Ísafold - 03.05.1904, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.05.1904, Blaðsíða 4
104 Vegna vefstólaviðbótarinnar o.fl. sam- þykti fundurinn, að auka mætti starf- fé verksmiðjunnar um alt að 10 þús. kr. Verkstjóri er danskur maður, H. Jörgensen, og afgreiðslumaður Erlendur Zak aríasson (vegavi nnustjóri). Stjórn var endurkosin (Jón Magnús- son skrifstofustjóri formaður) og endur- skoðunarmenn. Frá Köreu og landslýð þar. ni, (Siðasti kafli). Heldur er dómaskipun og meðferð sakamála ólik í Kóreu þvi, sem nú gerist með siðuðum þjóðum. Réttvísi dómara föl fyrir fé eigi síður en annarra embættismanna. Stórsakir koma fyrir hæstarétt, er keisari skipar sjálfur, svo sem drottinsvik, landráð, föðurmorð o. s. frv. Dómarar setjast þar í hvirfing i stórum garði, og sakborningur gegnt þeim, bundinn við stól,og böðull og hundarar á tvær hendur honum. Ospart er pislum beitt við sakamenn til að þröngva þeim til sagna. Vægasta líflát eftir dómi er að vera hálshöggvinn með sverði eða kyrktur. En að jafnaði pislir látnar á und- an ganga, svo ógurlegar, að ekki þykir orð- um að komandi. Föðurmorðingjar og drott- insvikar eru brendir kvikir. Hálshöggva má og landráðamenn; en þá eru högnir af þeim fætur og handleggir á eftir, og bol- nrinn hlutaður í 6 parta. Fyrrum voru drottinsvikar bundnir víð horn á 4 grað- ungura ótömdum, en þó klipnir áður með glóandi töngum. Landið er einkar-frjósamt. Þar eru ræktuð hrísgrjón, belgjurtir, tóbak, sítrón- ur, apelsínur, indigó, bambusreyr og pálm- aldin. En eftirtekjan er fremur litil, sakir leti og ómenskn landsbúa. Fult er og þar i fjöllum af málmi margs konar: gulli, silfri, eir, járni, blýi, saltpétri og marmara. Lít- ið er þar um verksmiðjur og vinnuvélar. Flest unnið á heimilnnum, er þar þarfnast. Þeir eru bagleiksmenn, Kóreubóar; i föt á heimamenn spinna og vinna konur. Eitt eru Kóreubúar mjög leiknir að búa til, og það er pappir úr baðmull. Það er haldið að þeir hafi orðið til þess fyrstir manna. Hann er hafður i alt: sólhlífar, lampa, biævængi, og þykir gersemi. Keis- aranum í Peking er greitt. nokkuð af skatt- inum þangað í baðmullarpappir, og þykir ekki lítið í varið. Auðvitað er og ritað á pappír þennan og prentað. Prentlist hafa Kóreumenn kunnað langa-lengi, og er mælt, að þeir hafi kent hana Japönum. Þeir höfðu tréstafi framan af, en siðan úr málmi. Þá lét og Kóreubúum mjög vel að búa til muni úr postuiíni. Það er mælt, að Japanar hafi numið þá list af þeim i þann tið, er Kristur var í heiminn borinn. En mjög fór þeim iðnaði aftur á 18. öld, og er mælt, að nú muni þeir týnt hafa þvi, hvernig postulín á að vera saman sett, svo að gott sé. Brennivin húa Kóreumenn til úr hrís- grjónum. Það er gert á hverjum bæ, og þarf ekki að því að spyrja, að þá muni ■vera mikil brögð að ofdrykkju þar í landi. En greitt er hátt eftirgjald í ríkissjóð af allri hrennivínsgerð. Vegum í Kóreu er lýst likast því sem hér gerist á voru landi, og engar brýr yf- ir ár. Flestir ferðast fótgangandi. Vögn- nm verður ekki við komið fyrir vegleys- u'm. Heldri menn riða eða láta bera sig. Verzlun var þar mjög ófrjáls til skamms tima. Landsbúum var bannað með lögnm að verzla við Japan og Kína, næstu löndin. Tolllög höfðu þeir og mjög ströng og fult af tollþjónum við landamæri Kóreu og Kina og hvarvetna með ströndum fram. Þeir höfðu með sér grimma hunda. Jap- önum og Kinverjum var og harðbannað að reka verzlun við Kóreumenn, og ættu þeir það nndir, mátti búast við, að stjórnin í Kóreu léti gera skip og farma upptæka fyrir þeim. Þetta leiddi til þess, að fult var af tollsmyglum þar á hverjum hólma 1 Japanshafi og Gulahafi. Japanar kúguðu loks Kóreumenn til að lina það á þessu hanni 1876, að upp frá því máttu þeir sigla upp 3 hafnir alls á Kóreuskaga. Ein þeirra var Fusan, á suðurodda skag- ans austanverðnm, við Kóreusund — svo heitir þar sem skemst er milli Kóreu og Japans. Fusan hafði lengi verið hálf-jap- anskur bær. Fám árum síðar urðu Kóreu- menn að gera viðlíka samning við Kína, siðan við Bandarikin í Vesturheimi (1883), og eftir það við flest Norðurálfulönd, þau er verzlun reka um austurstrendur Asíu. Löngum hefir herskátt verið í Kóreu. Landið er svo sem i úlfakreppu milli Kina og Japans. Um hagi landsins i fornöld vitum vér það eitt, er Kinverjar hafa i frásögur fært. Þeir segja, að kínverskur keisari einn, Sin-Wang, hafi unnið iandið 12 árum fyrir Krists burð. En 20 árum siðar seldi keisarinn í Kína, sem þá var, landið i hendur innlendum þjóðhöfðingja, og lét hann vinna sér þegnskyldueið. Skömmu eftir það tóku Japanar til að leita á landið. Þeir voru víkingar i þeim Austurvegi þá og löngum síðan. Svo segir 1 fornum þjóðsögum Japana, að goðin sjálf hafi vísað þeim á landið. Zin-ko hét drotning Japanskeisara i þann tið. Henni vitruðust guðin i drsumi og sögðu henni aí landi, er lægi þar i vesturátt og miklu væri giruilegra en eyjan Jesso, er Japanar voru þá að vinna undir sig frá frumbyggj- um þar, Alnóum. Zin-ko sagði manni sin- um vitrun þessa. En hann trúði ekki. Fyrir það lögðu guðin það á hann, að hann sæi aldrei Kóreu. Hann lézt skömmu eftir. Þá réð Zin-ko með sér, að vinna það sjálf, er guðin höfðu til visað. Hún bjóst dular- búningi sem karlmaður og gekk á skip með vikingum. En hún var kona ekki einsöm- ul, og lá við, að hún yrði að hætta við leiðangnrinn. En þá hétu guðin henni þvi, að hún skyldi eigi verða léttari fyr en lokið væri að vinna Kóreu. Það var og auðsótt. Landsbúar urðu svo skelkaðir, er þar var kominn óvigur her, að þeir gengu á hönd víkingum orustulaust. Þeir tóku í gisling helztu menn Kóreubúa og.höfðu á brott með sér, og auk þess 8 karfa hlaðna gulli og gimsteinum og guðvefi. Þegar er heim var komið úr herför þessari, ól drotning son, er Japanar gerðu siðan að hernaðarguði sinum. Þetta var hér um bil 2 öldum e. Kr. Hálfri öld eftir þaðkomu Kinverjar og unnu Kóreu.- Síðan tiefir hún verið lengst af iýð- skyld undir Kina, en haft fult sjálfsforræði. Japanar ieituðu á iandið ávalt öðru hvoru og japanskir vikingar gerðu þar strandhögg. Margir Kóreukonungar voru þó hreystimenn miklir og herkonungar. Einn hét Sion- sion. Hann var uppi fyrri hlut 16 aldar. — Hann dró saman óvigan her, fór i móti Japönum, vann á þeim mikinn sigur og stökti þeim úr iandi. Voru svo mikil brögð að óförum Japana, að míkadóinn (keisarinn) varð að gjalda konunginum i Kóreu skatt meir eu hálfa öld. En laust fyrir aldamótin 1600 komu Japanar með óvigan her, 300,000 manna, að hefna þess- ara ófara. Konungnr flýði og hans menn, og leituðu fulltingis hjá Kinverjakeisara í Peking. Þeir áttu höfuðorustu við Japana hjá borginni Ping-Yang (sem kemur og við ófriðinn þennan i vetur). Hún stóð 2 daga, og biðu Japanar þar aigerðan ó- sigur. Þeir flýðu alla leið suður í Fusan. Þar veittu þeir viðnám, og fengu nýjan liðsauka heiman, á 200 herskipum, réðust i móti Kinverjum og báru af þeim. — Eftir það áttu ýmsir högg í annars garð, þar til er Kóreubúar fóru alveg halloka og urðu að ganga að mjög hörðum friðar- kost.um. Japanar skyldu mega hafa um aldur og æfi setulið i Fusan, svo margt sem þeim litist. Og gjalda skyldu Kóreu- menn Japönum skatt, gull, silfur, silki og hriegrjón,og enginn veraréttkjörinnkonungur í Kóreu nema með ráði og samþykki Japans-keisara. Það var enn eitt, að færa skyldi keisaranum ár hvert 30 mannshúðir frá Kóreu. Um miðja 17. öld unnu Kinverjar Kóreu, og skifti þá svo um, að npp frá því var lýðsskylduskatturinn sendur vestur í Peking og ekki til Tokio. Kóreubúum hafði nú um langan aldur staðið svo mikill ófriður af nágranna- þjóðunum, Kínverjum og Japönum, að þeir tóku loks það, að loka alveg að sér: harðbanna ailar samgöngur og viðskifti við aðrar þjóðir, nema þetta, að Japanar máttu hafa setulið i Fusan. En heldur var aga- samt innanlands. Þeim var þó miklu betur í þokka til Kinverja. Þeir höfðu verið miklu mann- úðiegri við þá. Þeim likaði það meðal annars afar-illa við Japana, er þeir tóku til að semja sig að siðum Norðurálfuþjóða núna á öldinni sem leið, búa sig eftir þeirra tizku og yfirleitt vlrða að vettugi fornbelga þjóð- háttu mannkynsflokksins gula. Þeir drógu dár að Japönum fyrir alt það apahátterni. Það éveið Japönum og hugsuðu hinum þegjandi þörf, þótt siðar væri. En þeir þurftu að verða betur við búnir. Þeir fóru kænlega að og iétu vinalega að Kóreu- búum. Þeir fengu þvi á komið með ráði lénsdrottins þeirra í Peking, að mikadóinn mætti liafa sendiherra í Söul, höfuðborg- inni i Kóreu. Þar með smeygðu þeir sér þar inn og grófu svo um sig með lævisi og undirferli, aö Kóreumenn klofnuðu í tvent, tvo stjórnmálaflokka, er annar var Japön- um sinnandi, en hinn andvignr þeim og þjóðlegur. Loks reru Japanar það undir, að uppreist hófst i Kóreu. Konungur leit- aði að vanda fulltingis í Peking. Upp úr því lenti þeim saman, Japönum og Kín- verjum, vorið 1894. Japönum veitti stór- um betur. Þeir unnu Kóreu alla og meira að segja Port Arthur i Kina og Wei-ha- -wei; þar gafst herskipafloti Kinverja upp fyrir þeim um miðjan vetur 189.">. — En þá skárust 3 stórveldin hér i álfu í leik, Rússland, Frakkland og Þýzkaland, og aftóku það, að Japanar mættu eignast neitt af Kína. Kórea skyldi og vera hvorumtveggju óháð, Japönum og Kinverj- um. Þetta var um vorið 1895. Þá um haustið eftir var það, sem drotningin var vegin i Söul og fyr segir frá, af völdum Japana. Þeir höfðu aldrei ætlað sér að una til lengdar við það, sem stórveldin höfðu þröngvað upp á þá. Og nú er svo komið, sem kunnugl er, að þeir berjast núum Kóreu við Rússa. En þar veldur ekki einn, er tveir deila, fremur en endrarnær. Þvi fer fjarri, að Rússar eigi sér betri málstað. Herskipið franska, LaManche, kom hingað i fyrra dag að morgni, fyrsta sinn á árinu. Pre^tkosning fór svo á Lágafelli, í Mosfellsprestakalli, 28. f. mán., að þeir alnafnar Magnús Þorsteinsson i Selárdal og Magnús Þorsteinsson á Bergþórshvoli fengu jöfn atkvæði, sin 25 hvor af 46 greiddum á fundinum alls. Þriðji sækjand- inn fekk ekkert atkvæði. Er því enginn kosinn. Ræður þvi landsstjórnin veiting- unni. Öllum þeim, sem á ýmsaii liátt sýndu mór hiuttekning við fráfall iníns ástkæra eig- inmanus W. O. Breiðfjörðs, og með nærveru sinni heiðr- uðu útför lians, votta eg mitt og fóstnrbariianna inni- legasta þakklæti. Anna Breiðfjörð. Áðalíundur búna.ðarfé'ags Seltjarnarneshrepps verður haldinn mánudaginn 16. maí þ. á. á venjulegum stað og stundu. Viðey 29. apríl 1904. Eggert Briem. Viðeyjarmjólkin. Nýmjólk, rjómi og und- anrenning er daglega til sölu í cJCafnarstrœti 22. Þetta er mesta hagræði fyrir húsmæður bæjarins. Þær þurfa ekki framvegis sjálfar að setja mjólk eða að öðrum kosti að vera í vandræðum með rjóma, einungis að senda í Hafnarstræti 22. Rjómapelinn kostar 12 aura, og eins og áður hefir verið aug- 1/st, fá fastakaupendur nymjólk- ina ódýrar, ef um er samið. Guðrún Björnsdóttir. bæði til matar og útsæðis. L a n k u r <>g appelsínur hjá Jes Zimsen. Mjög ódýrt Karbólineum og tvær stærðir þakglugga á hjörum, smíðaðir sérstaklega fyrir það bárujárn, sem hér er brúkað. Fæst hjá Gísla Finnssyni. 5 herbergi o<r eldhús eru til leigu frá 14. maí i Þinghoitsstr. 23. D. 0 stlund. Islenzk frímerki kaupir undirskrifaður með hæsta verði. Peningarnir sendir strax eftir að frí- merkin eru meðtekiu. Julius Euben, Prederiksborggada 41. Kobenhavn. Ýmsa hluti sem ekki eru fáanlegir í verzlunum á , Islandi, svo sem m ó t o r a í báta og skip, mótorvagna, hjólhesta nýja og brúkaða, skrifvélar, fortepíanóog húsgögn, kaupir undirskrifaður fyrir lysthafendur á ís- landi, gegu lágum ómakslaunum. Af því eg er þvi kunnugur hvar hægt er að ná beztum kaupum og vegna þess að eg kaupi inti í svo stór- um stíl að eg næ í hinn allra lægsta prís, útvega eg munina langt um ódýr- ar en einstakir menn anuars geta feng- ið þá með því að suúa sér beint til verksmiðjanna. Jakob Gunnlangsson, Köbenhavn, K. Til heimalitunar viljumvér sér- staklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðum og litarfeg- urð. Sérhver, sem notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessi lit- ur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðar- vísir á íslenzku fylgir hverjum pakka.— Litirnir fást hjá kaupmöunum alstað- ar á Islandi. Buchs Farvefabrik. Uppboðsauglýsírig. Laugardaginn 7. maí næstkom. kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð haldið í þingholtsstræti nr. 23 og þar selt töluvert af stofugöguum, eldhús- gögnum, rúmfatnaði o. m. fl. tilheyr- andi dánarbúi ekkjufrúar Guðlaugar Jensdóttur. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Rvík 29. apríl 1904. Halldór Daníelsson. CRAWFORDS ljúffengu BISCUITS (smákökur) tilbúin af CRAWFORD & SONS, Edinburgh og London, stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar. F. Hjorth & Co. Kjobenhavn. K. Ritstjóri Björn Jónsson. Isafoldarprentsmiðia

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.