Ísafold - 08.07.1908, Síða 3

Ísafold - 08.07.1908, Síða 3
ISAFOLD 163 Raddir frá almenningi um samtoandsmálið. VI. Eg hefi átt kost á að kynna mér álit millilandanefndarinnar með öllum fylgiskjölum, einnig flest það er dönsk blöð sögðu um málið, fyrst er nefndar- álitið varð heyrinkunnugt í Danmörku. En þrátt fyrir öll þau meðmæli (meðal annarra Valtýs og Finns í 0stsjæll. Folkeblad; þeir taka einna dýpst í árinni) hefi eg ekki getað sannfærst um, að Uppkastið sé til þess hæft, að verða að lögum. Rök þau, er fyrir mér hafa vakað, eru flest hin sömu og færð eru fram í Leiðarvísi blaðanna 5, og er því óþarft að endurtaka þau hér. Eg skal þó benda á tvö atriði í viðbót við það, sein þar er sagt, og bygg eg að eg sé þar á réttri leið; að minsta kosti eru þau mjög athug- unarverð í þessu sambandi. 1. í fyrnefndum Leiðarvisi, athugas. við 3. gr. 8. lið, er réttilega bent á það, að vér höfum haldið því fram, að kaupfáninn sé sérmál íslands. í sambandi við það skal eg minna á, að verzlun og siglingar eru, eftir stöðulogunum 3. gr. 7. lið, viðurkend íslenzk sérmál. Eg fæ því ekki betur séð en að samningar um þessi mál ú t á v i ð séu íslenzk sérmál. Þetta er að nokkuru viðurkent með vita- gjaldslögunum frá síðasta þingi, en þau hafa nú sloppið óbrunnin gegn um hreinsunareld ríkisráðsins danska. Eftir Uppkastinu 3. gr. 2. lið er ljóst, að þessi mál, að því leyti sem þau eru utanrikismál, lenda nú ö 11 i höndum Dana. Hér er því um að tefla afsal viðurkendra rétt- i n d a, og þeirra m j ö g mikilsverðra. 2. Rétt til kaupfána ú t á v i ð höfum vér samkvæmt Uppkastinu eftir 37 ár. En hvað merkir kaupfáninn ú t á v i ð ? Á hann ekki að sýna, að þar sigli sjálfstæð og fullveðja þjóð gagnvart öðrum þjóðum, og þ á sérstaklega um viðskifti öll, verzlun og siglingar. En þegar ísland eftir sem áður er ófullveðja í þessurn málum ú t á v i ð, sé eg ekki betur en það sé hreint og beint háð, að tala um ís- lenzkan kaupfána. Nei, þegar vér samkv. Uppkastinu, fyrir danska náð, megum láta fánann blakta utan land- helgi að 37 árum liðnum, þá blaktir hann þar í raun réttri sem d a n s k u r f á n i, því að fullveldið ú t á v i ð, er hann táknar, verður eftir sem áður í höndum Dana. Mitt álit er í stuttu máli þetta: Það væri hrapalleg ógæfa, ef vér nú, er vér erum kvaddir mála sem sjálfstæðir samningsaðilar og grundvelli stöðulaganna þannig varpað burtu, afsölum oss rétti, er oss ber að dómi sögunnar og eftir guðs og manna lögum. Vér eigum þess vegna að berjast fyrir breytingum á Uppkastinu, er tryggi oss fullveldi yfir öllum vor- um málum. Verði Danir ófáanlegir til breytinga á Uppkastinu, höldum vér fyrst um sinn i sama horfið og að undanförnu, að færa út sérmála- sviðið, er stöðulögin marka; að lík- indum mun starf millilandanefndar- innar létta undir það. Og þessari stefnu höldum vér, þangað til öll mál íslands eru íslenzk sérmál og sá heilladagur rennur, er flytur í skauti sínu algerðan skilnað ís- 1 a n d s og D a n m e r k u r. Áfram sem horfir, meðan rétt horfir. Hvern byr Uppkastið fær hér um slóðir, get eg ekki fullyrt. Eftir ýmsu að dæma held eg að hann verði mjög lítill. Enginn almennur þingmála- fundur hefir verið haldinn hér enn þá; en við flesta þá, er nokkuð hugsa hér um latidsmál og fylgjast með, hefi eg átt tal, og þeir eru a 11 i r á m ó t i, hvern flokk sem fylt hafa áður. Bakka í Borgarfirði 26. júni 1908. Einar Þórðarson. VII. Vestmanneyjum 6. júlí. Mér dylst það ekki, að takmarkið, sem öll þjóðin yfirleitt er að keppa að á þessum tímum, er það, að verða í raun og sannleika ýrjdls pjóð í ýull- veðja ríki. En því miður fæ eg ekki annað séð en að nefndarmönnunum íslenzku í sambandslaganefndinni hafi mistekist að ná þessu dýrmæta takmarki, sem þjóðin hefir sett sér. Það er meira en hæpið að draga þær ályktanir af sambandslagauppkastinu, að land vort komist fremur eftir en áður í tölu fullveðja ríkja. Því skal ekki neitað, að nokkrar umbætur íel- ast í írumvarpinu; en að þær séu þess virði, að tilvinnandi sé að afsala sér þeim réttindum, er vér höfum nú, því fer fjarri. Nefndin heldur því fram, að lengra sé ekki unt að kom- ast en farið er i frumvarpinu. En hver sér svo í gegnum framtíðina, að hann geti ábyrgst, að engar þær breytingar eða byltingar geti að hönd- um borið, jaínvel á nálægasta ókomn- um tíma, er hafi það í för með sér, að auðveldara verði að fá rétt sinn viðurkendan þá en nú? Er það óhugsandi, að svo geti um skipast á næsta mannsaldri, að litið yrði öðr- um augum á réttarkröfur vorar en nú ? Eg ef það er hugsanlegt — þótt ekki sé nema að eins hugsanlegt —, þá vil eg heldur, ef þess gerist þörf, búa við sömu kjör um sinn, sem þjóðin hefir átt hingað til við að búa, heldur en að hrapa að því, að samþykkja þau lög, sem girða fyrir það .11111 ald- ur og æfi, að vér getum framar bor- ið fram réttarkröfur vorar í von um árangur. Þessi réttindi höfum vér þó nú. Á því velta forlög hinnar is- lenzku þjóðar, hvort vér gætum þess- ara réttinda eða spilum þeim úr hönd- um vorum. Einar Hjörleifsson lagði af stað norð ur i land 6. þ. m. og með honum kona hanB og dóttir. Hann ætlar að lesa sögur eftir sjálfan sig á þar til boðuðum mann- fundum i kauptúnum nyrðra, svo og á Ak- ureyri. Hugsar sér að fara lengst til Húsa- víknr. Hann verður 5—6 vikur i þeirri ferð. Samferða hr. E. H. norður varð bróðir hans Sigurður Hjörleifsson ritstjóri frá Akureyri, sem kom að norðan um daginn á Yestu. Það hallast á. í öðrum bagga’ er sést við sólskinsveginn, er sannleiks-strá. En þúsund lygar hanga hinumegin, — samt hallast á. Okunnur höfundur. Þeir ætla að verða æði-misþungir núna, stjórnmálabaggarnir íslenzku. Enda er engin góðmálmur í öðrum þeirra. Þeim verður ekki lýst öllu betur, hvorum um sig, heldur en gert er hér í vísunni á undan. Annar vænn, lætur lítið yfir sér, en samvægir gullT. Hinn eins og þurkaður marhálmur. Trefjarnar hanga niður, dragast með jörðunni og sí-þvælast fyrir fótum landsins, sem verður enn að rogast með báða baggana, hvað mikið sem það langar til að losast undan öðrum. Hann gerir ekkert nema að tefja fyrir. Menn skilja við hvað er átt. Það er Uppkastið góða, landaukakröfur Dana öðrumegin,'— og sjálfstæðistil- kall íslands hinumegin; það er þyngri bagginn. Landaukamennirnir dönsku og liðs- menn þeirra blása út baggann sinn eins og líknabelg. Hvaðan sem fregn- ir berast af landinu nm málið, snúa þeir þeim öllum við. Þá fyrst verða þær þeim í vil. Og sjálfir bæta þeir við nýjum. Segja t. d. frá atkvæða- greiðslu með Uppkastinu austur í sveit- um daginn áður en atkvæðagreiðslan fer fram ! — og þá eru vitanlega öll at- kvæði móti því eða því sem næst. Og svona er öll þeirra aðferð í stjórn- málabaráttunni. En þeir þykjast purfa þess arna, ef ekki á að fara um þver- bak. Osannindin eru sandur, sem þeir verða að nota til að jafna með baggamuninn. Sé honum hleypt úr fyrir þeim, láta þeir annan í staðinn. Þær eru ótelj.mdi margar, ósann- inda-trefjarnar, sem hanga niður úr Uppkasúnu, og gera ekkert annað en flækjast fyrir. Alt verður að nota. Ósannindum um einstaka menn, blekkingum við alla þjóðina, er hrúg- að saman í nægtabúr, og þar er tek- ið af forðanum, hve nær sem á þarf að halda til að láta vega á móti bagg- anum hinumegin: þeirri kröfu, að vér glötum aldrei pjóðréttindum vorum. Og samt hallast á. Hver þingmálafundurinn eftir ann- an er haldinn víðs vegar um land, og alstaðar er Uppkastinu mótmælt af miklum meiri hluta atkvæða. Sannleikurinn í þessu máli er að verða eign þjóðarinnar. Hanu brýzt sterklega fram eins og foss í gljúfrum. Og undiraldan er þung: hún er runnin úr réttlætisvit- und þjóðarandans. Henni verður alt að lúta. Oceana hin þýzka, er hingað hefir komið undanfarin sumur, er væntanleg laugardagsmorg- un 11. þ. m. með nokkur hundruð skemtiferðamenn og stendur hér við 1—2 daga. Það er fyrri ferð hennar af 2 hingað á þessu sumri; kemur síðari ferðina 11. ágúst. Slíkar ferðir hingað geta verið mik- ils virði fyrir oss fyrrir margra hluta sakir: kynni stórþjóða heimsins af oss meiri en ella gerist, ekki sizt nú á þessum tímamótum, m. fl. Það fullyrða kunnugir, að 9—10 þús. kr. muni farþegar á Grosser Kurfiirst hafa skilið eftir hér að öllu samanlögðu: fyrir keypta muni, fylgd- ir o. fl. Þeir keyptu meðal annars 6000 spjaldbréf með myndum. Það er töluvert varið i ekki minni við- skifti en það, og ættu landsmenn að sneiða hjá óþörfum stirðleik eða á- gengni við slíka gesti. Umboð Undirskrifaður tekur að sér að kaupa átlendar vörur og selja ísl. vörur gegn mjög sanngjörnum umboðslaunum. G. Sch. Thorstcinsson. Peder Skramsgade 17. Kjöbenhavn. REYKIÐ aðeins vindla og tóbak frá B. D. Kriisemann tóbakskonungi í Amsterdam (Holland). Nýr mótorbátur (án mótors), búinn til í Noregi, er til sölu. Menn snúi sér sem fyrst til hins norska konsú- lats í Reykjavík. Fundur á föstudaginn Tapast hefir rauður hestur, vakur, í mai, með ljóst fax og hvíta stjörnu í enni. Mark: tvístýft framan hægra, tvö stig framan vinstra. Hver sem hittir téðan hest, er vinsamlega beð- inn að koma honum að Lindargötu 30. Reykjavík 1908 Jóhannes Sígurðsson. Veðreiðar verða á Melunum laugardag 11. júlí kl. 5 siðdegis. Þrenn verðlaun fyrir stökk og þrenn fyrir skeið. Þátttakendur gefi sig fram sem fyrst við Daníel Daníelsson eða í Thomsens Mag'asín. Toiletpappír hvergi ódýrari ei. : bókverzlun ísa- foldarprentsmiðju. Harmoniumskdli Ernst Stapfs öll 3 heftin, í bókverzl- un ísafoldarprentsm. Eftir kröfu gjaldkera Fiskiveiðasjóðs íslands, og að undangengnu fjárnámi, verður botnvörpuskipíð »Sea Gull< frá Reykjavik, með öllu tilheyrandi, selt við nauðungaruppboð, er haldið verður mánudaginn 13. þ. m., kl. 11 f. hád., við skipið, þar sem það nú stendur uppi í fjörunni hér. — Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum á undan uppboðinu. Skrifstofu Vestm.eyjasýslu */7 08 Magniis Jónsson. Nýkomið til H. Andersen & Sön göngnstafir, fataefni, enskar húfur, liálslín o. fl. Laukur nýkominn til <2uóm. (Blsan. Barnaliælisfélagið óskar eftir duglegum og samvizku- sömum kvenmanni, sem getur tekið að sér forstöðukonustarfið við Barna- hælið tiæsta ár. Umsækjendur snúi sér til einhverrar okkar undirritaðra fyrir 16. júlí 1908. Anna Jónsson. Áugusta Thomsen. Lovisa Jensson. Ragnli. Hafstein þórunn Björnsdöttir. Peningabudda hefir fundist á I.augavegi. Réttur eigandi vitji henn- ar á Hverfisgötu 10 C. SÚ, sem tók brúna handtösku í biðstofu Br. Björnssonar tannl., 7. júlí — skili henni þangað tafarlaust — annars vitjar lögreglan hennar. Budda með peningum fanst á götunni, og geymist á skrifstofu bæjar- fógeta. — Danskur búnaðarmaður, sem um nokkurn tíma hefir dvalið hér á landi og kynst íslenzkum hátt- um, óskar eftir atvinnu við búnaðar- störf eða aðra góða vinnu* Hann hef- ir meðmæli um reglusemi. — Tilboð, með utanáskrift búnaðarmaður, ber að afhenda í skrifstofu þessa blaðs. Fjarvist. Meðan eg verð fjarverandi héðan úr bænum um nokkurn tima, gegnir Jón Magnússon í Holtsgötu 16 störfum mínum sem yfirfiskimatsmað- ur, og eru menn því beðnir að snúa sér til hans í þeim erindum. Reykjavík 8. júlí 1908. Þorsteinn Guðmundssou, yfirfiskimatsmaður. 1S‘2 133 136 129 En Ingiríður sat við gauma úti við gluggann; hún var að blómBauma. Hljóður er barnlaua bær, aegir mál- tækið. Enda var ekki ekarkalinn hór inni. Vikutíma hafði Gunnar verið heima. Allan þann tíma hafði ekki Ingiríður séð hann. Hann hélt uppteknum hætti um bændabánaðinn, eins þótt hann væri heima. Snæddi í eldhúsinu, og svaf í loftinu hjá vinnumöununum. Hann kom aldrei inn til móður sinnar. Ingiríður vissi, að þær ætluðust til þess báðar, jústizráðsfrúin og jómfrú Stafa, að hún talaði við Gunnar, þótt ekki væri nema að reyna að fá hann til þess að fara nú ekki undir eins aftur. það hélt hún að sér yrði ekki vinnandi vegur. Hún var örvilnuð hálfgert og orkulaus frá því er vonir hennar brugðust; hugurinn hafði Iam- ABt. Rótt f þessu kom jómfrú Stafa inn og Bagði, að Gunnar væri á förum; hann væri að týgja sig til. Hann stæði ekki einu sinni jafnlengi við nú eins og hann var vanur önnur jól, ðagði hún og Ieit til Ingiríðar, eins og hún lægi h e n n i á hálsi fyrir það. Ingiríður vissi út í æsar, hvað þær ætluðust til að hún gerði; en hún ork- aði engu. Hún hélt áfram að sauma, og sagði ekki neitt. Jómfrú Stafa fór, og stofan varð hljóð. Ingiríður steingleymdi því að hún var ekki ein inni, og var eins og í draumi fyrir henni að hún sá allar hugsanir sínar, daprar og tómlegar, renna saman svo að ein mynd varð úr. Henni fanst, að hún væri á gangi um alt þetta mikla stórhýsi, aðalhúsið. Hún gekk stofu úr stofu, sal úr sal. Öll húsgögn, sem hún sá, voru klædd gráu lérefti, en sorgarslæður kring um öll málverk og kertahjálma. Gólfin voru öll ein rykskán, og hvar sem hún steig niður fæti, þyrlaðist rykið upp um alt. Loks kom hún inn í herbergi, sem hún hafði aldrei séð áður. J>að var svolítil húsgrýta, og veggirnir og loftið dökt. En þegar hún gætti bet- ur að, var herbergið hvorki dökkmálað né dökkfóðrað. J>að var svo dimt hér inni af því, að upp um alt loft og veggi héngu eintómar leðurblökur, avo parna sat hún sokkin niður i þess» ar hugsanir, þegar hún sá alt í einu að svörtum ökusleða var ekið heim, og svörtum hestum beitt fyrir. Sleð- inn nam staðar rétt fyrir utan sval- irnar. Hún sá jómfrú Stöfu koma út og hneigja sig af lotningu. Nú steig út úr sleðanum gömul kona í svartri floskápu og mörg köst og smá á herðunum. Hún var öll kengbogin og átti erfitt með gang. |>að var með herkjum að hún gæti tekið upp fæt- urna svo hátt, að hún kæmist upp riðið. — Ingiríður, sagði nú jústizráðsfrú- in og leit upp frá prjónunum. Mér heyrist frú Sorg vera komin. f>að hefir hlotið að vera bjallan hennar, sem eg heyrði til. Hefirðu tekið eftir því, að hún hefir aldrei almennilegar sleðabjöllur á hestunum, heldur svo- litla smábjöllu, rétt eins og fingurbjörg, en það heyrist þó til hennar, það heyr- ist til hennar! Nú skaltu ganga til dyra, Ingirfður, fara forstofumegin, og biðja frú Sorg að vera velkomna. Ingiríður gerði eins og henni v»r Orðin smugu í gegtum merg og bein. það var eins ög eitthvert farg væri lagt á Ingirfði. Hvað olli þar um, að ait hér á búgarðinum var eitthvað svo kynlegt? Var það eitthvað ægi- legt, sem hún væri dulin? Voru ein- hverir fáleikar milli jústizráðsfrúarinn- ar og sonarins ? Hvað var það, h v a ð var það? — Aðra stundina réð hún sér ekki fyrir gleði, hina stundina í svitabaði af óvissunni! Hún varð að rifja upp alt, alt, sem hún hafði séð, til þess að hún fyndi það á sér aftur, að hann og enginn annar hlyti að vera sá, sem kæmi. Hann ætlaði seint að enda, þessi blessaður dagur. |>ær sátu og biðu hljóðar langt fram á kvöld. Nú ók vinnumaður í hlað, með brenniviðarhlaða til jólanna. Hestur- inn stóð á hlaðinu á meðan tekið var af vagninum. — Ingiríður! sagði jústizráðsfrúin áköf, hlauptu til hans Andrósar og segðu honum að Iáta hestinn undir eins inn. Fljótl, fljótt! Ingirfður hljóp niður riðið og út á

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.