Ísafold - 08.08.1914, Page 4
242
1 S A F 0 L I)
en að farga góðum ám af stofnin-
um. Stofnsuppeldi er orðið svo
dýrt, og þegar fénaðurinn fækkar
taka viðskiftin til sín alla framleiðsl-
una, svo menn eiga erfitt með að
fjölga fé sínu aftur þegar batnar í
ári. —
Einnig er ekki ólíklegt að borgað
geti sig að fjölga fénu með korn-
gjöf, einkum í sambandi við beit.
Bendir ýmislegt á að svo sé, en til
þess að sanna það þarf tilraunir,
og skal því eigi að því vikið hér.
En svo kemur spurning um það,
bvort fleiri fóðurtcgundir geti eigi
komið til greina.
Þær fóðurtegundir, sem framleidd-
ar eru í landinu sjálfu, eru lýsi og
síldarafurðir.
Eftir skýrslu stjórnar Búnaðarfél.
íslands, er iögð var fram á ársfund-
inum í vor, má sjá að hún hefir
eigi talið síldarmjöl ódýrt fóður. Þó
má telja liklegt, að þar sem sérstak-
lega vantar holdgjafa í fóðrið eigi
það heima.
Um lýsið hefir Torfi í Ólafsdal
ritað í áðurnefndri grein í Búnaðar-
ritinu.
Telur hann að 33 pd. af lýsi
muni jafngilda 100 pd. af rúgi til
skepnufóðurs, og verði þá lýsið um
2r/2 sinnum ódýrara skepnufóður en
korn, ef lýsis pundið er 12 aura, en
rúg pundið 10 aura.
Samkvæmt áðursögðu um kornið
ættu þá 40—60 gr. af lýsi að svara
tii hálfrar heygjafar.
Þar sem lýsið er einhæf fóðurteg-
und, vantar bæði holdgjafa og kol-
efni, þá mun vart mega gefa svo
mikið af því, vegna þess að tilraun-
ir hafa sýnt, að feitin má ekki fara
fram úr tilteknum hluta fóðursins,
ef hún á að notast og hafa gildi
sem fóður. Hámarkið er talið að
vera Viooo af lifandi þunga skepn-
unnar. Sauðkind sem vegur 45 kg.
ætti þá að mega fá mest 45 gröm
af feiti í fóðrinu.
Sé nú talið að kindin þurfi á dag
1 kg. af góðu heyi og að í því séu
c. 15 gröm feiti, ætti að vera óhætt
að draga af heygjöfinni Va, sem yrði
þá bætt upp samkvæmt framansögðu
með 35 gr. af lýsi. Þyrfti kindin
þá í 20 vikur tæp 5 kg. af lýsinu,
sem yrðu með 24 aurum kr. i‘20.
Er því auðsætt að lýsið er afar-
ódýrt hjálparfóður, ef það gefur þessa
raun.
í vetur sem leið hefir víða um
Borgarfjörð verið óáran í sauðfé, þó
móg hey hafi fengið, að vöxtum.
Virðist það stafa af því að heyin
hröktust og verkuðust illa og svo
hefir hin óvanalega langa innifóðrun
á fénu hjálpað til.
A bæjum sem lýsi var gefið sauð-
fénu, bar ekkert á þróttleysinu, að
því er áreiðanlegir menn hafa sagt
mér. Enda vissi eg um einn þeirra,
að féð var þar í ágætu standi. Mun
þó, að því er eg veit bezt, ekki hafa
verið ætlað meira lýsi til að bæta
upp þann hluta heysins, sem dreg-
inn var af (Ve), en svarar til þess er
eg nefndi hér að ofan.
En auk þess að vera ódýr kraft-
fóðurtegund, þá hefir lýsið marga
góða aukakosti, að sögn þeirra manna
er hafa reynt það.
Lýsið er gefið þannig, að heyið
er leyst og dreift í þunt lag yfir
gólfið. Er svo heytuggum dyfið
niður í lýsið og dreift yfir heyið.
Heyinu síðan vöðlað saman og látið
biða í þröngri geil eða meis í fult
dægur eða þar til lýsið er búið að
brjóta sig um heyið. Hefir það
þann stóra kost að það bindur ryk
og myglu, sem í heyinu kann að
vera, svo það nær eigi að sogast
niður í andfæri skepnunnar og valda
henni tjóni.
Torfi í Ólafsdal telur reynsluna
sýna, að lýsið geri léiegt hey melt-
anlegra. Er það og trúlegt að svo
sé, þar sem lýsið er kraftmikið og
auðmeltanlegt fóður. Hefir því
skepnan meiri meltingarorku til að
nota sér þungmeltari hluta fóðurs-
ins, og einnig er talið að fóðrið
notist betur, ef gefnar eru fleiri en
ein tegund.
Þá er og líklegt, að fé þoli miklu
betur að nota sér beit í kuldum á
vetrum, sé því gefið lýsi og skal eg
aðeins leyfa mér að minna á það,
hvers Steingrímur læknir Matthías-
son ráðlagði okkur íslendingum að
neyta, áður en við færum út í mik-
inn kulda. Það var einmitt feiti og
hið sama gildir auðvitað um skepn-
urnar.
Yfirleitt telja þeir sem reynt hafa
lýsið, að það verji skepnuna sjúk-
dómum t. d. máttleysi eða beinsýki,
sem liklegt er að stafi fremur af því
að skepnan geti ekki notað sér viss
efni í fóðrinu, heldur en þau vanti
í það. Ræður þá lýsið bót á þvi.
Einnig er það talið vörn við bráða-
fári.
Er það mjög trúlegt að lýsið auki
lífsþrótt skepnanna, svo þær verði
siður næmar fyrir sjúkdómum.
Má og minna á það, hversu börn-
unum er þorskalýsið holt.
Eitt væri athugunarvert, ef heyið
væri til muna sparað með lýsinu
(t. d. að Vs) °S Það er' að lýsið er
einhæf fóðurtegund, vantar bæði
kolvetni og eggjahvítu. Gæti þvi
verið spurning, einkum ef heyið er
er ekki gott, eða vel verkað, (sjá t.
d. ritgerð H. V.: Búnaðarit 27 ár,
bls. 180) hvort skepnurnar, einkum
lambfullar ær síðari hluta vetrar,
fengju ekki of litla eggjahvitu i fóðr-
inu. Fyrir því vantar reynslu.
Til að fyrirbyggja það mætti benda
á, að dugað gæti að gefa ögn af
síldarméli, sem er mjög eggjahvítu-
rikt. Til dæmis mætti hugsa að
hey væri helmingur gjafar, r/3 lýsi
Ve sildarmél.
Allar þær tölur sem hér eru gefn-
ar, eru að vísu ekki óyggjandi, þar
sem þær hafa ekki fulla nákvæmni
við að styðjast. En þær eru bygð-
ar á þeirri innlendu reynslu, sem eg
veit til að fram hafi komið um þetta
efni, og mjög fjarri sanni ættu þær
varla að vera.
Sé gengið út frá því að svo sé,
þá sýna þær bændum glögglega, að
ekki er eins voðalegt og þeir hafa
haldið, að tiyggja fénað sinn með
hjálparfóðri í tima. Vanþekkingin á
því hefir leitt til þess, að bændur
hafa látið reka á reiðanum og ekki
byrjað á að gefa kraftfóður fyr en
of seint var orðið og hjálp forða-
búra eða kaupmanna ekki gert gagn.
Þessvegna er þörf á tilraunum er
leiði bændur í sannleika um þetta
efni og verður væntanlega að því
vikið nánar á öðrum stað.
G. Björnsson landlæknir, færði
rök að því í fyrirlestri, er hann hélt
í dag um fánamálið, að ekki væri
það efnaskortur né fámenni, sem
stæði í vegi okkar íslendinga til að
vera sjálfstæð þjóð. Þar stæðu
margar þjóðir að baki okkar, sem
sjálfstæðai teldust.
Er gleðiefni að heyra slíkt eftir
nána rannsókn á því máli og felur
í sér ljúfar framtíðarvonir.
En til þess að undirstaða þeirra
vona sé try^g, þurfa landsmenn að
tryggja efni sín og atvinnuvegi svo
að eigi verði hætta á, að eins árs
harðindi geti eyðilagt arð og stofn,
annars aðalatvinnuvegs þjóðarinnar
og gert þar með að engu margra
ára starf og framför og leitt til
fækkunar á þjóðinni — útflutnings.
Sé sú trygging fengin, getur þjóð
in vonglöð horft fram á ókomna
tímann og óhrædd valið um þá kosti,
er bíða hennar.
P. t. Reykjavik, 14. júni 1914.
Andrés Eyjólfsson.
AlþýduféLbókasafn Templaras. 8 kl. 7—9
Borgarstjóraskrifstofan jopin virka daga 1 )~8
Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og í —7
Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og 5 -7
íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7.
K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8árd.—10 ;ibd.
Alm. fundir fid. og sd. 8*/i slbd.
Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helppm
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn 11-21/*, B1/*—6'/i. Bankastj. 12 2
Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8
Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 32—2
Landsféhirðir 10—2 og B—6.
Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 13—2
Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka ciítga
helga daga 10—12 og 4—7.
KTáttúrugripasafnið opið l1/*—2*/i á sunnud.
Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1.
Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6
Stjórnarráðs8krif8tofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsími Reykjavíkur Pósth.3 opinn daglangt
8—10 virka daga, helga daga 10—9.
Vífilstaðahælið. Heimsóknartími 12—1
Þjóðmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2,
Skrifstofa
Eimskipafélags íslands.
Landsbankanum (uppi).
Opin daglega kl. 5—7.
Talsími 409.
Hjörtur Hjartarson yfirdóms-
lögmaður, Bókhl.stig 10. Sími 28.
Venjul. heima 12Y2—2 og 4— 5r/2.
Föstudagsmorguninn 7. ágúst and-
aðist móðir mín, Kristín Stefánsdótt-
ir, fædd Stephensen, hér á heimili
mínu.
Jarðarför hennar fer fram hér á
Meðalfelli miðvikudaginn 19. þ. m.
og hefst kl. 10 árd.
Þetta tilkynnist þeim er heiðra
vilja útför hennar með návist sinni.
Meðalfelli í Kjós, 8. ágúst 1914.
Eggert Finnsson.
Áiæít íml af
lömpum
borð-
vegg-
nátt-
er nú í
LIYERPOOL.
Þar fást: Kúplar, glös, kveikir
og allskonar glös og net á gas-
lampa.
Nærsveitamenn
eru vinsamlega beðnir að vitja
Isafoldar í afgreiðsluna, þegar
þeir eru á ferð í bænum, einkum
Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem
flytja mjólk til bæjarins daglega.
Áfgreiðslan opin á hverjum virkum
degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á
kvöldin.
Minningarritið
um Björn Jónsson, fyrra bindi með
mörgum myndum, er komið út og
fæst í bókaverzlunum. Verð: 1.50.
rr‘rrTTtrrrirrrrTTrrrvTTTrFrrrTFFrTrrrFYrr.rrrrtTrTTTTri
h
Central Malíexírakt
írá hinum samein. ölgeröum
er mjög styrkjandi og gagnleg
viö veikindum og \-eiklun.
P
r
c
r
Styrkjandi — seðjaudi
bragðgóð.
Fæst nú i hverri fjölbirgðaverzlun.
00000 000 00 0 00 0 0 0 00 0 0. 0 00 000 00000%*%%% * mmm'%
begar mér barst dánarfregn
mannsins míns, er andaðist á Stöð-
varfirði í síðastliðnum júnímánuði,
þá fanst mér einstæðingsskapur minn
harla tilfinnanlegur, þar sem eg
heilsulasiti og efnalaus með 4 ung-
börn var ein á heimili okkar, en
mér til harmaléttis fann eg glögt að
ýmsir nágrannar minir vildu sýna
mér meðlíðan og leitast við að stytta
leiðindastundir mínar, þótt eg ekki
geti nafns þeirra hér, en eg get ekki
látið ógetið hr. Jóns Jónassonar skip-
stjóra á Eggert Ólafssyni, mér alls
óþektan, er hér var á ferð og sendi
mér 20 krónur að gjöf, fyrir hvað
eg vil hér með votta honum inni-
legt þakklæti og bið eg algóðan guð
að blessa og margfalda efni hans
fyrir þessa rausnarlegu og mér kær-
komnu drenglyndisgjöf, sem og um-
buna öllum þeim, ei mér hafa rétt
hjálparhönd í raunum mínum.
Gerðum 15. júlí 1914.
Hansína María Senstius.
H.Y. CMstensen & Co.
Kjöbenhavn,
Metal-og Glaskroner etc.
for
Electricitet. og Gas.
Störste danske Fabrik og Lager
FiestiS brúðkaupinu
þar til þér hafið fengið tilboð frá ■;
Köbenhavns Möbelmagasin. .
P0UL RASMUSSEN.
Vestervold 8 (Ny Rosenborg).
Stærsta húsgagnaverksm. Dana. ;
Kartöflur.
í dag fást nýar íslenzkar kartöfl-
ur á Klapparstíg 1 B.
Simi 422.
Hvers vegna þjást af veik-
indum þegar
Húsgögn Chr. VIII. frá 400 kr.
Agmt dagRtofnhásgögn 1 . .
Borðstofnhúsgögn úr eik ; Orll KF,
Svefnherb.húsgögn pól.birkij
Dagstofnhúsg. pól. mah.
Borðstofuhúsgögn úr eik
Svefnherb.húsg. pól. mah.
Jafnan 300 ýmsar húsgagnaheildir
tilbúnar. Biðjið um verðskrá.
Eigin verkstæði. 10 ára ábyrgð.
Reform-beltið
getur læknað yður og
hjálpað?
Reform-beltið er nútímans bezta
lækningaáhald. — Vér ábyrgjumst
beltin í eitt ár. Margir læknar nota
sjálfir og ráðleggja öðrum Reform-
belti. — Mörg meðmælabréf fyrir
hendi. — Biðjið um skrá; hún kost-
ar ekkert, en burðargjaldið er 20
aurar.
Þegar pantað er, verður að segja
nákvæmlega til um mittismálið.
Verðið er. 25 kr., 35 kr., 50 kr.
og 80 kr.
Þegar andvirði fylgir pöntun gef-
um vér s°/0 afslátt og burðargjaldið.
Ef borgað er við móttöku verður
og að borga burðargjald.
Reform-Bureauet,
Rosenkrantzg. 19 II.
Kristiania. Norge.
Gaddavír.
Nokkrar r/i rullur af gaddavír til
sölu fyrir að eins 10 kr. rullan.
Upphaflegt verð 14 kr. rullan.
Óskar Halldórsson,
Klapparstíg x B Reykjavik.
Hyggið að!
Skór: 85000 pör.
4 pör fyrir 9 kr.
Vér höfum keypt mjög miklar
birgðir af skóm eftir nýustu gerð
og seljum því 2 pör af karlmanns-
og 2 pör af kvenskóm, reimuðum,
gulum eða svörtum, afar fallegum,
með sterkum leðursólum, stærð eftir
númeri eða*sentimetrum, öll 4 pörin
fyrir einar 9 kr., er borgist við
móttöku.
S. Stroch, Krakau (Österr.)
Krakowska 29—3.
Líki eigi, má skifta eða fá andvirð-
ið endursent.
Klæöayerksmiðjan Alafoss
kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló-
skér, pressar, litar, gagneimir (afdamp-
ar) og býr til falleg tau. Vinnulaun
lægri en hjá öðrum klæðaverksmið-
jum hér á landi.
Alafoss-afgreiðslan, Laugavegi 34.
Rvík. Sími 404.
Bogi A. J. Þórðarson.
Seltirningar
eru beðnir að vitja ísafoldar í af-
greiðsluna í sumar.