Ísafold - 15.01.1910, Page 1

Ísafold - 15.01.1910, Page 1
Kemux út ýmist einu sinni efta tvisvar i viku. Verö Arg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Dppsðgn (■krifleg) bnndin vift dramót, er ógild nema komln sé til Atgefanda fyrir 1. okt. i»g aanpandi ■knldlana við blaðið. Afgreiðsla: Anstnrstrssti 8. XXX VII. árg. Reykjavík laugardaginn 15. {an. 1910. 3. tölufolað l. O. O. F. 911218Va Forngripasafn opið snnnud., Jjrd. og fmd. 12 2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 5 »/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* siödegis Landakotskirkja. Guftsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 »/*, 6VS-6V2. Bankastj. vib 1^-2 Landsbókasaín 12—3 og 6—8. Útlán 1—3 Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. 1 læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Isafoldar, Austurstræti 8. Alls konar band fljótt og vel af hendi leyst. — Verð hvergi lægra. Tvö skáld. Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson. 1868— 1907, I—II. Reykjavík 1909. I. * Það má stundum heyra Islending segja um annan, að hann þykist vera »geni«, og þarf varla að geta þess, að ræðumaður er þar á öðru máli, eins og líka mun varlegra. En aldrei hefir svo eg viti til, útlending- ur tengf orðin »geni« eða »genial« við íslendings nafn. Því að eg tel auðvitað ekki Thorvaldsen eða Niels Finsen íslcndinga, þó að af íslenzku bergi væri brotnir. En þetta sem eg nefndi er eitt af þvi sem sýnir hve smáum augum er á oss litið. Það er eins og það sé talið sjálfsagt, að menn með slíku hugarfari sem orðið »geni« táknar, fyrirfinnist ekki hjá þessari fámennu, strjálingjaþjóð. Og er nokkur vorkunn þó að menn líti svo á. En þó má í þessum efnum ekki dæma of mjög eftir því, hvað ávextirnir vilja verða kyrkingslegir; hér verður að spyrja eigi einungis að leikslokum, heldur einnig að sakaratvikum. Það er um ýms íslenzk hugskot líkt og íslenzka jörð: þar grær færra og minna en vildi, loftslagið er ekki að sama skapi gott eins og jarðvegur- 'inn. Og varla kemur mér til hugar, að Jónas Hallgrímsson hafi verið að eðlisfari minni listamaður en Thorvald- sen; eða skyldi Stepan G. Stephansson vera ófrumlegri gáfumaður heldur en Niels Finsen, þó að þar sé ólíkara saman að jafna. En þó mun eðlis- fræðingurinn mikli, H. C. Örsted, sem líka fekst við að yrkja, ekki hafa rangt fyrir sér, þar sem hann talar um hve líkt sé gáfnafar hugvitsmanna og skálda. Hve sjaldgæft vitmagn hefir ekki þurft til þess að gera nafn manns, sem fór unglingur alfarinn af íslandi og hefir unnið fyrir sér með jarðyrkju, að einu af beztu nöfnum vorrar þús- und ára gömlu Ijóðlistar. En þó að kvæðin séu góð, þá munu sumir les- endur samt dást ennþá meira að þeim gáfum sem undir þeim búa. Skáldið víkur sjálft að þessu þar sem hann kveður um þau fegri og lengri lög sem ómi honum i hugardjúpi, eða um öll »léttfleygustu ljóðin« sem liðið hafi sönglaust frá honum, og þar sem honurn kernur í hug að lífsbaráttan kunni að verða svo hörð, að dauðinn brenni hann inni með alt sem hann hefir hugsað sér; og í þessu erindi úr fögru kvæði um Jesús: Og skáldið kreppir hlntfall það, sem hversdagslifið þrengir að, sem hnignr undir önn og töf með öll sin beetn ljóð í gröf, Eg fyrir mitt leyti sé nú mest eftir þeim ritum Stefáns í óbundnu máli, sem tapast hafa. Því að mér virðist lítill efi á þvi, að hann, sem á bæði til fyndni og djúpsýn, og er orðs- ins meistari öllu fremur en rímsins, hefði ekki síður getað verið lausmáll af sjaldgæfri snild. Af ýmsu virðist mega ráða, að töp- uðum hugsunum muni öllum almenn- ingi einna sizt eftirsjón í. Og þó væri heimurinn allmjög öðruvisi, og víst óhætt að segja miklum mun betri, ef ekki befðu tapast og dáið ófæddar svo margar góðar hugsanir. II. Ef til vill má eg hér skjóta inn dá- lítilli athugasemd um það mjög um- þráttaða efni, hvað sé »geni«. Liklega er það eitthvað í áttina, að nefna það óvanalegt tilfinninganæmi, eða við- kvæmni, sem nær alla leið upp í skyn- semi og vit; og ætti það þá auðvitað rót sína í frábrugðinni gerð á heila og taugum; taugasamböndin marghátt- aðri, taugaefnið fjölbreytnara og auð- breytnara Þangað væri að rekja, að það sem vér nefnum heim verður stærra og fjölbreytilegra í sál gáfu- mannanna, en iíka heildarlegra, sam- böndin fleiri; að slíkir menn sja helzt • likingu og finna líkingar; að hjá þeim er andlega jafnvæginu hættara en hjá hversdagsmönnum. Og i þessu sið- astnefnda atriði er ef til vill inni- falinn allur skyldleikinn með vit- snillingum og vitfirringum, sem blek- júdar eins og Max Nordau og annars sumir betri menn hafa lagt svo mikið upp úr. Að telja afburða- vit ekkert annað en nokkurskonar taugaveiklun, virðist ekki ósvipað eins og ef menn héldu, að afarmiklum vöðvakrafti væru vanalega samfara veik- ar sinar, af því að það vill til, að mjög sterkir menn slita sinar frá beini á aflraunum, sem ósterkir menn mundu ekki hafa getað borið við. III. Hálfsextugur er Stephan G. Stephans- son þeg^r kvæðabók hans kemur loks- ins á prent, fyrir tilstilli nokkurra Vestur-íslendinga, sem allir íslenzkir bókavinir munu þakkir kunna fyrir tiltækið. Því að kvæðin sem þessi útlagi íslands um meir en mannsald- ur sendir oss, teljast óefað til þess, sem fáir þeir er annars lesa með skyn- semd, mundu vilja láta ólesið. Andvökur nefnir Stefán kvæðasafn sitt, og verður manni þar að minnast þess, að höfuðsnillingur íslenzkra bók- menta, Snorri Sturluson, kallaði eitt kvæði sitt andvöku. »Andvaka« (vaka móti vilja sínum, mæðuvaka) er eitt af þessum orðum, sem kemur mér til að dást svo mjög að islenzkunni, og hugsa til fornmann- anna, sem kallaðir voru spakir, og ann- ara, sem ef til vill voru ennþá vitrari, en ekki hlutu þetta heiðursauknefni. Og hefði þetta orð ekki verið til, þá er ekki ólíklegt, að Stefán hefði skapað það. Því, að vísu sjást hin óumflýjan- legu merki útlegðarinnar sumstaðar á íslenzkunni hans; hann getur mismint um þýðingar orða, og á einum stað heldur hann jafnvel að »hörgull« sé lýsingarorð; að visu koma fyrir i bók- inni orð eins og »knurra«, »sigur- stífur*, »krympa sig«, illkynjað dala- mál, fengið úr sömu áttinni eins og »reisendur« og »lagajúristar«. En þó er Stefán manna orðhepnastur og orð- spakastur vanalega, og orðin sem hann smiðar — eru annara nýyrðum fremur eins og komin frá hjarta íslenzkunnar. Einmitt úr hugskotum líkum hans hygg eg það sé, sem íslenzkan hefir erft ýmislegt það, sem dásamlegast er í fari hennar. En um orðið andvaka mætti geta þess tiL, að gamni sínu, og ef til viil án þess að vera misskilinn, að það sé komið upp i Þórólfsfelli í Fljótshlíð, þar sem Njáll, sem ekki er kend- ur við speki, heldur við brennu, átti stundum bágt með að sofa, eins og segir í sögu hans. Kýs eg orðinu þá fæðingarsveit meðfram af þvl, að það hefir svo margt gott orð verið sagt í Fljótshlfð, um Fljótshlíð og um það, sem gerst hefir í Fljótshlið. IV. Þó að skáldið þekki vel andvökugeð, því að það er einmitt þess háttar skap, sem svo ágætlega er lýst með orðunum: »Þá sviður kvíðans gadd- frost í gugnaðri taug«, þá er lítill andvökublærákvæðunumyfirleitt,miklu fremur árvöku. Það er ekki óllklegt að skáldið gæti um ýms kvæðin sagt likt og Egill: Yark árvakr bark orð saman með málþjóns morginverkum. »Glóbrún dags með ljós í auga«, einhver sólaruppkomugleði skín yfir ýmsum kvæðunum, eins og þessu kjarnorða lofkvæði til náttúrunnar: Eg ann þér, eg ann þér, þú indæla jörð. En i andvökugeði er Jónas, er hann kveður: Eátt verður þeim til bjarga, sem nóttin nlðist á, og Heine er hann segir: Góður er svefninn, betri dauði, en bezt af öllu væri að hafa aldrei fæðst. (Gat ist der Schlaf, der Tod ist besser, freilich, das beste wáre nie geboren sein.) Og slíku geði er eðlilegt að líta á jörðina, ekki eins og móður aflsins og æskunnar, fæðandi sífelt nýtt líf, til nýrrar gleði, heldur eins og opna gröf, fyrir alt líf sem á eftir að deyja og fæðast. Orðið náttúra, natura (nasci, að fæðast), á aðeins við annan aðal- eiginlegleika lífsins; það er bjartsýnt orð (frá því sjónarmiði, að lífið sé gott). Það mætti eins nefna »náttúruna« einhverju nafni sem benti til þess, að alt á að deyja. — (Meira.) Helgi Pjeturss. Undirskriftasmölunin. Þeir hafa, Heimastj.forsprakkarnir, borið víða niður um landið með fá- dæma ósvifnum undirskriftaskjölum. »Skrifið«, sem Akureyrarbúum er ætl- að að »forskrifa« sig á, löngu áður en þeir hafa hugmynd um málavöxtu, hljóðar svo: ÞaÖ er nú orðið ljóst, aÖ ráöherra Björn Jónsson hefir, án þess neinar sæmilegar ástæður séu til, beitt stjórn Landsbankans óþolandi gjörrœði, sýnt helztu peningastofn- un landsins háskalegt tilræði, sem hann að sjálfsögðu hlaut að sjá fyrir, að mundi spilla fjárhag og lánstrausti, bæði bankans og landsins, misboðið með þessu atferli réttlætistilfinning manna og stofnað sæmd og hagsmunum þjóðarinnar i voða. Yér lýsum þvi yfir vantrausti á ráðherra Birni Jónssyni og skornm á hann að vikja úr ráðherraembættinn þegar i stað. Um þetta skjal farast Norðurlandi svo orð: Þessi vilja þeir þá, heimdstjórnar- ýoringjarnir, að verði eftirtekjan eftir öll þau hóflausu ósannindi, sem blöð þeirra hafa spúð eins og eitri yfir þjóðina, síðan Björn Jónsson tók við ráðgjafastöðunni. Með þessu móti ætlast peir til, að þjóðin launi honum langt og dáðrikt starf í þarfir fósturjarðarinnai. Með þessu ætlast peir til, að þjóðin þakki honum fyrir vernd hans gegn þeim háska, sem hún sá sér búna af millilandanefndar frumvarpinu. Með þessu ætlast peir til, að bind- indismenn þessa lands tjái honum þakklæti fyrir að leiða mesta áhuga- mál þeirra og eitt af mestu velferðar- málum þjóðarinnar til sigurs. Með þessu ætlast peir til, að öll alþýða þakki honum fyrir að kippa samgöngum landsins í margfalt beti'a horf, en þær hafa nokkru sinni áður í verið, með. ótrúlega litlum tilkostn- aði fyrir landið. Og með þessu ætlast peir ennfrem- ur til þess, að þjóðin launi honum þá drengilegu djarfmensku, að stöðva óregluna í Landsbankanum og verja dýrustu eign landsins þeirri hættu er af henni leiddi, taka í taumana jafn- skjótt og full vissa var fyrir óreglunni og áður en alt var farið á höfuðið. Akærurnar í undirskriftar-skjalinu eru ekki annað en ósvífin ósannindi. Bankastjórnin hefir ekki verið beitt neinu gjörræði. Fullar sannanir eru fram komnar fyrir því, að hún hefir vanrækt skyldur sinar við bankann, skyldtir sem voru ákaflega þýðingar- miklar fyrir hag bankans. Engar sannanir hafa verið færðar fyrir því, og engar líkur verða fyrir því færðar, að þessi ráðstöfun muni spilla fjárhag eða lánstrausti bankans eða landsins. Aftur má færa full rök að þvi, að ráðstöfunin verður til þess að tryggja lánstraust bankans og þar með láns- traust landsmanna. Og að því er réttlætistilfinningu manna viðvíkur, er vonandi að hún sé hjá fæstum svo spilt, að hún telji það ekki vítavert, að ábyrgðarmikil opinber störf séu vanrækt. Er yfir höfuð hægt að misbjóða réttlætistilfinningu manna á annan frekari hátt, en gert er í þessu undir- skriftarskjali, að ætlast til að þjóðin kveði upp áfellisdóm yfir gjörðum ráðgjafans, áður en hún hefir fengið fulla vitneskju um ástæðurnar, áður en skýrsla rannsóknarnefndarinnar er birt almenningi? Mjög má hún vera einkennileg rétt- lætistilfinning þeirra manna, er ætlast til að þjóðin geri slíkt. En hún gerir það heldur ekki. Þess þykjumst vér fullvissir, hún stenzt blekkingarnar, róginn og lygarnar. Snatarnir munu verða reknir út aftur öfugir úr húsum flestra rétt- sýnna manna. Eru yanefndirnar YisYitandi SYik eða hvaó? Afrek nýstreymlspostnlanna tólf. Það var vel gert og engin vanþörf, þetta sem Gestur nokkur gerði hér í blaðinu um daginn: að minna á hin ljómandi fögru heit tólfmenninganna þjóðhollu og þinggöfgu, er tóku sig til fyrir nokkrum árum og þóttust ætla að fara að umbæta blaðamensk- una íslenzku. Þeir hétu að taka upp sæmilegan og prúðmannlegan rithátt í stað hrakyrða, brigzla og getsaka, sannsögli í staði lygni, hógværð í stað hrottalegrar ósvífni og þar fram eftir götunum. Oft hefir verið áður fitjað upp á nýjum blöðum og aldrei öðruvisi en með harla fögrum fyrirheitum, þess- um og þaðan af glæsilegri. En nýlunda var þetta þó, að upp rísa 12 — tólf — spámenn eða post- ’ ular, og það meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, alþingismanna, og strengja þess heit, að skapa nýja og fegri blaða- mensku í landinu, geta hver við öðrum eða hins vegar andleg afkvæmi blaða- kyns, málgögn, er yrðu allra blaða nýt- ust og gagnfróðust, þjóðinni til við- reisnar andlegrar og líkamlegrar. Eg get nú að vísu ekki sagt, að yfir mig ætlaði að líða af eftirvænting dásamlegra hluta, er eg las sum nöfn- in þessara tólf. Sum leizt mér fremur veí á en hitt, svo sem þriðjung eða jafnvel alt að helmingi. Eg vissi nokkra i þeim hóp vera sæmilega færa um að vinna að al- mennilegu blaði. Vel góðan blaða- mann taldi eg varla neinn þeirra mundu verða, jafnvel með löngum tíma ; en sú er reynslan, að öðru visi verður það enginn. Góðir hafa þeir og aldrei verið margir á öllu landinu. Enda naumast vandfengnari maður í nokkura stöðu. Þessa taldi eg líklegasta: Guðlaug Guðmundsson sýslumann, Guðmund Björnsson lækni, Jón Magnússon skrifstofustjóra og Þórhall Bjarnarson lektor. (Þeir sem vilja hafa þá 6, mundu liklegast helzt grípa á í viðbót þeim Jóni í Múla og Pétri á Gaut- löndum). Stephan G. Stephanaton

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.