfri öld síðar
lót enska biblíufólagið prenta handá
oss nýja útgáfu af biblíunni (1866),
mikið vandaðaað ytri frágangi, auk sór-
stakrar vitgáfu af nýjatestamentinu, ogaf
Davíðs sálmum fám árum áður (1863);
seldi þetta hór við gjafverði. Og nú hefir
það í ráði að láta prenta á sinn kostn-
að endurskoðaða útgáfu fyrst af nýja
testamentinu og síðar ef til vill af hinu
gamla, þá er nú er verið að semja að
tilhlutun íslenzka biblíufólagsins og á
þess kostnað af gamlatestamentinu með
nokkurum landssjóðsstyrk; hið nýja,
þýðinguna á því, kostar enska biblíu-
félagið að öllu leyti.
Biblíufólagið enska er einhver hin
veglegasta og nytsamasta stofnun í
heimi.
Hvað ófriður er.
Varla er nokkur þjóð í heimi, er ófrið-
ur keniur minna rið en vér íslendingar.
Þ a ð er einn af einangrunariunar fáu
kostum.
Vér sitjum hór á hjara veraldar og
höfum ekkert af að segja hörmungum
þeim, er hernaður leiðir yfir þjóðirnar.
Ekkert nema ef eiuhver útlend vara
hækkar ofurlítið í verði.
Því sagði kerlingin: Ekki er g a m -
an að guðspjðllunum; enginn er í þeim
bardaginn. Af fyrgreindum ástæðum
verða bardagar lengst út í heimi ekki
annað en gamanleikur fyrir oss.
Að minsta kosti fyrir þá, sem les þess
konar tíðindi hugsunarlaust.
Og það gerir þorri manna.
Þessi ófriður, sem nú er nýlega byrj-
aður, með Rússum og Japönum, verður
líklegast einn hinn skæðasti og hörm-
ungamesti, er sögur fara af á síðari
tímum, annar en sá, er þeir áttu sam-
an, Frakkar og Þjóðverjar, fyrir rúmum
30 árum. Þetta segir dauskur rithöf.,
P. Munch, í tímaritinu »Det nye Aar-
hundrede«.
Þá stóðu, segir hann, 42 milj. Þjóð-
verja á öndverðum meið gegn 36 milj.
Frökkum.
Nú berast um 140 milj. Rússar á
banaspjót við um 50 milj. Japaua.
Þá hófu Þjóðverjar hernað sinn með
x/2 miljón vígra mantia, en Frakkar
höfðu nær 300 þús. Talan komst upp
milli 1 og 2 milj. frá hvoru landinu
um sig meðan á ófriðnum stóð.
Nú hefir Rússland á að skipa 3^/a
milj. leiðangursliðs og hefir jafnmargt
manna í varaliði. Það er mælt, að
Rússakeisari muni geta bætt við öðru
eins, ef í nauðir rekur.
Her Japana er sagður rúm ‘/2 m'lj-
Hitt er ókunnugt, hvað miklu Japanar
treysta sór til að bæta við.
Aðalmunurinn er þó sá þá og nú, að
nú er hernaðarsvæðið ekki stórmentað
land og brennidepill ófriðarins siðmenn-
ingarhöfuðstaðar heims.
Þjóðir þær, er nú eigast við, eru
skrælingjaþjóðir í samanburði við menn-
ingarþjóðirnar hérna í álfunni vestan-
verðri; og þær eigast við í aunarlegu
landi, er þær ágirnast báðar og ætla
sér að taka ránshendi. En fyrir það
láta þær sér miklu siður fyrir brjósti
brenna að beita enn óskaplegri grimd og
eyða landið enn óþyrmilegar. Og í ann-
an stað má herlið beggja þjóða búast
við enn meiri þrautum og harmkvælum,
og eins hinu, að ófriðurinn verði mjög
langvinnur.
Japan virðist ætla að bera efra skjöld
um sinn að miusta kosti. En það leið-
ir til þess, að hvort þúshundraðið á
fætur öðru af óþrjótandi mannsæg Rússa-
veldis leggur leið a.ustur um Sibiríu
endilanga, leiðina til harmkvæla og
aldurtila.
Þess ber öll saga Rússa vitni, að þeir
eru þrautgóðir; þeir láta ekki undan,
fyr en í fulla hnefana.
Hér liggur sæmd þeirra við, vfgsæmd-
in, hið versta skaðræðis-skurðgoð, er
nokkurn tíma hefir blótað verið.
Þeir hafa, Rússar, blótað því svo þús-
hundruðum manna skiftir og miljörðum
rúbla, og munu gera það enn. Landið
er örsnautt undir og að því sorfið sem
mest má verða. Það verður enn nær
því gengið nú af nýju.
Rússar hafa 1 miljón manna vígbúna
á friðartíraum og kostar 1 miljarð króna
til vígbúnaðar á hverju ári. Nú er
aukið þar á ofan eftir því, sem þörf
kallar eftir. Það hefir í för með sór
hungur og hvers kyns hrelling í öllum
myndum til handa mörgum miljónum
manna.
Það er ekki fengist hót um það.
Svo mælir það fyrir, vitfirringar-lög-
mál það, er drotnunarfíkn og ramvit-
lausar sæmdarhugmyndir hafa fyrirskip-
að ríkjunum.
Nema, — nema ef svo færi, sem
mundi ganga firnum næst, að skynsemis-
og mannúðartilfiuningar vorra tíma
mætti sín meira þeirra á meðal, er
mestu ráða á Rússlandi, heldur en
hleypidómar liðins tíma. Eða hitt, sem
mundi enn meiri firnum sæta, að skyn-
semin ryddi sór skyndilega til rúms
meðal þjóðarinnar rússnesku, og hún
sópaði af sór forynjum þeim, er halda
uppi ramvitlausum hugmyndum frá sið-
leysistímum og heimsku.
Allir hafa um þessar mundir augun
á vígvellinum austur við Kyrrahaf og
því sem þar gerist. Þeir eru sólgnir í
símskeytagrautinn, sem enginn botnar
í; þeir grandskoða landabréfin og eru
með höfuðóra um það, sem gerist og
muni gerast. Þeir eru svo áfjáðir í
þetta, að þeir hirða ekki hót um að
gera sór grein fyrir eða íhuga, hvflíkar
hörmungasögur og hvílikt æðisrugl það
er, sem þessi símskeyti flytja í raun
réttri.
Það má gera sór það í hugarlund
dálítið á því, sem kunnugt er úr ófrið-
inum með Frökkum og Þjóðverjum
1870—71.
Það hefir franskur sagnaritari, mjög
stiltur og gætinn, lýst því nokkuð fyrir
skemstu. Hann heitir Hanotaux [hanó-
tó] og var áður utanríkisráðherra Frakka.
Hann segir, að týnt hafi lífi þá af
Frökkum 139 þúsundir. Það er nærri
helmingi meira en íbúar alls íslands,
hvert manns barn, er þetta land byggir.
En sárir urðu af Frökkum enn fleiri,
eða 143 þúsundir.
Þar við bætast allir þeir, sem veikt-
ust af ofraun og hvers konar hrakning-
um; og kann það enginn tölum að t.elja.
Það eitt vitum vér, segir höf., að 340
þús. menn lögðust í sjúkrahús.
En ekki er þetta, segir hann, nema
brot af öllu því tjóni, þvf lífs og lima
tjóni eða heilsu, er landslýðurinn beið
í ófriði þessum eða hans vegna. Höf.
fullyrðir, að fólkinu á Frakklandi muni
hafa þar að auki fækkað um 1,200,000
af veikindum og heilsubilun vegna harð-
réttis og margs konar hörmunga, og af
því, að miklu færri börn fæddust þau
missiri en ella.
Hugsum oss allar þær hrellingar, er
þessar voðatölur hafa að geyma, allar þær
kvalir, allar hugraunir og allan þann
harm, er þar felst að baki, þar sem
varla er nokkurt það manns barn íöllu
landinu, er ekki eigi á baki að sjá ein-
hverjum ættingja sínum eða vin fyrir
örlög fram.
Svo er fjártjónið.
Höf. telst svo til, að ríkissjóður
Frakka hafi beðið 15 miljarða króna
tjón af ófriðum, beinlínis og óbeinlínis.
Það er sama sem hálfu meir en alt það,
er danska þjóðin á til í eigu sinni, eft-
ir þvf sem þykir láta nærri.
Hitt kann enginn tölum að telja, er
einstaklingar mistu fyrir þjófnað eða
kúgað var út úr þeim, eða fyrir það, að
þeir urðu gjaldþrota eða spilt var fyrir
þeim ökrum eða eytt fyrir þeim jarð-
argróða.
Hvað græddu þá Þjóðverjar, er sig-
urinn unnu, er vegið gæti upp á móti
því, er þeir lögðu í sölurnar?
Það féllu af þeim 40 þúsundir og
sárir urðu 90 þús., og veikir urðu 100
þús.
Þeir fengu í skaðabætur hjá Frökk-
um 5 miljarða franka eða 360 milj. kr.
Það var lítið meira en þeir höfðu orðið
til að kosta úr ríkissjóði. Þeir fengu
ekkert fyrir það fjártjón og atvinnu-
hnekki, er ófriðurinn hafði í för með sór
fyrir almenning.
En ófriði fylgir ekki einungis mikill
manndauði og miklar líkamlegar kvalir
og þrautir, og mikil glötun margvís-
legra farsællegra hluta, þeirra er menn-
irnir eiga og afla sór til þess að gera
sór lffið viðunanlegt. Andleg áhrif hans
eru ótalin, áhrifin á sálarlíf mannanna,
hversu hugsanalíf þeirra ruglast og
hjariaþelið gjörspillist. Ef vér virðum
fyrir oss þjóðirnar þessar tvær, Frakka
og Þjóðverja, hvernig þær höguðu sór
ófriðarárið, þá er engu líkara ' en að
vér höfum þar fyrir oss tvær sveitir
vitstola mannskepna, sem glatað hafa
öllum skynsemisgáfum sínum nema alls
einni: hugviti til að finna ráð til mein-
gerða og tortímingar. Það er altítt um
geðveika menn, að þeir verða einmitt
svona. Hún fekk beinlínis vitfirrings-
kast, þjóðin franska eftir ófriðinn. Og
hinum til handa, Þjóðverjum, varð á-
vöxtur sigursældar þeirra fádæma harð-
ýðgi og hroðafengi. — Búast má við, að
ófiiður sá, er nú gengur yfir, beri svip-
líkan ávöxt.
En þær verða svo sem fyllilega var-
ar við ófriðary’gjuna, hinar þjóðirnar,.
sem hjá standa og horfa á. Vióskifta-
líf þeirra flestra bíður þar af margvís-
legan htiekki, þótt hitt beri og við, að
ýmsir ábatist á ófriðinum.
Það er til marks um, að hér er ekki
um neitt smáræði að tefla, að daginn,
sem það fróttist til Parísar, að þeir
hefðu kvatt heim hvor um sig sendi-
herra sína f Pétursborg og Tokio, Jap-
anskeisari og Rússa, þá varð þar svo
mikið verðhrun á skuldabréfum Rússa
fyrir þeim 11 miljörðum franka, er
Fraltkar hafa lánað þeim smám saman,
að munaði hálfum miljarð.
En þótt ekki só nema að vér lesum
um orustur og mannavíg, þá muu ilt
að bera á móti því, að það örvi og
glæði þær miklu leifar harðýgði og til-
finningarleysis, er þorri manna elur enn
í brjósti sór.
Það ber mjög sjaldan við, að hörm-
ungar þær og skelfingar, er hernaðinum
fylgja, séu settar oss þann veg fyrir
sjónir, aö þær verði oss andstyggilegar.
Hitt er miklu algengara, að sagt er frá
þeim svo snjalt og fjörugt, að bezta
skemtun þyki að lesi eða heyra.
Svo sagði enskur spekiugur, Fr. Harri-
son, um siðspillandi áhrif af bardaga-
frásögum 1870:
Af óllu því voðaböli, er ófriður þessi
hefir í för með sór, er ef til vill ekkert
hörmulegra en það, að almenningsálitið
er gagneitrað orðið af blóðsýki. Blöðin
hafa mánuðum saman fylt oss hinu
viðbjóðslega herbúða-orðbragði. Mann.
skæðum orustum er lýst fyrir oss dag-
lega með andstyggilegri ánægju. Konur
og börn eru vanin rækilega við allan
hinn ófagra hernaðar-munnsöfnuð. Þau
lesa sí og æ um »fallegar atlögur«,
»ljómandi« stórskotahríðir og »fjörugar«
handskotadembur. Það stórspillir sið-
gæðismeðvitund manua, að hafa apa-
kynjaða ánægju af því, að hafa her-
menskuorðbragðið eftir, og það örvar og
glæðir hina hræðilegustu ástrfðu manna,
þetta að vera sólginn í að glata og tor-
tína, og það eins og slíkt er gert af
mestri list og kunnáttu.
Og það er hvergi nærri trútt um, að
hernaðarórarnir grípi þá, sem engan hlut
eiga í ófriðinum. En þó varla svo nú
á tímum, að þeir fleygi sór beint út í
ófriðarbálið. Þar er við búið svo af-
skaplegum ófarnaði og hann liggur
stjórnvitringum svo berlega í augum
uppi, að mjög er örðugt orðið að kveikja
heims-ófriðarbál eða jafnvel þó ekki só
nema stórveldisófrið hér í álfu. Til
þess þyrftu þeir, sem fyrir ríkjunum
ráða, stórveldunum, að missa gjörsam-
lega alt vit.
Messur á hátíðinnl. Páskadagsmorg-
un kl. 8: Haraldur Nielsson kand.; á há-
degi: dómkirkjupresturinn; kl. 6: síra
Bjarni Hjaltested. Á annan dag páska kL
12: Sigurb. a. Gislason.