Ísafold - 14.03.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.03.1906, Blaðsíða 2
58 ÍSAFOLD ir. Til þ e s 8 var Templarafélagsskap- urinn nógu góður, þegar í nauðir rak. |>eir hafa sumir verið þakklátir fyrir það, en aðrir verið jafn-uppfullir rosta og yfirlætis andspænis honum eftir sem áður. þeir hafa verið í sjálfs 8Ín aug- um (en e k k i annara) meiri mikil- menni en svo eða þá of hátt settir í mannfélaginu til þess, að þeir mættu kannaat við slíka tollheimtumenn, Templarana. Líkt má segja um Hjálpræðisherinn. |>að er raunar lítilræði, sem hann hef- ir afrekað, í samanburði við hitt. En gott er það og lofsvert. f>að kannast allir mætir menn við og samvizkusam ir. |>að sem þ e i m þykir að, er ekki framkoma hersins, heldur háttsemi menningarminsta hluta höfuðstaðarlýðs- ins við hann, skrílsæði það, er hann hefir löngum í frammi haft á fundum hersins hér, þótt nú sé þó mjög mikið úr því dregið og það sé vonandi á för- um. Nei. f>að e r engin nýlunda, þótt sumir hátt settir þjóðarleiðtogar í höf- uðstað vorum bregði grön við merki- legum nýjungum og landsheillavæn- legum. Tilraunafélagið getur látið sér það í jafnlitlu rúmi liggja eins og Templarafélagið gerði á sínum tíma, — og varð að góðu. Enginn þarf og að kippa sér upp við það, þótt sú kynslóð sé býsnamikilli hjátrú hald- in og hindurvitnum, þeirri elztu og skaðvænustu hjátrú mannkynains, að enginn hlutur sé sá í tilverunni, sem •vísindin* kannist ekki við, á því reki, sem þau eru þá eða þá. Hún á þar óskilið mál við mikinn þorra heldri manna með öðrum þjóðum. Eða þó að það fólk sé þeir manna þrælar, að afneita sannleikanum, þótt nasa- sjón hafi af honum, meðan hann er í minni hluta. Að reyna að myrða hann i vöggunni hefir tíðum verið slíkra manna iðja frá því er sögur fara af. |>að er alt á þeirra ábyrgð sjálfra, enda súpa þeir sjálfir af því seyðið síðar meir. Tilraunafélagið lætur sig það engu skifta. f>að fer s i n n a ferða. f> a ð ber ekki ábyrgð á heimsk- unni og lygasamsetningnum, sem sagð- ur er um starf þess. J>að ber ekki ábyrgð á því, þótt miklu af meiri háttar lýð þessa bæjar, körlum og konum, finnist það vera skaðsamleg óspilun og vanbrúkun á gáfum þeim, er guð hefir gefið honum, að nota þær nokkurn tíma til að h u g s a, heldur sé það eitt samboðið virðingu þess fólks, að lepja hvað eftir öðru í algerðu hugsunarleysi sérhverja heimsku, sem að eyrum ber, eins og páfagaukar, — þá helzt, sem first er öllu viti, með þar við eigandi óðamælgi. |> a ð ber ekki ábyrgð á því, þótt sum hin allra göf- ugustu heiðarkvendi bæjarins gæði hvert öðru á hinum allra-aulalegustu andatrúar-lygasögum, innan um sí- streyman kafiisamkundu-vellandann. |>yki þeim nauðsyn til bera, að koma almenningi á þá fáránlegu trú, að þær hafi minni vitsmunaforða í sinni rúmgóðu heilaskrínu heldur en mælt er að fuglakynið, sem syndir hérna á læknum á sumrum, hafi í sinni örlitlu höfuðskel, þá þær um það. Vér látum það alveg hlutlaust. Guðm. B.jörnsson héraðslæknir kom heim aftur í gær- morgun með s/s Laura úr sinni utan- för, frá Khöfn. Hafði dvalist nokkrar vikur í hverri þessara 4 borga um sig, viðlíka leDgi alstaðar: Lundúnum, Farís, Berlín og Kaupmannahöfn. Lætur mikið vel af sinni ferð. Erlend tíöindi. Marconiskeyti I. 13. marz. Eftir 3 daga bardaga tókst amerísku herliði og farmönnum ásamt lögreglu- liði í Filippseyjum að stráfella 600 seka skógarmenn, sem höfðu gert sér virki á snarbröttu fjalli nærri Golo. þar varð að vinda upp fallbyssum 300 fet með hjóltaugum í voða skothríð frá virkisbúum. Af BandamönDum féllu 18, en 52 urðu sárir. Skógarmenn voru allir drepnir. Mælt er, að Ameríkumaður einn, er Jackson heitir, hafi komist að samn- ingum við Rússastjórn um að grafa skipaskurð úr Eystrasalti suður í Svartahaf. Keisarinn í Kína hefir tekið þunga sótt og hefir höfðingjalýður ríkisins hvaðanæfa verið kvaddur að sóttar- sæng hans. Heldur vænlegri horfur á stórvelda- fundinum í Algeciras (um Marokko- málið). Fulltrúi Rússa styður nú mál- stað Frakka. Fulltrúi þjóðverja hefir gengið að því, að Fiakkar og Spán- verjar baldi uppi lögreglu í Marokko með þeim skildaga, að þar yfir sé sett alþjóöa-eftirlit. Maður úr flotastjórn Bandaríkja hélt því fast fram á málfundi í Chicago, að herskipastóll Bandaríkja þyrfti að vera á undan tímanum og viðbúinn ófriði með örstuttum fyrirvara. Yoða loftbrestur varð í Courrieres- námunum (á Frakklandi). Allir þess dægurs verkamenn voru að vinnu niðri í þeim, og eru menn hræddir um, að þeir muni hafa allir týnst. Síðari fréttir segja hafa verið hræðilegt að- komu fyrir þá, sem voru að leita að líkunum. Hörmungarsýn, er körfurnar voru að koma upp úr námunni fullar af sundurtættu mannaholdi og bein- um. Konur réðust æðistryltar á hlið- in í kring til þess að komast að körf- unum. Menn eru hræddir um að brátt verði að hætta öllum bjargráðum vegna óþefsins af hálfrotnuðum mannabúk- um og hrossskrokkum í hrönnum. Gjafir streyma að til líknar eftirlátn- um munaðarleysingjum. II. Lítið eitt er að frétta með póstskip- inu um fram það er Marconiskeytin hafa flutt eða nánara en þau herma. S 1 y s i ð í Norvegi var nýorðið, og hefir sem betur fór miklu minna úr því orðið en fyrstu fréttir gáfu í skyn eða hræddir voru menn um. það var í útveri, skamt frá þrándheimsfirði, þar sem heita Gæslinger. f>að eru smáeyjar 3 og margir hólmar. Al- mennÍDgur reri þar þennan dag, fyrra föstudag, 1200—1500 manns, en hrepti ofsastorm með fjúki. Fjölda báta hvolfdi eða þeir hröktust. En mjög mörgum mönnum var bjargað af kili eða hins vegar. Og vissu menn síðast ékki fyrir víst, að druknað hefði meira en 50—100 manns. En tjón á bátum og veiðarfærum mjög mikið, skiftir tugum þúsunda. Efnt til almennra aamskota til að bæta það. K r ý n i n g Hákonar konungs er ráðgerð á Jónsmessu í sumar eða um það leyti, í dómkirkjunni í Niðarósi. f>ar verður stórmikið um dýrðir. — Norðmenn í Ameríku ætla að gefa honum þá veglegt skemtiskip, er nefn- ist Leifur Eiríksson. f>eir eru að Bkjóta saman í það. B r e t a r ætla að veita á þessum missirum Transvaal og Óraniu sjálfs- forræði, — löndunum, sem þeir unnu af Búum fyrir skemstu. f>að er nýja stjórnin, sem það ráð tekur. En íhaldsmenn mæla þar mjög í móti. Arthur Balfour, forsætisráðgjafinn gamli, hlaut kosniugu í City f Lund- únum með miklum atkvæðamun. Dáinn er í Khöfn prófessor Arthur Feddersen, fiskifræðingurinn þjóðkunni, er hér ferðaðist fyrir mörgum árum, rúmlega sjötugur að aldri. Minna virðist vera nokkuð um hryðjuverk á Rússlandi. f>að gerðist þó nýlega í þorpi einu skamt frá Riga, að af 130 mönnum, er Kósakkar hittu þar fyrir með vopnura, voru 100 látnir fara úr öllum fötum á þjóðvegi mið- jum, leggjast þar flatir og hýddir miskunnarlaust. Hinum var varpað í dýflissu. Hún var svo full, að fleiri komust ekki fyrir þar. ^ ■ —----- Nýr Islands uppdráttur. Höhenschichten-Karte von Island von Th. Thoroddsen. 1:750,000 Gotha. Justus Perthes. 1905. f>etta er fyrstí hæðauppdráttur sem gerður hefir verið af Ielandi, bygð- ur á 1400 hæðarmælingura, 800 eftir þorv. Thóroddsen, 600 eftir Björn Gunnlaugsson og aðra, sýndur með 9 litum. þeir landshlutar sem hafa hæð frá 0—100 stikur (3874 þml.) hafa grænan lit, og eru það undirlendin meðfram sjónum og dalirnir, sem skerast upp í hálendið; en ljósgrænan lit hafa þær spildur sem eru 100—200 st. háar; það eru útjaðrar undirlendisins, sem næst liggja hálendinu. Bleiki liturinn tekur yfir stærst svæði. 200—800 st. há; hann skiftist aftur í 3 litblæi, sem snögt á að líta virðist sami litur. Ljósbleikastar eru 200—400 st. hæð- ir; svo eru allir afréttir, sem næst liggja bygðum; lítið eitt dekkri blæ hafa 400—600 st. háir landshlutar; þannig er efri hluti afréttanna, en svæði 6C0—800 st. há hafa enn þá dekkri blæ, eins og Stórisandur, Ódáða- hraun og svæðin næst jöklunum, og mikið af hálendi Vestfjarða. Tangar úr þessum bleika lit teygjast fram úr hálendinu og afmarka skarpt fjall- garðana, aem eru umkringdir af græna litnum. Leirgrá eru þau svæði, sem eru 800 —1200 st. há, 800—1000 st. ljósari, en 1000—1200 st. dekkri. f>ann lit hafa útjaðrar jöklanna, mestur hluti Langjökuls og Eyjafjallajökuls, Gláma, Drangajökull, Súlur, Hlöðufell, Fjórð- ungsalda, Askja og mörg fleiri fjöll. f>au eru eins og eyjar innan um hinn bleika lit og auka mjög á skýrleik og fegurð uppdráttarins. Loks hafa þau svæði, sem eru 1200 —1500 st. há, rauðleitan lit daufan, er aftur hefir tvo litblæi, dekkri 1500 st. og lítið ljósari þegar hæðin kemst þar yfir; svo eru allir hájöklar lands- ins og auk þess: Snæfell, Dyngjufjöll, Trölladyngja og Hekla; hæstu hnúk- arnir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar hafa einnig þenna lit. Á þenna uppdrátt hafa hinar slð- ustu leiðréttingar mælingamannanna dönsku verið settar. Skaftafellssýslur hafa því fleiri nöfn og öðruvísi útlit en á gömlu uppdráttunum. Skeiðarár- sandurinn og Núpsvötnin hafaöll tek- ið talsverðum breycingum, sömuleiðis Veiðiós og Kúðafljót. — Stöðuvötn og ár eru með hvítbláum lit; svo er einn- ig hafið kringum landið að 100 st. dýpi; bláan lit hefir 200 st. djúp; 50 st. dýpi er sýnt með blárri boglínu. f>ó mikill nafnafjöldi sé á þessum uppdrætti og mjög margar tölur til að sýna hæðirnar, þá er hann þó skýr og fallegur, og hefir á sér hinn smekklega blæ, sem Justus Ferthes uppdrættir hafa að jafnaði. Enginn uppdráttur, sem gerður hefir verið afísiandi hing- að til, veitir jafngóða hugmynd um yfirborð landsins, eins og þessi; það er eins og landið lyftist upp fyrir augum manns með öllum sínum ójöfnum, höllum, hnúkum, dölum og sléttum. Óskandi væri að hann kæmist inn á sem flest íslenzk heimili. Einkum er það þó gleðiefni fyrir alla þá menn sem fást við kenslu, að geta hagnýtt sér þennan uppdrátt, þv£ til kenslu ber hann mjög af öllum öðr- um. Og þótt hann kunni að vera held- ur lítill á vegg í stóra kenslustofu, þá eru litir hans svo skýrir, að þeir bæta laDgsamlega upp það, sem vantar á stærðina. Suðaustur af Breiðamerkursandi út í horninu er lítill íslands uppdráttur,. er sýnir bygt land með grænum lit, en óbygðir hvítari, en grasbletti alla í ör- æfum og óbygðum eru rauðir dílar hafðir til að sýna. f>að er góð leið- beining fyrir ferðamenn til þess að geta fundið áningarstaði á hálendi ís- lands. f>að fer að verða býsDamikið, sem dr. f>orv. Thoroddsen hefir starfað að því að auka þekkingu á íslandi bæði utanlands og innan. f>að er eigi að eins í jarðfræði, sem hann hefir aukið' þekkingu manna, heldur einnig í söga og landafræði Islands. Jarðfræðisupp- dráttur hans, sem hefir fengið maklega viðúrkenningu í útlöndum, má kallast hið mesta stórvirki eftir einn mann». Með Landfræðissögu sinni hefir hann fylt upp stóra eyðu f sögu landsins sem ekkert var ritað um nema í mol- um hingað og þangað, og óhætt má telja eitt af myndarlegustu og beztu ritum úr sögu landsins; og loks þessi hæðauppdráttur af landinu með öllum þessum fjölda af hæðamælingum, sem hefir þurft svo mikinn tíma til og elju. Og þegar hér við bætast öll önnur rit og bækur á íslenzku og útlendum málum, þá dettur manm í hug starf- semi Guðbrands biskups og Bjarnar Gunnlaugsaonar og annara beztu manna, sem þjóð vor hefir átt; meðal þeirra hefir f>orvaldur Thoroddsen áunnið oór sæti. Hæðauppdráttur þessi, sem hér er getið, fylgir bók, sem nú er að koma út á þýzku eftir f>. Tb. og heit- ir: Grundriss der Geologie und Geo- lographie von Island. Sú bók verður meira en 40 arkir prentaðar með mörgum uppdráttum til skýringar. Vonandi koma þessir uppdrættir í íslandalýsÍDgu þeirri, 8em dr. f>orv. Thoroddsen er nú að rita fyrir Bók- mentafélagið. O. Hjálpræðisherinn. Hann heimsækir hér um þessar mundir yfirmaðurinn í Danmörku og á íslandi, kommandör C h. S o w t o n, maður fyrir innan fertugt, en hefir verið liðsforingi í hernum 23 ár, fyrst 7 ár í Ameríku, og síðan á Norður- löndum leng3t, Svíþjóð, Danmörku og Norvegi. Hann er enskur að uppruna, frá Lundúnum, en mælir nú reiprenn- andi á danska tungu og sænska. Hann er af öllum, sem til hans þekkja, sagð- ur mesti ágætismaður. Fáliðuð mun honum þykja sveitin hér. En einróma lof mun hann un> hana heyra af mætra manna munni og málsmetandi, meðal annars og ekki sízt fyrir alt hið mikla líknarstarf hans, frá upphafi. Honum mun og þykja það vera ekki ómerkilegt, að hann heldur eina gistihælið fyrir al- menning, sem hér er til, í bæ með 9—10 þús. íbúa, með því gjafverði, sem hver fátæklingur er vaxinn og vitan- lega með miklum tekjuhalla fyrir sig- Báðgjaílnn kom heim aftur i gærmorgun með 8/s Laura úr konungsgreftrunarför 8inni. Afrek hans önnur í ferðinni herma stjórnarblöðin sjálfsagt. f>au hafa ekki birzt enn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.