Ísafold - 24.08.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.08.1904, Blaðsíða 1
'Xenmr út, ýmist einn sinni eÖa tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Vs doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. Eeykjavík miðvikiidaginn 24. ágúst 1904 55. blað. Jfuóstadá jWa/ufa/lMv i. 0. 0. F. 86929 Augnlœkning ókeypis !. og 3. þrd. á hverjum mán. k), 11—1 i spttalannm. Forngripasafn opið mánttd., mvd. og Id. !)—12. Hlutabankinn opinn k). 10—íí og ö1/*—7Va. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á liverium degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverjn föstndags- og sunnudagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ng kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fvrir sjúkravitj- sndur kl. 10—12 og 4—tí. Landsbankinn opinn hvern virkan dag vkl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafii opið hrern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ■■og ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b í. og d. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Stjórnarbótin við lærða skólann. Þeir mega halda á spöðtinum núna, hitiir vistráðnu talsmenn stjórnarinnafj aS verja nyjustu gjörðir hennar, em- bættaskipunina við lærða skólann. Engin hræða önnur á landin fæst til þess. Svo eindreginn og hiklaus er áfellis- dómurinn á hvers manns vörum. Hvert hugsandi mannsbarn annað er hvorttveggja í senn: forviða á skamnt- sýni þeirri og óviturleik, er þar lýsir sór, og sárgramt í geði yfir ranglæti því, er þar kemur fram. Þorri landslýðsins hefir þó enn sem komið er svo nænta réttlætistilfinning, að hann finnur til annars eins. Ekki hefði verið yfirleitt neitt til þess tekið, þót.t gengið hefði verið beint fram hjá yfirkennara Steingrími Thorsteins- son við rektorsskipunina. Sem skáld og menntamaður er hann sannkallaður sómi lands og þjóðar. En ekki er þar fyrir sjálfsagt, að hann sé góður skóla- stjóri, fremur en annað góðskáld vort góður ráðgjafi. Hann er þar að auki kominn töluvert á áttræðisaldur, og loks á nú að verða gagngerð breyting á kenslu- fyrirkomulagi skóla þess, sem hann hef- ir verið kennari við fullan mannsaldur. Það hefði verið vit í að velja nýjan mann, ungan og ötulan, til þess að koma þeirri breyting í framkvæmd. Sem stendur vakir ríkast fyrir mönn- um nauðsynin á að koma því lagi á stjórn skolans, að undir lok líði óöld sú, er yfir hann hefir gengið síðariárin. Margir kunnugir cru þeirrar skoðunar, að Stein- grímur Thorsteinsson hefði verið vel til þess kjörinn. Hann muni hafa til að bera lag það og lipurð, óhlutdrægni og lítillæti í umgengni við pilta einkanlega, er hinn fráfarandi rektor skorti svo mjög og svo meinlega, sem kunnugt er. Og þá mundi öllum blæstri hafa sJotað nærri því eins og sjálfkrafa. En í stað þess að gera þá það, — geva Stgr. Th. að rektor, þá er tekið það frámunalega vanhyggjuráð, að s e t j a hann að eins til bráðabirgða til að gegna embættinu að n o k k r u leyti, og fá til annau mann aðvífandi, alþýðu- skólakennara, sem hefir ekki nærri latínu- skólanum komið frá því er hann út- skrifaðist þaðan fyrir meir en tuttugu árum, til þess að hafa á hendi nokkuð af embættisstörfum rektors, vfirumsjón- ina í skólanum sjálfum. Það er svo áþreifanlegt, hverjar af- leiðingar annað eius kák muni hafa, að ekki þarf orðum að því að eyða. Þó kastar fyrst tólfunum, er kemur til yfirkennaraembættisins. Maðurinn, sem í það embætti er settur, hinn sami, sem á að gegna um leið rektorsembættinu að nokkru leyti, er að margra nákunnugra dómi ekki meira en meðallagi góður barnakennari, meðal annars eða einkum sakir málhelti og vafningslegrar tilsagnar, feimni við próf og jafnvel stillingarskorts. Hann hafði góðar námsgáfur og var vel að sér, þegar hann fór úr skóla. En nærri roá geta, hvort hann muni ekki vera farinn að ryðga í skólanámsgreinunum nú, eftir nær fjórðung aldar. Hann hefir haft svo hægt embætti meira en 20 ár, að hann hefir ekki þurft að vinna að því nema sem svarar liðugum helming ársins. Og þó Hggur ekkert eftir hann af nýtilegum ritstörfum t. a. m, Kunnugir fullyrða, að varla muni vera til nokkur sú námsgrein nú við skól- ann, er hann sé fær um að kenna. — Það sem hann hefir sér til ágætis að kunnugra dómi er það, frá almennu sjónarmiði, að hann er mesti góðsemd- armaður, ljúfur á mann og viðmóts- þýður, og vandaður í öliu dagfaiá. — Það eru mikilsverðir manukostir, en því miður engan veginn einhlítir í þessa stöðu, sem hann hefir nú tekið að sér og enginn skilur í, að hatin skuli taka í mál. Frá sórstaklegu sjónarmiði má telja honum það ti) gildis, að hann var við síðustu alþingiskosningar að minsta kosti mjög ákafur fylgifiskur stjórnar- liðsins, sem nú er. Maðurinn, sem er veginn og léttvæg- ur fundinn í yfirkennaraembættið móts viðþennan garp, er Geir T. Zoega adjunkt, sem hefir gegnt með sæmd kennara- embætti við skólann meira en 20 ár, en hafði búið sig undir það áður með erfiðu námi, til þess ætluðu sérstaklega, og leyst af hendi embættispróf í því með bezta vituisburði. Hann er al- kunnur sæmdarmaður í hvívetna, og svo mikill eljumaður, að hann hefir varið tómstundum sínum mestalla sína embættistíð til að leysa af hendi mjög erfið, seinleg og vandasöm ritstörf, og hefir auðgað bókmentir vorar að 3 ein- hverjum hinum þörfustu bókum, er þar eru til, gerðum af mestu vand- vírkni og samvizkusemi (enskri lestr- arbók og 2 orðabókum í sama máli). Hór í móti kemur vitaskuld það ó- dæði þessa kennara, að haun er og hef- ir alla tíð veriö fjarri því aö veita fylgi í landsmálaskoðunum höfðiugjum þeim, er nú hafa völdin: það mun þeim vei’a fullkunnugt, þótt ekki hafi hann haft sig mikið frammi, ekki ritað í blöð eða því um líkt. Hann hefir gefið sig allan við sínum vísindalegu störfum. En hitt hefir hann ekkert farið dult með í við- ræðum eða kosningum, hvers sinnis hann væri ; hann er of einarður drengskapar- maður til þess, og það er ekki hætt við, að hann gerist nokkurn tíma neins konar »kaupamaður«. Lárus skiítir búi. Lárus dæmdur sannur að sök um fjárdráttartilraun. Landsyfirréttur dæmdi í fyrra dag maiðyrðamál, er Snæfellingavaldsmað- urinn alkunni, Lárus Bjarnason, höfð- aði á sínum tíma gegn Einari ritstjóra Hjörleifssyni út af grein, er hann rit- aði með sínu nafni undir f ísafold 31. ágúst 1901 með fyrirsögn: Lárus skiftir búi, og var þar skýrt frá vítaverðu acferli hans sem skiftaráð- anda í dánarbúi fyrirrennara hans, Sigurðar sýslumanns Jónssonar. Atferli þetta var í stuttu máli það, að hann hafði, eins og yfirmaður hans að orði komst, amtmaðurinn, »róið að því öllum árum, að búið misti 1000 kr.«, í stað þess að skylda hans var að hlynna að búinu eftir mætti, líta á hagsmuniþess. Hann leit í þess stað á s í n a hagsmuoi og reyndi til að hafa af búinu sér í hag 1000 kr. Vitanlega þrætti Lárus fyrir þetta með mikilli ófeilni, og varð því að hafa töluvert fyrir sönnunargögnum þar í móti. En svo vel tókst það á endanum, að landsyfirréttur telur öll þar að Iútandi ámæli í umstefndri grein fyllilega réttlætt. þau höfðu verið dæmd ómerk í héraði, í bæjar- þingsrétti á Akureyri, og gerð fyrir þau m. m. 50 kr. sekt. En yfirréttur komst að alt annari niðurstöðu; enda höfðu verið lögð þar fram nokkur ný sakargögn. Helztu atriðisklausurnar í ámmstri I safoldargrein eru svo látandi: Lárus tók við Snæfellsness- og Hnappa- dalsýslu í ágúst 1894. Eitt af embættis- störfum þeim, er þá lágu fyrir honum, var að skifta nefndu búi, og þá meðal| annars ráðstafa húseign þess. Þegar bann var nýkominn í sýsluna, bauðst hann ti) að kaupa þessa húseign fyrir 8000 kr. Hann þrætir sjálfsagt fyrir þetta, eins og hann hefir þrætt fyrir það áður. En það er ekki til neins fyrir hann. Fari hann i mál út af þessari staðhæfing minni, þá get eg sannað hana. Um þessar mundir stóð svo á i Stykkis- hólmi, að tveir aðrir embættismenn þar, læknir og sóknarprestur, þurftu að sjá sér fyrir húsnæði, annaðhvort kaupa sér íbúð- arhús eða koma þvi upp. En þeir gerðu ekki boð í húseign dánarbúsins, af þvi að þeir vissu ekki annað en að sýslumaður ætlaði sér að kaapa hana. Að binu leyt- inu gerðu ekki aðstandendur búsins, sem ant var um að sem mest yrði úr eignum þess, neina tilraun til að fá þá til að kaupa húsið, af því að þeir trúðu sýslu- manni; þeim datt ekki annað í hug en hann mundi standa við loforð sitt, og þeir gátu ekki gert sér i hugarlund, að hann, skiftaráðandinn sjálfur, mundi fara að hafa af búinu. Meðan óséð var, hverjar ráðstafanir þeir lœknir og prestur gerðu til fiess að afla sér húsnœðis, dró sýslumaður málið á langinn, þóttist að s'ónnu œtla að kaupa húsið, en vera neyddur til að fresta kaupunum fyrir peninga- þröng, og gerði auðvitað enga gang- skör að því að fá annan kaupanda. En þegar þessir embœttismenn, lœkn- irinn og presturinn, höfðu ráðið af að reisa sér hús sjálfir, lét sýslumaður það loks uppi á skiftafundi i búinu, að ekkert boð hefði komið i húseignina. Einn af aðstandendum búsins gat þess þá, að sig furðaði á þessu, þar sem honum hefði skilist 8vo, sem sýslumaður hefði lofað að kaupa hana fyrir 8000 kr. Lár- us sagði það ekkert loforð hafa verið, heldur vilyrði að eins, og lét sem hann mundi alls ekki vilja kaupa húsið. f>á segir frá því í greininni, að Lár- us fær skipaðan löngu síðar (1896) annan skiftaráðanda í búið, Sigurð prófast Gunnarsson, að því erhúseign þess snerti, með því að hann (L.) ætlaði að gera sjálfur boð í hana. J>á kemur 8000 kr. boð í hana frá öðrum manni, H. Th. A. Thomsen kaupmanni í Reykjavík. |>að vildi Lárus ekki láta taka til greina, með því að það hefði komið of seint. En hinn setti skiftaráðandi úrskurðaði, að 8000 króna tilboðið skyldi gilt tekið. |>á segir L. sig alveg frá búiuu með úrskurði. Um það er svo að orði komist í greininni: Út af þessu, að hann getur ekki svift búið 1000 krónum, verður Lárus svo œf- ur, að hann tekur forsætið og kveður upp svo látandi úrskurð (sem fyr segir). |>á skýrir greinarhöf. frá amtmanns- bréfinu, þar sem aðfarir Lárusar eru harðlega víttar, með þeim ummælum meðal annars, að hann (L.) hafi róið að því öllum árum, að búið misti 1000 kr., og því næst frá »bragarbót« þeirri, er Lárus fekk amtmann til að gera, eu það var aumingjalegt yfirklór yfir þetta bréf, er hann (amtm.) ónýtti þó aftur með því að lýsa yfir því í bréfi til ritstjóra Isafoldar, að hann g æ t i að öllu leyti staðið við það, sem hann hefði sagt í fyrra bréfinu, til síra Sigurðar próf. Gunnars- sonar. Út af þessari frægðarsamlegu frammi- stöðu amtmanns segir svo þessu næst í margnefndri grein: Eg ætla alls engum orðum að fara um þá staðfestu og þann skörungsskap, sem amtmaður þannig hefir sýnt í málinu, Blaðamannareynslan er sú, að fæst orð hafa i slíkum efnum minsta ábyrgð. En á hitt bendi eg, að amtmaður má þakka það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.