Ísafold - 21.02.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.02.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða ljdollar; borg- Í8tfyrir miðjan júlí ll erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin viðáramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og |{| só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 21. febrúar 1913. 15. tölublað I. O. O F. 942289. Erl. símfregnir. Khöfn 21. febr. 1913. Balkanhorýur breytast dagleqa. Stór- veldin bjóða að miðla málutn. Delcassé er orðinn sendiherra Frakka i St. Pétursborg. Dómurinn. Allir hér í bæ vita hvað við er átt um þessar mundir, begar nefndur er dómurinn. Það er gjaldkeradómurinn, sem vakið hefir meiri eftirtekt en nokkur annar dómur uffl langan aldur, er óhætt að segja. Ekki verið um annað talað, síðan ísafold kom út á miðvikudaginn en dóminn, manna í milli. Eitt eru allir að heita má sam- mála um, að áýrýjað hljóti honum að verða — og það jafnvel af báðum málsaðilum: af sakborning, vegna þess, að maður, er saklausan telur sig, geti með engu móti unað við jafn-áfellandi forsendur og í dómn- um felast og af réttvísinnar hálfu af því, að óverjandi sé að láta eigi æðri dóma fjalla um svo stórfelt mál, er svo mjög hefir snerttilfinningar ger- vallrar þjóðarinnar. Annars skal dómurinn eigi gerður sérstaklega að umtalsefni í ísafold að svo stöddu. En í næsta blaði munu birtast nokk- urar hugleiðingar út af honum, frá einum helzta lögfræðing vorum. Hólmaprestakall. Eins og kunnugt er fekk Þórður aðstoðarprestur Oddgeirsson flest at- kvæði við prestskosningu þá er fram fór nú í janúar í Hólmaprestakalli, 67 atkv., en sá næsti 53 atkv. Bjugg- ust því allir við að síra Þórður, sam- kvæmt óslitinni venju, mundi fá veitingu fyrir brauðinu, en nú hefir heyrst, að sá maðurinn, er Jast fekk atkvæðin — ein 6: síra Árni á Skiitu- stöðum, eigi að verða sá útvaldi hjá veitingarvaldinu. Það er áreiðanlega hættuleg braut sem þá er fyrirhuguð, því að mjög er hætt við þvi að söfnuðirnir hætti með öllu að skifta sér af prestskosn- ingum, ef vilji þeirra er svo vett- ugi virtur, að sá er mest fylgi hefir kemur alls eigi til greina, en hinn, sem sama og ekkert fylgi hefir, er tekinn fram yfir. Með öörum orðum: Fótum kipt alveg undan valdi safnaðanna til að velja sér prest. Hafnarfjarðarbryggjan vígö. Það var merkisdagur í sögu Hafn- arfjarðar, síðastliðinn sunnudagur. Þá var vígð og tekin til afnota hin. nýja hafskipabryggja, er Hafn- firðingar hafa lagt sig mjög í líma um að koma upp hjá sér og er bæn- um til hins mesta sóma og prýði og vafalaust til stórmikillar gagn- semdar á fjölmargan hátt. Vigslan. Kl. 2 fór vígslan fram. Um morg- uninn kom Botnía með marga far- þega úr Reykjavík, en auk þess fóru fjöldamargir Reykvíkingar, ríðandi, akandi og á »tveim jafnfljótum*. Við bryggjuna lá Botnía fánum skrýdd og sjálf var bryggjan fána- búin »frá hvirfli til ilja«, bláhvíti fáninn og rauðhvíti skiftust þar á, bláhvítu litirnir þó i meirihluta. Er það sjálfsagt að íslenzki fáninn sé látinn sitja í fyrirrúmi við hátíðleg tækifæri meðal vor. Á það hefir bjátað um of. Fyrir ofan bryggjuna var reistur ræðustóll og úr honum flutti for- maður bæjarstj. Hafnarfjarðar: Magn- ús Jónsson bæjarfógeti, ræðu þá er hér fer á eftir: Rœða bœjarjógeta Hajnarjjarðar. Bygðarlagið dregur nafn sitt af firðinum, sem kendur er við höfn — Hafnarfjörður — er virðist benda til þess að hér hafi frá því fyrsta verið álitin höfn góð, enda mun hún mega teljast með beztu höfn- um þessa lands og bezt hafna hér sunnanlands. — Innsigling góð og örugg, dýpi nægilegt og haldbotn góður; sjávarhlé er og hér nema fyrir suðvestri til norðvesturs, og hafsjór óbrotinn nær ekki inn í höfnina. Fiskiútvegur — en honum er sam- fara verzlun — hefir verið hér í meira lagi, miðað við kauptún eða aðra staði landsins yfir höfuð, á opn- um bátum og þilskipum (seglskipum) eingöngu. þar til nú hin síðari árin, að útlend gufuskip. lóðaveiðaskip og botnvörpuveiða hafa lagt hér upp afla sinn seinnipart vetrar og fram eftir sumrinu. Útvegur á opnum skipum eða bátum er með öllu nið- urlagður eða úr sögunni, og þilskipa- útvegur virðist einnig á förum, að minsta kosti nú um stundarsakir, enda vélaaflið á því svæði sem ann- arstaðar að ryðja sér til rúms. En sjávarútvegur íbúa þessa bygðarlags hefir jafnan verið og mun verða aðalatvinnuvegur þeirra og svo verzl- un, iðnaður sem enginn og land- búnaður lítill. Gufuskipaútvegur, einkum botn- vörpuveiða, virðist eins og nú horfir við, koma í staðinn fyrir eða útrýma seglskipaútveginum, en botnvörpu- veiðin, þessi veiðiaðferð, sem er svo uppgripamikil og fengsæl, en á hinn bóginn svo uslamikil, að hún er landhelgisræk, einnig fyrir landsins eigin íbúa, er mjög kostnaðarsöm og útheimtir fljóta og trygga afgreiðslu, og afgreiðsla öll umfangsmeiri en seglskipanna. En til þess þarf — auk góðrar hafnar — góð lendingar- færi eða hafskipabryggjur, og það er aðallega og eihgöngu í þessu skyni að ráðist hefir verið í þetta fyrirtæki, bygging bryggiu þeirrar, er við nú stöndum við, og i dag er áformað að opna til almenningsafnota. Fyr Hafnarijörður. Hin nýja bryggja er reist við norðurenda bæjarins (v. m. á myndinni), vestan við Brydes húsin gömlu. hefir þessa eigi verið brýn þörf, þar umræddur útvegur mi íyrst hin síðari árin hefir verið að ryðja sér til riims og það hægfara, því veldur hinn mikli kostnaður og fátækt lands- manna. Það var fyrst í ágústmánuði 1909, að tillaga kom fram um það í bæj- arstjórninni — frá bæjarfulltrúa Sig- fiisi kaupm. Bergmann — að hafskipabryggja yrði hér bygð, og var þá nefnd — 3Ja manna — kosin til þess að rannsaka það málefni, en ári síðar kom fram tilboð frá Guð- mundi E. Guðmundssyni bryggju- smið í Reykjavík, er nefndin hafði ráðfært sig við, tilboð um að byggja hér hafskipabryggju fyrir 43—47 þúsund krónur — það er bryggjuna sjálfa eingöngu —, en bæði af því að nefndin eigi sá sér fært að dæma um það, hvoit tilboð þetta væri nærri sanni eða eigi, og á hinn bóg- inn eigi þótti ráðlegt að leggja út í fyrirtæki þetta, án landssjóðs styrks að einhverju leyti eða landssjóðs- láns, og þessa eigi að vænta nema fyrir lægi áætlun hans um kostn- að og tillögur um fyrirkomulag bryggjunnar, var eftir tillögum nefnd arinnar ályktað af bæjarstjórninni að fela honum þetta með samfykki stjórnarráðsins, og jafnframt lét bæj- arstjórnin í heild sinni í ljós, að hiin væri hlynt því að bryggja yrði bygð fyrir reikning bæjarsjóðs, ef einstakir menn eða félög ekki væru fáanlegir til þess, r en enginn gaf sig fram í því efni. I marzmánuði 1911 — áður en nokkur áætlun um kostn- að eða uppdráttur var framkominn frá landsverkfræðingum — fór bæjar- stjórnin þess á leit við alþingi, er þá var háð, að veittur yrði alt að 25 þúsund kr. styrkur úr landssjóði til bryggjubyggingar hér, er þá með- fram út af nýju tilboði frá fyrnefnd- um bryggjusmið, var áætlað að kosta myndi alt að 75 þús. kr. Gekk málaleitun þessi mjög greiðlega, því samþykt var því nær andmælalaust af báðum deildum þingsins að veitt- ar yrðu fyrra ár næsta fjárhagstíma- bils eða árið 1912 alt að 25 þúsund kr. til bryggjubyggingarinnar hér með þvi skilyrði að 8/4 hl. kostnað- arins kæmi annarstaðar frá, og að verkið væri framkvæmt undir um- sjón verkfræðinga landsins. Urðu þessar góðu undirtektir alþingis og stjórnar til þess að endanleg ályktun var t'ekin af bæjarstjórn um það að ráðast í fyrirtæki þetta, sem þó að öðru leyti ekki horfði glæsilega við, þar það, eftir lauslega rannsókn Íandsverkfræðingsins á bryggjustæð- inu eða þar sem fyrirhugað var að bryggjan skyldi stmda —: og um aðra staði hér við höfnina, eigi sök- um grynninga og annara staðhátta, var að ræða — var álit hans að staurar yrðu ekki þar niðurreknir vegna þess hve botninn mundi vera hraunkendur, og lægi því ekki ann- að fyrir en að hafa bryggjuna úr steini eða steinsteypu, en sökum kostnaðar hefði þetta orðið bæjarfé- laginu um megn. En við ítarlegri rannsókn, er gerð var þar að lút- andi, af téðum bryggjusmið undir yfirumsjón verkfræðings K. Zimsen í stað verkfræðings landsins Th. Krabbe, er þá hafði öðrum störfum að gegna i þjónustu landsstjórnar- innar, kom það i ljós, að takast myndi að hafa bryggjuna úr tré eða úr timbri. Var landsverkfræðingnum með samþykki stjórnarráðsins falið að gera uppdrátt af bryggjunni, og hafði hann sér til aðstoðar verkfræðing Geir Zoéga í Reykjavík, er gerði uppdrátt aðghenni og jafnframt upp- drátt að mannvirkjum upp af henni eða vörupallinum, en húsgerðameist- ari Rögnvaldur Olafsson uppdrátt að húsum á honum, sem upprunalega var gert ráð fyrir að bygð yrðu úr timdri, en að fenginni áætlum hans voru höfð lir steini, þar kostnaðar- munur eigi virtist vera ýkja mikill, enda hagar hér vel til að því er steinsteypugerð snertir. Um áramótin 1911—12 höfðu verkfræðingarnir lokið við uppdrætti og áætlanir um efni til hvers eins, en engin skýrsla lá fyrir um það, hvað bryggjan ásamt tilheyrandi mannvirkjum mundi kosta; var þvi afráðið að byggja hana án þess að bjóða hana út í heild sinni, heldur aðeins efni, timbur og járn, en lit- boð þar að lútandi samdi landsverk- fræðingur Th. Krabbe í samræmi við teikningarnar, ogfyrirtilhlutun stjórn- arráðsins voru útboð þessi send skrif- stofu þess í Kaupmannahöfn, er ann- aðist um auglýsing þeirra í dönsk- um og sænskum blöðum. — Var lægsta boð fyrir timburefni: 25 þús. kr., frá viðarsala i nánd við Göte- borg, A. ]. Gustafsen, Eksjö, tekið, en hæsta tilboð nam 39765 krón- um. Skyldi efnið komið í skip r. apríl n. á. og selt »cif« hér í Hafn- arfirði; er farmurinn kom hingað 30. s. m. vantaði í hann allmikið af máttarviðum bryggjunnar,- en fyrir ötula milligöngu skrifstofustjóra Jóns Krabbe í Kaupmannahöfn, var þetta leiðrétt bænum að kostnaðarlausu, þannig að efni þáð, er ávantaði sök- um riimleysis í skipi því, er leigt var til flutnings alls farmsins, var sent með öðrum skipum svo tíman- lega að það eigi hafði neinn tilfinn- anlegan drátt á bryggjusmiðinni í för með sér. Yfir höfuð má segja að bryggjusmíðin hafi gengið slysa- og tálmunarlítið, aðeins hefir þess eigi verið gætt í tíma að auka vinnu- kraftinn svo, að verkinu yrði lokið áður en búast mátti við veðrabreyt- ingu, og. fyrir það hefir verkið tafist svo að því er enn þá eigi fyllilega lokið, en þó svo langt komið að taka má bryggjuna og hiisin þegar til afnota að mestu leyti. Fyrir verk- inu eða niðurrekstur bryggjustaur- anna flýtti mjög »Rambuk« með gufukatli, er Akureyrarbær leigði hafnarnefnd eða bæjarstjórn fyrir mjög sanngjarna borgun, 300 kr. fyrir allan tímann, og hefði niður- rekstur bryggjustauranna án þessa verkfæris orðið með öllu ókleifur; væri æskilegt að landsstjórnin hefði umráð yfir tækjum til hafnabóta yfir höfuð, sem ókleift er hverju ein- stöku bæjarfélagi eða sveitar að kaupa í hvert sinn og eiga svo á hættu að sitja uppi með það eftir á að gagns- lausu. Lýsing bryggjunnar. Bryggjan er úr timbri. Uppistöðu- staurar allir eru járnklæddir til varn- ar sjávarmaðki upp fyrir hálftallinn sjó. Landálman, sem er 8,3 m. á breidd og 53 m. á lengd, hvílir á okum, og eru 4 staurar í hverjum oka, er staurarnir að jafnaði reknir 3 m. ofan í botninn. Þessi hluti bryggjunnar ber, með 5 faldri trygg- ingu, 1200 kg. á hverjum fermetri af dekkinu. Bryggjuhausinn er 12,4 m. á breidd og 50 metr. á lengd, hvílir hann einnig á okum með 5 staurum í hverjum oka, og auk þess eru skástaurar all víða til styrktar. Eru staurarnir í þessum hluta bryggj- unnar reknir 4,0 m. að jafnaði ofan í botninn. Bryggjuhausinn er gerð- ur svo, að hann með 5 faldri trygg- ingu ber 2000 kg. á hverjum ferm. af dekkinu. Dýpið við úthlið bryggjuhauss- ins er að vestanverðu eða yzt, 5,7 m. mæltfrá stórstraumsfjöruborði, en að austanverðu þeim megin eða inst 5,3 m.. Innanvert við bryggjuhaus- inn er dýpið mælt frá stórstraums- fjöruborði 5.4 m. að vestanverðu og 4,1 innanvert í horninu á bryggjunni. Kring um vörupallinn, sjávarmeg- in, er steyptur garður 125 m. á lengd og. 5,8 m. á hæð, þar sem hann er hæstur; í garð þenna hefir farið ca 600 m. af steypu. Bak við garðinn er uppfylt með grjóti, og hafa i uppfylling þessa farið 6400 m. af grjóti. Flatarstærð vörupalls- ins er 400 ferm. Á vörupallinum eru bygð 3 vöru- geymsluhús úr steinsteypu, og eru 2 þeirra hvort um sig 20-)-10 m. að stærð, en eitt 32-I-10; auk þess er hús handa bryggjuverði. Fyrir austan og vestan húsin og niður af þeim er kolageymslusvæði, er til sam- ans munu rúma alt að 5000 tonn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.