Ísafold - 03.08.1912, Side 2

Ísafold - 03.08.1912, Side 2
192 isafoLd Kláðamálið á þingi. Efri deild hefir haft til meðferðar frumvarp stjórnarinnar um nýja út- rýmingartilraun á fjárkláðanum og hefir nefndin í því máli samið um þetta allítarlegt nefndarálit. Með því mál þetta tekur til allra þeirra manna í landinu, er landbánað stunda, þykir rétt að birta hér mestan hluta þessa nefndarálits. Er þar komist svo að orði: Nefndin var þegar í byrjun einhuga á því, að nauðsynlegt væri að eigi yrði staðar numið í baráttunni gegn fjárkláðanum fyr en vogestur sá væri upprættur úr landinu. Um hitt kom nefndinni og saman, að þar sem fjár- kláði væri, mundi eigi auðið að lækna hið kláðasjúka fé, svo trygt væri, nema með tvíböðun, er færi fram með hæfilegu millibili (10—20 dögum). Þetta er samhuga álit dýralækna, bygt á reynslu, og verður því á því að býggja. En þótt nefndin þannig fyllilega viðurkenni réttmæti þess tilgangs, sem frumvarpið hefir: að fá fjárkláðanum útrýmt með öllu, og þótt hún sé þeirrar skoðunar, að tvíböðun þurfi til lækningar á kláðasjúku fé, þá lítur hún svo á, að þetta sé ekki nægar ástæður til að skipa fyrir með lögum að tviböðun fari fram á öllu sauðfé á landinu, nema sannað sé, að fjár- kláðinn geri svo víða vart við sig, að sagt verði með rökum, að í öllum héruðum landsins sé sauðféð grunsamt. Án þess að slík ótvíræð rök Hggi fyr- ir, er það tæpast verjandi, að löggjaf- arvaldið leggi á landsmenn allan þann mikla kostnað og fyrirhöfn, sem tví- böðun alls sauðfjár á landlnu hefir í för með sér. Þess verður vel að gæta, þegar um mál þetta er að ræða, að kostnaður- inn, sem tvíböðun til útrýmingar fjár- kláðanum fylgir, er ekki að eins sá kostnaður, sem liggur í baðinu sjálfu og kaupi kláðalækna og baðara, held- ur ýmiss kostnaður annar. Meðal annars leiðir af þessu meiri fóður- eyðslu handa fénu sökum innigjafar, sem ekki verður komist hjá, þótt inni- gjöfin þurfi að líkindum ekki að vara eins lengi og talið var nauðsynlegt, þegar útrýmingarböðunin fór fram fyrir nokkrum árum. Og á þetta at- riði má leggja nokkra áherzlu, því sumstaðar á landinu er svo ástatt, að heyforði er lítill handa sauðfénu, af því ekki er hægt að afla mikilla heyja. Á slíkum stöðum verður því að nota útigang svo mikið, að nokkurra daga innigjöf, sem hjá mætti komast, getur haft mikla fjárhagslega þýðingu fyrir fjáreigendur. Hér við bætist og, að þótt tvíböðun alls sauðfjár á landinu á einum vetri væri nægileg til að lækna alt kláðasjúkt fé, og drepa alla maura, er á fénu væri, mun hæpið, að hægt væri að sótthreinsa svo ræki- lega að fulltrygt væri, að kláði gæti ekki komið upp aftur, fyrir þá sök. Á einum af fundum nefndarinnar var Magnús Einarsson dýralæknir mættur að ósk nefndarinnar. Þá var því hreyft, að tvísýnt mundi vera, hvort sótthreinsun tækist svo vel, að enga hættu væri að óttast úr þeirri átt, og lét hann þá í ljós, að ekki væri hægt að fullyrða neitt um það, hvort sótt- hreinsun gæti tekist svo vel, að úr þeirri átt væri ekkert að óttast. En fyrst það nú verður að teljast tvísýnt, samkvæmt því, er hér er bent á, hvort tvíböðun alls sauðfjár á land- inu yrði til þess að útrýma fjárkláð- anum í einu og með öllu, og þá líka hvort frumvarpið næði tilgangi sínum, þótt það yrði að lögum, þá var það skoðun nefndarinnar, að það eitt gæti réttlætt, að gera frumvarpið að lög- um nú á þessu þingi, ef hægt væri að segja með rökum og sanna, að yfirvofandi tjón af kláðanum lægi fyr- ir dyrum — af því hann fyndist um land alt — ef ekki væri nú þegar al- varlegar ráðstafanir gerðar til að aftra því. Það lá því næst fyrir nefndinni að athuga þessa hlið málsins eftir föng- um. En þegar að þessu kom, varð nefndinni það ljóst þegar í byrjun, að í athugasemdum stjórnarinnar við frumvarpið var ekkert að finna um útbreiðslu kláðans. í bréfi dýralækn- isins í Reykjavík til stjórnarráðsins dags. 7. febr. þ. á., sem er fylgiskjal með frumv. áfast því, er heldur ekki neitt annað um þetta að finna en þessa umsögn hans: »Og þegar svo er komið, að kláðinn hefir komið upp í flestum sýslum landsins, er mestur hluti landsins grunsamur«. (Stj.frv. bls. 5). En á hverju þessi umsögn dýralæknis byggist, ef hana á að skilja á þann veg, að kláði sé nú í flestum sýslum landsins, það sést hvergi. Það skiftir þó mestu að vita um, hvernig ástandið er nú, einmitt þetta árið. En dýralæknirinn miðar orð sín að lik- indum við eldri tima, því í upphafi bréfsins til stjórnarráðsins vitnar hann til ritgerða eftir sig um fjárkláðann, er prentuð var í »Frey«, og sérprent- pð fyigdi skjölum, er nefndinni bár- ust frá stjórnarráðinu. Nefndin tók því til athugunar það, sem sagt er í ritgerð þessari um útbreiðslu kláðans. í henni telur dýralæknirinn upp ýmsa staði, þar sem kláði hefir fundist, og sýnir með því, að á árunum 1907— 1910 hafi kláða orðið vart svo víða, að »að eins [séuj fjórar sýslur, þar sem ekki er kunnugt um, að kláði hafi komið upp«. Þetta var all-ískyggilegt, ef af því mátti draga þá ályktun, að nú væri kláði eða kláðagrunur í öllum þeim sýslum, þar sem hann hafði fundist árin 1907—1910, en til þess benda orð dýralæknisins og tilvitnun hans í ritgerðina. Nefndin taldi þó vafasamt, að þessi ályktun væri rétt og bygði það á tveim meginatriðum: 1. Að á hinu umrædda árabill hefir kláðinn eigi fundist nema á 1 kind að eins í sumum sýslunum, eftir því sem segir í ritgerðinni, svo sem í Suður-Múlasýslu, eða þá á einum eða tveim bæjum í sýslu, svo sem Eyjafjarðarsýslu (Litladal)1), ísafjarðarsýslu (Dverga- steini í Álftafirði og Skarði á Snæfjallaströnd), o. s. frv. 2. Að sjálfsagt má ætla, að böðun hafi fram farið á hinu sjúka fé, og það verið læknað. En hvort kláði hafi þrátt fyrir það verið síðan á sömu stöðunum eða kom- ið upp á öðrum nýjum stöðum, er ekkert sagt um, því umsagnir dýralæknisins enda með árinu 1910, en til þess tíma getur hann ekki um neina staði, þar sem kláði hafi fundist ár eftir ár. Gögnin, sem nefndin hafði á að byggja, reyndust þannig í alla staði ónóg til þess, að sýna með vissu hve útbreiddur kláðinn væri nú og hefði verið síðustu árin, og af þeim varð ekki séð, hvort kláðinn væri að auk- ast eða réna í landinu. Að svo vöxnu máli þótti nefndinni varhugavert að gera tillögur um frum- varpið, og ákvað því að leita frekari upplýsinga hjá landsstjórninni. Nefnd- in skrifaði því stjórnarráðinu 19. þ. m. og óskaði, að fá til athugunar skýrslur þær, er stjórninni hefðu bor- ist um uppkominn kláða nú síðustu árin. Hún óskaði og jafnframt eftir, að fá til athugunar skjöl þau um kláða- ráðstafanir á Englandi, sem stjórnin hafði útvegað og sent dýralækninum i Reykjavík til athugunar og um er getið í bréfi hans til stjórnarráðsins, dags. 7. febr. þ. á. Stjórnarráðið sendi nefndinni sam- dægurs hin umbeðnu skjöl, 46 að tölu. Skýrslur um kláðann voru úr 8 sýsl- um (Mýra- og Borgarfjarðarsýsla þá talin ein sýsla), og ná yfir árin 1910, 1911 og 1912. Ensku fyrirskipanirnar um fjárkláða yfirfór nefndin og kynti sér þær nokk- uð. Skýrslurnar um fjárkláðann hér á landi rannsakaði nefndin rækilega og gerði útdrátt úr þeim, til þess að reyna að fá yfirlit yfir það, hve víða og hve mikill fjárkláðinn hefði verið siðustu árin og nú sem stendur. Á útdrættinum, sem gerður var, reyndist minna að græða, en nefndin hafði búist við, því í skjölunum, sem eru tilkynningar og skýrslur um, hvar vart hafi orðið við kláða, eru engar tilkynningar frá yfirstandandi ári nema úr Skagafjarðarsýslu einni. Þar hefir kláði fundist á síðasta vetri og vori á 9 bæjum. Mestur er kláðinn talinn á Uppsölum í Akrahreppi, en það fé var þá nýflutt úr Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu. Það er því ljóst, að nú er kláði í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu, og þar hefir talsvert bólað á honum und- anfarin ár, en hvort hann er víðar á þessu ári, verður ekkert um sagt, þar sem engar tilkynningar liggja fyrir um, að kláði hafi gert vart við sig í öðrum sýslum landsins. Eigi að síð- ur taldi nefndin þó mögulegt, að svo kynni að vera, þótt óvíða hefði á kláða borið árið 1911 samkvæmt til- kynningum þeim, er nefndin hafði með höndum. Til þess að ná í alt það, sem skýrt gæti þetta atriði, skrifaði nefndin enn til stjórnarráðsins 22. þ. m. og ósk- aði eftir að fá til athugunar skýrslur þær um alidýrasjúkdóma, sem safnað er samkvæmt lögum 20. okt. 1905 og sendar eru stjórnarráðinu samkv. reglugerð frá 1. sept. 1906. Skýrslur þessar fekk nefndin þegar um hæl, og ná þær yfir árabilið 1907 —1911. Fyrir síðastliðið ár (1911 — 1912) eru skýrslur þessar ekki komn- ar til stjórnarráðsins, þvl samkvæmt reglugerð 1. sept. 1906 eru þær eigi sendar fyr en í lok ágústmánaðar. Um ástandið á þessu ári fengust því ekki neinar beinar skýringar af skýrslunum um alidýrasjúkdóma. En þar sem kláðinn hefir ekki gert nema litið vart við sig og óvíða árið 1910 —1911, annarsstaðar en í Skagafjarð- ar- og Húnavatnssýslu, og virðist sum- staðar vera horfinn með öllu, þar sem ‘) Það var 1 kind, og var npplýst á alþingi 1911, að á henni hefði verið lélags- maar, en ekki fjárkláðamaur. hann var á árunum 1907—1910, þá er ekki ósennilegt, að hann hafi nú aðalaðsetur sitt á Norðurlandi og, ef til vill, á einhverjum hluta af Vestur- landi, því árið 1910—1911 fanst kláði I 7 kindum í Barðastrandarsýslu, eins og sést á útdrætti þeim úr skýrslun- um, sem nefndin gerði, og hér fylgir á eftir. Ásamt útdrættinum úr skýrslunum um ulidýrasjúkdóma hefir nefndin sett í eina yfirlitsskýrslu útdrátt þann, er hún gerði úr tilkynningum þeim um fjárkláða, er hún hafði með höndum frá stjórnarráðinu, og útdrátt úr hinni sérprentuðu ritgerð dýralæknisins. Þetta gerði nefndin til samanburðar á útdráttunum og til þess að fá x einu lagi svo glögt yfirlit yfir útbreiðslu kláðans á síðari árum, sem kostur var á. Hér fara á eftir skýrslur um kláð- ann og má að nokkru leyti sjá niður- urstöðu þeirra af því sem hér fer á eftir: Þegar yfirlitið yfir útbreiðslu fjár- kláðans er athuguð, þá sést, að sönn- unargögn þau er liggja fyrir, gefa ekki tilefni til að líta svo á, að fjárkláðinn sé svo mikill og útbreiddur að yfir- vofandi hætta stafi af honum fyrir landið í heild sinni. Óneitanlega er kláði hingað og þang- að, og i nokkrum hluta af Norður- landi ber mest á honum síðustu árin. Það er ekki hægt annað að segja, en að kláðinn hafi verið litill yfirleitt siðan 1906, og um verulegt tjón af honum þennan tíma er ekki að ræða. Samkvæmt skýrslum þeim, er nefndin hafði með höndum, hafa ekki drepist á öllu landinu, nema um 30 kindur, af völdum kláðans, á árunum 1906— 1911. Það fé, sem veikst hefir af kláða, má heldur ekki heita margt neitt árið frá 1906—19n, og síðari árin fer það fækkandi. En hve fátt kláðasjúka féð hefir verið, er vafalaust að þakka útrýmingarböðun þeirri, er Myklestad stóð fyrir. Hún hefir al- staðar dregið mjög úr kláðanum, og virðist sumstaðar að hafa útrýmt honum. Eins og yfirlitið hér að framan ber með sér, vantar skýrslur um alidýra- sjúkdóma úr allmörgum sýslum árið 1910—1911, árið 1909—1910 vantar og skýrslur úr Norður-Múlasýslu, og úr Vestmannaeyjarsýslu er engin skýrsla fyrir neitt árið. Þessi vöntun á skýrslunum er undarleg, þegar þess er gætt, að hægt er að beita dagsekt- um til að ná þeim. Og að því er snertir kláðamálið, er ilt að skýrsl- urnar vanti, því á þeim ætti að vera hægt að sjá árlega, hvað kláðanum liði, og við því hefði mátt búast, að landsstjórnin og dýralæknirinn, sem var í ráðum með henni, hefðu all- mikið bygt á þeim tillögur sínar í kláðamálinu, þótt nefndin hafi ástæðu til að efast um, að það hafi verið gert1). Þótt skýrslurnar um alidýrasjúk- dóma vanti úr sumum sýslum, og þetta kunni að hafa nokkur áhrif á tölu þess fjár, sem talið er, að sýkst hafi af fjárkláða árin 1906—1911, þá er þó sennilegt að þetta nemi eigi miklu. Og ef tala þess fjár, sem sýkst hefir, er tekin samkvæmt upplýsingum þeim, sem finnast á yfirlitinu yfir út- breiðslu kláðans, þá fer ekki fjarri að hún hafi verið þessi: Árið 1906—1907 um 100 — 1907—1908 — 14 — 1908—1909 — 330—340 — 1909—1910 — JO—60 — 1910—1911 — 45—50 kindur á öllu landinu. Árið 1908—1909 er kláðaféð lang- flest, en það er mest í Árnessýslu einni. Þar telja skýrslurnar 318 kind- ur veikar af kláða. En eftirtektavert er það, að upp frá því er ekki talið, að sýkst hafi i Árnessýslu nema 1 kind á næsta ári á eftir. Þetta virð- ist nefndinni meðal annars benda í þá átt, að ekki sé ómögulegt, að kláðar.n hefði mátt sigra, svo að hann væri nú lítill eða því nær enginn, ef rækilega hefði verið haft gát á honum eftir útrýmingarböðunina, og alt fé verið tvíbaðað þar, sem hann kom upp og á þeim svæðum, þar sem grunsamt var. Á þennan hátt út- rýmdu Norðmenn kláðanum hjá sér, og hinar ensku fyrirskipanir um kláða- lækningar á takmörkuðum svæðum benda í líka átt. Ástæðurnar eru að vísu lakari hjá oss en í þessum lönd- um, að því er snertir meiri sam- göngur á fé, og því erfiðara við að eiga. Eftir fyrirliggjandi skjölum virðist svo sem festu hafi vantað hjá oss i framkvæmdum þeim, er Myklestad ætlaðist til að færu fram eftir útrým- ingarbaðið, og það er ofur eðlilegt, að þetta hafi tafið fyrir góðum árangri, þótt aðferðin væri rétt. Skjölin, sem nefndin hefir haft til athugunar sýna, að menn hafa óskað tviböðunar á grun- ‘) Magnús dýralæknir Einarsson sagði A nefndarfundi þeim, er hann mætti á ásamt nefndinni, að hann hefði aldrei séð skýrsi- nrnar nm alidýrasjúkdóma. uðum svæðum, án þess því virðist hafa verið sint, eins og þó hefði mátt gera samkv. lögunum nr. 40 8. nóv. 1901, en þetta hefði þó þurft að gera svo, að stefna sú væri reynd til hlít- ar, sem þegar var hafin. Hverjum fráhvarf þetta frá upptek- inni stefnu er að kenna, lætur nefnd- in ósagt, þótt henni virðist, að dýra- læknirinn í Reykjavík muni eiga hér mestan þátt í, þar eð hann hefir talið og telur alt annað en tviböðun alls fjár á landinu á einum og sama vetri, kák eitt. Þá leyfir nefndin sér að geta þess, að nokkur skoðanamunur virðist vera um það, hvert baðefni sé bezt. Magn- ús Einarsson dýralæknir skýrði nefnd- inni frá, að hann vildi eigi annað bað- lyf nota en kreólín. En í simtali, er formaður nefndarinnar átti við Sigurð dýralækni Einarsspn á Akureyri, virt- ist hann hnegjast að tóbaki. Hann kvaðst hafa spurst fyrir um það hjá kennara sinum við dýralækna- og land- búnaðarháskólann danska, hvert bað- efni mundi bezt, og hefði hann talið tóbakið tvímælalaust hið bezta kláða- baðefni. Af ensku fyrirskipununum er svo að sjá, sem á Englandi séu fleiri baðefni talin jafngild. Á þetta atriði hefir nefndin bent, af því hún telur rétt, að það sé at- hugað vel, áður en fyrirskipuð sé tví- böðun alls sauðfjár i landinu, ef að því rekur, að það verði gert. Það er áður bent á, að sótthreinsun sú, er fram færi í sambandi við útrým- ingarböðun, kynni að reynast ótrygg. Um fullkomið öryggi i því efni vilja dýralæknarnir í Reykjavík og á Akur- eyri ekkert fullyrða. Magnús Ein- arsson sagði þetta á nefndarfundi og Sigurður Einarsson lét hið sama í ljós í símtali við formann nefndarinnar. En færi nú svo, að kláði kæmi upp fyrir ófullnægjandi sótthreinsun, eftir að tvíböðun alls sauðfjár í landinu hefði fram farið. Hvað ætti þá að gera? Annaðhvort yrði þá að gera, að ráð- ast að eins á þau svæðin, þar sem kláðinn kæmi upp og grunsamt væri, eða þá að tvibaða yrði enn á ný alt sauðfé í landinu og endurtaka þá að- ferð svo lengi sem nokkursstaðar kæmi upp kláði. Hið síðara af þessu tvennu er i samræmi við skoðanir þær, er dýralæknirinn í Reykjavík hefir hald- ið fram undanfarið, en nefndin telur slíka framkvæmd óhugsandi með öllu, og að eina úrræðið yrði því að ráð- ast á grunuðu svæðin, þar til fullur sigur fengist. En færi svo, þá væri aftur horfið til þeirrar stefnu, sem nefndin telur rétt, að beitt hefði verið að undanförnu í fyllra mæli en gert hefir verið. í sambandi við þetta vill nefndin varpa þvi fram til athugunar, hvort ekki mundi mega vænta þess, að ár- leg þrifaböð um land alt kynnu að geta veitt nokkru frekari tryggingu fyrir þvi, að kláði kæmi ekki upp aft- ur eftir að tviböðun alls sauðfjár á landinu hefði farið fram, að þrifabað yrði til að tryggjasótthreinsunina. Þetta virðist nefndinni ekki ósennilegt, að kynni að geta átt sér stað. Og bæði vegna þess, og af því mikill hagur fyrir fjáreigendur mundi verða að al- mennum þrifaböðum árlega, væri á- stæða til fyrir löggjafarvaldi að styðja að því, að þau kæmist á, þótt ekki væri á annan hátt en þann, að heim- ildarlög fyrir samþyktum um slík böð yrðu samin og samþykt, eftir eðlileg- an undirbúning þess máls. Af því, sem frá er skýrt hér að framan, er það ljóst, að mál þetta vantar ,mikið á að geta heitið vel undir- búið. Ýms atriði eru óljós, sem þyrftu að vera ljós, og sem hljóta að ráða úrslitum á því, hvernig með mál þetta er farið, og skýringar á þeim atriðum þarf að fá. Af slíkum atriðum má nefna: 1. Að skýrslur þær, er liggja fyrir um útbreiðslu kláðans eru ónógar, til þess að gera fyllilega ljóst, hve mik- ill kláðinn er á yfirstandandi tíma. 2. Af þessu leiðir, að ekki verður sagt, nema vera kunni svo stór svæði af landinu laus við fjárkláða, og fjár- kláðagrunur svo lítill, að ástæða væri til að hafa suma hluta landsins undan- þegna tvíböðun. 3. Skoðanir virðast skiftar um það, hvert baðefni muni öruggast til út- rýmingar fjárkláðanum og hentugast, þegar á alt er litið. Nefndin litur svo á, að óumflýjan- leg nauðsyn sé ekki á því að fyrir- skipa tviböðun alls sauðfjár á landinu á þeim tíma, sem frumvarpið ætlast til, og því leggur hún til, að á þessu þingi verði frumvarpið ekki gert að lögum. En i þess stað telur nefndin rétt: 1. Að beitt sé á þessu yfirstand- andi ári og til næsta vors ákvæðum laganna nr. 40, 8. nóv. 1901, um böðun sauðfjár á þeim svæðum, þar sem kláðinn gerir vart við sig. 2. Að nákvæmar kláðaskoðanir séu látnar fram fara á öllu sauðfé á land- inu, og skýrslum um þær skoðanir safnað, og þær sendar stjórnarráðinu svo snemma, að því vinnist tími til að rannsaka skýrslurnar og gera út- drátt úr þeim til rökstuðnings því, hvernig að skuli fara framvegis með útrýming fjárkláðans. 3. Að stjórnarráðið spyrjist fyrir um það, hvort fjáreigendur óski eftir heimildarlögum fyrir samþyktum um árleg þrifaböð. I símtali því, sem áður er nefnt, að formaður nefndarinnar hafi átt við Sigurð Einarsson dýralækni, tjáði hann sig eftir atvikum samþykkan þessu á- liti nefndarinnnr. Til þess að hrinda þessu í fram- kvæmd, leyfir nefndin sér því að bera fram svo hljóðandi tillögu til þings- ályktunar. Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina: 1. Að hún á næstkomandi hausti og vetri beiti ákvæðum laga nr. 40, 8. nóv. 1901, og láti tvíböðun fram fara, þar sem kláði kemur upp og mikill kláðagrunur er. 2. Að hún leggi fyrir alla sýslu- menn landsins að láta fram fara vand- lega kláðaskoðun á öllu sauðfé í næst- komandi aprilmánuði og heimta ná- kvæmar skýrslur um þessar skoðanir og um fjárkláða, sem fyrir kann að koma á næst komaudi hausti og vetri. Skýrslur þessar ættu sýslumenn að senda stjórnarráðinu svo fljótt, að því vinnist tími til að rannsaka þær og byggja á þeim rökstuddar tillögur um útrýming fjárkláðans, sem stjórnin Ieggi fyrir alþingi 1913. 3. Að hún leiti álits fjáreigenda á landinu um það, hvort þeir óski heim- ildarlaga fyrir samþyktum um árleg þrifaböð á sauðfé. I nefndinni eru Stefán Stefáneeon (form.), Jósef Björnss. (skrifari), Gnðjón Gnðlaugss., Þórarinn Jónsson og Sig. Eggerz. Reykjavikur-annáll. Brunabótavirðingar samþ. á síðasta bæjar- stjOrnarfnndi: Timburgeymslnhús Jónatans Þorsteins- sonar við Lindarg. 4514 kr. Hús Sigfnsar Sveinbjarnarsonar Grims- staðabolti 3058. kr. Hús Arna Arnasonar Melbæ, 2994 kr. Dánir: Helgi Jónsson sjóm. Framnesveg 36, 55 ára. I)ó 30. júli. Gnðrún Ólafsdóttir, gamalmenni, Skóla- stræti 1, 83 ára. Dó 2. ágúst. Guðsþjónusta á morgnn: x dómkirkjnnni kl. 12 sira B. J. , kl. 5 Sigurbj. Gislason. I fríkirkjunni: messufall. Frikirkjupr. á ferðalagi. Hjúkrunarfélag Reykjavikur hefir fengið sér veittan 400 kr. styrk úr bæjarsjóði. Yar það samþ. á siðasta bæjarstjórnarfundi. ' Leikhúsið. Fjalla-Eyvindur var leikinn á miðvikudagskvöld eins og til stóð. Naum- ast tókst leikendum jafnvel og í vetur, öðr- um en Andrési Björnssyni, en hanD lék og talsvert betur. * leikhúsinu var leiknum tekið af miklum fögnnði og Jóhann Sigur- jónsson marg-kallaður fram eftir leikslok. Ljðsaskifti. Það fórst fyrir á miðviku- dag vegna leiksýningarinnar, að Guðm. Guð- mundsson færi með kvæðaflokk sinn. En í stað þess gerir hann það í kveld í húsi K. F. H. M. Er nú ráð fyrir alla þá, er kveðskap unna, að muna eftir þessu. Skipafregn. Ceres fór til útlanda i gær- morgun troðin farþegum útlendum og inn- lendum — nm 100 manns. Þeirra meðal voru: Jóhann Sigurjónsson skáld, síra M agnÚB Jónsson með sinni frú, Bennie Lár- usdóttur, Haraldur Sigurðsson tannlœknir ja.smundur Guðmundsson cand. tbeol., Júlíus Stefánsson verzlunarforstjóri með sinni frú, Andrés Guðmundsson umboðssali frá Leith, frú Þórunn Solveig Hörring, jungfrú Asa Kristjánsdóttir, Halldór Kristjánsson stud. med. 0. f 1., 0. fl. Strætagerð. Það er nú tekið til að um- turna Austurstræti, gera úr þvi makademí- seraða götu. Strætið verður um leið hækk- að að talsverðum mun. Ennfremur mun standa til nú undir haust- ið að asfaltera eða makademisera Bröttu- götu. Er það Jóhann Jóhannesson kaupm. sem farið hefir fram á það við bæjarstjórn og boðist til að leggja fram hluta fjár þess, sem til þarf. Málið er enn eigi útkljáð hjá bæjarstjórn. Veðreiðar á íþróttavellinum. Til stendur, að veðreiðar fari fram á Iþróttavellinum á Eriðjudag, er þýzka skemtiskipið Yiktoría ouise kemur. Það er vonandi, að þeir sem góða eiga hesta, lofi þeim að reyna sig, svo að þar megi sjá m a r g a islenzka gæðinga. Þ e 11 a, að menn hristi af sér tómlætið og sendi hesta sina í kappraun, þ a ð er skilyrði þess, að veiðreiðarnar verði ánægjulegar fyrir innlenda menn jafnt og útlenda. Yerðlaunam útbýtt eins og vant er. Það er hr. Olafur Eiriksson söðlasmiður sem menn eiga að snúa sér til um hlutdeild i veðreiðunum. Hafís og snjór. í vikunni sem leið kom hafis í nánd við ísafjarðardjúp og hefir eitthvað af honum borist inn með ströndum beggja vegna. Haft er eftir síldveiðamönn- um af Akureyri, að hafís sé þar úti fyrir skamt frá Grímsey. Alhvítt var á Akureyri í morgun og öklasnjór á Grímsstöðum í gær og bætti mikið á í nótt. í nótt snjóaði niður i mið fjöll hér nærlendis.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.