Ísafold - 27.06.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.06.1908, Blaðsíða 2
H151 ISAFOLD Bardaginn um sólina. Reybjavíkurræða Indriða Einarssonar á Jóns Sígurðssonar afnaælishátíðinni 1908. Ingólfur landnámsmaður varpaði öndvegissúlum sínum fyrir borð þeg- ar hann var kominn hér upp undir land, og kvaðst mundu velja sér ból- stað þar, sem súlurnar ræki á land. Menn hans fundu öndvegissúlurnar undir Arnarhváli; vér ætlum að það hafi verið hér i lækjarósnum. Ingólfur kom hingað, en menn hans mæltu á móti þvi að setjast að hér í. auðninni, því að þeir höfðu farið um fögur lönd og auðug hér fyrir austan fjall. En Ingólfur var trúmaður mikill, reiddi sig á goðasvar Óðins, og settist hér að. Við köllum Reykjavík stundum Ing- ólfsbæ, en það mætti eins vel kalla hann Óðinsbæ, enda hefir bæjarstjórn- in nefnt eina götuna hér eftir Óðni. Þetta goðasvar Óðins er ekki eina goðasvarið frá fornöld, sem sannast hefir fram á vora daga. Nál. 4000 árum f. K. vildi einn af faraónum Egiptalands grafa skurð úr Rauða- hafi inn í Nil. Guðinn í Memfis var spurður, og svaraði: Þegar faraó getur siglt milli Rauða- hafs og Miðjarðarhafs kemst Egipta- land undir útlend yfirráð. Sá Faraó hætti við, en eftirmaður hans lét grafa skurðinn. Þá kom Kambyses, og lagði undir sig Egipta- land. Skurðurinn fyltist sandi, og Egipta- land varð frjálst, en nokkuru fyrir Krists fæðingu var hann grafinn í annað sinn; þá kom Aiexander mikli. Þriðja sinn var skurðurin grafinn 1866, og þá komu Englendingar og tóku að sér yfirstjórn landsins. Arið 1703 voiu liér á borgarstæðinu eitthvað 100 manns. Síðar á öldinni komu hér »innréttingarnar« og fólkinu fjölgaði. Kansellí og rentukammer settust á rökstóla um, hvar höfuð- staður landsins ætti að vera, og vildu setja hann í Reykjavík, vegna þess, að frá því land bygðist hefðu land- skjálftar aldrei grandað húsum hér. Og mér virðist ástæður stjórnar- innar vituríegar. í öllum höfuðstöðum eru mörg steinhús, og Lissabon hafði hrunið til grunna fyrir 30 árum. Hér á landi var málið líka íhugað. Magnús konferenzráð í Viðey sagði að Reykjavík gæti ekki orðið mann- margur bær, því að mótak mundi fljótt þrjóta; en þá fluttust engin kol til landsins. Bjarni Thorarensen var að tala við Geir biskup Vídalín, Bjarni skáld tal- aði jafnan skorinort, og athugaði ekki alt sem hann sagði; Geir góði var bjartsýnn og ástúðlegur í tali sem öðru; Bjarni sagði: Guð leit á Suður- nes, þegar hann bölvaði jörðunni. — En hann leit á sjóinn hérna fyrir utan þegar hann blessaði jörðina aftur, svaraði Geir góði. Enda hefur sjórinn verið gullnáma okkar frá því er bærinn varð til. Kaupstaðurinn var úti í Örfirisey, en 1786 eða 1787 druknaði skóla- meistarinn frá Skáiholti hér á Grand- anum á leið úr kaupstaðnum. Lík- lega hefir hann fengið sér neðan í því, áður en hann lagði upp úr kaup- staðnum; þá þótti verzluninni ekki fýsileg eyjarvistin lengur, að eg hugsa; búðin var flutt á land og Reykjavík varð konunglegur kaupstaður. Það hefir hún verið siðan, og meira en það. Fyrir 100 árum var Reykjavík konungssetur Jörundar sál. Það var rösklega stjórnað hér hundadagana þá. Hann kvaddi til alþingis til þess að veita landinu stjórnarskrá, og ætl- aði að leggja konungsvald sitt i hend- ur því þingi, þegar það væri sam- an komið. Annað var litt hugsan- legt en að Englendingar væru að baki Jörundar; hann bauð alt sem við þráðum og alt sem landið hafði mist. fón Sigurðsson sagði svo eg heyrði, að engan ætti að furða á þvi, þótt islenzkir föðurlandsvinir á þeim dögum hefðu hætt lifi, æru og góssi til þess að styðja Jörund leynt eða ljóst. Jörundur tók 7 menn út úr hegn- íngarhúsinu', og gerði sér þá hand gengna. Það var gott verk. Eg held að ísland hafi meira gagn af sjö mönnnm utan hegningarhúss en inn- an. Kona var hrapallega illa gift hér i bænum; konunglegt leyfisbréf! og þarna var hún skilin við manninn sama dag- inn. Viku síðar konunglegt leyfisbréf — og konan gift öðrum manni á auga- bragði með fullu ráði og fúsum vilja. — Röskleg stjórn! Fjör í fólkinu! Maður á Suðurnesjum sækir um leyfi til Jörundar til að eiga 2 konur í einu. — Fær það — röskleg sjórn! Getur meira en verið að ykkur getist nú ekki að þessu; en það er ekki meira en það sem gamli Lúter gerði. Eg hefi lesið einhverstaðar að hann hafi leyft Filippusi landgreifa af Hessen að eiga 2 konur í senn, og bið þá guðfræðinga, sem .við eru, að fyrirgefa mér, ef eg lýg upp á Lúter. Eg vil ekki með nokkru móti ljúga upp á Lúter. Jörundur tók hér ekkert handa sjálf- um sér. Hann kom og fór allslaus. En eg held að stærstur gallinn á sjórn hans hafi verið sá, að hann var stundum að gefa mönnum jarðir, og hirti ekki um, hver jörðina átti, og þær gjafir voru allar ónýttar, þegar hann fór héðan. íbúatala Reykjavíkur hefir verið 1801 . . 306 1901 . . 6700 1850 . . 1150 1907 . . xo,oo Reykjavik spottast að öllum spá- dómum og útreikningum. Eftir 1880 taldist mér svo til, sem bærinn mundi hafa 5000 íbúa 1907, og 10000 árið 1931. Þið vitið, hvernig Reykjavík hefir farið með mig þar. íbúatalan var 3000 ár 1899, og 10000 1907. Hún verður að fá sér úr þessu einhvern, sem er meiri spámaður en eg. Eins fer líklega um þá spádóma að Reykjavík hafi 20000 íbúa 1922, og 50000 1955, en 100000 um það leytið sem Reykvíkingar fara að skrifa árið 2000 á sendibréf og víxla. í þjóðhátíðarræðu lýsti G. B. landl. Reykjavík eins og unglingsstúlku, sem er vaxin upp úr fötunum. Upphlut- urinn nær niður á herðablöðin, og verður ekki reimaður að framan; svo sést í skyrtuna niður í mittið. Þá kemur pils, sem nær* niður fyrir hné, niður úr pilsinu eru langar bifur, og allar tærnar standa fram úr skóm og sokkum. Konferenzráðið í Viðey spáði okk- ur móþrotum; en hann grunaði ekki að við yrðum vatnslausir hér i bæn- um. Alt vatn sem til er hér í jörðu hefir verið þurrausið upp. Við getum ekki hálfrakað okkur né þvegið né baðað af tómum vatnsskorti. Menn þvo sér öðru megin, og snúa svo þeirri hliðinni að nábúunum þann dag- inn. Bæjarstjórnin lét grafa til vatns — náttúrlega í Vatnsmýrinni. Þar hlýt- ur vatnið að vera, fyrst landið heitir Vatnsmýrin — en þá finnur hún gull; en hvað ætla þeir firini nú þegar þeir fara að grafa eftir gullinu? Það væri rétt eftir mýrinni að láta þá ekki finna neitt. Það er ekki unt að reikna Reykja- vík út. Samt hefir bærinn mörg sömu ein- kennin, sem merkustu bæirnir í ver- öldinni. Reykjavík er reist á 7 hæðum, eins og Róm, — þegar hún er orðin bygð upp að Elliðaám. Hún vex i austur eins og aðrar stórborgir. Menn segja að það sé ekki undar- legt að New-York og London vaxi til austurs, því að þær vaxa niður að höfnum; en þegar París byggist aust- ur á við, sem hún gerir, þá vex hún upp með Signu, og burt frá aðflutn- ingunum og hafinu. Það mun vera bardaginn um morg- unsólina, sem lætur alla stórbæi vaxa í austut'. Sama má segja um reykinn og reyk- jarlyktina. Eg ók í járnbrautarlest til Lundúna, og spurði mann sem sat í vagninum: »Hvénær sjáum við Lond- on?« Við næstu bugðu á brautinni bendir hann út um gluggann á stór- eflis-ský, kolsvart: »London er þarna undir svarta skýinu.* Reykjarmökk- nrinn frá borginni sést margar rastir vegar. — Þegar eg kom fyrst til Reykja- víkur úr tæru, sveitaloftinu fann eg ekki reykjarlyktina fyrr en eg kom niður að húsi Jóns háyfirdómara Péturs- sonar. í haust eð var fundu ferða- menn reykjarmóðuna og reykjarlykt- ina frá bænum rétt fyrir neðan Læk- jarbotna. Arið 1849 nam alt sem ísland seldi og keypti frá útlöndum 3 miljónum króna. 1906 seldi Reykjavík og keypti frá útlöndum 7 milj. króna virði. Peningar hafa fallið í verði um helming, en þó að svo sé, eru viðskifti Reykjavíkur einnar nokkuru meiri nú en viðskifti alls landsins 1849. Sóknarnefnd í Skotlandi hafði ráðið nýjan prest ungan til safnaðarins. Þeir komu með hann á safnaðarsamkomu og bentu honum í kyrþey á unga hefðar- mey, og létu í ljósi við hann að söfnuð- urinn mundi vilja fá hana fyrir prest- konu. Presturinn var lofaður, þó að þeir vissu það ekki, og færðist und- an því: — I have my own Jane«, sagði hann (Eg hefi hana Sjönu mína.). Reykjavík er hún Sjana okkar. Við viljum helzt vera hér, Og tökum hana fram yfir aðra bæi. Hve nær sem við komum hér fram í fjallaskörðin, og sjáum Skólavörðunæ bera við haf- ið, þá slær hjartað í okkar hraðara. Sjana okkar er ekki langt í burtu, þvf undir einhverju húsþakinu hérna býr öll sæla vor og gleði, hvort sem hún er rnikil eða lítil. Lifi Reykjavík, blómgist hún og blessist, og verði fræg um viða ver- öld! Sufiiikesisinn. Henni er ek’ki ætlað að standa yfir, sundkenslunni í Laugunum, nema svo sem tveggja mánaða tíma. Hófst snemma í maí, og verður nú lokið næstu mánaðamót (1. júlí). Það er nauða-óhagkvæmt bæjarbú- um. Hún ætti vitanlega að statida yfir sumarmánuðina alla, hlýjasta kaflann úr árinu, og bærinn ekki að láta sig muna um, þó að þurfi að kosta einn mann tveim mánuðum lengur en ella, sundkennarann. Eins og nú er hagað kenslunni, virðist hún ekki ætluð öðrum en skóla- nemendum einutn, (Mentaskóla og barnaskóla). Iðnaðarmenn og verkamenn hafa engan tíma frá starfi sínu fyr en á kvöldin, undir náttmál. Og laugin er ekki heitari en það, að ósyndir menn kveinka sér við þvi, að vera lengi niðri I svo seint á kvöldi, þeg- ar farið er að kólna, fyr en þá er kotnið fram á sutnarið. En pegar kotniÖ er fram á sumarið — þá er lauginni lokað! Það er stórum misráðið, að skjóta loku fyrir öll sundnot af laugunum allan hásumartimann. Ekki sízt þeg- ar nýbúið er að kosta til þeirra stórfé. Það er eins og alt verði álappalegt í þessum bæ, hvað snoturt sem það er í sér. Er það ekki óheyrilega hlægilegt, að hafa þarna mörgum stórborgunum betri og hagkvæmari sundstað, rétt við tærnar á sér — og loka honum, þegar komið er að því, að öllum þykir bezt að nota hann? En þetta verður nú sjálfsagt lagað. Dingmálafundur stendur til að haldinn verði við Olfusárbrú fimtudag 2. júlí, hinn sið- asti af 5, er boðað hafa þingmanna- efni Árnesinga, þeir Hannes Þorsteins- son ritstjóri og Sigurður Sigurðsson búfræðingur (hinir á Stokks^yri, Húsa- tóttum, Vatnsleysu og Stóru-Borg), dagana 28. júní til 1. júlí. Það kvað vera von á lionum sjálý- utn, ráðgjafanum, á Ölfusárbrúarfund- inn, að freista, hvort glæsimenskan getur eigi skinið svo skær þar, að kjósendasafnaðurinn fái glýju í augun, falli fram og tilbiðji h a n n og kjör- gripinn, sem hann flytur (Uppkasts- endemið), og syngi »dönsku mömmu« lof og dýrð fyrir hennar botnlausu náð og miskunnsemi við sín þver- brotin börn, ölmusufólkið »þar uppi« (eða »þar á eynni«). Kynlegt kappsmái. Undarleg meinloka. Það kallar eitt stjórnarblaðið (L.) undarlega tneinloku, er sjálfstæðismenn ætluðust til þess af nefndarmönnun- um íslenzku, að þeir legði fram fyrir þjóðina laga-uppkast sitt með þeim ummælum, að »þetta hafi þeir geta lengst komist; nú sé það landsmanna að þiggja eða hafna.« En hvað var sjálfsagðara en að ætl- ast til þess af nefndarmönnunum, sem hver einasti sanngjarn umboðsmaður, sá er eigi hefir umboð til fullnaðar- satnninga, telur beina skyldu sína? Sérhver umboðsmaður, er fengið hefir umboð til saimmiga-um!e:tunar við gagnaðilja, kemur að loknu starfi til umbjóðanda síns, leggur málið í hans hönd og viðurkennir óháðan rétt hans til að fara með það eftir eigin vild: fallast á það svo vaxið, sem hann (umb.m.) hefir frá því gengið, breyta því eins og hann telur sér henta, eða hafna því gersamlega, ef honurn sýn- ist svo. Og þann veg Iitu nefndarmennirnir sjálfir á umboð sitt og ætlunarverk i nefndinni, — alt þangað til þeir hófu lifróðurinn fyrir fóstri sinu. Uppkast- inu, eftir að þeir komu hingað heim. — Iiafni hún pví (þjóðin), ej hiín vill. Taki hún pví, ej hún vill. Okk- ar skylda var pað eitt, að geja henni kost á pví hvorutveggja- Þetta eru þeirta óbreytt orð, nefnd- armanna sjálfra, er þeir stigu hér á land — áður en Uppkasts-hitasóttin kom á þá. Og þegar athuguð eru afskiftin af málinu síðan, þá er vanda- laust að sjá, hvar tneinlokan liejir hlaup- ið Jyrir. Blaðið skilur ekki, hvers vegna öll- um virðist nefndarmönnum hollast að segja ekki fleira um þetta mál? Það er vegna þess, meðal annars, að þjóðin hefir rekið sig á margfaldar rangfærslur þeirra og ósanninda-flækjur í þessu máli (undirskrift beggja text- anna, sem engin var, falsaða þýðingu o. s. frv.). Skilur það þá? Rækileg umhugsun. Af miklum fjálgleik er því haldið fram, að ráðum nefndarmanna sé sjálf- sagt að hlita; annað sé goðgá,- Þeir hafi mest og bezt um málið hugs- að, rannsakað það út í yztu æs- ar, og velt því fyrir sér á allar hliðar. Fyrir því séu þeir allra manna færastir að leiðbeina skilningi almennings á frumvarpinu. Síst kemur oss til hugar að bera brigður á það, að þeir hafi hugsað um málið töluvert. Og kært væri það oss, er heima sátum og biðum með eftirþrá úrslitanna, ef nefndarmennirnir vildu og gætu hrundið þeim orðasveim, er um það hefir gengið og gengur enn, að eigi all-litlu af starfstíma nefnd- arinnar hafi verið varið til veizlnfagn- aðar og annars gleðskapar. Því að kunnugt er, hver áhrif slíkt hefir á starfshug manna og sannfæringarfestu, er hætt við að margur kunni að hugsa á þá leið, að ekki væri með öllu ugg- laust um, að betur hefði.mátt að mál- inu vinna. Htn sorglega sannreynd er hér sú, að eftir því sem á leið nefndarstarfið, hopuðu landar vorir allir, að einum undanteknum, æ lengra og lengra frá þeim grundvelli, sem þeir hófu starfið á, — peitn eina grundvellí, sern á mátti byggja og sjáljsagt var að byggja á. Það virðist því eðlilegt að líta svo á, að því lengur sem þeir hugsuðu um málið, því danskari augum hafi þeir á það litið, — því meiri dám hafi þeir dregið af sessunautum sin- um hinum dönsku. Þeir haja gefið oj tnikið Jyrir golt samkotnulag við pá, — gefið meira en þeir áttu; því að frelsi og sjálfstæði niðjanna má enginn gefa eða láta falt. Vér, sem heima sátum, höfum einnig hugsað um málið. Vér höfum hugsað um það ollum stundum, og því ræki- legar sem vér veltum því fyrir oss, því sannfærðari verðum vér um það, að grundvöllur vor er öruggur, og því hugðnæmari verður hann oss. Á honutn stöndum vér og hugsum oss aldrei að vikja. Grundvöllur vor er: óbundinn sjálj- stceðisréttur Islendinga og bjargjöst trú á peitn rétti. Af þessum grundvelii hafa nefndar- mennirnir oltið í utanförinni og um leið mist trúna — við »umhugsunina«. Sá er muuurinn þeirra og vor. Málum blandað. Nefttdarmenn vorir skýra svo frá, að þeir hafi farið á fremstu grös við Dani um að sjálfstæði voru yrði sem allra bezt borgið með þessum satnn- ingi. — Og vér sjáum það á nefndar- plöggunum, að þeir haja brugðið sér skyndiferð (7. tnarz) upp á efstu hnjótn. En þar mun þeitn hafa þótt næðinga- samt. Þeir segjast hafa talið það skyldu við þjóðina, að hún fengi sjálf að hafa atkvæði um þetta stórmál. En að það hefði ekki lánast, ef ekki hefði orðið af samkomulagi í nefndinni — þeir neitað að skrifa undir Uppkastið. Vér tökum þessa rökfærslu gilda, eftir atvikum. Vér erum þeim þakk- látir fyrir að hafa borið fram kröfur vorar, eins og þær eru í raun réttri og eins og þær hljóta að verða eftir- leiðis, — þó að hitt hryggi oss jafn- framt, að þeim þvarr þrek og þraut- seigja til að halda þeim fratn til sigurs. Vér viljum ekki taka hart á þeint fyrir pað, þótt þeir skrifuðu að lokum undir Uppkastið, hafi undirskrift þeirra verið skilyrði fyrir því, að þjóðin fengi nokkuð að sjá af störfutn uefndar- innar. En hitt er ófyrirgefanlegt af þeint, að ganga nú i lið tneð Dönum og neyta allra ráða til að neyða pjóðina til að ganga að pessum samningum, svo ger- satnlega óaðgengilegir og óliœfir sem peir eru. Það er kynlegt kappsmál. Þetta verður aldrei vítt urn of. En hér er að tefla um tvö atriði, sem rangt er að blánda saman. Veritas. --------SsSx>5-------- Undírtektiriiar. S í m a ð í dag til ísafoldar af Sauð- árkrók: Um helgina síðustu þrír þingmála- fundir hér í firðitium, á Reykjum, Sauðárkrók og Hofsós. Stefán varði sínar gjörðir og nefnd- arinnar af mikiu kappi, og svaraði fyrirspurnutn skýrt og skorinort. En enginn varð til að taka í streng með honum það eg til veit; hefi þó ekki greinilegar fréttir af Hofsósfundinutn. Hér á Sauðírkróksfunditium töluðu þeir í móti Stefáni síra Hallgrímur Thorlacius og Pálmi Pétursson kaup- stjóri, en ýmsir báru upp fyrirspurn- ir, þar á meðal Ólafur Briem, sem hefir tjáð sig móti Uppkastinu, en ekki boðið sig fram til þings enn; þó held eg það verði. Blaðið 'Norðurland er mjög ákveðið móti Uppkastinu. Mannalát. Hér andaðist miðvikudagskveld 24. þ. m. (Jónsmessu) síra Lárus H. Hall- dórsson, prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði (f 1881) og fyrri konu hans Gunnþórunnar Gunnlaugsdóttur dómkirkjuprests Oddssonar. Hann var fæddur á Hofi í Vopnafirði 10. jan. 1851, útskrifaðist úr lærða skól- anum 1870 og af prestaskólanum 1873 með 1. eink. í báðum prófum, varð síðan skrifari hjá Pétri biskupi, kvæntist 1876 fósturdóttur hans Kirstínu Guðjobnsen, er lifir mann sinn með 3 börnutn þeirra: Guðrúnu, er á Sigurbj. Á. Gíslason guðfræðis- kand., Pétri nólnasetjara og Valgerði, sem er ógift. Prestsskap byrjaði síra L. að Valþjófsstað 1877, varð prófast- ur Norðmýlinga tveim árurn síðar, en var leystur frá embætti 1883 vegna þess, að hann afræktist suma helgi- siði þjóðkirkjunnar, svo sem að klæð- ast prestskrúða fyrir altari eða við aukaverk ra. fl. Þrem áruni síðar gerðist hann prestur utanþjóðkirkju- manna í Reyðarfirði og bjó þá búi sínu í Kollaleiru. Eftir það var hann 2 ár fríkirkjuprestur í lleykjavík (1899— 1901). Upp frá því stundaði hann kenslu hér í bænum og vann að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.