Ísafold - 15.01.1910, Page 2

Ísafold - 15.01.1910, Page 2
8 I8AF0LD Þessir voru afreksmennimir, siðbót- armennirnir, sem tókust á hendnr að endurfæða eða endurreisa blaðamensk- una i landinu. Og hvemig tókst f>eim? Gestur svarar því sæmilega glögt og rétt. Það munu flestir við kann- ast, nema eý það em þeir sjálfir. Það munu flestir kannast við, að aldrei hafi þjóðin verið meira göbbuð í slíkum efnum eða þvílíkum. Eg skal ekki lýsa því frekara. Hann hef- ir gert það viðunanlega að sinni. Og er óskemtilegt að rif|a upp aftur þá lýsingu. Hitt fýsir mig að vita, ef hægt er, hvernig á þeim stendur, þessum hrap- allegu vanefndum. Eru þær vísvit- andi gerðar eða óviljandi ? Var það vanaleg kaupendaveiðibrella, algeng vörugylling óvandaðra prangara, boðs- bréfið þeirra tólfmenninganna um nýja strauma, er fteyttu að landi öðram eins reka og Lögréttu og Norðra? Þvi á eg bágt með að triia um æðsta kennimann landsins, sem nii er orðinn, æðsta lækni landsins og loks héraðsdómarana í 2 virðulegustu embættunum í þeim flokki. Eg skil það vel, að þeir hafi fegnir viljað bæta úr mjög tilfinnanlegum málgagnaskorti höfðingja síns og al- úðarvinar, ráðgjafans, sem þá var. Og engan veginn láandi, þótt t. d. biskups- e f n i og landlæknis- e f n i hefði ver- ið óbágari á að leggja til muna á sig til að kosta hin nýju málgögn, held- ur en ef þeir hefði e k k i átt þá upphefð i vændum, einmitt hjá þeim höfðingja. Slíkt á alls ekkert skylt við mútur eða þess konar. Hitt get eg ekki látið koma heim við hugmyndir mínar um menn í jafn- háum og göfugum embættum, að þeir hafi farið að lofa af ásettu ráði og beint í ginningarskyni upp í ermina sína miklu betri blöðum í alla staði en þjóðin hefir áður átt. Eg veit það og þekki það, að oft er efndanna illa vant, þá er heitið er unnið. Eg hefði ekki furðað mig neitt á því, þó að misbrestur hefði orðið á borði á því, sem heitið var í orði. En ann- ari eins háðung og hér hefir orðið raunin á hefði eg aldrei við búist. Nú fýsir mig að vita, hvort satt er eða ekki satt, að biskup landsins sé enn viðriðinn útgáfu Lögréttu t. d. Mig rekur minni til, að hann hafi einhvern tíma, fyrir 2—3 missirum eða svo, auglýst sig hafa ekki framar á hendi yfirritstjórn blaðsins (ásamt 2 öðrum). En er það nóg? Er hann ekki alt um það einn af útgefendum (kostnaðarmönnum) þess? Og getur hann ekki eftir sem áður verið sá andi, er svífur þar yfir vötnunum, ræðurstefnu blaðsins og háttsemi, og ber þann veg siðíerðislega ábyrgð á þvi ? En þá vil eg spyrja: er til margt meira hneyksli í kristinni kirkju? Mér finst kennimannastéttin íslenzka eiga heimtingu á að vita þetu, vita, hvort yfirhirðir kirkjunnar á landi voru og útgefandi Kirkjublaðsins er einnig útgefandi annars eins blaðs og Lög- réttu. Pastor, Sjálfsmorð. Maður skaut sig til bana á Hjalt- eyri þ. 21. des. Hann hét Magnús Þorkelsson, miili tvítugs og þrítugs. (Norðurl.). jSnjókyngi og sleðaferðir er um þessar mundir mikið um hér Bunnanlands — og hið sama er sagt af Akureyri og ísafirði, þar um slóð- ir. — Hér í Rvik er snjófærðin all- mjög notuð til sleða- og skiðaferða. Það skortir á, að engin verulega góð jkiðabrekka er hér nærlendis. Skíða- braut Ungmennafélagsins í Öskjuhlíð þvi miður ékki eins góð og skyldi — segir Norðmaður einn oss, vel fróður um þessa hluti. —• Reglulega góðar skíðabrekkur kváðu þær vera brekk- urnar fyrir ofan Ártún. Hvers vegna gerði hann það ? Um fátt mun vera meira talað nú manna á milli, en tiltæki bæjarfógeta í Landsbankanum þ. 4. þ. m., er hann kom með innsetningarúrskurð sinn með forsendum innfærðan í dóma- bókina, þ. e. kveðinn upp áður en hann hafði heyrt eins orðs mótmæli og ástæður frá hálfu landsstjórnarinn- ar og bankastjórnarinnar gegn gjörð- inni, — hafði við samningu úrskurð- arins heima hjá sér, áður en gjörðin fór, fram tekið eingöngu tillit til máls- skjala Kristjáns Jónssonar. ísafold sagði frá þessu tiltæki fógeta í síðasta laugardagsblaði. Andþófsblöð- in höfðu þagað yfir þessu eins og mannsmorði og gera enn. Ingólfur siðavandi og óhlutdrægi líka; hann, sem þó segist prenta alt, sem máli skifti frá báðum aðilum 11 Margir áttu í fyrstu erfitt með að trúa þvi, að fógeti hefði í rauninni framið það, sem sagt var frá. En það er svo áreiðanlegt, að þetta fór fram, að um það þarf eigi neinn að efast. Fyrsta spurningin, sem varð fyrir mönnum, var þessi: Hvers vegna gerði hann paðl Þessi spurning kveður við hjá nær hverjum manni, sem um málið talar. Ýmsar tilgátur hafa borist oss til eyrna. Ein þeirra, sem vér höfum heyrt úr fleiri en einni átt, gengur svo nálægt sæmd bæjarfógetans sem dómara, að vér getum eigi haft hana eftir. Vér treystum oss eigi til að leysa úr spurningunni. Vér getum eigi ímyndað oss, nvers vegna fógeti gerði petta eina, sem hann mátti alls ekki gera, að kveða upp úrskurð á þann hátt, að útilokað var, að tekið yrði tillit til málsástæðna annars aðilans. Andþófsblöðin treysta sér sýnilega eigi til að leysa úr spurningunni. Hver getur það? Hvers vegna gerði hann pað? Mannnlát. Þorvaldur Björn Böðvars- s o n (kaupmanns Þorvaldssonar) andað- ist á Akranesi á gamlársdag síðastliðinn, rúmlega 22 ára að aldri, fæddur 18. nóv. 1887. Björn sál. var fyrst við verzlun hjá föður sinum, en síðar við Duus-verzlun í Keflavík og í Reykjavík. Haustið 1907, fór hann til Kaupmanna- hafnar til þess að afla séi mentunar í verzlunarfræðum, og gekk hann þar á verzlunarskóla; en eftir tæplega mánað- ardvöl á skólanum sýktist hann af misl- ingum, og upp úr þeim fekk hann snert af lungnatæringu; lá hann fy*st all- lengi á Öresundsspítala í Kaupm.höfn, en síðar nokkra mánuði í Silkiborg- heilsuhæli á Jótlandl, en fekk þar þó ekki fulla heilsubót. Kom hann svo hingað upp til Islands í febrúar síðastl. ár, en hafði nálega enga fótavist upp frá því þangað til hann dó. Hann fekk brjósthimnubólgu rótt fyrir jólin og leiddi hún hann til bana 31. des. síðastliðinn. Björn sál. var mjög vel gefir.n bæði að sálar- og líkamsatgervi, fjörugur og tápmikill og að öllu hinn mannvænleg- asti. — Hin langvinnu veikindi sín bar hann með frábærri stillingu og þolin- raæði. Guðm. skáld Magnússon hefir ort eft- ir hann erfiljóð þau, er hór fara á eftir. Amicus. Hans lif var oss ljós yfir lífsins þnngu spor, það skein af honum yndi og æska og vor. Hans lif var oss morgun, svo mildur og hýr, þar brosti við oss vonin, svo vegleg og skýr. Hans lif var oss geisli af guðlegri náð — en enginn getur skilið hið alvisa ráð. Þvi sakleysi’ og hreinleik i svipnum hann bar, og æðri heima eldur i augum hans var. Hans þrá var að fræðast og framanum ná, og hðrfa engum hindrunum hálfunnum frá. Og kappið var eldheitt — þótt kinnin yrði föl og bjartað berðist sárþreytt við sjúkdóm og kvöl. Guð blessi þig andaðan, hjartahreini sveinn I þitt lif varð stntt, en allur þess himinn var hreinn. Guð blessi þá minning, sem mæt hér eftir skín, og mýkir oss nú sárin, sem blæða vegna þin. Sá himinn er fagur, sem hóf þig til sin, i helgri trú og von gegnum tár oss hann skin. Sjukrasamlög. Sjúkrasamlaga-hugmyndin hefir farið sigri hrósandi um Norðurálfuna á síð- ustu áratugum. Nú erum vér íslendingar að komast í hóp framsóknarþjóðanna, einnig í þessari grein. Sjúkrasamlög eru tryggingarfélög efnalítilla manna gegn veikindakostn- aði. Þeir, sem í samlögunum eru, greiða dálítið árs- eða mánaðargjald og eiga svo fyrir þetta gjald visa læknishjálp, lyf, spítalavist o. s. frv. fyrir sig og sína, hversu mikil sem veikindabrögðin eru og þar að auki dagpeninga, meðan á veikindunum stendur. Fátækur fjölskyldumaður, sem ekk- ert á nema það, sem hann vinnur sér inn á degi hverjum, má illa við þvi að verða fyrir langri legu með miklum lækniskostnaði og lyfja — og fara þar að auki á mis við daglaun sin. Trygging gegn efnalegum bágindnm og basli, trygging gegn því, að fjölskyld- an fari á sveitina vegna veikinda fyrirvinnunnar, veita sjúkrasamlögin. Svo mikið leggja Þjóðverjar upp úr því, að efnalítið fólk sé í sjúkrasam- lagi, að verkmönnum er, nær undan- tekningarlaust, gert að skyldu með lögum, að vera í sjúkrasamlagi. — Annars staðar, t. d. í Danmörku veit- ir ríkissjóður ógrynni fjár (1906: 3V2 miljón kr.) til stuðnings sjúkrasam- lögum. Eitt sjúkrasamlag hefir verið hér á landi hingað til. Það er sjúkrasamlag prentara, sem starfað hefir full 10 ár, og gefist mjög vel. En upp á síðkastið hefir Oddfellowa- félagið íslenzka verið að bollaleggja hvernig almennum sjúkrasamlögum yrði bezt komið á fót um land alt. Yfirmaður félagsins, Guðm. Björns- son landlæknir, hefir ritað einkargóðar hugvekjur um málið i 2. og 4. hefti þessa árg.Skírnis. Til þeirra vísum vér þeim, er vilja kynna sér málið til hlitar. Þær fást ókeypis hjá Oddfellowa- félaginu. Þá hefir og Oddfellowafélagið átt upptök að því, að hér í Rvík var stofnað sjúkrasamlag i haust. Það kallar sig: Sjúkrasamlag Reykjavikur. Innganga í það er aðallega þessum skilyrðum bundin: Samlagsmenn verða: 1) að eiga heima í Rvík, 2) að vera á aldrinum 15—60 ára, 3) hafa ekki árstekjur, er fari fram úr 1200 kr., að viðbættum 100 kr. fyrir hvert yngra en 15 ára, 4) eiga ekki skuld- ausar eignir, er nemi meiru en 5000 kr., 5) hafa ekki árlangt þegið af sveit, 6) hafa engan ólæknandi sjúk- dóm viðloðandi. Réttindi samlagsmanna í Rvíkur- samlaginu eru þessi: 1) ókeypis lækn- ishjálp handa sér og sínum, 2) ókeypis lyf, 3) ókeypis sjúkrahúsvist, 4) dag- peningar handa þeim sjálfum, meðan þeir eru veikir, frá 0,50—2 kr. á dag, eftir þvi hvað samlagsmaður greiðir mikið mánaðargjald. Skyldur samlagsmanna, hinar helztu, eru þessar: 1) inntökueyrir 1 kr., 2) mánaðargjald frá 75 aurum upp í 1,75 og fer eftir því hvað mikla dag- peninga samlagsmaður vill fá greidda meðan á veikindum stendur (sbr. rétt- indin). Séu menn á aldrinum 45—60 ára er mánaðargjaldið 10—20 aurum hærra. Formaður samlagsins er sem stendur Jón Pálsson organisti. Hjá honum er hægt að fá allar nánari upplýsingar. Læknar samlagsins eru: Guðm. Björnsson, Guðm. Hannesson, Guðm. Magnússon, Matth. Einarsson, Sæm. Bjarnhéðinsson og Þórður J. Thor- oddsen. Hver einasti ejnalítill Reykvíkingur œtti að telja pað skyldu sína sjáljs sín vegna, og ékki slður jjölskyldu sinnar vegna, að gerast jélagi í ^Sjúkrasamlagi Reykjavíkur«. Veikindin geta alveg eins að höndum borið í dag eins og á morgun. Gcetið pess, að verða ekki oj seinir. í febrúarmánuði verður haldinn aðal- fundur í samlaginu. Þá verður ráð- inn gjaldkeri þess, en á honum hvíiir mesta starfið. BaiiDsókiiin gegn Birni Líndal. Norðurland frá. 23. des. skýrir frá einu atriðinu í því máli, sem sé ferð hr. Líndals sumarið 1907 með skipinu Perwie út Eyjaíjörð til að handsama sek síldveiðaskip. Hr. Björn Lindal gerði landsstjórn- inni reikning fyrir fargjaldi á Perwie, er nam 100 kr. En þá peninga hefir Lindal aldrei borgað, segir Norðurland. Hann samdi um far með skipinu við réttan hlut- aðeiganda, Ckr. Havsteen kaupstjóra, sem ekki ætlaðist til neinnar borgun- ar, enda ómak skipsins lítið sem ekk- ert. En rétt nm það Ieyti, segir NL., sem þessi opinbera rannsókn var fyrirskipnð, fær Otto kaupmaðnr Tnlinins reikning frá herra Lindal og er þar fært Tnlinins til inntektar frá árinu 1907 100 kr. fyrir leign á Perwie. Tulinius brást strax óknnnnglega við þess- ari færsln hr. Lindals, þvi hann átti ekkert í útgerðinni, eins og flestum hér i bæ mun vera kunnugt. Svo hafði Lindal aldrei minst á það við Tulinius, að hann ætlaði að borga honum neitt fyrir þetta far með skipinu, eða gert neina samninga við hann um það fyr eða siðar. Þessar 100 kr. koma eins og skollinn úr sanðarlegg inn i reikn. ing Tulininsar, óviðkomandi manns. En hvernig þetta kann að lita út í höfnðbók berra Lindals, er blaðinn ekkert knnnugt um, eða hvort það hefir verið rannsakað. Ennfremur hefir hr. Ragnar Olajs- son, er var verzlunarstjóri Gránufélags- ins 1907, gefið Norðurlandi yfirlýs- ingu og segir þar m. a.: — Ennfremur er mér kunnngt nm: 1) Að Chr. Havsteen ætlaðist ekki til, hvorki þá né siðar, að neitt yrði borgað af hálfu hins opinbera fyrir þetta, sem held- ur ekki voru nein sérleg útgjöld fyrir skipið eða útgerðina. 2) Að Chr. Havsteen þá ekki var boðin nein borgun fyrir þetta af Lindals hálfu. 3) Að Chr. Havsteen nú BÍðastliðið sum- ar sagði mér, að hann hefði frétt hér,"’að Lindal hefði átt að setja á reikninginn til landsjóðs leigu fyrir Perwie, og spurði hann mig hvort þetta mundi vera satt og hvort eg hefði heyrt nokkuð um það. — Eg játaði þvi, að eg hefði.heyrt þetta. — Nokkru siðar gaf hann að gefnu tilefni vottorð um það, að hann sem »disponent« skipsins og útgerðarinnar ekki hefði tekið á móti neinni borgun fyrir þetta, né heldur ætlast til þess. Norðurland hefir enn leitað upplýs- inga hjá hr. Guðm. Guðlaugssyni, er var fylgdarmaður Líndals á þessu ferða- lagi, og spurt hann um álit hans á skýringu þeirri, er hr. B. L. hefir um fargjaldið á Perwie (d: að hann hafi fært Otto Tuliniusi fargjaldið til reikn- ings). Guðm. Guðlaugsson svaraði svo meðal annars: Eg álit, að hún sé ekkert annað en aum- asti kattarþvottur — tilraun til að breiða yfir sannleikann 1 þessu efni. Mér er kunn- ugt um, að Lindal bað Chr. Havsteen leyfis að mega fara með skipinu þenna umrædda leiðangnr og fekk það, eftir að hafa fundið hann að máli i þeim erindum oftar en einu sinni. Mér er ennfremur kunnugt um að Chr. Havsteen ætlaðist aldrei til neinnar borgun- ar til handa útgerðinni fyrir þetta leyfi; bæði hefir hann sagt mér það sjálfur og auk þess i sumar gefið vottorð um þessi atriði, og mun það vottorð nú vera í Btjórnarráðinu. Mér dettur ekki i hug að ætla Lindal þann aula, að hann álfti að sér geti borið að borga Tuliniusi, eða öðrum óviðkom- andi þriðja manni fé fyrir það, sem hann fær hjá Chr. Havsteen fyrir ekki neitt. Enn skýrir næsta blað Norðurlands frá 3 öðrum ferðum, sem Björn Lín- dal er talinn hafa gert landsjóði rang- an reikning fyrir — og skýrum vér frá þeim í ágripi eftir Norðurlandi. í eina ferðina notaði hr. B. L. ís- firskt skip, Guðrúnu, og gerði lands- sjóði reikning fyrir 160 -f- 20 kr. leigu eftir skipið, en skipstjórinn Jón Bryn- jólfsson segir, að ekki hafi verið borg- aðar nema 6© kr. fyrir skipið. Skipið var í ferð þessari frá hádegi til kl. 7—8 næsta morgun. En fylgdar- mönnum sínum gerir B. L. dagkaup í 4 d a g a, 32 kr. alls hverjum þeirra, og segir þá hafa verið 4. En Norðurl. ber brigður á, að fylgdarmenn hafi verið svo margir. Þeirra á meðal er t. d. talinn Eggert kaupmaður Laxdal, er Norðurl. telur hafa farið ferð þessa aðeins til að kaupa sild þá, er upptæk yrði gerð, og eitthvað af henni keypti líka Laxdal. Aðra ferðina fór hr. B. L. með þýzku síldveiðaskipi, og segir Norðurl. að þau skip séu vön að flytja menn hafna á milli fyrir alls ekki neitt — og þótt eitthvað hefði þurft að borga, nái það lítilli átt, að borga 30 kr. í fargjald fyrir ferð út á Hjalteyri, eins og B. L. segist hafa borgað, þar sem fylgd- armenn B. L. muni ekki hafa verið nema 2 eða í hæsta lagi 3, en alls ekki 4 eins og hr. B. L. segir þá hafa verið, og reiknar þeim 8 kr. í 2 daga, alls 64 kr. Aukakostnað í för þessari telur B. L. hafa verið greiddan fyrir m ó t o r- b á t, er þeir félagar hafi farið á til Akureyrar aftur, en, segir Norðurl., þeir komu a 11 s ekki á mótor- b á t. Þriðju ferðina fór hr. B. L. til Siglufjarðar á norsku síldveiðaskipi og reiknar fargjaldið á því 80 kr. Hvort það er rétt, er ókannað enn, en Norð’ urlandi finst það í meira lagi hátt fargjald á skipi, sem ætlaði hvort eð var til Siglufjarðar. — Llndal telur fylgdarmenn sína hafa verið tvo, en Norðurl. segir, að aðeins einn maður hafi verið með honum. Þessum 2 mönnum, sem ekki voru nema 1, gerir svo hr. B. L. 8 kr. dagkaup í 9 daga, alls 144 kr. — Aukakostnað í ferð þessari telur hr. B. L. 80 kr. fyrir bátslán og vöktun skipa, en um annan kostnað en 4 kr., er aðstoðar- maður B. L. borgaði, ekki fyrir eitt, heldur mörg bátslán, hefir Nl. ekki heyrt. Þingmalafuudur. Á Sauðárkrók var haldinn þing- málafur.dur þ. 8. þ. mán. til að ræða bankamálið. Þingmenn Skagfirðinga höfðu kvatt til fundarins. Eftir lang- ar umræður var samþykt svohljóðandi tillaga: • Með því að það er álit fundarins, 1. að landstjórnina eftir lögum um stofnun Landsbanka bresti heimild til að vikja gæzlustjórunum frá til fullnaðar, eða skipa gæzlustjóra til langframa að fornspurðu alþingi, sem eitt hefir rétt og skylau til að kjósa menn í þá trúnaðarstöðu. 2. að slikt vald, og þar af leiðandi ótak- mörkuð yfirráð eins manns yfir bankan- um, sé viðsjárverð, og þannig lagað vopn gæti verið hættulegt vopn i hendi hverr- ar stjórnar. 3. að þjóðin eigi örðugt með að komast að réttri niðurstöðu i málinu, meðan öll rök fyrir frávikningu bankastjórnar eru ekki lögð fyrir þingið til rannsóknar, — tel- ur fundurinn nauðsynlegt, að alþingi gef- ist sem fyrst kostur á að kynna sér alt, sem bankastjórnin er sökuð um, meta gildi þess, og kjósa gæzlustjóra, ef þörf krefur. Eundurinn skorar á ráðherra, að hlutast til um að kvatt verði til aukaþings, hið bráðasta. Aukaþing mundi kosta 20—30,000 kr. Það, sem það ætti um að fjalla, er hvort gæzlustjórunum hafi verið vikið frá með góðum og gildum á- stæðum eða ei — hvort þeii hafi verið ranglæti beittir eða ei. — Að fara að leggja svo mikla aukabyrði á þjóðina að eins til þess að láta hina fráförnu gæzlustjóra fá úrskurð alþingis nokkrum mánuðum fyrr — virðist oss fijótráðið, Setjum nú svo, að þeim væri rang- lega vikið frá — mundi það þá ekki litlu máli skifta, hvort dómur þingsins kemur nokkrum mánuðum fyrr eða síðar. — Verða ekki margir að bíða réttar síns enn þá miklu lengur, — fyrir dómstólunum ? En hafi frávikning þeirra verið ó- hjákvæmileg, svo sem er stjórnarinnar óbifanlegt álit — væri þá eigi því fé algerlega á glæ kastað, er varið væri til kostnaðarsams aukaþings, þegar hið reglulega alþingi á að koma saman nokkrum mánuðum síðar. Fjárspurningin er af gæzlustjóranna hálfu: Hafa ranglega verið af oss hafðar 1000 kr. hverjum á ári? Það yrði í mesta lagi um nál. 1200 kr. að tefla, ef beðið er hins reglulega alþingis. Er vit í að kosta beinlínis tugum þúsunda, fyrir utan óbeinan kostnað, til þess að fá úrskurðarsvar um þetta atriði nokkrum mánuðum fyrr eða ella? Væri það ekki með öllu óverjandi af stjórninni að gera slíkt? Veðrátta vikana frá 9. jan. til 15. jan. 1910. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. —9,6 -7,5 -8,8 -4,0 —H,C 0,3 8,5 MAnud. -3,4 -10,8 -7,8 -60 —12,5 -4,1 1,0 Þriðjd. -6,7 -8,6 -4.0 -60 -9.0 —5,1 0.6 Miövd. -4,7 —6.7 -6,5 -8,0 -90 -3,1 0,8 Fimtd. —2.5 -5,6 -4,0 -6.5 —9.5 -6,4 6.1 Fðstd. -0,5 0,6 -16 -0,8 -4,0 -0,4 4,7 Laugd. 1,2 -4,5 —5,2 -5,0 -8,0 1,1 5,3 Rv. = Reykjavik; íf. = Isatjörður; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; Gr. = Grimsstaöir; Sf. = Seyöisfjörður; Þh. = Þórshöfn l Fœreyjum.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.