Ísafold - 21.11.1908, Page 1

Ísafold - 21.11.1908, Page 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. efta l1/* dollar; borgist fyrir mibj&n júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaas vib blabib. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginu 21. nóv. 1908. 72. tölublað I. O. O. F. 89H278V2._________________ Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal. ForngripaSafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 x/s og 6 */*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frA 8 árd. til 10 sibd. Álm, fundir fsd. og sd. 8 V* siOd. Landakotskirkja. Gubsþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B. Landsbankinn 101/*—21/*. P**akastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og l -d. Landsskjalasafnið á þi.uM fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrugripasafn (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11— Faxaflöabáturinn Ingölfur fer til Borgarness nóv. 24. 28.; des. 3. 9. 13- 20. Keflavíkur des. 6. 16. 18. 28. Ógoldin orgelgjöld til dóm- kirkjunnar fyrir drið 1907 verða tekin lögtaki, ef þau eru ekki greidd til Kristjáns Þorgrímssonar, innheimtu- manns þeirra, innan 14 daga. Fyrir hönd sóknarnefndar K. Zimsen. Bankarnir. Bankafróður maður helir beðið ísa- fold fyrir þessa grein: Stjórn íslandsbanka hefir verið fund- ið það til foráttu nýlega á prenti, að hún vildi ekki veita fasteignarveðslán, þótt hún hafi peninga til að kaupa fyrir bankavaxtabréf. Eiginlega veðdeild hefir sá banki ekki, þótt hann geti, þegar banka- stjórnin álítur að fé megi verja til þess, lánað út móti fasteignarveði, og þótt hann hafi gefið í einu eina miljón í bankavaxtabréfum út á þau. Bankinn hefir gefið út eina miljón í þessum bankavaxtabréfum, og seldi hana í Kaupmannahöfn í fyrra vetur, þegar ástandið var verst þar. Hann tapaði 20,000 kr. á sölunni, og þó var lokið lofsorði á atorku banka- stjórans (E. Schou) að koma þeirn út með ekki meiri afföllum. Að íslandsbanki heldur ekki áfram að lána út á jarðir og hús kemur af því að hann má ekki missa það fé frá viðskiftalífinu, að hér hafa verið reist hús langt frarn úr hófi, og að ekki er hægt að sjá fyrir, hvenær hægt verður að selja næstu ntiljónina í bankavaxtabréfum án mikils skaða. íslandsbanki hefir í rauninni sama sem lánað sjálfur gegn fasteignarveði, þegar hann ieypti í sumar af Lands- bankanum ^/2 miljón í bankavaxta- bréfum. Það létti undir fyrir Lands- bankanum og gerði hann peninga- birgari, því að Landsbankinn gat ekki komið bankavaxtabréfum sínum út nú, þótt Landsbankastjórinn segði á al- þingi 1905, að bankastjóri Gliickstadt i Khöfn mundi selja bréfin fyrir sig. Síðan hefir íslandsbanki keypt hér um bil ^/2 miljón af bankavaxtabréfum Landsbankans af einstökum mönnum, þvi að Landsbankinn hefir ekki séð sér fært að kaupa þau af þeim. Hvernig væru þeir menn staddir nú, ef þáð hefði ekki verið gert ? Fyrir bankana á íslandi hefir ávalt verið hægast að fá lán í Danntörku, og svo er i rauninni enn. Dönsku bankarnir rétta þeim hjálparhönd eftir mætti, en verða sem eðlilegt er að sjá sjálfum sér borgið. En vextir eru mjög háir í Danmörku nú um stundir, og hver sem getur komist hjá því að leita þangað, hann gerir það. í síðasta mánaðarreikningi ís- landsbanka (sbr. Auglýsingablaðið) er skuld hans við erlenda banka 2 milj. 800 þúsund kr. Af því er svo litið skuld til Danmerkur, að það er ekki teljandi, langt fyrir neðan 100,000 kr. Skuldin við Danmerkurbankana hefir alt af farið minkandi síðan E. Schou bankastjóri kom heim aftur i vor, en bankavaxtabréf Landsbankans eru comin hingað og þangað út um lönd að veði fyrir peningalánum. Því fer djarri, að hagur sé að kaupa bréf, sem gefa að eins af sér 4V2°/o< til Þess veðsetja þau fyrir lánum, sem kostuðu fyrst íslandsbanka 6°/0, ogsíðar 5V20/o- En íslandsbanki hefir keypt þau af því, að það var álitið vera almenningi til hagræðis hér á landi, og hefir út- vegað lán út á þau. Sumarið 1907 hafði íslandsbanki fengið loforð urn að keypt yrði af honum ný hlutabréf fyrir alls 2 milj. kr., en það tókst þvi miður ekki vegna þess, að umræður á þingi voru svo erfiðar í bankans garð, og sumir þing- menn vildu taka meira af ágóða bank- ans fyrir leyfið en áður var tekið. Fréttir af því voru símaðar til Khafnar og Norvegs, og tilboðið var tekið aftur. Svo fór um þá tilraun til þess að útvega lán erlendis. Allir vita þó, að þvi peningabirgari sem bankinn er, því meira gagn getur hann gert landinu. íslandsbanki hefir verið víttur um skör fram fyrir að taka fyrir ábyrgðar- lánveitingar. Þau eru tvíeggjað sverð, ' er sá getur sært sjálfan sig á, er með fer. Menn lenda í ábyrgðaflækju, sem þeir komast seint eða aldrei úr, og ef lánþegi fer á höfuðið, getur hann dregið á eftir sér heilan hóp af ábyrgðarmönnum. Blöðin eru nú farin að " amast við þessum lánurn. Það stóð hér í einu blaði fyrir nokkru, að maður hafi fengið í sumar bjá Landsbankanum 89,000 kr. ábyrgðar- lán tryggingarlítið eða tryggingarlaust í raun og veru. Það er ekki forsjál bankastjórn, er slíkt lán veitir, ef satt er. íslandsbanki á ekki til sjálfur nema 3 milj.; það er hlutafé hans. Ef hann skuldar erlendis meira en hann á nú, þá geta erlendir skuldunautar — þegar illa árar hjá þeim — gengið að hon- um, heimtað fé sitt og gert hann óráðandi sjálfs sín bjargráðum. Hann hættir þá að ráða sjálfur, hvað hann gerir. Lánveitendur (erlendu bank- arnir) fengju þá völdin í hendur, og alt viðskiftalífið hér yrði um leið ósjálfstætt út á við. Jafnaðarreikningur bankans í októ- bermánuði nam 98/4 miljón kr.; ef viðskifti útbúanna væru tekin inn í hann, hefði sú fjárhæð komist tölu- vert fram úr 10 milj. Jafnaðarreikningur síðasta árs nam 52 milj., og er það ákaflega mikið í samanburði við jafnaðarreikning Lands- bankans sama ár, sem var 15 milj. Nú vita menn, að jafnaðarreikning- urinn 1908 hlýtur að fara frarn úr 80 rnilj. Það ber þess ljósastan vott, að íslandsbanki gerir alt sem honum er unt til þess að greiða fyrir viðskiftum manna. Enda munu nú öll íawÆfl-viðskifti erlendis, sem áður voru alveg í höndunum á dönsk- um bönkum, vera komin í hendur íslenzku bönkunum. Það er ekki auð- hlaupið að því, að reka meiri verzlun á einu ári með einum 3 milj. kr., og það er ekki alls kostar tryggilegt. Undirstaða undir hverju húsi verður að samsvara stærð hússins,sem á henni er reist, og verður að vera því traust- ari, sem húsið er hærra. Það er óvarlegt, að veitast mikið að 'bönkunum, þegar tregt er um láns- traust erlendis. Slíkt getur rýrt láns- traust þeirra og stofnað viðskiftalífi landsins í voða. Heill lands er oft- lega komin undir framsýni bankanna. ?eir verða að reyna að sjá það fyrir i ram, hvort sú eða sú braut, sem við- skiftalífið er að komast út á, er heilsu- samleg eða ekki. íslandsbanka virðist ekki vera um að taka dýr lán og tor- tengin til þess að lána það fé út aftur alveg út í bláinn, eða án þess að vita, ívað hann ætlar að gera við það sem tann fær að láni. Það mun vaka jýrir honum aðallega, að fá þessar 2 milj. fyrir hlutabréfin, sem hann hefir teimild til að gefa út. En það er ekki' hægt, meðan erlendur peninga- markaður er eins og hann er nú. Ingólfs-líkneskið. Hvar nu er komið. Þorra manna dettur sjálfsagt ekki annað í hug en að eftir fáein ár standi Ingólfur landnámsmaður á einhverjum fegursta bletti í bólstað hans, Reykja- vík, gnæfi hátt yfir bænum, í öllum sínum Ijóma: eirsteyptar hugsjónir íslenzks höggmyndasnillings, þakklæt- isinning til höfundar höfuðstaðarins, þegjandi vottur íslenzks þjóðarmetn- aðar. Eins og uú er komið, eru engar horfur á, að sú fagnaðarstund renni upp yfir þennan bæ í bráð, — nema aðrir skerist nú í tveggja ára leik nefndar- innar, sem málið tók að sér. Og það ekki einhvern tíma, heldur núna undir eins, umsvifalaust. Hvers vegna? Því verður *ekki svarað til hlítar nema sagt sé frá öllum málavöxtum. Og það ætla eg að gera; segja þá sögu í fám orðum, að vitnisburði þess eða þeirra manna hér í bæ, sem málinu eru gagn-kunnugastir. Tildrðg niálsins. Haustið 1906, eftir alþingismanna- förina, kom það til orða, að Danir gæfu íslandi J a s o n s-líkneski Thor- valdsens, landa vors, það er fyrst gerði hann frægan. Dönsk blöð ræða málið: þykir betur eiga við að landinu sé gefin mynd af I n g ó 1 f i landnámsmanni, er höggmynda- smiður íslendinga búi til. Einar Jóns- son gerir þá frumvarp að myndinni. En meðan sjá Danir sig um hönd og hætta við gjöfina: hvorki þeim né íslendingum þótt annað hlýða en að vér kæmum oss upp s j á 1 f i r slíku minnismarki. Fregnir um þenm an afturkipp berast heim, ísafold seg- ir ekki annað hlýða en að vér kom um oss sjálfir upp myndinni, eggjar menn á að gangast fyrir samskotum, ríður sjálf á vaðið — til þess að eiti- hver byrji —, og fám dögum síðar kemur Iðnaðarmannafélagið til sög- unnar og leggur fram 2000 kr. til myndarinnar, tekur að sér forgöngu málsins, og kýs menn úr sínum flokki því til framkvæmdar. Næstu daga (29. okt.)sendir nefndin Einari Jóns- syni svofelt símskeyti: Iðnaðarmannafélagið gengst jyrir kaupum d Ingólfi. Starjaðu öruggur! Ingóljsnejndin. Málinu virtist borgið. Agreiningur. Anægjunni þarf ekki að lýsa, er þetta loforð vakti bæði E. J. sjálfum og vinum hans í Khöfn. En nú vantar hann fé til að byrja á verkinu. Skrifar nefndinni, segir af högum sínum, og húrt sendir hon' urn 1000 kr. Þegar það fé þrýtur, finnur hann einn nefndarmanna, Magn- ús Th.Blöndahl framkvæmdarstj., er þá var staddur í Khöfn, og reyndar hefir lítinn eða engan þátt tekið í nefnd- arstarfinu, og biður hann síma heim eftir hinu þúsundinu; annars skemm- ist það sem búið sé af myndinni. Nefndin svarar ekki öðru en því, að hún vilji fá bréf frá Einari. Þetta sárnar E. J.; þykir vitanlega bæði nóg um þessa undarlegu var- kárni nefndarinnar, en verra hitt, að myndin skemmist í leirnum. Svona líða 3—4 vikur, er hann getur ekkert unnið að myndinni. Og þegar hún er farin að detta í sundur af skemd- um, hefir hann ekki önnur ráð en að síma heim enn af nýju; biður senda sér hraðskeytis 1000 kr.; annars sé Ingólfur og hitt þúsundið ónýtt. Nefndin svarar aftur, að peningarn- ir komi með næsta pósti. Annar nefndarmaður, staddur í Höfn, hljóp þá undir bagga með E. J. og lánaði honum 200 kr.; það bjargaði Ingólfi í það sinn. Þegar peningarnir komu að heiman, voru þeir látnir af hendi með því skil- yrði, að hann veðsetti nejndinni tvö sín beztu listaverk jyrir jjárlueðinni. Það er vandalaust að gizka á, í hvaða hug hann hefir látið þinglýsa veðsetningunni í Khöfn og sent skjalið heim með næsta pósti. Myndinni gat hann þó haldið áfrarn; og þegar hún var búin, þá var þrotið féð. En nú var eftir að gera gipsmynd af líkneskinu, ef hún átti ekki að s k e m m a s t í 1 e i r n u m. Til þess varð hann að leigja sér dýra vinnn stofu, en brast fé. Þá útvegar M. Blöndahl honum 1000 kr. lán í Höfn. í næsta bréfi (haustið 1907) kann- ast nefndin við, að hún hafi pantað hjá honum eirmynd af Ingólfi Arnar- syni, en vill þó ekki láta gera eirsteyp- una fyr en hún hafi fé til að greiða fyrir hana. Kvartar jafnframt um, að hann hafi ekki svo mikið sem sent þeim ljósmynd af líkneskinu, svo að peir, nefndarmennirnir, samskotanefnd- armennirnir, geti dæmt um hana og látið hann gera b r ey ting ar, ej pess pyrjti! Enn likar þeim miður, að hann skuli hafa látið gera g i p s - m y n d af líkneskinu án þeirra vit- undar! Nú bráðlá höfundinum á að korna ltkneskinu á höggmyndasýninguna miklu vorið eftir (1908). Fer til kgi. hirðareirsteypumanns í Khöfn, L. Rasmussens, og semur við hann um að eirsteypa myndina, vitanlega á sína ábyrgð eins. Steyputnaður lofar því, og kvað sér ekki liggja á andvirðinu fyr en eftir nokkur ár. Nefndin hafði kannast við það skrif- lega, að hún hefði pantað hjá E. J eirmynd af Ingólfi. Einhvern tíma hlaut þá þar að koma, að þeir greiddu höf. andvirðið. Og ekki skemdist myndin í eirnum. Sama mátti þeim vera um, þó að hún yrði eirsteypt þetta fyr, nema hvað sjálfsagt var af samvinnuþýðum löndum hans, að greiða jyrir eirsteypunni en ekki tefja, úr því að höf. lá í svo miklu rúmi, að myndin kæmist á sýninguna. • Nú þótti E. J. vænlega áhorfast, og ekki óvænst um, að þurfa ekki að blanda nefndinni inn í steypumálið Skrifar henni þó samtímis um þetta alt og sendir ljósmyndir af líkneskinu og greypimyndunum á stöpulskörinni. Hafði hugsað sér þær þar frá upphafi, en ekki getað sýnt þær á frumvarp- inu, fyrir því hve lítið það var. Skömmu síðar fær hann símskeyti frá nefndinni: Kaupumalls ekki Ingólf með greypimyndunum og e i n k u n n a r o r ð u n u m. Hann símar aftur um hæl: Ingólfi verður ekki breytt' gerið sem ykkur líkar. Hvað gerir nefndin þá? Hún gerir það, er hún segir reynd- ar síðar um, að sér hafi fallið mjög illa að gera. Hún símar beint til Rasmus- sens, steypumannsins, að þeir kaupi ekki Ingólf nema samkomulag takist milli hans og þeirra. Skrifa síðan R., að E. J. hafi ekki heimild til að semja við hann um steypuna; hann láti steypa Ingólf á sína ábyrgð, en fyrir þeirra peninga. Rasmussen missir alt traust til Ein- ars, og hættir við steypuna. Auk þess mikla óleiks verður höf. að gipssteypa myndina af nýju, því að gömlu steypuna var R. búinn að ónýta. Sá tvíverknaður kostaði hann 4—500 kr., sem hann varð sjálfur að greiða. Röksemdir nefndarinnar. Nefndin á eftir að gera grein fyrir afskiftum sínum af eirsteypumálinu. Rasmussen hefir vottað skriflega, að hann hafi eingöngu tekið að sér steypu- starfið á Einars ábyrgð, engis annars. Afskifti sín á öðru deiluefninu, mesta deiluefninu, útliti minnismarksins, lista- verksins sjálfs, hefir nefndin rökfest á þessa leið: í einkunnarorðunum: Sjálfur leið þú sjálfan þig, felst of mikið sjálfs- traust, meira traust en Ingólfur hefir haft á sér. Til þess var hann of mikill trúmaður. Því vill hún alls ekki hafa þessi einkunnarorð, heldur einhver önnur, t. d.: Fréttin vísar til íslands. Greypimyndirnar eiga ekki við, segir hún. Þeir skilja ekki hvað Flótti guðanna til íslands- f j a 11 a, R a g n a r ö k o. fl. eiga að gera á Ingólfsmynd. Sérstaklega á Flótti guðanna mjög illa við, segir hún. Ingólfur flýði ekki til íslands undan kristindóminum. Goðin ríktu í Noregi nær 100 árum eftir land- námsför Ingólfs. »Þess utan er mynd- in smekklaus og lj ót.« Þeir vilja ekki stuðla að því, að »þessi tröllslega hönd með ánegldum manni verði keypt af hinni íslenzku þjóð sem tákn trúarbragðanna.« Greypimyndirnar ættu að benda á trú og von og trygð Ingólfs o. s. frv., ein að sýna þegar hann varpar út öndvegissúlun- um, önnur þegar hann finnur þær, o. s. frv. Loks bera þeir í vænginn, að greypi- myndirnar rnuni hleypa kostnaðinum töluvert fram. Höf. hefir fengið skrif- legt vottorð um það hjá Rasmus- sen, að líkneskið er jafndýrt, hvort sem þær eru með eða ekki. Listhelgin rofln. Fyrst er þess að gæta, að nefndin er hér ekki lengur að vinna innan sinna starfsendimarka; hún hefir tek- ið sér vald til að seilast langt út fyrir þau, sams konar vald og botnvörp- ungar taka sér, þegar þeir seilast inn landhelgi. Höf. hefði ekki verið falið þetta starf, ef honum hefði ekki algerlega verið trúað fyrir því. Að minsta kosti var nefndin ekki kosin til að vera neinn dómari yfir honum. Hún var kosin til að gangast fyrir samskotum og sjá að öllu leyti urn f j á r h a g s 1 egar framkvæmdir máls- ins, svo að höf. gæti starfað öruggur, eins og honum var heitið, en hefir ekki verið staðið við. Það hefir eng- inn ætlast til, að nefndin inti af hendi vandamikil, sérfræðileg listadómsstörf. Engum dottið í hug, að hún ein væri beztur dómari í því máli, þar sem á greindi. Það er vitanlega höfundurinn einn,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.