Ísafold - 22.10.1910, Page 3

Ísafold - 22.10.1910, Page 3
ISAFOLD 263 Þingmálafundir í Árnessýslu. Þingmenn Árnesinga Hannes ÞorsteinB- son fyrv. ritstj. og Sigurður Sigurðsson ráðunautur, hafa haldið nylega tvo þing- málafundi í kjördæmi sínu, við Ölfusár- brú og á Húsatóftum á Skeiðum. Hór fara á eftir fundargerðir á þess- um fundum. I. Ölfusárbrúarfundurinn. Hann sóttu um 60 kjósendur. Fundar- stjóri var valinn Eggert bóndi Benedikts- son í Laugardælum, en fundarskrifari síra Ólafur Magnússon í Arnarbæli. , 1. Til umræðu var fyrst tekið sjálf- stæðisinálið. Svohtjóðandi tillaga kom fram < því frá Hannesi Þorsteinssyni alþm : Fundurinn er eindreginn þeirrar skoð- unar, að þjóðinni sé eigi scemandi að hvika í nolckru frá sjálfstœðis- og rétt- arkröfum landsins gagnvart Danmörku i sambandsmálinu, og leggur sérstáka áherzlu á, að alþingi stígi ekkert spor í þá átt, er gœli orðið til hnekkis fullu sjálfstœði landsins í framtiðinni; telur öldungis ótælct að viðurkenna stöðulög- in sem þann grundvöll, er þingið megi á nokkurn hátt byggja á ilöggjöf sinni, og telur œskilegt að gerð verði endur- skoðun á stjórnarskránni, og verði und- irbuin sem rœkilegast á nœsta þingi; en bráðabirgðar kákbreytingar því að eins tiltœkilegar, að af þeim stafi eng- inn réttarspillir á afstöðu vorri gagn- vart Dönum i sjálfstæðismáli þjóðar- innar. Samþykt með samhljóða atkvæðum. Ekkert á móti. 2. Skattamál. Eftir nokkrar um- ræður var samþykt, að kjósa fimm manna nefnd, til þess að íhuga skattamál lands- ins og gera um þau tillögur síðar. Þess- ir voru kosnir í nefndina: Si'ra Ólafur Magnússon < Arnarbæli, Eggert Bene- diktsson < Laugardælum, síra Gísli Skúla- son á Stóra-Hrauni, Helgi Jónsson kaup- fólagsstjóri á Stokkseyri og Guðmundur Sigurðsson verzlunarmaður á Eyrarbakka. 3. Aðflutningsbann. Samþ. þessi tillaga (frá sr. Ólafi í Arnarbæli): Fundurinn skorar á alþingi að halda fast við gjörðir síðasta alþingis að þv< er snertir lögbann á innflutningi áfengis, og hvika í engu frá þeirri stefnu, hvorki með frestun bannlaganna, nó tilslökun á þeini, þótt hagfelt kynni að þykja að breyta einstökum atriðum þeirra. — Samþykt með litlum atkvæðamun. 4. Fjármál. Fundurinn skorar á þingið að sjá einhver heppileg ráð til að fá fó inn < landið með sem allra bezt- um kjörum, sórstaklega til nauðsynlegra og arðberandi fyrirtækja. 5. Landbúnaðarmál. a. Fundurinn skorar á búnaðarfólag íslands að hraða svo undirbúningi Flóa- áveitnmálsins, að það geti lagst fyrir næsta þing. b. Funduriun álítur, að smjörbúin megi ekki enn sem komið er við því að vera Bvift landssjóðsstyrknum, og skorar á alþingi að lækka ekki þennan styrk fyrst um sinn. C. Fundurinn skorar á alþingi að auka styrkinn til búnaðarfélaga. d. Fundurinn skorar á þingmenn sína að hlutast til um, að næsta þing skipi ullar-vöru-matsmenn á líkum grund- velli og fiskimatsmenn. 6. Saingöngur á sjó. Fundurinn telur þeim samgöngum á sjó, sem verið hafa í sumar með Buðurströndinni, mjög ábótavant, og skorar á Landsstjórnina að hlutast til um, að þeim verði komið < betra horf. 7. Sanigöngur á landi. a. Fundurinn skorar á alþingi að nema úr lögum skyldu Árnessýslu til þess að halda við aðal þjóðbrautinni gegnum sýsluna. Ennfremur að brúað- ar sóu þær tvær ár < Ölfusinu, sem eru óbrúaðar; og hinar tvær brýrnar þar endurnýjaðar. Loks, að ruðningurinn undir Ingólfs- fjalli só lagður niður, sem vegur, en < þess stað komi bein braut frá Kögunar- hól niður á holtið ofan við Ölfusárbrú. b. Fundurinn skorar á alþingi að sjá um, að fjárveiting til Grímsnessbrautar- innar verði tekin upp á fjáraukalög fyr- <r árið 1910 svo að ekki verði hló á brautargjörðinni. C. i undurinn telur afhendingarákvæði nugildandi vegalaga ótæk, og skorar á alþingi að breyta þeim og láta nýja af- hendingu fara fram. d. Fundurinn skorar á alþingi að binda styrkinn til póstvagnferða þv< skilyrði, að póstvagninn gjsti í báðum leiðum við Ölfusárbrú og fari þaðan kl. 9 að morgni dags á báðum leiðum, og hafi að öðru leyti eins fastákveðua áætl- un og framast er unt. 8. Heilbrigðismál (tillaga frá sfra Gfsla á Stórahrauni); a. Fundurinn skorar á alþingi að veita styrk alt að 2500 kr. til spítala- stofnunar austanfjalls fyrir suðurlands undirlendið. b. Fundurinn skorar á alþingi að stofna lögbundna sjúkrasjóði og gjöra öllum jafnt að skyldu að tryggja sig í þeim. Samþykt með litlum atkvæðamun. Undir fundarlok urðu nokkrar um ræður um hvenær næsta alþingi kæmi saman. »Loks var borin upp svofeld tillaga frá Jóh. V. Daníelssyni: Fundur- inn skorar á ráðherra að kalla næsta þing saman á róttum tima. Tillagan feld.í1 II. Húsatóftafundurinn. Hann sóttu um 30 kjósendur. Fund- arstjóri var Ágúst Helgason bóndi < Birtingaholti, en skrifari síra Kjartan Helgason í Hrtina. Flestallar tillögurn- ar er samþyktar voru á Ölfusárbrúar- fundinum voru einnig bornar upp og samþyktar á Húsatóftarfundinum. Þar á meðal tillaga H. Þ. < s a m b a n d s m á 1 i n u, og tillagan < aðflutningsbanns- málinu, er var samþykt með 18 atkv. gegn 7. Eti auk þeirra, voru samþ. á fundinum á Húsatóftum þessar tillögur. Peningamál. Fundurinn skorar á alþingi, að sjá einhver heppileg ráð, til að fá fé inn í laudið með sem allra beztum kjörum, sórstaklega til nauðsyn legra og arðberandi fyrirtækja, og séu umráð þess fjnr algcrlega í höndum landsmanna sjalfra. Eftirlann. Fundurinn sltorar á þing- menn kjördæmisins að gera sitt ýtrasta til, að eftirlaunalögum embættismanna verði breytt þannig á næsta þingi, að ekkert embætti verði veitt framvegis með eftirlaunarótti. Járnbrautarlagning. Fundurinn skor ar á alþingi að veita fó til þess að rann- sakað verði til hlýtar járnbrautarstæði frá Reykjavík austur yfir heiðar. Nefnd var kosin eins og á Ölfusár- brúarfundinum til að íhuga skatta- m á 1 i n. Kosningu < haua hlutu : Ágúst Helgason < Birtingaholti, síra Ólafur Briem á Stóra-Núpi, Guðm. Lýðsson í Fjalli, Böðvar Magnússon Laugarvatni og Þorf. Þórarinsson Spóastöðúm. Á þessum fundi kom einnig næsta þing- hald til umræðu, en menn vildu enga ályktun gera um það mál. Á báðum fundunum hafði aðskilnaður ríkis og kirkju komið til umræðu, en engin tillaga hafði komið fram < því máli. Þó talið víst að fundirnir, (eða meiri hluti þeirra) hafi verið fylgjandi skilnaði. Þessir þingmálafuudir sem eru þeir fyrstu — að minsta kosti sem greinileg- ar fréttir eru komnar af — er haldnír eru fyrir næsta þing, eru sórstaklega eftirtektaverðir fyrir þetta: 1 a ð kjós- endur vilja eindregið og hiklaust vernda róttindi og fult sjálfstæði landsins, og hopa ekki minstu vitund á hæl fyrir Dönum í sjálfstæðisbaráttunni, 2 að þeir vilja sýnilega gefa stjórninni alveg < sjálfsvald hvenær hún kallar saman næsta þing. 3 a ð þeir vilja halda fast við gerðir sfðasta þings < aðflutnings- bannsmálinu, og 4 a ð þeir virðast álíta bankamálið — sem minnihlutinn gerði hæztann hvellinn út af — smá- mál, eins og það í raun og veru er, þvi um það var engin ályktun gerð. !) Þessi tillaga ásamt afdrifum hennar, er tekin orðrótt upp úr fundargerningn- um; er < honum skrifuð skýrum stöfum með bleki, og undirskrifuð af fundar- stjóra og skrifara. Minnihlutablöðin fara því eigi með rótt mál er þau segja að tillaga þessi hafi ekki verið feld. Það er hægt að sanná það með nægum vitnum að hún var f e 1 d eins og fundargerðin skýrir frá. Þjóðólfur segist flytja fundargerðina »orðrétt«, en hann gerir sér litið fyrir og klippir aj henni halann. Reykjavikur-annáll: Aðkomumenn síðusta viku: Sira Sigurð- ur GunnarsBon Stykkishólmi. Sira Ólafur Magnósson Arnarhæli, Tómas hreppstjóri Sigurðsson Barkarstöðum o. fl. Dánir: Sira Hjörleifur próf. Einarsson, 13. okt.; Jón Guðmundsson tómthúsmaður Brunnholti 73 ára, 15. okt.; Arni Jónsson 72 ára, 16. okt. Fasteignasala. Þingl. 20. okt. Guðjón Jónsson járnsmiður selur Gunn- ari kaupm. Gunnarssyni, Hafnarstræti 8, húseign nr. 9 við Yitastig með tilh. Dags. 15. okt. Landsbankinn selur Sveini Magnúsi Hjart- arsyni hakara húseign nr. 1 við Bræðra- borgarstig. Dags. 10. okt. Sami selur Halldóri Högnasvni Njálsgötu 52 og Jóni skipstjóra Magnússyni Yestur- götu 36 húseign nr. 67 við Laugaveg með tilheyrandi. Dags. 10. okt. Guðsþjónustur i dómkirkjunni á morgun: Hádegismessa: sira Bjarni Jónsson. Siðd. (kl. 5) cand. theol. S. Á. Gislason. Frikirkjunni kl, 12 frlkirkjupresturinn. Hjálpræðisherinn biður þess getið, að »sjálfsafneitunarvika« sin sé frá 23.—30. þ m. Vonast hann eftir að fólk vilji »láta eitthvað af hendi rakna til þeBS að ljós- geislar kærleikans geti i verkinu seilst til þess fólks, sem að öðrum kosti mundi verða ljósvana bæði hið innra og ytra.« •Vilji fólk gefa til einhverrar sérstakrar starfsgreinar, verður tillit tekið til þess.« Hjúskapur: Geir Guðmundsson frá Geir- landi Vestmanneyjum og ym. Guðrún Pét- ursdóttir, gift 15. okt. Óskar Lárusson verzlunarm. Ingólfsstræti 3 og ym. Anna Sigurjónsdóttir, gift 15. okt. Sveinbjörn Oddsson prentari og ym Vik- toría Ingibjörg Pálsdóttir Nýlendugötu 13, gift 16. okt. Jón Björnsson kaupm. og ym. Jakobina Sigurveig Guðmundsdóttir frá Grjótnesi á Sléttu, gift 16. okt. Arent Claessen verzlunarm. og ym. Helga Kristin Þórðardóttir Tjarnargötu 3, gift 20. okt. Jörundur Brynjólfsson kennari og ym. Þjóðbjörg Þórðardóttir Nýlendugötu 23, gift 20. okt. Jakob Guðjón Bjarnason vélastjóri og ym. Guðrún Sesselja Ármannsdóttir Berg- staðastræti 66, gift 21. okt. Rausnarleg gjöf til Heilsu- hælisins. Guðrn. landlæknir Björnsson skýrir frá því í síðasta tbl. Lögréttu, að íslenzkur maður vestur i Washington í Bandaríkjunum, að nafni Guðm. Magnússon, hafi sent Heilsuhælinu á Vífilsstöðum ioo kr. að gjöf, og loforð um að gefa því ioo kr. árlega æfilangt. Gjöf þessi og loforð, er stórhöfðinglegt, um leið og það lýsir hugarþeli gefandans til ættjarðar sinnar. Uppboð! Uppboð! verður haldið í Goodtemplarahúsinu og byrjar föstudaginn 28. þ. m. kl. 11 árdegis. Selt verður töluvert af nýrri álnavöru o. fl. sem hefir blotnað dálítið á leið hingað til lands, t. d.: Flonei — Tvisttau — Hálsklútar — Prjónapeysur Prjónagarn — Hnndklæði — Slöraefni o. m. fl. ^ Dömur, munið að fjölmenna! % Búsáhöld - Eldhúsgögn ýmis konar: þar á rneðal JLampar og Lampaáhöld, Taurullurnar frægu, Olíumaskínur, Sprittmaskíuur, Gaspottar o. m. fl. er nýkomið með »Sterling« til verzl. B. H. Bjarnason. Viljið þið ekki nota góða og hreina sápu.l Minar ven* julegu sápur, sem skemma engu minna en þær hreinsa, eru ekki taldar í húsum hæfar, þar sem Sunlight sápan hefir einu sinni verið reynd. 1691 Dans Við undirritaðar kennum dans (börn- um og fullorðnum) í Iðnaðarm.húsinu í næstk. nóvember og desembermán. Nánari upplýsingar gefur Stefanía Guðmundsdóttir, Laugaveg 11. Heima kl. ii- -i. Guðrún Indriðadóttir, Stefanía Guðmuudsdóttir. JTlafsöfufjúsið Tfverfisgöfu 2B selur mönnum gott fæðí með sann- gjörnu verði. — Miðdagsborð frá 12—4. Einstakar máltíðir seldar. Þorkell Þorláksson gjaldkeri er fluttur í Austurstræti nr. 5, hús Tílufavelfa til ágóða fyrir Fríkirkjuna í Reykja- vík verður haldin í Iðnaðarm.húsinu laugardaginn 29. og sunnud. 30. þ.m. Þeir sem styrkja vilja þetta fyrirtæki með gjöfum, eru vinsamlega beðnir að koma þeim til undirritaðra eöa í Iðn- aðarm.húsið föstudaginn 28. þ. m. í síðasta lagi. Ætlast er til, að allir þeir sem unna Fríkirkjunni styðji þessa hlutaveltu með gjöfum og annari hluttöku. Guðrn. Gíslason Laugaveg 12, frú Þorbjörg Þórðarson Þingholtsstræti 1, Filippus Amundason Bergst.stræti 30, Sigríður Jónsdóttir Grettisgötu 46, Kristján Jónsson Laugnveg 38, Rann- veig Sigurðardóttir Vesturgötu 32, Sighvatur Brvnjólfsson Bergst.str. 26 B Olöf Þorsteinsdóttir Laugaveg 39, Guðrún Olafsdóttir Bræðraborgarstíg, Halldór Olafsson Nýlendugötu, Þórð- ur Narfason Nýlendugötu. Málaravörur ýmiskonar, þar á meðal Zinkhvltan góða og Málarapenslar, er nú komið aftur með »Sterling« til verzl. B. H. Bjarnason. Eldfæri. Undirritaður hefir til sölu nokkra brúk- aða ofna og eldavélar. K. Ziinsen. Chika er áfengislaus drykkur og hefir beztu meðmæli. Ólafs Sveinssonar gullsmiðs. Inn- gangur í vesturenda hússins). Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins: Fyrirlestur i Iðnaðannannahúsinu sunnudaginn 23. þ. m. 1910 kl. 5 e. h. Matthías fornmenjavörður Þórðarson talar um: skáldskap Islendinga í jornöldi II. Á 10. og 11. öld. Inngangseyrir ioaurar. Undirrifuð kermir Guifarspií. figústa TUagnúsdóffir, í bókaverzl. Sigf. Eymundssonar. Gœrur og haustull er keypt i verzlun Jóns Þórðarsonar. Inngangur frá Ingólfsstræti. L oðkápa, ný og falleg, með sæljónskraga, fóðr- uð með Bicamskinni, fæst með góðu verði í Njálsgötu 16; er of stór eig- anda. Martin Jensen, Kjöbenhavn. ' Beztu ávextirnir % # % í borginni. PERUR, E P L I, V I N B E R komu með »Sterling« til verzl. B. H. Bjarnason. Þakkarávarp. Þegar eg undirritaður varð fyrir þvi slysi í sl. Apríl, að fótbrotna á botn- vörþungnum »Valur«,urðu góðir menn til að rétta mér hjálparhönd. Það yrði oflangt mál að telja upp nafn hvers einstaks, þvi alt verkafólkið í Viðey, ásamt félögum mínum á »Valnum«, hljóp undir bagga og skaut samán yfir 90 kr., er mér voru færðar sem gjöf. En forgöngumennina fyrir þessari hjálp og samskotum vil eg nefna, og voru það þeir hr. Ólafur Briem ráðsm. í Viðey, Sveinbjörn Egilsson og Árni Jónsson yfirmenn þar, og skipstjórinn á »Valnum«, hr. Hrómundur Jóseps- son. Þessum heiðursmönnum, er reyndust mér hver öðrum betur, ásamt öllum þeim, er hluttöku áttu í gjöf- unum, færi eg hér með mitt innileg- asta þakklæti. Reykjavík l8/10 1910. Eyvindur Eyvindsson. Kartöflur, Laukur og alls konar Kryddvörur, beztar og ódýrastar í verzl. B. H. Bjarnason. vönduð og fjölbreytt, sömul. mikið úrval af fataefnum í verzlun H. Andersen & Sön. Jarðarför mfns elskaða eiginmanns, Jóns Guðmundssonar, sem andaðist hér i bœnum 15. þ. m„ fer fram miðvikudaginn 26. þ. m. að heimili hans, Brunnholti við Brekkustig. Sigriður Jónsdóttir. Rlómlauka, svo sem Hyacinter, Tulipaner o. s. frv. selur Ragnheiður Jensdóttir, Laufásveg 13. 1 stofa til leigu í Tjarnargötu 3. Stúlka óskar eftir vist. — Afgr. visar á. Sjal í óskilum í dómkirkjunni. Arni Arnason, Laugaveg 46 A. Stúlka óskast sem allra fyrst til Halldórs Guðmundssonar rafmagns- fræðings, Vesturgötu 25 B. Handavinnukensla mín hófst 1. október. Mig verður að hitta í Pósthússtræti 14 til siðustu daganna í þessum mánuði, eða þá á Laugavegi 11 (gengið inn af Smiðjustíg). Kristjana Markúsdóttir. Hér eftir skrifa eg nafn mitt svo: Helgi Þórðarson Steinberg. Verkmannafélagið Dagsbrún heldur fund sunnud. 23. þ.m. kl. 6 síðd. í Bárubúð. Ágætt lierbergi með götudyra- inngangi til leigu. Riistj. visar á. Leiðbeining fyrir þá, sem skifta við Aburðarfélag Reykjavíkur: Hreinsunum verður hagað þannig: Mánud.: Skuggahverfið fyrir neðan Laugaveg. Þriðjud.: Laugavegur allur og hús þar fyrir ofan. Miðvikud.: Bærinn fyrir ofan Þing- holtsstræti að meðtöldum Skóla- vörðustig. Fimtud.: Þingholtin niður að Læk. Föstud.: Miðbærinn frá Læknum að Aðalstræti og Tjarnargötu. Laugard.: Vesturbærinn að með- töldu Aðalstræti og Tjarnargötu. Húsráðendur eru ámintir um að hafa opinn aðgang að salernunum frá kí. 9 að kvöldi þess dags, sem á að hreinsa. Hreinsunarseðlar eru seldir hjá: kaupm. Jóni Helgasyni frá Hjalla, Þorsteini Sigurðssyni Laugaveg 22, kaupm. Jes Zimsen, kaupm. Einari Amasyni Aðalstræti 8, Talsímanúmer ökumannsins er 32,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.