Ísafold - 16.05.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.05.1906, Blaðsíða 2
Þér á ekki að vera vært! Fataskifti. Nú erta kominn út í snmarföt- unum þínum, BMO! f>að er auðséð á þvi, að þú ert svo létt- ur á þér, þegar þú ert að hlaupa undan sannleikanum og þekkingunni. Og eg veit hvers vegna þú hefir haft fataskifti, því þú lýsir tilfinningum þinum á þá leið, í seinasta Þjlfi (á föstud.), að þér finnist eins og ísafold sé að »hella yfir þig keitu«. (Þú kemst sjálfur svona að orði, og það er einstaklega likt þér, eins og þú kannast við). Og ég er ánægður með árangurinn. Þér á ekki að vera vært, né öðrum sem ern að æpa með hroka um það, sem þeir hafa enga þekkingu á. Þið eigið ekki að hafa tima til að þurka ykkur á milli þess sem verið er að hella yfir ykkur. Og eg skal gera mitt ti! að sjá um það. Það er engÞvert að segja, að grein þin sé ekki svara verð. Það er hún svo framar- lega sem nokkuð er við hana að athuga. Hitt er annað mál, hvort ekki er vonlaust um, að þú fallist nokkurn tíma á sannleik- ann, hvað oft sem þú sér, að þú fer með rangt mál. En ég ætla að minsta kosti að gefa þér iækifæri til þess Veizt hvorki ísafold hefir ekkert rúm fyrir upp né niður. allar athugasemdir minar við grein þína. Ekki nema örfáar. En eg ætla að nota rúmið. — Þú gefur í skyn, að ég muni hafa samið æfintýri: Ur dularheimum. En svo þykir mér líklega skömm að því, að hafa samið fegurstu æfintýrin, sem is- lenzk tunga geymir! Mér þætti gaman, ef þú vildir benda mér á einhvern rithöfund i heimi sem vildi ekki kannast við sína eigin snild. Svo minnist þú á Snorra og rithátt hans, og talar um es. Eg skal nú ofurlítið reyna að sópa van- þekkingarrykið ofan af hugsunum þínum, Þú hélzt þvi fram um daginn, að Snorri hefði aldrei ritað es, og eg var að sanna þér þá, að það væri ekki satt, og nefndi dæmi. En eg hefði liklega átt að segja þér meira, fræða þig betur. Eg hefði átt að segja þér nokkur þekk- ingaratriði viðvikjandi dularsambandinu. Því þú veizt þar hvorki upp né niður, og það er ómögulegt að tala við þig um mál- ið, nema fræða þig ofurlítið; því ekki ger- irðu það sjálfur; það heyri eg. Endurminninga- Eg hefði átt að segja þér sannanir. frá því, að hver einasti visindamaður heimsins, sem hefir rannsakað þetta mál, hefir kom- ist að þeirri niðurstöðu, að afarmiklir örð- ugleikar væri á endurminningasönnunum. Sú grein er fyrir þvi gerð, að endur- minning jarðneskra atvika sé undir því komin, i hve nánu sambandi atvikin standi við tilfinningalif mannsins. Hinn framliðni sé þvi jarðbundnari, sem styttra sé liðið frá skilnaði hans við jarðneskan líkama, og hafi því meiri skilyrði til að láta það eðli sitt í ljós. Hugsir þú um dularsambandið i nokkrum skyldleika við æfintýrin, þá verðurðu lika að hugsa um þelta, En það er ekki von þú hafir getað það hingað til, því þú hefir ekki vitað það fyr en nú. Nú get eg sagt þér það, að kvöldið sem æfintýrið »?« var ritað, var oftar ritað í því er en es. Fimm menn voru viðstaddir skriftina, og eru allir fúsir að bera um það sem þar var ritað. Handritið er til sýnis, hefir alt verið geymt vandlega. Þeir sem skriftinni réðu voru spurðir, hvort þeir vildu halda þessari ósamkvæmni i rithættinum. Því var neitað. Þá voru þeir spurðir, hvort skyldi heldur vera, hvort Snorri hafi notað heldur. Þá var skrifað: »’Stundum er’, segir hann, 'eða alt af', en hann man það ógerla. Og sama er honum um, hvort stend- ur; má vera es (til þess að gera það forn- legra)«. Og það er ekki óliklegt, að það sé rétt kenning, að framliðnir menn muni ekki svona örlítil atvik eftir 665 ár hetur en þetta. Munurinn á es og er er að þvi leyti hér um bil sami eins og hlutfallið á milli je og é nú. Mér þætti ekki ólíklegt, að þú sjálfur myndir ekki vel eftir 665 ár hér frá, hve- nær þú fórst að sleppa y úr málinu. En liklega er nú y-hatrið einna sterkasti hnút- urinn, sem bnndinn er við fiitt tilfinningalif. En auk þfss sagðist sambandsstjóri fá Snorra til að rita það mál, sem miðillinn gæti ekki ritað. Hvort konum hefir tek- ist það, ætla eg ekki að þreyta til festu. En siðan hefir það verið gert. Leiktu það Meðal annars liafa nýlega verið eftir! skráð með sama hætti og æfin- týrin yndisleg kvæði á ensku máli, sem hér er ekki rúm fyrir, en vera má að birtist síðar. Þar hefir þá Guð- muudur Jénsson gert það sem enginn annar íslendingur getur: ort gullfallegt kvæði á ensku máli, svo likt þvi enska stórskáldi, sem það er eignað, að það þekkist ekki frá öðrum kvæðum hans. Seytján ára piltur íslenzkur yrkir yndis- lega fagurt kvæði á ensku máli! En hvernig stendur á þvi? Það eru rúnir fyrir ykkur, BMO! En hann hefir gert enn meira. Hann hefir snúið á ensku einu þeirra islenzkra kvæða, sem einna örðugast er að þýða á útlent mál, meðal aunars fyrir það, hve málið liggur yndislega Ijúft á kvæðinu: Dalvisum Jónasar Hallgrimssonar (Fítil- brekka! gróin grund!), svo nákvæmlega og fagurt, að stórsnild er á. Finst þér undarlegt, þótt hann sé kall- aður »8káldkonungur Islands«, ef hann er einn um hituna — og seytján ára gamall? En svo ert þú með svikabrigzl í hans garð. Auðvitað mundirðu skammast þin fyrir það, ef þú þektir hann. En það er engin afsökun. — En viltu gera nokkuð fyrir mig eða láta einhvern annan gera: koma við svik- um með þvi, að hafa þræl-bundið fyrir augun og skrifa upp hvaða orð sem eg vil í einhverri bók, sem eg tiltek —, segja mér t. d. 3. orð i 12. línu á einhverri bls., sem eg tek til, og skrifa það upp á þvi letri, sem þú þekkir ekki sjálfur (G. J. skrifaði t. d. griskt og hebreskt letur); — eg lesa dag eftir dag í bókum inni í iokuðum bókaskáp ? Getir þú þetta ekki, né bent á einhver ráð til að gera það — hver er það þá, sem svikur sannleikann? Lífseigur Finst þér ekki vitleysan i þér kálfur. núna vera einna lífseigasti kálf- urinn, sem þú hefir alið? Jú, þú verður þér alt af meir og meir til skammar, þvi lengur sem þú æpir. Það er svo litill vandi að fletta ofan af ranglætinu hjá þér, þvi þú hefir svo litið að hylja það með. Eg hefi bent á tvö atvik, sem nægja ein út af fyrir sig til þess að sýna, að G. J. gœti engin svik haft frammi, þótt hann langaði til. En til hvers væri að langa? Heldurðu að hann viti ekki, að megnið af laununum fyrir að ganga í þjónustu nýs sannleika eru svívirðingar? Sér þú þá ekki, að svikabrigzlin þín eru sprottin af illgirni ? Og í þessu máli berum við fyrir ykkur báðum: þér og henni, einstaklega »notalega fyrirlitningu«. Þú ættir að minsta kosti að þegja þang- að til þú veizt, hvað þú átt að tala um. Það er ekki meira en meðal-prófessors verk. Mér er alveg óskiljanlegt, hvað þú átt bágt með það, — alveg óskiljanlegt, hvað kálfurinn þinn er lifseigur. En reyndu nú þetta! Og eg skal að minsta kosti heita á þig, að láta þig engan frið hafa til að verða þér til skammar. Meira get eg ekki gert fyrir þig. TDEDU8. Hug vekjarinn skagfirzki. Hafsteinsstaðafjandinn fer nú ferða sinna Mórauð hundtik mögn- uð var hann, o. s. frv. (Alþingisrímur). í 9—13. töbl. í>lfs ritar »Skagfirzkur bóndi« langt mál, sem hann nefnir hugvekju. Bóndi þessi mun vera einn af þeim, sem nfðið rituðu í f>if. um skagfirzka kjósendur, sem voru svo djarfir að vera mót stjórninni í rítsíma- málinu og uudirskriftarmálinu, og sýndu vilja sinn með undirskriftunum síðast- liðið sumar. Mjög ánægjulegt er það, að félagar bónda þessa, sem hjálpuðu honum með fyrri jidfs-greínina, hafa nú ekki viljað vera með honum í sorpkastinu. Greínarhöf. hefir séó, að ekki mundi lengur duga að halda því fram, að undirskriftirnar sönnuðu ekki vilja mikils meiri hluta Skagfirðinga í nefnd- um málum. Tekur hann því þaó fanga ráð, sem honum er tamast, að óvirða mótsöðumenn sína á ýmsan hátt, og og fimbulfamba um fjölmargt mál- efninu óviðkomandi. Að svara grein þessari orði til orðs kemur mér ekki í hug; þess gerist ekki þörf. AUir kunnugir menn, sem vilja leggja það á sig að lesa greinina, sjá, að hún er öll, ósannindaþvættingur og bull. Sérstaklega er óþarft að svara henni vegna þess, að hún ber svo ljóslega með sér, hver er höfundurinn. En mað- ur sá er fyrir löngu orðinn héraðsfrægur á vissan hátt; þó ekki fyrir sannleiks- ást. Ókunnugum til fróðleiks vil eg þó benda á tvö af hinurn mörgu stór-ósann- indum greinarinnar, svo þeir fái ofur- litla hugmynd um manninn. Greinarhöf. segir, að ritsímanefndar álitið hafi verið geymt á Sauðárkrók þangað til undirskriftirnar voru um garð gegnar, af því þeir, sem undir- skriftunum söfnuðu, hafi ekki viljað láta það sjást. Sannleikurinn er sá, að ritsímanefnd- arálitið kom ekki, og gat ekki komið, til Sauðárkróks, fyr en mörgum dögum eftir að undirskriftinnar voru um garð gengnar. jpetta er ofurhægt að sanna með vottorðum póstmanna. A öðrum stað segir greinarhöf., að framsóknarflokkurinn hafi komið í veg fyrir, að akbraut kæmist á í sýslunni, sem vitanlega er eitt hið mesta nauð synjamál okkar. f>að er langt síðan þingmálafundur sá var haldinn, sem höf. minnist á. þá var Jón Jakobsson þingmaður Skag- firðinga. Valtýingar og and-valtýingar voru þá engir til, og yfir höfuð naum- ast nokkur stjórnmálaflokkaskifting. sökum ókunnugleika manna á málinu var ekki óskað eftir akbrautinni Menn héldu, að fóð yrði hvergi veitt, og vildu spara fyrir landsjóð. Eini maðurinn eem að ráði mælti með því, að beðið væri um akbrautina var Ein- ar Guðmundsson dbrm. í Haganesvík. En hann hefir hvorki fyr né síðar ver- ið talinn stjórnardilkur. En stólpa- gripir stjórnarinnar, sem nú eru, svo sem Jón bóndi á Hafsteinsstöðum, mæltu málinu ekki liðsyrði. Að segja að stjórnmálaflokkadráttur hafi komist að í máli, þessu er svo stór ósannindi að það er jafnvel, und- arlegt, að greinarhöf. skuli ekki fyrir- verða sig fyrir að segja slíkt, þó að hann vitanlega sé ekki vandur að orð- um sínum. Hve mikið sé að byggja á því, sem maður þessi segir, má einnig sjá á því, að hann glósar um að eg hafi spilt fyrir nefndu máli. f>á var eg unglingur og átti ekki heima í Skaga- firði. Svona er maðurinn sannorður. jþað er annars dálítið broslegt, að greinarhöf. skrifar eins og honum sé ant um framfarir. Hann má þó vita, að héraðsbúum er kunnugt, að hanö hefir varið sínum litlu kröftum til spilla fyrir hverri framfaraviðleitni, sem hann hefit náð til, svo sera vatns- veitingum í stórum stíl hér á undir- lendinu, bryggjugerð á Sauðárkrók o. s. frv. Greinarhöf. verður mjög tíðrætt uW kosningar og kjörfundi. f>ar sprakk blaðran. Eitt sinn var það nefnil., að Jón bóndi á HafsteinS- stöðum bauð sig fram til þings. Hann fekk lítinn byr. Margir hafa víst átt erfitt með að sjá þingmannshæfileika hans. Sumir hafa og sjálfsagt af brjóst- gæðum viljað forða honurn frá þingsetu. Að menn voru svo hlálegir að kjósa- hann ekki, sárnaði manninum mjög, og hefir hann síðan á sína vísu reynt að halda nöfnum mótstöðumanna sinna á lofti. Einkum hefir honum verið ant um orðstír keppinauts síns Stefáns kennara. f>að hefir hann sýnt leynt og Ijóst. f>ó ekki á mannfundum, þaí sem Stefán hefir verið staddur. þarna mun að leita orsakanna tií ýmissa ritsmíða í stjórnarblöðunum f seinni tíð, héðan úr Skagafirði, og eitt- hvað svipað hefir máske hvatt greinar- höf. til þessara prédikana. Sauðárkrók 6. maí 1906. S. PÚTUESSON.. L/agakennarastyrkurinn. Veittur var í síðustu fjárlögum 5000 kr. styrkur úr landssjóði »til lögfrseð- ings til að búa sig undir að verða kenn- ari við lagaskólann« fyrirhugaða. Til þess að leysa af hendi það vanda- mikla hlutverk og leggja þar með hyrn- ingarsteininn undir þá mikilsverðu stofn- un hefir ráðgjafinn nú ávalið — —' mág sinn Lárus Snæfellinga-yfirvald !! Hann gerði í vetur annan mág sintt að fræðslumálaumsjónarmauni, í staff Guðm. Fiunbogasonar, sem staðan hafð1 ætluð verið af þjóð og þingi, og ráð' gjafanum sjálfum til skamms tíma. Ætli hann muni ekki eiga fleiri mág® sem hregt er að stinga að bitlingum? Harðindin. Hverful varð umskifta-vonin sú uc® daginn. Hann gekk að vísu í austut' landnorður á sunnudagskvöldið og fér að væta; gerði jafnvel stórrigningu uD* nóttina, sem hélzt fram eftir degi ^ mánudaginn, þ. e. í fyrra dag. En vaf genginn í norður aftur fyrir kveld °f> hefir haldið áttinni þeirri síðan, m0ð bý8na stormi að jafnaði og allmiklu frosti á nóttum. Rigningin hér mánU' dagsnóttina var og fjúk til fjalla; snjó aði niður undir bygð. Norðanveðrið mikla 26.—28. f. máö virðist hafa verið jafn afskaplegt kriug' um alt land hér um bil, með mik*1* fjúki og frosti norðanlands og aust0,11 tiltakanlega. S/s Hólar voru þá á ferð norður uUV lögðu á stað frá Höfn í Borgarfit^1 föstudagskveldið 26. f>að var þá, 80lIJ veðrið skall á, og varð skipið að lác9> reka á reiðanum fulla 2 sólarhriuga' til miðnættis á laugardagskveldið. P tók veðrið að lægja lítils háttar, °& sigldi skipið sig upp til Yopnafjarð®r. á 12 klukkustundum. Veðrinu fyté * öskubylur og 6 stiga frost. Br® öldustokk á Hólum og meiri skemá,r urðu. Svo var mikið snjókyngi við Eyí* fjörð, að daginn, sem s/s Hólar bél ^ þaðan aftur, 3. raaí, fór síra ÁrU1 ^ Grenivík heiman frá sór til sjáv»r Bkíðum, og var snjórinn þó í hné, 0 á skíðunum. Hann ætlaði á til Flateyjar, til messugjörðar á P eyjardal.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.