Ísafold - 04.08.1905, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.08.1905, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 199 Fyrirlestrar Monrads prests. Sá hinn góðkunni íslands-vinur, sem er nd orðinn allkunnugur hór, ætlar sér að flytja hér 4 fyrirlestra, eins og í fyrra, og byrja á morgun í Báruhús- inu. f>á talar hann um stórskáldið Hinrik Wergeland og frelsis- baráttu Norðmanna. |>að er mjög svo hugðnæmt umtalsefni fyrir oss, ekki sízt á þessum tímum, og enginn efi á, að hann kann að fara vel með það. Euda láta blöðin eystra, nyrðra og vestra mjög vel af því og ein- róma, hve vel honum hafi sagst á Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði; hann flutti þennan fyrirlestur þar í sumar, í öllum kaupstöðunum 3, á fsrð sinni hingað kring um land. Hinrik Wergeland, sem dó um sama leyti og Jónas Hallgrímsson, er alment kallaður fyrirrennari Björnstjerne Björn- sons. það er margt Iíkt með þeim. Hann var allra manna frumlegastur sem skáld, og því var svo um hann sem marga, sem líkt er farið, að sam- tíðarmenn hans skildu hann ekki til hlítar. En þeir sem á eftir honum komu hafa skilið það og viðurkent í einu hljóði, að hann var einn af heims- ins mikilmennum, þrátt fyrir það, þótt hugsjónaflug hans ætti sér engin tak- mörk, eða jafnvel einmitt fyrir það. Ljóð þau, er hann orti á bamasæng- inni, eru hinar mestu gersemar töfr- andi og ógleymanlegrar fegurðar. En hann var ekki síður þjóðmálaskörungur en skáld, svo frumlegur og kjarkmikill, að honum hefir verið líkt við Sverri konung. Svo má að orði kveða, að nær allur heimur hlýði um þessar mundir hug- fanginn á þau tíðindi, sem gerst hafa í vor og eru að gerast í Norvegi. En engin þjóð gerir það framar en vér ís- lendingar, né óskar frændum vorura Norðmönnum innilegar góðs gengis í stórræðum þeim, er nú hafa þeir í bund- ist. Banatilræði viðTyrkjasoldán. Honum var veitt banatilræði í Mikla- garði 21. f. m., með tundursprengingu, er varð meira en 20 manns að bana, en lemstraði 30. En soldán sakaði hvergi. Hann var á heimleið frá musterisbænagerð. Sprengingin var gerð fáeinum sekúndum of snemma til þess, að tilræðið hepnaðist. (Frétt þessa hafa Marconiloftskeytin ekki flutt hingað. |>etta hefir gerst einn þann daginn, sem skeyti eru ekki send — 8em sé skipura á leið vestur um haf. En þeirra vegna eru þau send aðallega). Norðmenn og Sviar. Nefnd á ríkisþinginu í Stokkhólmi hefir lagt til, að Norðmönnum sé því að eins gerður kostur á skilnaði, að þjóðin norska lýsi yfir þeim vílja sín- um með almennri atkvæðagreiðslu eða á nýju stórþingi, og þá sé leitað af nýju við Svía, auk ýmissa skilyrða annarra. |>ar á meðal þess, að ekki séu höfð nein kastalavirki á landa- mærum Svíþjóðar og Norvegs. |>ar næst leggur nefndin til, að hafðar séu til taks 100 milj. kr., hvað semj kann að skerast. Og er þar vitanlega átt við ófrið. Norðmenn taka ekki vel í þetta, sem og eigi var við að búast. Ráðaneyti konungs brá svo við nefndarálitið, að það sagði af sér, þeir Ramstedt og bans félagar. Krusen- stjerna heitir sá, er búist var við að tæki við af Ramstedt. Hann er eða var yfirpóstmeistari. ♦ Nýr þingmálafundur. Um hraðskeytamálið. Ár 1905, 30. júlí, var haldinn fund- ur að Gaulverjabæ eftir fuudarboði, sem gekk um allan hreppinn (Gaul- verjabæjar), nema 5 bæi, sem bannaðar voru samgöngur við vegna taugaveikis hættu á 3 þeirra. Af hér um bil 45 kjósendum til alþingis mættu á fund- inum 26, auk nokkurra annarra hrepps- búa; enn fremur 1 kjósandi utanhrepps. Tilefni fundarins var í fundarboðinu tilgreint það, að ræða um hraðskeyta- málið, sem nú liggur fyrir alþingi. Eundarstjóri var kosin Guðmundur þorkelsson hreppstjóri í Rútsstaða- Norðurkoti, og skrifari Einar Pálsson prestur í Gaulverjabæ. Var þá hið áðurnefnda mál tekið til meðferðar af fundinum, og tóku marg- ir til máls. Eftir að umræður höfðu staðið alllengi, var borin fram þessi tillaga til fundarályktunar, orðuð eftir skoðunum þeim, sem helzt komu fram í umræðunum: Eundurinn lítur svo á, að hrað- skeytasamband við útlönd og innan- lands sé ekki hið bráðnauðsynlegasta af framfaramálum landsins. í ann- an stað lítur hann svo á, að ráð- herrann hafi gengið út fyrir gildandi fjárlög og tekið fram fyrir hendur alþingis m3ð saraningi þeim, sem hann hefir gert við norræna ritsíma- félagið, auk þess að fundinum virð- ist sá samningur alls ekki hagkvæm- ur landinu. Eyrir því skorar fund- urinn á alþingi, að hverfa frá þeim samningi, en taka heldur samning- um við eitthvert hinna þráðlausu firðritunarfélaga. Að öðrum kosti leggur fundurinn til, að máli þessu sé með öllu frestað til næsta þings, eða þar til er kjósendur og alþingis- menn hafa náð að átta sig betur á því. Tillaga þessi var síðan borin upp til atkvæða, eftir að hún hafði verið rædd nokkra stund, og var hún sam- þykt með 24 atkvæðum. Enginn greiddi atkvæði í móti, og að eins kjós- endur greiddu atkvæði. Síðan var samþykt, að fela fundar- skrifara að géra ráðstöfun til að fund- argjörningur þessi berist leiðar sinnar svo tafarlaust sem verða mætti. Eundi slitið eftir nál. 3 kl.stundir. Guðmundur Þorkelsson. Einar Pálsson. S/s Botnia kom hingað frá Leith í fyrra dag þriðju ferðina með útlenda ferðamenn, 29 að tölu. Hennar kvað veravon 4. ferðina um miðjaD þ. mán. Alþýðu-samsöngurinn á sunnudagskveldið 30. f. mán., þeirra frk. Hellemann og hr. Sigfúsar Einars sonar, tókst mætavel og var fjölsóttur. Hann var ætlaður alþýðu í þeirri merkingu að eins, að inngangur var seldur óvenju-lágt. Frk. Anna Pálsdóttir lék undir, er hin sungu, og þótti gera það afbragðs- vel. Læknaskólastúdeut Sigvaldi Stefáns- son lék á harmonium mjög vel. Þjóðminningarhátíð var haldinhér í fyrra dag, 2. ágúsb, að vanda, á Melunum og Landakots- túni, en daufari miklu og tilkomuminni en dæmi eru til áður. Var þó veður mjög svo fagurt, glaða-sólskin og heið- ríkja allan daginn, en hvass þó nokkuð á norðan. Aukaskip frá Thorefélagi, s/s Modesta, kom i fyrra kveld l'rá Leith með ýmsar vörur, sem Tryggvi kongur varð að skilja þar eftir um daginn. I Lög frá alþingi. þessi frumvörp hefir þingið lokið við frá því um daginn: 11. Um samþyktir um kynbætur nautgripa: sýslunefndum veitt heimild til að gera slíkar samþyktir eftir til- lögu héraðsmanna á almennum fundi með 2/3 atkvæða. 12. Um að nema úr gildi lög 12. nóv. 1875 um þorskanetalagnir í Faxa- flóa. 13. Um að stofna slökkvilið á Akureyri. 14. Um skýrslur um alidýrasjúk- dóma: Landsstjórninni ber að annast um, að teknar séu árlega skýrslur um hina helztu alidýrasjúkd. hér á landi. Hornafjarðar-læknishérað er veitt eand. med. & chir. Halldóri Gunnlaugssyni. S/S Hólar, strandferðabáturinn, kom í gærmorgun austan um land með fjölda farþega, þar á meðal bæjarfógeta Halldór Daní- elsson og hans frú, síra Pétur |>or- steinsson í Heydölum og hans frú, Gísla Johnsen kaupm. frá Vestmann- eyjum, frú Ragnh. Thorlacius frá Djúpavog. Aðflutningsbannið. Frumvarpið það, um bann gegn að- flutning áfengra drykkja, er komið í nefnd í neðri deild: G. B., Á. J., Guðl., M. Andr., Tr. G. Fórn Abrahams. (Frh.) Hvernig má svo vera? Eg skýt því til yðar, herrar mínir. Kyn vort hefir alt sameiginlegt, og þó er því haldið fram, að hernaður sé nauðsyn. Og úr því að sérhvern ófrið verður að meta landráð við alt mannkynið, þá hlýtur að mega til hugsanrétt að meta hann ennþá meiri glæp við þá undirdeild mannkynsins, þá þjóð, er hann reiðir að bauasigð sína þá og þá í hvert skifti. Eg segi ekkert um mótstöðumennina. Hverjar afleiðingar hefir þessi ófriður hafb í för með sér? Aður en eg svara þeirri spurningu, verð eg að geta þess, að eg tel mig ekki meðal hinna trúuðu, sem svo eru nefndir. Eg er eins og fólk er flest. En einmitt þess vegna krefst eg al- mennra róttinda, fyrst og fremst þeirra réttinda, að mega segja eins og mér býr í brjósti. f>essi ófriður sýnir það, herrar mínir, að trú vor og yðar er ekki til öðru vísi en svo sem hugarburður einn, og ef til vill ekki einu sinni það. |>ví hvað er varið í trú, sem ekki getur afstýrt hernaði og hefir aldrei getað aftrað því, þótt haldist hafi nú nær 2000 ár, að helztu boðorð hennar séu vettugi virt og smánuð einmitt með vopnaviðskiftum og raannavígum. Eg tel mig sjálfan meðal mentaðra manna, og því er eg friðarvinur — meðal annarra orða, herrar mínir, hvernig víkur því við, að mentun get- ur af sér vantrú, en skapar friðarvini? En mín skoðun um það skiftir engu. Friðarhugmyndin er hátt upp hafin yfir velþóknun eða vanþóknun dauð- legra manna. Hugmyndin sú er einn bluti af trú vorri. Fyrir því er hernaður ekki einungis árás á réttmæta tilveru annarrar þjóð- ar — væri tilveran ekki réttmæt, þá væri þjóðin ekki til —, heldur beinlínis árás á tilveru guðs. Sá sem segir öðr- um hernað á hendur, eða kemur þeim til þess, hann segir blátt áfram: Eg efast um að guð sé til. — Já, eg tala við skyngóða menn og þykist því ekki þurfa að gera frekari grein fyrir þessu. það er því vort sorglega hlutverk, að sýna og sanna, að trúin sé ekki til. Eg get ekki verið að skifta mér af því, sem nú er kallað trú. f>ví ann- aðhvort er trú til, og þá er hernaður óhugsanlegur. Eða þá að hernaður er til, og þá er trú óhugsanleg. Af á- vöxtunum þekkist tréð og trúin af verkunum. Yér verðum enn fremur af sömu ástæðum að neita því, að til sé sið- menning. Hún hefir ekki rækt sitt hlut- verk, ekki efnt það, sem hún hefir lofað. Hugmyndin siðmenning vor felur í sér mentun, framfarir og uppgötvanir, ásamt ýmsu öðru, sem eg býst við að ekki þurfi að nefna. Tapast hefir bláleitt silkitau á götum bæjarins. PinnaDdi er beðinn að skila því á skrifstofu þessa blaðs mót sanngjörnum fnndarlaunum. Þilskipið kútter Élín, um 30 tons, með öllu til- hevrandi í ágætu standi, er til sölu. Kaupm. Siggeir Torfason í Reykjavík gefur allar upplýsingar. Skotfæri, patrónubelti, hlaðuar patrónur, patrónuhylki, högl og púður, ódýrast í verzl. B. H. Bjarnason. Storjolian prestar frá Kristjaníu, heldur fyrirlestur í dómkirkjunui með aðstoð dómkirkjuprestsins sem túlks föstudaginn 4. þ. m. um blóð Krists. Fyrirlesturinn byrjar kl. 8J/2 síðdegis. Uppboðsauglýsing’. Kynbótabúið á Breiðabólsstöðum sel- ur í haust nokkra hrúta til kynbóta, í Rauðgilsrétt fimtudaginn 28. sept. og þriðjudaginn 10. okt. Breiðabólsstöðum 25. júlí 1905. Ingólfur Guðmundsson. Um Henrik Wergeland og frelsisbaráttu Norðmanna flytur o. P. Monrad prestur hinn norski fyrirlestur í Bárufélagshúsinu annaö kvöld (laugard.) kl. 9. ASgöngumiðar á 1 kr. fást í afgreiðslu ísafoldar og við innganginn. Með s/s Kong Trygve og s/s Modesta til verzl. B. H, Bjarnason. Det ideale Liv eftir Henry Drummond fæst í bókverzlun ísaf.prsm. 3,00. Mjög góð bók.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.