Ísafold - 11.04.1904, Qupperneq 2
meinleg; hún dregur úr áhuga lækn-
anna á því, að viuna að sóttvörnum, og
hún veikir trú alþýðunnar á gagnsemi
þeirra.
þessi skortur er hvergi meinlegri en
við berklaveikina, þann sjúkdóm, sem
skæðastur er alira næmra sjúkdóma,
eins hér sem annarsstaðar.
Hér fer nú á eftir skrá yfir þær
berkiaveiku manneskjur, sem undan-
farin ár hafa leitað sér læknishjálpar
hjá mér og Guðm. lækni Magnússyni.
f>eir einir eru taldir á hverju ári, sem
ekki hafa komið áður (þ. e, nýir sjúkl-
ingar).
Lungnatœring Berklav. í öðr. liffœrum
úr úr
Rv.héraði öðrum hór. Rv. hóraði öðr hér.
1897 48 11 7 7
1898 28 15 6 4
1899 22 7 8 2
1900 30 10 10 6
1901 25 6 10 6
1902 30 8 16 10
1903 47 15 10 10
230 72 67 45
Undanfarin 7 árin, síðan farið
var að heimta sjúkraskrár, höfum við
tveir að samtöldu séð 302 sjúklinga
með lungnatæringu, 230 úr Beykjavík-
urhéraði og 72 úr öðrum héruðum.
Af þeim eru 25 dánir af völdum veik-
innar, svo að okkur sé kunnugt um;
en dauðatalan of lág—• margir flytja
sig burt, deyja annarsstaðar, og auk
þess deyr margur maður í héraðinu af
þessari veiki sem annari án þess
læknir viti af.
|>á höfum við 8éð samtals 112 sjúkl-
inga með berklaveiki annarsstaðar en
í lungum: 67 úr Beykjavíkurhéraði og
45 úr öðrum héruðum.
f>ar af eru 30 dauðir, svo að okkur
sé kunnugt.
f>ess ber að geta, að allur þorri inn-
anhéraðssjúklinga er héðan úr bænum.
Um varnir gegn útbreiðslu veikinn-
ar er það að segja, að heimili hafa
nær undantekningarlaust verið sótt-
hreinsuð, ef berklaveik manneskja
hefir dáið þar. Aiþýða í þessu héraði
hefir nú orðið fullan skilning og rétta
þekking á eðli og útbreiðslu veikinnar,
og þess vegna er hver maður fús á
að láta sótthreinsa á sinn kostnað. f>vi
er það líka alsiða að híbýli eru sótt-
hreinsuð, þar sem berklaveikt fólk hefir
átt heima, áður en aðrir flytja sig í
þau.
Hitt er alt örðugra, að veita sjúki-
ingum þá hjúkrun, sem nauðsynleg
er til þess, að þeim geti batnað.
Spítalavist er hér dýrari en svo, að
efnalítið fólk getí risið undir þeim
kostnaði langa legu. Mér er síður
kunnugt um þessi vandræði fyrir sjúkl-
inga með útvortis berklaveiki; þeir
hafa fleiri leitað Guðm. MagDÚssonar.
En vel eru mér þau kunn fyrir
brjóstveika menn; þeir hafa fleiri leit-
að mín.
Hið nýja sjúkrahús St. Jósefs-systra
hefir tvær stofur, sem eru ætlaðar sér-
staklega brjóstveikum mönnum, og
eru líkar því sem tíðkast í heilsubót-
arhælum annara landa. En sjúkling-
arnir verða að gjalda þar 2 kr. á dag
og á því hafa fæstir efni.
f>etta er mikið mein, því að eg
hefi fulla reynslu fyrir því, að engu
er örðugra að koma þessum sjúkling-
um á bataveg hér en í öðrum löndum,
ef kostur er á jafngóðri aðhjúkrun.
Hin nýju lög um varnir gegn út-
breiðslu berklaveikinnar eru að vísu
góð og gagnleg, en eg hefi enga von
um, að þau munu draga úr útbreiðslu
berklaveikinnar að stórum mun, ef
við þau er látið lenda.
f>á fyrst er von um að lungnatær-
ingin fari stórum þverrandi, ef sjúkl-
ingarnir eiga sem tíestir þegar í byrj-
un veikinnar kost á góðri og kostnað-
arlítill eða kostnaðarlausri spítalavist.
Loks hefir Isafold gefist færi á að
sjá kafla úr skýrslu héraðslæknis, þar
sem hann tíiinnist á veikindi,þau er kend
eru á aðrar tungur við ástargyðjuna
rómversku, en vér eigum ekkert heiti
til fyrir, og er það þess ljósastur vott-
ur, að þau veikindi hafa aldrei orðið
hér landlæg, sem betur fer, nema ef
þau eru nú að verða það, »á sfðustu
og verstu tímum.«
Læknirinn kveðst hafa vikið að því
í fyrri skýrslum sínum, að þessi veik-
indi séu að færast < vöxt í héraðinu
og að ekki muni vera unt að reisa
rönd við þeim fyr en fengin eru sér-
stök lög um varnir gegn þeim; og þurfi
þau að vera hér frábrugðin í ýmsu
sams konar lögum í öðrum löndum.
Elzt og algengust veiki af því tagi
segir hann sé í þessu héraði g.......ea,
og hafi gert vart við sig sem hér seg-
ir frá því er sjúkraskrár voru fyrst
8amdar, en það var 1897:
innlendir ú tlendir
karlar konur
1897 .. 4 1 3
1898 ... 15 » 2
1899 ... 19 2 1
1900 ... 4 » »
1901 ... 6 2 1
1902 ... 8 1 2
1903 ... 25 » 1
En 81 6 það fullyrðir hann, 10 að þessar
tölur muni vera mikils til of lágar.
Veikin sé oft svo þjáningalítil, eink-
um á kvenfólki, að ekki þyki þörf á
að leita læknis, og auk sé sér grunur
á, að margir karlmenn með þá veiki
hafi leitað sér ráða hjá læknaskóla-
stúdentum eða jafnvel skottulæknum.
f>eir fyrirverða sig margir að leita
læknis.
Onnur algeng tegund, linsæri (ulcus
molle), segir höf. að ekki hafi fest hér
rætur. Læknis hafi vitjað árin 1897
—1899 alls 3 útlendingar með þá veiki,
sinn hvert árið, og loks einn íslendfng-
ur árið sem leið, en hann hafi fengið
veikina utanlands.
þá er lakasta tegundin, sáraveikir
(s.....is), og er héraðslæknirinn hrædd-
ur um, að hún sé að verða hér land-
læg. Fyrstu 4 embættisár hans (1897
—1900) vitjaði enginn hérlendur mað-
ur læknis með þá veiki, og að eins 3
útlendingar (1 árið 1899 og 2 ár-
ið 1900). En fyrsta ár aldarinnar,
1901, vitjuðu læknis 3 íslendingar með
sáraveiki; næsta ár 7 (4 karlmenn og
3 kvenmenn); og í fyrra aftur 7 (5
karlm., 2 kvennm.), auk 4 útlendinga
— enginn útlendur hin árin tvö. —
Hræddur er hann um, að ekki hafa
hér komið heldur öll kurl til grafar.
En algeng muni þó veikin ekki geta
heitið hér enn, og vel líklegt, að halda
mætti henni í skefjum enn, ef til væri
í lögum nýtileg varnarfyrirmæli gegn
henni. Enda sé alþýða mjög hrædd
við hana, hafi enn meiri beyg af henni
en berklaveiki, þótt hvergi nærri sé
hún eins næm né eins hættuleg.
Ekki fullveðja.
f>að þarf margs að gæta og margt
er að varast í þessum synduga heimi,
innan um hið slægvitra Adams kyn, og
eitt af mörgu er það, að hafa engin
skifti, er fjárábyrgð hafa í för með
sér, við ófullveðja menn, nema tilsjón-
armann hafi, löglega skipaðan af hlutað-
eigandi yfirvaldi; ella er samnÍDgur
eða loforð ógilt, ef hrappur á hlut að
máli.
Hann brendi sig á þessu í haust
hér í höfuðstaðnum, bóndinD á Bakka
í Melasveit. Skósmiður einn hér í
bænum hafði fyrir nokkrum árum
fengið hjá houum hest, en var ekki
þá í svipinn viðlátinn með andvirðið,
og hafði farist fyrir að borga hestinn
alt til þessa. Stefndi nú bóndi skó-
smiðnum, og bárust svo að honum
böndin, að eigi var lengur neitt undan-
færi; en þá dregur piltur upp úr vasa
sínurn skírnarseðil í borgunar stað,
heldur en ekki hróðugur yfir því, að
kaupin hafi verið ógild, með því að hann
hafi þá ekki verið orðinn fullveðja, er
þau gerðust, og með það slapp hann
Annað göfugmenni sömu tegundar,
hér í bænum beitti svipaðri aðferð við
lánardrottinn sinn einn, ef eigi tíeiri.
Heimtaði talsverða niðurfærslu á skuld
og lét á sér skilja, að lítið yrði úr
greiðslu, ef þessi krafa hans væri eigi
tekin til greina, með því að hann
væri ekki fullveðja. þröngvaði hann
á þennan bátt lánardrotni til að færa
skuldina niður um mörg hundruð krón-
ur.
Hjálpræðisherinn-
Hjálpræðisherinn hér í bænum, eða
réttara sagt innanfélagsdeild af bon-
um, Dorkas-bandalagið, hefir
úthlutað á þessum vetri 88 fatnaðar-
flíkum meðal 41 barns og 4 bláfá-
tækra gamalmenna.
Enn fremur stundað fáeinar fátækar
fjölskyldur og ræst híbýli þeirra m. m.
Loks gefið minBt 148 máltíðir blá-
fátæku fólki og veiku, og ýmsum auk
þess dálitlum peningum.
Formaður Dorkas bandalagsins er
kona yfirmannsins hér, frú Henriette
Pedersen.
þetta líknarstarf, sem hún stendur
fyrir, er í því fólgið helzt og fremst,
að safna brúkuðum fötum eða nýju
fataefni, og sauma upp úr því flíkur
utan á fátæk börn og aðra aumingja.
f>ar næst að vitja sjúkra og bágstaddra
og stunda þá, halda hreinum híbýlum
þeirra m. fl.
f>ær eru 7—8 í þessu bandalagi
innanfélags. Ekki er nú liðsaflinn
meiri. En gjafirnar, brúkuð föt o. þ
h., og peningar, eru mestar frá utan
félagsmönnum, þeim er meta kunna
þessa fögru starfsemi og hafa mætur
á henni, en brestur tíina eða aðrar
ástæður til þess að gefa sig við henni
sjálfir.
f> e i m kemur mjög vel, að geta fal
ið svona notinvirku, hugulu og sam-
vizku3Ömu félagi framkvæmd líknar-
verka, er þeir hafa bæði vilja og mátt
til að leggja upp í hendur á aflið til
þess, fémæta muni, sem þeir geta vel
án verið eða nota ekki framar, eða
þá beint peninga.
Onnur hjálpin er það, að vinna með
félaginu, Dorkas bandaIaginu,að sauma
skapnum. f>að er ekki von, að svona
fáir kvenmenn, 7—8, geti m i k 1 u af-
kastað, í hjáverkum sínum; þær hafa
mikið og margt annað að starfa, bæði í
þjónustu hersins og sjálfra sín og síns
fólks.
Og hvað getur verið áDægjulegra
fyrir kvenfólk, sem svo er vel statt,
að ekki þarf að leggja á sig stritvinnu
og marga stund hefir ef til vill lítið
við að vinna eða um að hugsa, en að
vinna að því með þessum góðu og vönd-
uðu, iðjusömu og hugulsömu konum
að sauma utan á munaðarleysingja
og aðra bágstadda aumingja?
Læging getur þeim ekki að því þótt,
nú er Hjálpræðisherinn er í hávegum
hafður af heimsins mestu höfðingjum
og líknarstarf hans hlýtur hvers góðs
manns lof.
Enda er það vafalaust fremur af
hugsunarleysi en viljaskorti, að fáir
(eða fáar) hafa til þess orðið hingað
til, að eins 2—3 heldri stúlkur ungar,.
sem vinna þó fyrir sér í þeirri stöðu,.
er veitir fáar tómstundir.
Vitaskuld eru hér aðrar líknarstofn-
anir, sem slíkt fólk starfar fyrir og
ber fyrir brjóati, t. d. Thorvaldsens-
félagið, sem mikið lof á skilið.
En hér er svo margt um vel inn-
rætt og brjóstgott kvenfólk, er ekki
stundar og ekki þarf að stunda vinnu
að staðaldri sér til framfæris, að það
er meir en til tvískiftanna.
Frá Rússlandi.
Það er bannað!
Þýzkur ferðamaðurkemur inn i rússneskt
pósthús og gengur inn að grindunum. Þar
kemur i móti honum horðalagður embættis-
maður, póstmeistari eða póstafgreiðslumaður-
Það er b a n n a ð segirhann, að hafahatt-
inná höfðinu hórn;. i ni. Sjáið þór ekki mynd
hans hátignar keisarans hérna á vegguum?
Samstundis er sleginn hatturinn af höfð-
inu á ferðamanninum.
Ekki sinnir sá borðalagði bonum hót að
öðru Jeyti, heldur er að lesa i blaði og
kveikir i hverjum vindlingnum eftir annan.
Fyrirgefið, segir ferðamaðurinn. Eg
vildi mega biðja um að fá sendan böggul-
inn þann arna; það er ófémætt sýnishorn.
Það er b a n n a ð að ónáða póstmenn-
ina, þegar þeir eru að vinna.
Perðamaðurinn verður hissa. Biður samt
enn góða stund.
Loks er sá borðalagði búinn að lesa
blaðið.
Það er b a n n a ð að láta svona lagað-
ar sendingar fara með pósti, segir hann þá-
Hvernig á hún þá að vera, með leyfi
að spyrja?
Hvað er í henni ?
Algengt bruDnvatn til efnafræðislegrar
rannsóknar í Þýzkalandi.
Hvað! Hvernig? Það er bannað að
senda lagarkend efni, nema ilátið sé svo^
vandlega lokað, að ekki komist loft að þvi.
En fyrirgefið þér! Flaskan er i þykkri
pjáturöskju og sag utan um hana. —
Flaskan er ekki alveg full og því gutlar i
henni.
Það er b a n n a ð að hafa hana ekki
fulla, með þvi að hin keisaraiega póst-
stjórn verður þá að gera ráð fyrir, að
hún sé ekki svo vel lokuð, að ekki komist
þar loft að.
Eg verð þá að fylla hana, segir ferða-
maður.
Já.
Ferðamaður fer. Hann kemur aftur að
stundu liðinni.
Nú er væntanlega alt í reglu, segir hann.
Það er b a n n a ð að senda svona send-
ingar óðru vísi en i léreftsuinbúðum og
bundið um snæri, anzar sá borðalagði.
Guð hjálpi mér! Vantar eitthvað nú?
Má eg þá til að fara aftur og láta utan
um stokkinn?
Já, það verðið þér að gera. En eg
verð um leið að gera yður viðvart um, að
nú verður pósthúsinu lokað. Og á morg-
un verður því lokað ; það er afmælisdagur
hans keisarafegu tignar, hans N. N. keisara-
frænda. En svo er helgur dagur þar næst
á eftir Og þá daga er b a n n a ð að taka
við nema' ábyrgðarbréfum. Þér megið því
koma aftur eftir 3 daga.
Maðurinn fer, i þungu skapi heldur.
Hann kemur aftur að þrem dögum liðn-
um. Þar er þá húsfyllir, með þvi að
Jokað hafði verið tvo daga i röð. Loks
tókst þó manninum eftir langa mæðu að
koma vatnssendingunni sinni á póstinn.
Nú líða nokkrir dagar. Þá fær ferða-
maðurinn skriflega skipun um að koma á
pósthúsiö. Hann flýtir sér þangað.
Eg hefi fengið skriflega skipnn um að
koma hingað, segir hann.
Sá borðalagði rennir til hans óhýru
auga.
Vitið þér bvers vegna?
Nei, það veit eg reyndar ekki.
Sá borðalagði kemur með pjáturöskjurn-
ar hans og öskrar upp :
Þess vegna!
Hvern fj.........á þetta að þyða ?
Það er b a n n a ð að blóta hér. Heyrið
þér! Og sá borðalagði hristi öskjuna, svo .