Ísafold - 28.05.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.05.1904, Blaðsíða 3
135 ar fyrir sýsluna og sömnl. 100 til skemti- s&mkomu. Hvorttveggja verður haldið í Lambey við Þverá milli Breiðabólstaðar og Hemlu 11. júni. 14. Samkvæmt málaleitun landsstjórnar- innar lét nefndin uppi, að þessi framfara- mál teldi hún mestu skifta fyrir sýsluna: Brýr á Rangá hvorutveggja. Framhald þjóðveganns að Þverá. Gufubátsferðir milli Vestmanneyjaog Rangársands. Fram- hald á Yimbótuin á Stokkssyrarhöfn, og að Stokkseyri verði viðkomustaður miliilanda- guíuskipa og strandbátanna. Mótorvagna- ferðir eftir akvegunnm og talsími fram með þeim á sínum tima. Að beitt verði öllum skynsamlegum ráð- um til að verja sýsluna hinum voðalega vatna-ágangi og skemdum af Markarfljóti; sömuleiði sandágangi og i sambandi við hann, að gjörð sé tilraun til skóggrseðslu. Nefndin samþykti með meiri hluta at- kvæða, að búnaðarskólinn á Hvanneyri skyldi lagður niður, en bókleg búnaðar- kensla á stofn sett i Reykjavik, en jafnframt komið upp verklegri húnaðarkenslu á hent- ugum stað fyrir suðurlandsundirlendið. Móti Hvanneyrarskóla var það haft, að hann væri mjög óhaganlega settur fyrir sýsluna og að- sókn Lit.il að honum vegna þess. Nefndin taldi nauðsynlegtað glæða vakn- aðan áhuga á kynbótum á öllum fénaðar- tegnndum með fjárstyrk af almannafé; sömuleiðis á hirðing og notkun áburðar og fengist meira við plægingar og eins sáningar- tilraunir. Mestur hluti sýslunefndarinnar var ein- dreginn á móti gadda-virslögunum frá síð- asta þingi, og áleit sjálfsagt, annaðhvort að afnema þau með öllu eða breyta þeim i alt aðra stefnu á næsta þingi. Nefndin taldi bráðnauðsynlegt, að land- stjórnin blutaðist til um hið allra fyrsta, að kælingarrúm yrði útbúið i einu eða tveimnr gufuskipum, sem landssjóður styrkir, með þvi að sýnilegt væri, að smjörflutningur út úr landinu fer stórum vaxandi á næstu árum, og hins vegar f járframlagið úr lands- sjóði til gufuskipaferða svo stórkostlegt, að full sanngirni mæii með því, að kælingar- rúmið fáist landinu að kostnaðarlausu. 15. Beiðni kom frá flestum búendum i Fljótshlið innan Litlu-Þverár, um að stofnað yrði nýtt ytirsetukonuumdæmi i Innhlíðinni. Markarfljót liggur alt í Þverá og er búið að brjóta af veginn á milli Innhlíðar og Úthlíðar. Nefndin veitti það. 16. Fljótshliðarhreppi veitt ieyfi til að kaupa 5 bundruð að fornu mati í Neðri- Þverá. 17. Landsbúnaðarfélagið beðið að láta verkfróðan mann skoða ~2 nýmyndaða ósa i Þverárbökkum hjá Fróðholti. 18. Veittar 50 kr. til að halda uppi ferju á Þverá hjá Fróðholtshjáleigu. 19. Samþykt þessi áætlun fyrir sýsluvega- sjóð: Tekjur 1050 kr. Q-jöld: til sýslu- vegar i Austur-Eyjafjallabreppi 100 kr., í Vestur-Eyjafjallahr. 300 kr., i Austur- Landeyjahr. 50 kr., i Hvolhreppi 200 kr., í Rangárvallahr. 80 kr., i Landmannahr. 100 kr. og i Holtahreppi 100 kr.; óviss út- gjöld 120 kr. 20. Sýslusjóðsáætlun. Tekjur: niður- jöfnun 4700 kr., aðrar tekjur 810 kr.; sam- tals 5510 kr. Gjöld: sýslunefndarkostnað- ur 2b0 kr., ritföng hreppstjóra 00, yfirsetu- konulaun 700, jafnaðarsjóðsgjald 1<30, hundalækningar 25, brúargæzla (Þjórsá) 300, vextir og afborgun af jarðskjálftaláni fcOO, vextir og af borgun af Ölfusárbrúarláni 230, umsjon á skógi og mel 60, óviss út- gjöld (mest skuldagreiðsla) 800, eftirstöðv- ar 535. S&mtals 5510 kr. Druknan. Bátur fórst héðan, 4-manna-far, fimtudaginn fyrir hvítasunnu, 19. þ. m., í fiskiróðri. Hvesti mjög snögg- lega, er kom fram á miðjan dag, og hleyptu þeir fáu batar upp á Akranes, er hér voru úti á miðum. Binhverir sáu til þessa báts á siglingu þangað eða upp & Myrar, og gerðu menn sér því nokkra von um, að þaðan mundu þeir úr helju heimtast. En sú von heiir brugðist. Báturinn hefir hvergi komið fram. Formaður á batnum var P é t u r porvarðsson, þurrabuðarmaður hér, frá Kalastöðum (bróðir porvarðs prentara), rúmlega þrítugur (f. 1871), rnesti wyndarmaður og hinn röskvasti sjósóknari. Hann lætur eftir sig konu, Kristlaugu Gunnlaugsdóttur frá Máva- stöðum, og 2 börn uug. þórður Jasons- son hét einn hásetinn, barnakennari, frá Arnarbóli í Flóa, rúml. fertugur, nýfluttur hingað búferlum og nýgiftur. Hinir voru: Guðm. Diðriksson trésm., nýgiftur, átti 1 barn, og unglingspiltur f>órður þórðarson frá Litlalandi í Olfusi. Fimti hásetinn reri ekki þann dag; var lasinn. Alþingiskosningamálið. Undirtektir ráðgjafans undir þingrof og nýjar kosningar (sbr. ísafold 14. þ. m.) eru alveg eins og ganga mátti að vísu fyrir fram. Hann svarar svo fyrir munn spámanns síns eins hér (J. Ó.), að hann vill ekkert hafa með það að sýsla. Hann segir eins og Mac Mahon: Hér er eg og hér verð eg. Kastalann hef eg unnið, valdakastalann, og eg fer ekki að stofna mér í neina tví- sýnu með því að lofa fólki að vera að kjósa til alþingis, svona upp úr þurru. f>að er meira í það varið en að vera að sýna af sér svo kallað frjáls- lycdi með því að lofa þeim að neyta kosningarréttar síns á næstu misser- um, þessum 3—4 þúsundum, sem hann hafa hlotið núna með stjórnarskránni. f>að er meira í það varið en að veita þjóðinni nú loks kost á að hagnýta kosningarrétt eiun með fullu frelsi og geta valið eftir sönnum þingmanns- bæfileikum. petta er að vísu ekki sagt berum orðum, heldur er svarið vafið innan í þær aferðar-gljáu umbúðir, að ekki þyki hlýða að stjórn geri þingrof, með- an hún hafi meiri hluta á þingi. En hvað veit hún um það, hvort hún hefir meiri hluta á þingi? Hið kynlega bandalag manna með gagnólíkum þjóðmálaskoðunum um það eitt, að verja sameiginlegum mót- stöðumönnum valdasessinn, þarf alls ekki að þýða stöðugt fylgi lengur en að því takmarki. pað eru meira að segja til bein ummæli frá meiri háttar mönnum í því bandalagi um, að það hafi aldrei átt að standa lengur. |>á hafa valdamennirnir haft það upp úr krafsinu, sem þeir girntust. f>á þurfa þeir ekki á bandalaginu að halda framar. Báðgjafanum er í lófa lagið að halda völdum, úr því þau eru einu sinni fengin, hvað sem líður meiri hluta þings. Hann getur sagt, að sér og þeim félögum thafi ekki verið þá kunnugt um þá föstu reglu eða tízku« í Dan- mörku um marga tugi ára, að láta sig engu skifta um meiri eða minni hluta í höfuðdeild þingsinB. pessi eina und- antekning frá 1901 þurfi að engu marki að hafa þar í móti. pað er með öðrum orðum, að ráð- gjafinn getur raunar haft fult næði í valdasessinum, hver sem verða kynnu kosningarúrslitinn. En hitt er afar-ófrjálslegt, að vilja fyrirmuua þjóðinni að láta uppi með almennum kosningum vilja sinn um það, hvernig landinu skuli stjórnað fyrsta áfangann á hinni nýiögðu braut. Hún var alls ekki um þ a ð apurð með þingrofinu í hitt eð fyrra og kosning- unum þá. f>að var öðru nær. Enda leynir það 8ér ekki, það lítið sem þjóð- in getur látið á sér skilja hins vegar, að hún er mjög óánægð með ráðlag síðasta þings i fjármálum t. d., sem mest er um vert, og mórgu fleira. Og þó að bún kynni þá um leið að láta á sér heyra vanþóknun á innlimunar- spori því, er ráðgjafinn hefir unnið það til upphefðarinnar að stíga óðara en þess var kostur, bá er hvorki karl- mannlegt né drengilegt, að láta það standa fyrir. Ofan á alt þetta bætist svo meðferðin á hinum nýju kjósend- um, sem stjórnarskráin hefir leitt í kór og skifta sjálfsagt mörgum þús- undum. f>eir eru gabbaðir. f>eir eru dregnir á hagnýting kosningarréttar síns svo og svo lengi, nærri heilt kjör- tímabil líklegaat. Fyr má nú vera ófrjálslyndi. f>ví fer í stuttu máli mjög fjarri, að hór eigi við sú almenna regla, að því að eins skuli þing rjúfa og efiit til nýrra kosninga, að stjórn hafi brugð- ist fylgi þess. Hér eru til þess mjög ríkar ástæður aðrar, hvað sem því líður, svo sem gerð hefir verið full skilmerkileg grein fyrir bæði nú og um daginn. Arnarfirði, á útmánuðum'04. Frá því hefir áður skýrt verið, hversu botnvörp- ungar fóru alveg með fiskafla hér i haust, og á nalægum fjörðum; og mun ekki of- sögum af þvi sagt,hversuþeir létu greipar sópa um allan Amarfjórð, og spiltu veiðarfærum manna. Það er átakanlegt fyrir fátæka menn, sem aðallega stnnda sjóinn, og byggja von sína á honum, að sjá þá allan aflann lenda i höndum þessara útlendu hræfugla. Og eitt er enn sárara: að verða að taka við þessu þegjandi. En hve lengi á þetta að líðast? Vér Vestfirðingar berum það traust til nýja ráðherrans, að hann rétti hluta vorn á þessum ræningjum, svo sem honum er unt. Hér lét Mr. Ward kaupmaður reisa i haust fisk- og salthús á Bakka (i Dölum), 25X10 áln., og ætlar hann sér að verzla með þá vöru við Arn- firðinga eftirleiðis. Þeir hyggja gott til þess. Eftir skýrslu pöntunarfélagsstjóra Jóns Hallgrimssonar á Bakka hafa hrepps- búar Dalahrepps selt honum fisk fyrir hatt á 6. þús. króna. Það væri mjög gott fyr- ir sunnlenzfca skipstjóra, 8em fiska fyrir Vestfjörðum á sumrin, að leggja þar fisk upp og fá þar ódýrara salt en alment gerist á Vestfjörðum. Búnaðarfélag var stofnað hér í fyrra vetur, af örfáum mönnum, og hefir reynst vel; það hafði tvo starfsmenn i sumar og hélt þeim úti 4 mánuði. Það heldur á- fram með sama fyrirkomulagi. Hinn 7. jan. var pöntunarfélagsfundur haldinn að Bakka. Þar var samþykt að halda félaginu áfram næsta ár, undir stjórn Jóns Hallgrímssonar, með sama fyrirkomu- lagi og áður. Ráðgert er, að snúa því upp i kaupfélag síðar meir. Stórum hefir það bætt verzlun hér við Arnarfjörð, beinlinis og óbeinlinÍB, þrátt fyrir ýmsa örðugleika. Minnast má á það hér, þótt ekki séstór- tiðindi, að Bakkdælir eru að leggja brú yfir Bakkadalsá. Heitið er 50 kr. úr sýsl- sjóði til brúargerða í hreppnum. Nýja kirkju er verið að hugsa um hér i Dölum, auk þeirrar i Selárdal eða þá í hennar stað. Hér eru miklir erfiðleikar fyrir innsveitarmenn, að sækja kirkju út i Selárdal. Það er 4—5 stunda ferð á vetr- um frá insta bænum i sveitinni, Hvestu, og verður þá að natta sig einhversstaðar á leiðinni. Fyrir það sækir margt fólk á þessum bæjum ekki kirkju svo árum skift- ir. Hina nýju kirkju er hugsað um að hafa i Bakkadal. Frumkvöðlar þessa eru þau hjón hr. Einar (lislason i Hringsdal og kona hans María Magnúsdóttir; þau hafa gefið til þess 100 kr. fyrirfram; sömul. Ragnhildur Gisladóttir á sama bæ; hún hef- ir gefið til þess 95 kr. Hr. E. G. safnaði á fáum dögum á 2. þús. kr. h|á hrepps- búuna. Kirkjan verður líklega reist á Bakka. Það er hér um bil í miðri sveitinni. Lóð undir kirkju og kirkjugarð hefir ábúandi og eigandi jarðarinnar (J. H.) lofað að gefa. Það er annars skoðunarmá!, hvort betra er, að hafa tvær kirkjnr í sókninni, eða eina. Verði þær tvær, geta gjöld til þeirra ekki orðið nóg til að halda þeim báðum við, og komist kirkja upp i Bakkadal, er mjög liklegt, að Selárdalskirkja byggist ekki upp aftur; en þá yrði þessi nýja kirkja of lítil fyrir alla sóknina, því ekki er hægt að hafa hana svo stóra af tómum samskot- um i litlum hreppi. Sótt var um til alþingis i sumar auka~ lœkni á Bíldudal. Þvi var neitað. Lík- lega hefir þingið ekki vitað, hve mikil þörf er hér á aukalækni; bæði yfir fjöll og firði að fara til læknis. Sé vitjað héð- an læknis á vetrardag, suður k Patreks- fjórð, er lítt hugsanlegt, að hann geti komið fyr en eftir 16—18 stundir, þótt komist verði sjóveg yfir Tálknafjörð; ella miklu lengra. Kátbroslegt ófriðar-vein. pað er meir en broslegt, ófriðarvein- ið í stjórnarmálgögnunum hérna. Lat- lausir kveinstafir út af því, að hin nýja stjórn sé lögð í einelti áður en hún sé íarin að gera neitt. Skrítið orðalag er það fyrst og fremst, að sá sé lagður í einelti, sem aldrei Iinnir ófriði sjálfur. Almenningur veit ekki betur en að það sé rödd ráðgjaf- ans sjálfs, sem bergmálar enn í blöð- um þeim tveimur, er hann stofnaði eða lét stofna sér til kjörfylgis fyrir nokkrum missirum, annað fyrir vestan, og hitt fyrir norðan; og hana segja þeir, sem heyra, vera með litlum blíðu- blæ eða friðar. Líkt þykir mörgum sem segja megi um málalið hans hér. f>að er engu líkara en að sumir fylgi- fiskar ráðgjafans liti svo á upphefð hans og völd, sem það sé nokkurs kon- ar herfang eða bráð, sem hann og þeir félagar eigi tilkall til að sitja að í næði, eftir vasklega framgöngu til að hremma hana. f>að er áríðandi að hanu hafi gott næði, ráðgjafinn, segja þeir, til að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar. En það á hann sannarlega að geta haft, ef hann vill. Hvað kemur það við hann, í instu fylgsnum hallar sinn- ar, þótt eitthvert hark heyrist útifyr- ir, er þar er nóg lið á verði til að bæla það niður og forða honum öllu grandi? Liggja svo sem máltólin þar á liði sínu? f>að er öðru nær. Ekki farin að gera neitt, segja þeir. f>yðir þetta »ekki neitt« alls ekkert, hvorki ilt né gott? f>að væri magur vitnisburður. Eða þýðir það: ekkert ilt af sér eða aðfinsluvert ? Báðgjafaskipunar-frammistaðan er þá e k k i aðfinsluverð, eftir því. Fyrsta sporið það er þá heillaspor, frægðar- spor, lofsverð hegðun í alla staði. Sömuleiðis afskiftin fyrstu af banka- Btjóraskipuninni við Hlutabankann. Ennfremur ráðið, sem haft var til þess að bankastjórakjör Páls Briem hið upphaflega ónýttist. Ennfremur að ganga fram hjá honum við skipun landritaraembættis- ins, sjálfsagt langfærasta manninum í þá stöðu, o g að baka landssjóði þar með um leið stórmikinn biðlauna- og eftirlaunakostnað að þarflausu. Enn fremur að hafna hæfasta mann- inum, sem til var, f eitt skrifstofu- stjóraembættið, o g vinna það til um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.