Ísafold - 20.01.1906, Side 2

Ísafold - 20.01.1906, Side 2
14 ÍSAFOLD Erlend tíðindi. (Marconiakeyti). Jpessi eru helztu tíðindin frá því fyrir síðustu helgi: Bldfjöllin Vesúvíus og Etna bæði tekin til að gjósa ákaft. Járnbraut utan í Vesúvíus gjörskemd. Land- skjálftar ákafir í Kalabríu á Ítalíu. Fólk mjög felmtsfult þar. Dálítils landskjálfta vart í Vín. Ennfremur vart við landskjálftakippi á Ungverja- landi. Af byltÍDgunni á Rússlandi það helzt að frétta, að stjórninni í Péturs- borg hefir lánast að böndla fulltrúa- nefnd verkmanna þar og gerir sér von um, að það muni skjóta öðrum bylt- ingarmönnum skelk í bringu. Tveim sprengikúlnm varpað að vagni Tsjernikoffs landshöfðingja. Qann varð sár og kona hans. Rússneskt herlið umkringdi járnverk- smiðju á einum stað á Póllandi, þar sem pólskir byltingamenn höfðu aðalstöðvar sínar. þar var barist stundum saman. Margir byltingar- menn féllu eða urðu sárir. Hinir flýðu. Nýtt verkfall í Pétursborg, í 9 verk- smiðjum, og urðu 24 þús. manna at- ▼innulausir. Skærur enn með Tartörum og Armen- um í Tíflis og þar í grend. Tveim Armenaþorpum eyddu Tartarar með eldi og höfðu dulbúið sig Kósakka- búningi. Tveim sprengíkúlum var kastað til Kósakka frá Armenaskóla einum í Tiflis. Einn drengur hlaut bana. Kó- sakkar umkringdu búsið og skutu á það. jþá sprakk mikið af sprengikúl- um þar inni, og bönuðu 33, en 300 urðu sárir. |>að bar til í Pétursborg, að her- málaráðgjafi Kóreuríkis, sem þar var gestur, varð fyrir banatilræði af ungum Kóreumanni, er særði ráðgjafann 11 sárum. Svo hefir hermálaráðgjafi Rússkeis- ara sagt blaðamanni einum, að 1600 milj. pd. sterl. hafi ófriðurinn við Japaua kostað Rússa. f>að er sama sem nærri 29 þús. milj. kr. (29 miljarðar). Kosningum á E n g 1 a n d i líður það, að í gær höfðu verið kosnir alls 193 stjórnarsinnar og 52 stjórnarandstæð- ingar (íhaldsmenn). Alls eru þingmenn í neðri málsstofunni 670. Meðal fall- inna þingmannaefna voru þeir Arthur Balfour, forsætisráðgjafinn, sem áður var, Gerald Balfour fyrv. verzlunar- málaráðgjafi, Lyttleton f. Dýlendumála- ráðgjafi, og Long, f. írlandsráðgjafi. Kína og Japan hafa fullgerðan samn- ing síh í milli um Mandsjúríu og Port Arthur. Missætti með Frökkum og Venezúela- ríki í Ameríku þar komið, að slitið er sendiherrasambandi þar í milli. Enn- fremur slitið sæsímatengslum milli Venezúela og Bandaríkja. Látinn er Harper, rektor Chicago- háskóla, og Mars'nall-Field, miljóna- mæringur í Chicago. Gistihallar-b r u n i mikill í Minnea- polis. Sjö hundruð gestir, agndofa af bræðslu, sumir fáklæddir, sátu í glugga- kistum og biðu bjargfæra. Níu manns biðu bana. Slökkviliðsstjórinn lét líf sitt; var að bjarga gamalli konu. Fjár- tjón nær 1 milj. kr. Stjórnbyltingaraðferðin nýja: Aðgerðaleysið. II. (Síðari kafli). |>að er rétt, sem segir í heimsfram- faragreinÍDni í síðustu Review of Re- view8: Aldrei sfðan er alþýðan í Rómaborg flutti sig burt til Fjallsins helga og hafði upp úr því sameinaða »verkfalli« alþýðuforingjana og alt það stjórnfrelsi, er því fylgdi, — aldrei síðan hefir neitt því líkt við borið eins og þetta, er hefir af sér getið stjórnarskrá Rússa. pá var það ekki nema lítill hópur óbrotinna bóndamanna, sem gengu frá vinnu að litlum bæ hálf-fjöllóttum. Nú er það stórt keisaradæmi með mörgum þjóðum, sem gerir verkfall. f>að var gizkað á, að þeir væri svo sem l^ milj., er hættu vinnu í raun og veru; að meðtöldu skylduliði þeirra hefir það numið 9—10 miljónum. En allir hinir, öll þjóðin — þeir eru taldir 143 milj., allir þegnar Rússakeisara — sætti sig við það ogsamþyktist því eindregið, með því og að vinnuleysi hinna gerði þeim mjög mörgum annað lítt hægt. Allur lýð- urinn var samtaka eins og einn maður. þeir forðuðust ofbeldi eins og þeir forð- uðust vinnu. Magnlausu byltingarupp- þoti brá að vísu fyrir hér og þar, með tilheyrandi skotum og manndrápum. En mergðarvíg urðu engin, sem bvlt- ingum fylgja að jafnaði ella. f>etta var aðgerðalaus uppreísn. Hljóðir og einbeittir gengu menn miljónum saman vinnulausir og matar- lausir og eldsneytislausir, karlar og konur, börn og gamalmenni. f>eir egndm ekki hrannvíg á hendur sér. f>eir gerðu ekki neitt; það var alt og sumt. En einmitt þann veg gerðu þeir alt. Verkalýðurinn skildi, að hann hafði nógan máttinn; hann hélt að sér höndum; og þar með var þjóðfélagið gert aflvana. Hið frámuualega rúss- neska þol, sem gert hefir margan orstuvöll frægan og margan langvinnan leiðangur sögulegan, gerði sér umtals- laust að góðu harðrétti það, er gjalda varð fyrir frelsið. f>ar var bylting, sem var framkvæmd með því að svelta sig sjálfkrafa. |>ar með hefst nýr kapítuli í mannkyDssögunni. Verk- fallið, hið alkunna vopn verkmanna til að afla sér hærra kaups eða að fá styttan vinnutímann, hefir reynst öfl ugasta stjórnbyltingarvélin, sem til er. Eagar sprengikúlur eða strætavirki, enginn vopnaður múgur hefði nokkurn tíma orðið eins drjúgvirkur eins og þetta einfalda, lítilmótlega ráð: að hætta að vinna. það er skemst af að segja stjórn- byltingunni á Finnlandi í haust, að hxtn var ekki fulla viku að komast í kring. Með almenuu verkfalli og viturlega og stillilega ráðnum byltingar- tiltekjum varpaði þjóðin af sér öllu rússnesku stjórnarvaldi á Finnlandi og fekk því áorkað, að keisari veitti henni þingstjórnarfrelsi það, er hún hafði haft áður. það var í rnánaðamótin á október og nóvember. Stjórnfrelsis- menn héldu samkomu í höfuðborginni, Helsingfors, og gerðu menn á fund landstjórans rússneska, IvansObolensky fursta, er fóru fram á, að stórhertoga- dæminu Finnlandi skyldi stjórnað eftir sáttmála þeim, er Alexander keisari I. hafði gert og undirgengist 27. marz 1809, er hann tók við stjórn laDdsins (af Svíum) og eftirmenn hans á keis- arastóli Rússa höfði allir unnið eið að, er tóku við ríki. |>eir fóru og fram á, að stofnað væri til þings og umboðs, stjórnarsamkundan úr lögum numin með öllum hennar stjórnardeildum, en hún hafði verið síðari árin ekki annað en verkfæri í hendi stjórnarinnar í Pétursborg til þess að gera landið rússneskt. Stjórnarhöfðingjar þar þorðu nú ekki annað en segja af sér og styð]a fyrnefnda bænarskrá til landstjórans. En hann hét því í nafni keisarans, að til þings skyldi kvatt hið bráðasta, og að herlið skyldi láta almenna fundi hlutlausa og alla þá menn, er með friði færi og spekt. — Verkfallið al- menna tók fyrst og fremst fyrir allar almennar samgöngur: póstgöngur, járn- brautarferðalög, gufuskipaferðir, símtal og símrit. Nokkur þúsund bæjar- manna í Helsingfors skipuðu sér í lög- gæzlusveit með vopnum til þess að halda uppi friði og reglu. Merkin rússnesku voru dregin niður á öllum stjórnarhúsakynnum og Finnlands- merki dregið upp í þeirra stað. Stúdent- ar og verkamenn gengu í skrúðgöngu- fylkingum upp í anddyri stjórnar- Bamkunduhallarinnar, svo sem eins og væru þeir að vitja helgra dóma; það var til að skoða blettinn, þar sem Schaumann hafði vegið Bobrikoff lands- stjóra fyrir nokkrum missirum. Tíu þúsundir hermanna úr varalið- inu lögðu á stað frá Pécursborg til Finnlands. En það lið var látið snúa heim aftur von bráðara vegna þess, að þar bryddi á samhygð við byltinga- menn, og þótti því ekki treystandi. Obolenzky fursti sendi tundurbát með fréttirnar til Pétursborgar og bæn- arskrá Finna; því enginn gekk póstur þar í milli á sjó né landi og því síður að hægt væri að koma símskeytum. Keisari svaraði því viðstöðulaust með þeirn hætti, að hann reit undir boð- skap til Finna, þar sem veitt var alt það, er um hafði verið beðið. Óll þau nýmæli voru úr lögum numin, er lög- leidd höfðu verið síðustu 6 árin í því skyni, að hafa af Finnum alt sjálfs- forræði og gera Fmnland að vanalegu rússnesku héraði. Lausnarbeiðni stjórn- arsamkunduhöfðingjanna var veitt og þingkosnÍDgar fyrirskipaðar. þingið átti að koma saman 20. desbr. og skyldi hafa vald til að færa út kosningarrétt- inn. þÍDgið skyldi og hafa fjárveit- ingarvald. Keisari sendi 4 herskip til Helsing- fors með 10 þúsundum hermanna, til þess að skerast í leik, ef FinDar sýndu sig í að vilja losast alveg við Russa. En það höfðu þeir aldrei ætlað sér. yelferðamefnd, skipuð af bæjarstjórn- inni, hafði á hendi löggæzlu alla í bænum og vann í samræmi við verk- fallsnefndina. Svo var verkfallið rækilegt í Helsing- fors og flestum borgum öðrum á Finn- landi, meðan það stóð, að vinnukonur og þjónustustúlkur hjá heldra fólki hættu að gera nokkurt handarvik. Húsbændurnir urðu að matreiða handa sér, ræsta híbýli sín, þvo af sér fötin m. m. Veitingastöðum öllum var lok- að og skólum, og búðum öllum nema brauðbúðum, kjötbúðum og mjólkur- búðum. f>eir sem þurftu að flytja eitt- hvað um bæinn, urðu að aka því sjálfir á handvagní; enginn mátti aka vagni né hjólbörum fyrir aðra. Mjög var til þess tekið, hve mikil hefði verið spekt og regla í höfuðstaðn- um þann tíma, er verkfallið stóð. þar sást enginD maður drukkinn. Engin spjöll gerð eða óskundi, smár eða stór.— Mörgum rann til rifja meðferð Rússa á Finnum undanfarið, stjórnarskrár- brot það, er gert var á þeim fyrir 6 árum, og öll þau réttarspjöll, er þeir hafa orðið fyrir síðan. það er mælt, að nokkuð hafi opnast augu keisarans, er hann var þar á ferð við land í sumar á skemtiskipi sínu. Meinið er það um hann, sem aðra víðlenda ein- valdshöfðingja, að sjá verður hann flest með annarra augum, og má því þvi hafa marga óhæfu í frammi í hans nafni og umboði, sem honum er íjarri skapi. Nú fagna allir vinir Finna víðsvegar um heim endurfengnu sjálfsforræði þeirra, og dást mjög að því, hve fim- lega og giftusamlega þeim hefir tekist að afla sér þess. Guðm. Hannesson héraðslæknir á Akureyri hefir afráð ið að vera kyrr þar, eftir almennri áskorun héraðsbúa og þrátt fyrir jafn almenna eða enn almennari áékor- un VeBtmanneyinga um að sækja um þ.að hérað. Hann segir sér hafa gengið það helzt til að vilja komast burt og og til Vestmanneyja, að það sé um- svifalítið hérað og að þar hefði hann haft fulc frelsi til annarra starfa, en telur sér aðra hluti betur gefna en að vera læknir. Segir læknisstarf vera »ilt, ófrjálst og vandasamt«. — Stjórnar- óþverrablaðið á Akureyri hafði lagt hann í einelti út af því, að hanu bauð sig fram til þingmensku þar í fyrra, og höfðu einhvern getið þess til, að hann væri að flýja undan því. En það for- tekur hann að sér hafi nokkurn tíma verið nærri skapi; og mun alls eigi þurfa það að rengja. Fyrir þess kyns ófagnaði sitja þeir sem fastast að jafn- aði, sem dálítið er í spunnið. Hr. G. H. Iýkur máli sínu( í NI.) á þeirri ósk, að úr því að hann verði þar nyrðra áfram, þá verði hann öllum góðum drengjum góður liðsmaður, en hinum — versti þrándur í Götu. Og er það vel mælt og drengilega. UmVestmanneyjahérað er það að segja, að nú er mælt að þangað eigi að láta Ólaf Guðmundsson f. hér- aðslækni Rangæinga, í því trausti, að heilsa hans, sem mun hafa lagast nokkuð, geri honum fært að þjóna svo hægu héraði. Saingirðingar. Nl. segir frá fyrirmyndardæmi uœ þær, úr Óngulsstaðahreppi í EyjafirðL Framfarafélag hreppsins er búið að koma upp á 2—3 sumrum 7,200 faðma vírgirðingum um tún og engjar, og er mikið af því samgirðingar, en ráðgert að bæta þar við meira en 12,000 föðmum á næsta vori. Jarðabótailags verkatala þess sama félags varð árið sem leið 1300. Sumstaðar hafa og bagar verið girtir, ýmist algirtir (á Óngulsstöðum) eða það sem þurfa þykir (Garðsá). f>að er rétt, sem tekið er fram í Nl. (af Kr. U. Benjamínssyni), að ekki má blanda saman vírgirðingum yfirleitt og túngirðingalögunum alræmdu, sem nú eru og til grafar gengin að rnestu. Landgirðingar er einhver hin mesta búnaðarframfaranauðsyn, sem til verður nefnd, og vírgirðing mjög víða langtil- tækilegust, ekki sízt fyrir kostnaðarsakir. Að öðru leyti minnum vér á mjög vel samdar og rækilegar greinar um sam- girðingar m. fl. í ísafold lð.apríl og 24. maí í fyrra, eftir Vigfús Guðmundsson í Haga. Taugaveikin í Hafnarfirði er mikið í rénun. Eng- inn veikst síðustu dagana. Hún er og mjög væg í flestum, nema í 1 húsi, Guðmundar JónssoDar skipstjóra. þar dó þrent hvert á fætur öðru, hann og kona hans Guðrún Olafsdóttir frá Bygggarði, og barn þeirra, 5 ára gam- alt. |>að fekk heilabólgu, er varð því að bana. Konan var og mjög veik fyrir áður, hafði alið barn nýlega. Guðmundur skipstjóri var og óhraust- ur, hafði meðal annars fengið áfall ú höfuðið í sumar í ferð til Noregs, og mun hafa búið að því enn. Skarlatsótt segir Nl. að gert hafi vart við sig nýlega á tveim bæjum í Siglufirðv en væg hafi hún verið.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.