Ísafold - 01.05.1907, Síða 1

Ísafold - 01.05.1907, Síða 1
ISAFOLD. Oppsögn (sanfleg) bttnília áramót, ógild aema komtn sé til átgefaada tyrir 1. okróber og kaup- andi skuldiaas við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8 Reykjavík miðvikudaginn 1. maí 1907. ^&emur út ýmist ^ina sinni eöa tvisv. i viku. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa llVj doll.; borgist fyrir miöjan júlí (erlendis fyrir fram). XXXIV. árg. I. 0. 0. F. 88538 V, Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—ö i spital. í'Forngripasafn opiö á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 */* °g ó1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* siöd. ‘•Landakotskirkja. Gubsþj.ö1/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn vid 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8.' Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og !d. 12—l. Lækning ók. i læknaák. þrd. og fsd. 11—12. 17áttúrugripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1 Lögtaks verður krafist á óborguðum orgelgjöld- um 1906, ef þau ekki verða borguð innan 8 daga. Kristján iÞorgrímsson. íslenzkt miljónarfélag. P. J. Thorsteinsson & Co. í staðTuliniusar-miljÓDafélagsius, sem ekkert varð úr, er stofnað þessa dag- ana annað miljónafélag (eða miljónar-), til atvinnureksturs hér á landi, og það meira að segja í 8 1 e n z k t að miklu .leyti. Tveir íslenzkir kaupmenn, P. J. ThorBteineson í Khöfn (frá Bildudal) og Thor Jensen í Reykjavík, hafa lagt samau og braytt sínum verzlunum og ‘þilskipaittveg m. m. í hlutafélag, er inefnist P. J. Thorsteinason & Co. og hefir að stofnfé 1 miljón króna. f>eir hafa ýmiat lagt fram sjálfir eða skrifað Æig fyrir samtals nokkuð raeira en faelming þess mikla íjár, og hafa því bolmagn atkvæða í félaginu. f>ar f felast vitanlega verzlanir þeirra hér á landi, f Reykjavík, Hafnarfirði, á Pat reksfirði og Bíldudal, ásamt þilskipa- útveg þeim, er fylgir verzlununum, að fráskildum botnvörpungnum Jóni for- seta og fiskiskútunni DraupDÍ, sem hr. Thor Jen8en á að eina f félagi við aðra. Pyrir því má kalla félagið íelenzkt, og þó eigi síður vegna hins, að öll at- vínna félagsins verður rekin hér á landi, nema eala á afurðum þese er- lleudis og varningskaup þar. Að öðru leyti eru hluthafar yfirleitt danskir fésýslumenn og eiga heima í Khöfn. Nýjar verzlanir ætlar fél. að Btofna í Gerðum í Garði og á Norðurfirði á Ströudum. Tólf manna etjórn er í félaginu, þar áaf 5 forstjórar og 7 ráðunautar. JForstjórarnir eru þeir P. J. Thor- steinseon, Thor Jensen, A. T. Möller og Aage Möller bræður, eigendur A. T. Möllers verzlunar í Khöfn, og Chr. Rasmussen, kaupmaður í Leith. Meðal ráðunautanna er kommandör Nielseu, er var áður einD meðal for- stjóranna fyrir hinni miklu emíðaverk- flmiðju, eem kend er við Burmeister & Wain, Möller nokkur hafnameist- a.ri, Becker yfirréttarmálfærslumaður, Erichsen konsull og stórkaupmaður. Hlutverk fólagsins er að reka hér verzlua og fiskiveiðar, bæði með segl- skútum, botnvörpungum og lóðaveiða- gufuskipum. Ennfremur ætlar það sér að koma hér upp niðursuðu á fiskmeti, reykingum m. m. það hugsar sér þann gróðaveg með- al annars, að komast alveg hjá um- boðsmöunum erleDdis eða millimönnum við kaup og sölu á öllu vörum og af- urðum. þeir bræður A. T. Möller í Khöfu kváðu hafa annast sjálfir sölu á íslenzkum fiski suður í löndum, á Spáni og Ítalíu og víðar, og komið þar ár sinni svo vel fyrir borð, að spænskir kaupmenn hafa orðið að gef- ast upp við sín öflugu samtök um að skamta úr hnefa sér verð á öllnm að- fluttum fiski þangað frá Norðurlöndum og vfðar að jafnvel. Veizlanirnar á Bíldudal, Patreks- firði og í Hafnarfiði halda áfram með sömu stjórn og verið hefir, þeirra H. Stephensen, Ólafs Jóhannessonar og Sigf. Bergmann ; félagið leysir út þeirra eign bvers í sinni verzlun og gerir þá að verzlunarstjórum aftur, eins og fyrrum var. f>eir P. J. Thorsteinsson og Thor JeDsen eru báðir þjóðkunDÍr menn fyrir fróbæra atorku og framtaksemi og óvenjulegan framfara-áhuga hérlendan, frásneiddan danskri selstöðuhugsun eða mjólkurbelju. Fyrir þvf virðist mega gera sér beztu vouir um, að þessi mikilfeuglegi félags- skapur, er þeir tveir ráða fyrir aðal- lega, eigi fyrir sér að dafna ákjósan- lega og verða landinu til hagsbótar, bæði mikils atviunuauka og viðskifta- hagsmuna. Um Guðm. Hannesson hefði verið hægðarleikur að fá margar veðjauir hér, hvort hann fengi héraðs- læknisembættið í Reykjavík eða ekki, — ekki fyrir það, að nokkur sál væri í vafa um, hvað réttlætið segði, held- ur fyrir býsna alment vantraust á, að það fengi að ráða. f>ar á móti vó það meðal hinna trúarlitlu, að iueðal keppinauta hans var enginn sérstak- legur stjórnargæðingur, enginn (meiri- hluta)-þingmaður né stjórnaratkvæða- smali eða því um likt. Hitt er óhætt að fullyrða, að hrað- fréttin um veitinguna vakú mikinn fögnuð meðal almennings hér. f>að er sérstakfega tvent, sem hr. G. H. hefir á sér almenningsorð fyrir: a ðjhann sé afbragðs-handlæknir, og a ð hann kunni alls ekki að gera sér mannamun, heldur sé jafnljúfnr og gegn við hvern smælingja sem stór- höfðingja. Um handlækningalist hans ganga þær sögur meðal landa í Khöfn, að tveim frægum prófessorum við Frið- riksspítala, sem höfðu til meðferðar sjúklinga, er hann hafði átt við áður, hafi hvorum eftir annan orðið það af munni, er þeir sáu frágang hans, að þar hefði enginn klaufi um fjallað; og kalla þó slikir garpar ekki alt ömmu slna. Þingeyingar Og sambandsmal vort. Suður-Þingeyingar héldu kjósenda- fund að Ljósavatni 21. f. mán. (marz). Þar voru saman komnir 34 kosnir menn úr öllum hreppum sýslunnar, og mikill fjöldi annara kjósenda, seg- ir Norðurl. Allir alþingiskjósendur úr sýslunni, sem á fundinum voru, voru látnir hafa atkvæðisrétt. í sambandsmálinu voru samþyktar svofeldar tillögur; a. Fundurinn lýsir yfir þeim vilja sinum, að Island verði frjálst sam- bandsland Danmerkur, er hafi fult vald í sínum sérstöku málum, og að um sambandið sé gerð sam- bandslög, er báðar þjóðirnar, ís- lendingar og Danir, taki hlutdeild i að semja sem jafn-réttháir aðil- ar, enda sé þeim lögum aldrei breytt, nema með lögfullu sam- komulagi málsaðila. b. Fundurinn lýsir yfir þvi áliti sínu, að vér íslendingar eigum einir rétt til íslenzkrar landhelgi. Af fundargerðinni verður ekki séð, hve margir hafa greitt atkvæði með né móti þessum tillögum. En af annari grein i blaðinu virðist mega ráða það, að þingmennirnir í kjör- dæminu (konungkjörinn og þjóðkj.) hafi ráðið úrslitum, og að andmæli ’nafi komið gegn tillögunum frá mönn- um, sem lengra vildu halda í sjálf- stæðisáttina, enda stóðu umræður um það mál frá miðnætti til miðmorg- uns. Einn sjálfstæðisglampi er í þessum fuudarsamþyktum — auðvitað klaus- an um landhelgina. Hitt er ekki annað en grá innlim- unarþoka, Athugum, hvernig fundurinn skýrir orðin Irjálst sainbandsland. Fyrsti liðnrinn i þeirri skýringu er sá, a ð ísland »hafi fult vald i sínum sérstöku málunn. Nú er því einmitt haldið fram af Heimastjórnarmönnum — það hefir verið aðalþátturinn í kenningum þeirra, — að þetta vald hafi ísland n ú. Ollum véfengingum þess hafa þeir mótmælt. Þ a ð telja þeir ein- mitt sér til gildis, að þ e i r hafi út- vegað landinu þetta vald. Fyrir því verður þokan, sem stend- ur af Heimastjórnar-fjöllunum þar nyrðra, nokkuð kynleg, þegar með henni berst krafa um það, að ísland f á i þetta vald. En að því leyti er þessi fyrsti lið- ur skýringarinnar í fullu samræmi við framkomu Heimastjórnarflokksins, að þar er ekkert á rikisráðið minst. Það kernur ekkert við hugmyndinni 27. tölublað um frjálst sambandsland, eftir því sem ýmsum helztu mönn- um úr þeim flokki hafa farist orð. Efnið í fyrsta lið skýringarinnar verður þá það, að vér skulum eftir- leiðis eiga sama vald á sérmálum vor- um, eins og vér eigum nú. Annar liður skýringarinnar er sá, »a ð um sambandið sé gerð sam- bandslög, er báðar þjóðirnar, íslend- ingar og Danir, taki hlutdeild í að semja sem jafn-réttháir aðilar«. A þennan lið ber að sjálfsögðu að líta í sambandi við síðasta liðinn: a ð þeim lögum skuli »aldrei breytt nema með lögfullu samkomulagi máls- aðila«. Með öðrum orðum; Vér íslend- ingar eigum að fá leyfi til þess að semja uni og samþykkja e i n h v e r sambandslög. Um efni þeirra er ekki gefin minsta bending, eins og þ a ð geri ekkert til, ef vér að eins fáum leyfi til þess að semja. Og þeim samningum má aldrei breyta, fyr en vér fáum samþykki Dana til þess, Þ e 11 a er að vera fr j á 1 s t s a m- bandsland, eftir því sem stjórn- armenn í Suður-Þingeyjarsýslu líta á og samþykkja! Ekki er ófróðlegt að líta á málið nokkuð frá annari hlið. Hvernig kemur þessi fundarályktun heim við tillögur Scaveniuss kamm- erherra, þær er áður hefir verið bent á hér í blaðinu? Scavenius vill girða fyrir það með sambandslögum, að ísland fái nokk- uru sinni sérstakan fána. Hann vill sömuleiðis girða fyrir það með sambandslögum, að vér get- um nokkuru sinni staðið í nokkurúm beinum stjórnarviðskiftum við önnur lönd en Danmörk, þar á meðal, að vér getum nokkuru sinni skipað kon- súla í nokkuru landi (»ethvert For- hold til Udlandet, herunder Konsul- atvæsenet*). Hann vill enn fremur girða fyrir með sambandslögum, að vér megum nokkuru sinni hafa sjálfir með hönd- um löggæzlu á skipum fram með vor- um eigin ströndum. Hann vill að lokum girða fyrir það með sambandslögum, að vér eigum nokkuru sinni vald á því, hverir eign- ist rétt innborinna manna í voru eig- in landi. Ekkert þessara atvika ríður að neinu leyti bág við fundarályktun Þlng- eyinga, nema að því leyti, sem sam- þyktin um landhelgina rýrir nokkuð hið síðasta atriði Scaveniuss. Að engu öðru leyti verður af fund- arályktuninni séð, að Þingeyinga greini minstu vitund á við kammerherrann. Þó að öll sam ban dsl aga-atriði Scaveniuss komist inn i sambandslög vor — að þessari takmörkun einni athugaðri —, þá erum vér f r j á 1 s t

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.