Ísafold


Ísafold - 06.01.1906, Qupperneq 3

Ísafold - 06.01.1906, Qupperneq 3
ÍS AFOLD 7 þambarskelfir. Ráð-herra nefnir Snorri hann aldrei né aðra, er hann eða aðrir fornritahöfundar vorir minnast á, þá er konungar höfðu sér til ráðuneytis. Ráðherranafnið var að visu til áður i íslenzku, áður en stjórnarskráin nýja hljóp af stokkunum. En það þýddi þá að jafn- aði alt annað, hjá beztu rithöfundum vor- um að minsta kosti. f>að var að mér befir verið sagt þýðing á útlenda orðinu senator. f>vi var talað um ráðherra i Róm á sinum tima; eins i Hamborg og öðrum Hansa- stöðum. En sú merking er hinni gagnólik, og hefði verið .jafngott að hún hefði fengið að haldast, og ekki verið farið að gera glundroða með þessari vitleysu, sem hér um ræðir. Ráðherrar í Róm voru drotnar, sem engan mann höfðu yfir sér og voru einskis manns ráðgjafar, nema sjálfra sin. Það var réttnefni, að kalla þá ráð-berra. Eftir þeim mun sama heitið hafa verið tekið í Hansastöðum og viðar. Eg hefi nú veitt þvi eftirtekt, að sumir halda enn gamla, rétta heitinu: ráðgjafi, þar á meðal ísafold fremst i flokki, og þykir mér vænt um liana fyrir það, sem margt annað. Eg imynda mér lika, að þeir, sem ráðherra-nafnið not.a, geri það flestir, ef ekki i hugsunarleysi, þá af svo nefndri löghlýðni, sjálfum sér þvert um geð. En eg ætla nú að naumast geti mikið sagst á þvi, þótt þess kyns ómyndar-lagastafur sé að engu hafður og skapleg málvenja látin útrýma honum. Eg hygg þess vera ýms dæmi. Siðhótarlöggjöf vor fyrirskipaði, að yfir- umsjónarmenn kirkjunnar hér á landi, er höfðu verið nefndir biskupar í kaþólskri tið, skyldu heita súperintendentar. En skamma stund mun því boði hafa verið hlýtt og liklega aldrei af alþýðu. Bisknps- nafnið komst fljótt á aftur. sSkrifari við landshöfðingjaembættið* var aðstoðarmaður landshöfðingja nefndur í konungsúrskurði þeim, er þau embætti setti á stofn (1872). En landritari var hann fljótt skirður og kallaður i daglegu tali, og síðan alla tið, meðan það embætti stóð. Svona útrýmir málvenjan óviðfeldnum eða ambögulegum embsettislieitum. Ráðgjafa-nafninu villist og enginn mað- ur á. Þar er ekki um neitt tvent að tefla. Herra-nafnið í embættisheiti er og verður aldrei nema afkáralegt hégómatildur. Eða hvernig mundum vér kunna við það, ef farið væri að kalla sýslumenn sýsluherra, iækna læknisdæmisherra, hreppstjóra hrepps- herra, presta kirkjulierra eða eitthvað þvi um likt, og þingmenn þing-herra (sem er nú auk þess orðið spottnafn á einum til- teknum þingmanni)? Það hafa sagt mér fróð'r menn, að vel láti sér aðrar þjóðir duga annað en herra- nafn á embættismanni þeim, er hér um ræðir. Minister sé tíðasta nafnið þar, en það þýði að uppbafi það sem herratign er hér um bit ólikast, sem sé þjónn (þ. e. þjónn konungs eða aunarra þjóð öfðingja). Um enskan heim kváðu þessir embættis- menn bera yfirleitt ritaranafn (secretary). Það láta þá tvö ein hin voldugustu riki í heimi sér lynda, Bretar og Bandarikin i N.-Ameríku, Þvi hlægilegri fordyld verður það af heimsins óvotdugustu þjóð, að vera að klína h e r r a-nafni á þetta embætti. Hver getur og ábyrgst. að þýtyndi það, sem þykir hafa brytt beldur mikið á hér á landi siðan er áminst embætti komst á stofn, sérráðgjafa-embættið, stafi ekki eitthvað meðfram af þessu iburðarmikla valdsmanns- heiti? Það er ótrúlegt, hver ósjálfráð áhrif þess kyns orð, þótt. ekki sé annað, geta haft á ístöðulitlar sálir með nógum undir- gefnisanda. Eg skal geta þess að lokum, að kunn- ugur maður ráðgjafanum, sem nú er, þefir sagt mér, að sjálfur hafi hann einbvern tíma sagst kunna hálfilla við ráðherra- nafnið og betur við að heita ráðgjafi, heita það sem hann er: ráðgjafi konungs, og annað ekki. Þá þurfa jafnvel h a n s menn ekki að óttast vanþóknun hans, þótt þeir hætti að þrælbinda sig við ráðherranafnið. Hina mun ekki þurfa að bera fyrir brjósti. Þeir hafa sjálfsagt fulla einurð á að leggja það niður, eins og ísafold hefir gert fyrir löngu. — Að svo mæltu bið eg afsökunar á þvi, ef eg þyki hafa verið heldur ljöíorður um þetta smámál. Eg vildi hreyfa þvi, úr því að aðrir hafa ekki gert það, þótt eg sé ekki nema óbreyttur og fáfróður almúgamaður. Jarðarför Páls Ólafssonar skálda fór fram 2. þ. m. Lektor fórh. Bjarnarson flutti húskveðju, og sungin voru snjöll og fögur minningar- ljóð eftir forstein Brlingsson. Hér eru nokkur erindin, hin síðari: Við sáum svo íslenzk, svo ólmhuga skeið, að ófærur þurfti’ ekki að brúa; en góðhestum fækkar og grýtt verður leið — og gott var að eiga þá bróður í neyð og hina, sem með honum hlúa. Og henni við þökkum sitt þrekmikla stríð, sem þér fylgdi unaðarveginn og varði þig bezt þegar versnaði tið, og vermdi á hjarta sér blómin þín frið og fléttaði sjálf með þér sveiginn. Þó nú hafi skuggarnir skeiðið þitt stytt, þá skina þó ljóðin í heiði; þau breiða’ yfir næturnar norðurljós sitt á nafnið þitt kæra’ og á ættlandið þitt, og verða þér ljómi’ yfir leiði. Bœjarstjórn Reykjavíkur kom sér á siðasta fundi, 4. þ. mán., niðnr á þvi, að láta loks gera nýja sundlaug þar, sem hún hefir verið áður, fyrir 6,500 kr. eftir áætlun. Ekki vildi hún selja hólmann i Tjörninni; Hjörl. Þórðarson hafði falað. Hafnarnefnd lagði fram áætlun um aðgerð á svæðinu fyrir ofan Hafnarbryggjuna, milli geymsluhúsanna þar, og fól bæjarstj. nefnd- inni að semja við Tr. Gr. um að steinleggja svæðið fyrir norðan bankapakkhúsið og milli þess og pakkhúss Ásg. Sigurðssonar fyrir tóOO kr., og sömuleiðis að gera brim- klöpp frá Hafnarbryggjunni austur að brim- klöpp Thomsens fyrir 2000 kr. Vegafé var þannig ráðstafað: til Vonar- Btrætis 3185 kr., til Tjarnargötu 2500, til Vesturgötu 600, til Suðurgötu 400, til Norðurstigs 215, til Vitastigs 200, til Sprautuhúsvegar 200, Austurvallarrennu 900, til ofaníburðar 1800. Ennfremur var samþykt að taka 10,000 kr. lán til þessara vega: Þingholtsstrætis . . . 5000 Laufásvegar . . . . 4000 Bókblöðustígs .... 1000 Nokkrum málum visað til nefnda eða frestað. Eyrri umr. um 2 regiugerðir, brunamála og slökkviliðs. Brunabótavirðingar samþyktar á þessum húseignum: verksm. Mjölni við Laugaveg 23478 kr.; húseign Björns Simonarsonar (Vallarstr. 4) 19,571; Ingveldar Kjartans- dóttur á Laugaveg 11,808; Högna Finns- sonar við Bjargarstig 6,548; Guðm. Ás- bjarnarsonar við Njálsgötu 6,090. Takið eftir! þjóðræðisfél. heldur s k e m t i- fund miðvikudag 10. þ. m. Program afar fjölskrúðugt. Bélagsmenn geta vitjað aðgöngumiða í afgreiðslu ísafoldar þriðjud. þ. 9. og miðvd. þ. 10. þ. m. Aðgöngumiðar kosta 0,50. Forstöðunefndin. Karlmanns-gullhringur hefir tap- ast á götum bæjarins. Finnandi er vinsam- lega beðinn að skila honum i afgr. Isafoldar. Vinnukona óskast frá næstu krossr messu i Bankastræti 7. PfGíiínemi - þegar. Ekki eru teknir nema efnilegir piltar og allvel að sér. THE NOETH BRITISH ROPEWORK Co. K i r k c a 1 d y Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar flskilínur og fœri, alt úr bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kaupmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi, hjá kaupmanni þeim er þér verzl- ið, því þá fáið þér það Bem bezt er. Kína-lífs-elixír er ekki ekta nema frá Waldemar Petersen, Frederikshavn, Khavn. Á þeim tímum, er siðgæði er svo úr lagi gengið, að jafnvel annars áreið- anlegir og mikilsvirtir fésýslumenn hika ekki við að hafa á boðstólum stolnar eftirlíkingar af vörum, sem hafa haft mikið gengi og verið vel metnar tug- um ára saman, ekki af öðru en sér til lítils hagnaðar, verður það ekki nógsamlega brýnt fyrir þeim, sem vör- una nota, að vera sem allra aðgætn- astir þegar þeir kaupa. Abatinu sem altaf er miklu meiri á þeirri stolnu eftirlíkingu heldur en á frumvörunni, er mismunandi, og fer eftir því, hvað hin stolna eftirlíking er góð, með öðr- um orðum eftir því, hvað þessum mönnum finst ekki virðingu sinni of nærri gengið að hafa á boðstólum. En hvort sem hann er mikill eða lít- ill, þá blekkja þeir þó þá sem neyta og selja þeim fyrir almennilega áreið- anlega vöru svo sem Kína-lífs elixfr tilbóning, sem þeim er allseudis ómögu- legt að líkja eftir minstu vitund — vöru, sem neytendur óska sér alls ekki, og ennfremur vöru, sem ekki ger- ir þeim það gagn, er þeir reyna að hafa upp úr henni fyrir fé, er þeir hafa aflað sér með súrum sveita. f>etta er dýrkeypt reynsla mín, því aldrei bfða þó neytendur eins mikið tjón eins og sá, sem búið hefir til hina frumlegu vöru, er hann hefir varið mestöllu lífi sfnu til að framleiða, og er seld fyrir það verð, er samsvarar hvergi nærri vinnu þeirri, er hann hefir varið til þess að fá hana gerða. Eg verð því að brýna fyrir neytendum vörunnar að varast sérhverja eftirstæling og gæta þess jafnan, að grænt lakk sé á flöskustútnum og á því inn8iglið V-FP- og að Kínverji með glas í hendi só á miðanum yfir nafni frumleiðandans Waldemars Pet- ersens, Frederikshavn, Köbenhavn. Fæst hvarvetna á 2 kr. flaskan. Œ3Ög mar“ar tegundir, M/ t/ö lj > bókverzlun ísaf.prsm. Pennastokkar margar tegundir, mjög ódýrir, f bók- verzlun ísaf.prsm. Teiknibestik hvergi ódýrari en í bókverzlun ísa- foldarprentsm. Jansens og Klaveness prédikanir fást enn í bókverzlun ísa- foldarprentsm. Alveg nýtt! Eg undirskrifaður tek að mér að selja fyrir þá er þess óska ýmiskonar lausafjármuni, svo sem húsgögn, f a t n a ð og ýmsa aðra muni, er menn vilja koma í peninga. Virðiugarfylst Valdemar Ottesen. Laugaveg 12. Telefónfélag Keykjav. og llaf'iiaríjaröar. Aðalfundur laugardag 13. janúar kl. 5 sfðdegis á skrifstofu ísafoldar. Lagð- ir fram ársreikningar 1905. Stjórn ko8Ín, o. m. fl. Jón Þórarinssoii p. t. forseti. LíUistwpí á Laugaveg 27. Undirritaður, sem um mörg ár hefir stundað líkkistusmíði í útlöndum og nú tekið sér bólfestu hér og stundar sömu iðn, hefir þegar á boðstólum úrval af líkkistum af öllum stærðum og með mismunandi verði, t. d.; svartar líkkistur frá 14—100 kr. og gular 20—100 kr. (hver), alt vönduð vinna og fylgir að láni fögur ábreiða á skammelin í kirkjunni. Kisturnar má líka panta hjá herra kaupmanni Mattliíasi Matthíassyni. Reykjavík, 5. jan 1906. Virðingarfylst G. E. J. Guðmundsson. A1 d a n. Aðalfundur næstkomandi mið- vikudag á vanalegum stað og stundu. Árfðandi að allir félagsmenn mæti. Stjórnin. V í ii b e r pundið á 60 aura, kæfa, gott ísl. smjör og rjúpur í verzlun Boga A. J. Þórðarsonar. Ráðskonustaða i boði, 14. maí. Upp- lýsingar i vistráðningarstofunni í Veltu- sundi nr. 1. , Félagsbakaríið Með því að nú hefir verið gert við bökunarofninn í Vesturgötu 14, baka- ríið sjálft og öll áhöld svo sem frek- att eru föng á, verða þar nú bökuð almenn rúgbrauð, auk normal- brauða, maltbrauða og alls konar hveiti- brauðs. Vér mælumst því til, að heiðraðir skiftavinir vorir, sem hafa keypt af oss brauðseðla, taki brauð út á þá í vesturbænum í brauðsölu- búð félagsins í Vesturgötu 14, en í austurbænum hjá hr. Adam þorgríms- syni Grettisgötu 26, eða ekkju Th. Matthiesens við Laugaveg. Bakarar þeir, sem um undanfarn- ar vikur hafa gert oss þann greiða, að leysa inn brauðseðla vora, eru hætt- ir því úr því þessi dagur líður. Reykjavík 5. janúar 1906. Fyrir Félagsbakaríið C. Frederiksen. Umboð. Undirskrifaður tekur að sér að kaupa útlendar vörur og selja ísl. vörur gegn mjög sanngjörnum umboðslaunum. G. Sch. Thorsteinsson Peder Stramsgade 17. Köbenhavn K. Saltfiskur, þorskur og þyrsklingur, fæst í Sjávar- borg. Asg. Sigurðssoii. cTíauiisíi cRlmanaR 1903 fæst í bókverzlun ísafoldarprentsm. Ritstjóri Björn Jónsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.