Ísafold - 13.01.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.01.1906, Blaðsíða 1
- 'K.emnr út ýmist einn sinni eöa tvisv. í vikn. Verð árg. (80 ark. minn8t) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. UppsSgn (skrifleg) bnndin v'ð áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlaus við biaðið. A fgreiðsla Austurstrœti 8 XXXIII. árg. I. 0. 0. F. 871198 7». Faxaflóagufubáturinn Reykjavik ler upp i Borgarnes 14., 19. og 26. jan. 5., 12. og 24. febr. og 5., 14., 22. og 31. marz. Kemur við á Akranesi báðar leiðir. Suður fer hann (Kefiavik m.m.) 1., 16. og 20. febr.; og 9., 19. og 26. marz. fgg* Fer jafnan héðan kl. 8 árd. stundvísl. Ipgf* Kaupendwr ISAFOLDAR hór í bænum, sem skifta um bústaði, eru vinsamlega beðnir að láta þess getíð sem fyrst í afgreiðslu blaðsins. Augnlækiiing ók. 1. og B. þrd. kl. 2—3 i spítal. Forngripasafn opió Á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2x/2 og ú*/2—7. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til 10 síðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8^/2 sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10»/2—12 og 4—6. Landsbankinn 10 ^/a—2^/a. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrdM fmd. og ld. 12—1. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14,1. og3.md. 11—1 Breyting á bæ j ar stj örnarl ögum Reykjavikur. Kosningalöyin um of við vöxt? Margir tala um, að það muni vera óhæf lög fyrir oss, bæjarstjórnarkosn- ingarlögin nýju, sem kosið var eftir um daginn í fyrsta skifti. J>að sé að- flutt vara, dönsk, og muni tæplega eiga vel við hér, fremur en margt annað, er dregið hefir verið í búið hjá oss með líkum hætti. jpeim finst aldrei hafa verið meira stefnuleysi í kosningttm en hér var um daginn, — ekki landsmálastefnuleysi; stefnufesta í þeim getur gert eins mikið ilt og gott í bæjarstjórnarkosningum; held- ur hitt, að ekki var sýnilegt að kosið væri eftir neinni stefnuskrá annari en þeim hégóma-metnaði, að vera ekki út undan fyrir sína stétt eða sitt félag, þótt ekkert kæmi félagsskapurinn við bæjarmálum. — Eétt er að taka það fram í þessu sambandi, að það er tómur blekking- arþvættingur og annað ekki, að stjórn ræðismannafélagið Fram-og aftur hafi orðið 3igursælt f þessari bæjarstjórnar- kosningu. f> a ð kom a ð e i n s að efsta manninum á sínum lista, eins og trésraiðafélagið, skipstjórafélagið og kaupmannafélagið. Hitt er tilviljun tóm, að efstiráblaði hjá þeim félögum þremur voru sumir meðal þeirra, sem stjórnræðismannafélagið hafði hnýtt aftan við forustusauðinn á sínum lista. Nema svo sé, að það hafi vitað af Ulnefning hinna félaganna og elt hana. í>á hefir það verið fyrirhugað ráð, til ólíkinda gert, en ekki tilviljun. — Kristján Jónsson, sem Fram og aftur Baátti ekki heyra nefndan í bæjarfull- ^úastöðu, af því að hann er ekki 8tjórnarfylgifiskur, hann fær langflest atkvæðin; s v o glæsilegur er sigur stjórnarmanna, eða hitt heldur ! Ekki er þó þetta stefnuleysi áminst- um lögum að kenna beinlfnis. Nema að því leyti, sem segja má, að þau Béu Reykjavík laug-ardaginn 13. janúar 1906 3. tölublaö. EDIHBDB6 Í REYKJATÍE minnir hina heiðruðu landsmenn á sínar miklu, íjölbreyttu og ódýru vörubirgðir af öllum tegundum. Útibú hefir verzlunin á ísafirði, Akranesi og Keflavík, sem einnig hafa hinar sömu vörur á boðstólum. Á öllum þessum stöðum kaupir verzlunin íisk hæsta verði fyrir pening’a Út í hönd eða vörur eftir samkomulagi. Oskar hún velvildar yðar og viðskifta nú í ár, sem að undanförnu. VERZLUNIN TA. Jksfsksffff ú INGDLFSHVOLI hefir altaf bezt, mest og ódýrast úrval af alls konar vefnaðarvöru. almenningi hér heldur mikið v i ð v ö x t. En svo er um mörg nýmæli, bæði hér og annarsstaðar. J>að er vand- ratað meðalhófið þar sem víðar. Með- an þjóðir eru á vaxtarskeiði og fram- fara, þurfa og eiga lög þau, er þeim eru gerð, að vera sniðin þeim nokkuð við vöxt, eÍDS og fötin á unglinga. En svo miklu má þó ekki muna á vídd eða lengd, að seint eða aldrei vaxi sá út í klæðin, sem þau á að bera. Dæmið frá prestkosningalöyunum. Greinilegt dæmi sllkra laga og flest- um minnisstætt eru prestkosningarlög vor. þeinf var ætlað fyrst og fremst að taka fyrir það hneyksli, að handó- nýtir ræflar eða gjörspiltir óreglumenn kæmust í prestsembætti og síðan brauð úr brauði. Frumkvöðlar þess nýmælis gerðu sér hér um bil alveg vísa von um, að þjóðin, söfnuðirair, sem prest- anna skyldu njóta, mundu stauda þar ólíkum mun betur í dyrum en háyfir- völdin, sem þóttu líta oft og tíðum frernur á hitt, hvort umsækjandi þarfn aðist viðurlífis, eða væri þeim sjálfum eða þeirra vinum vandabundinn, held- ur en hitt, hvort líklegur væri hann til að verða góður sálnahirðir. En hver hefir reyndin orðið? 8ú, að mjög lítið hefir borið á, að dyrnar inn í prestsembættið og síðan brauð úr brauði hafi ekki verið gerðar viðlíka víðar og hliðið viðlíka hátt eft- ir sem áður. Báðríkir sveitarhöfðing- jar eða þá misjafnlega vandaðir sjálf- skapaðir safnaðarleiðtogar hafa tekið þar við, sem háyfirvöldin hættu, og látið söfnuðina velja stundum hiklaust af verri endanum, ef svo réð við að horfa, þvert ofan í sýnan hag safnað- armanna, andlegan og jafnvel verald- legan. það er eins og þar hafi varla fremur en áður getað að dyrum borið svo miklum óreglu-kryppum búinn né hneykslis-synda-böggum klyfjaðan úlf- alda, að eigi hafi verið gert hlaupvítt fyrir hann inn um þær. »Sú skjöldótta* hefir vissulega veitt margt brauðið hér á landi þau nær tuttugu ár, sem lögin þau hafa verið í gildi, — skjöldótta beljan í einhverju gervi, sínu á hverjum stað eða í hvert skifti. Og það hefði enn oftar borið við, ef yfirstjórn kennilýðsins hefði ekki notað stundum vald sitt til að afstýra því fyrir fram með því að setja ekki al- þekta gallagripi »á skrá«, þótt til þess væri fastlega mælst af safnaðanna hendi. f>jóðin er með öðrum orðurn ekki vaxin út í lagaklæðin þau enn. Vér vonum að hún verði það einhvern tíma. Vér bíðum þess von og úr viti jafnvel; því hér á það við sem víðar, að sund lærist seint á þurru landi. Tilætlun kosningalaganna nýju. Kosningalögin nýju e r réttarbót að því leyti til, að áður gat fjölmennasti kjósendaflokkurinn ráðið e i n n kosn- ing a 11 r a fulltrúanna, og það þótt hann hefði ekki nema örlftinn minni hluta fram yfir hvern hinna flokkanna. Nú er það af tekið. Hugsjón og til- ætlun nýju laganna er, að þær skoðan- ir og stefnuskrúr, sem nokkurt veru- legt fylgi hafa meðal bæjarmanna, eigi hver sinn talsmann í bæjarstjórn, og þá því að eins marga, að samsvar- andi hluti kjósanda hafi þá sömu skoð- un og stefnuskrá. f> á eru lögin rétt notuð, er kjósendur skifta sér í flokka þann veg, og kjósa eftir því, en alveg rangt, ef þeir gera það aðallega eða ein- göngu eftir stéttum, eða kunningsskap, í því skyni að gera þeim eða þeim kunn- ingja sínum greiða, sem auk þess að hafa hausavíxl á réttum og röngum hvötum til taka að sér fulltrúamensk- una. Eétta hvötin er vilji og máttur til að verða bæjarfélaginu að liði, láta eitthvað til sín taka því til nytsemdar og framfara. Eanga hvötin er hégómleg metnað- arfýsn, upphefðin tóm. í>ví þykir það vera sannreynt að jafnaði, að þeir séu áfjáðastir í þá stöðu, sem minst eiga þangað nyt- semdarerindi, en hinir tregastir, sem mest gera gagnið þar. Fyrir því liggur það í augum uppi, Det ideale Liv eftir Henry Drummond fæst í bókverzlun ísaf.prsm. 3,00. Mjög góð bók. SiaquppÉáttapappír (transparent), 5 kvartil á breidd, fæst í bókverzlim ísafoldarprsm. eru beðnir að vitja Isa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum að þá fyrst eru bæjarmenn vaxnir út í lög þau, sem hér um ræðir, er þeir flokka sig eftir skoðunum, og hafa það sjálfsafneitunarvald yfir sér, að þeir greiða atkvæði öllum þeim, sem á full- trúaskrá slíks flokks standa, hvort sem þeir hafa sjálfir beint mætur á þeim ö 11 u m eða ekki, eða þó að þeim sé einhverjum betur við þann og þann, er á annari skrá stendur. jþroskaminsta stigið er, að kjósa eftir eiginhagsmunum, vinfengi eða kunn- ingsskap; þar næst eftir smæsta og náuasta félagsskapnum, sem kjósandi er í, einkum e( þar er um einhverjar hagsmunalíkur að tefla fyrir sjálfan hann. J>á eru hin víðtækari félags- bönd vettugi vírð, þau er miðuð eru við almenningshag. f>á tvístrast kjós- endur margir eins og sauðir í haga eftir grænu toppunum, sem þeir eygja eða halda sig eygja. Samvinna er hér óhjákvæmileg, ef vel á að fara, og stefni hún að sæmi- legu, almennu markmiði. Án hennar er ekki fremur hægt að fá kosið af viti en að setja skip, ef ekki leggjast allir á eitt, heldur togar sinn í hverja átt. Nauðsynleg breyting á bæjarstjórnarlögunum Að öðru leyti virðist rétt að sæta þessu færi til að minnast á bæjar- stjórnartilskipunina fyrir Eeykjavík (frá 1872), að hún er orðin a 1 v e g ú r e 11 að ýmsu leyti. Einkum er tvent í henni, sem breyta þarf nauð- synlega. það er hvorttveggja bæði úrelt og óhagfelt. Annað er tvískifting kjósenda eftir efnum, en hitt kjörtímabilið, 6 ár. Fyrra atriðið þykir nú orðið víðast óhafandi. |>að er að vísu enn í lögutn í Danmörku, en þar er nú barist fyrir að fá því breytt. f>að var apað hér eftir Dönum á sínum tíma, svo sera margt aunað, þótt aldrei væri hér nein þvílík átylla sem þar til þess; það er ólíkt, hve auðmagni er misskiftara þar en hér. Hér mega allir heita féleysing- jar, — sömu féleysingjarnir. f að er lang- samlega úreltur hugsunarháttur, að miða manngildi við fjáreign. \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.