Ísafold - 08.01.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.01.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 rannsaka nokkurar afbrigðilegar stað- reyndir, eða staðreyndir, sem standa ofan við almenna reynsln, — svo sem skygni, fjarhrif, skifting per- sónuleikans og önnur slík fyrirbrigði sálarlifsins, sem hingað til hafa verið vanrækt eða fyrirlitin. — Og flestir þeirra hafa komist að þeirri ályktun, að þó að sambandið milli heila og hugar sé einstætt, þá sé það miklu lausara en menn hafa áður gert sér í hugarlund. Sannleikurinn er sá, að því fer svo fjarri, að sálin farist með líkamanum, að alveg óyggjandi sannanir hafa verið lagðar fram fyrir því, að persónuleikur mannsins haldi áfram eftir andlátið. Eg þarf ekki að fjölyrða um þetta; yður er öllum meira eða minna kunnugt um, hvað fram hefir komið. Ef þér viljið kynna yður málið nákvæmlegar, þá lesið bók Sir Oliver Lodge: Survi- val of Man (þ. e. framnald manns- lífsins) eða hina mikilfenglegu bók Myers: Human Personality, and its Survival of Bodily Death« (þ. e. persónuleiki mannsins og framhalds- líf hans eftir líkamlegan dauða). Tveir prestar fluttu þar á þinginu erindi, er þeir hvor um sig nefndu »Nýjan himin*. Báðir héldu fram alt öðrum skoðunum um annað líf en lengstum hafa verið ríkjandi í kirkjunni, en i fylsta samræmi við kenningar spíritúalista. Annar þeirra, dr. |. D. J o n e s , lagði aðal-áherzl- una á þroskann og betrunina eftir dauðann og taldi það yfirsjón af sið- bótarmönnunum að hafa hafnað hug- myndinni um hreinsunareldinn. Hinn, ungur prestur að nafni F. Y. L e g- g a 11, lagði kapp á að sannfæra þá um það, er mist höfðu ástvini sína, að framliðnir menn væru ekki farnir burt. Þeir væru nær oss en vér gerðum oss i hugarlund. »Höfum vér prestar«, sagði hann, »ekki farið stundum til syrgjandi manna og komist að raun um, að ástvinurinn, sem syrgður var, hafði orðið fyrri til? Hann hafði komið á undan oss og huggað betur en vér hefðum get- að«. Gömlu hugmyndirnar um him* ininn, sagði hann, að fullnægðu mönnum ekki lengur. Himininn væri ekki lengur i hugum manna neinn kastali; hann væri orðinn að heimili, og þegar menn flyttust af þessari jörð, þá væri erindið það, að komast heim. — öðrunær, allar vildu þær losna við hana, ef þær gætu. Herskyldan er til aðeins út úr neyð!. Vegna þess að veldi stórþjóðanna byggist ennþá (eins og frá ómuna- tíð) á hernaði og vopnaburði, verða heræfingar og herskylda að eiga sér stað hjá þeim. En undir því fargi stynja þær, og engin samtök hafa enn getað komist á um það, að lint skyldi þeim látum. Þetta erum vér, sem betur fer, lausir við. Það virð- ist svo semjþessi »herskyldu«-fítons- andi hafi rokið f menn (hálfu magn- aðri en áður) i fyrra, er Þjóðverjar hófu »sigurfarir« sínar í styrjöldinni, er nú geysar. Allir kostir þeirra áttu að vera herskyldunni að þakka! Að slikri hégilju þarf ekki orðum að eyða. En liti menn til Enqlendinqa (hvaða álit sem menn nú annars hafa á þeim i þessum ófriði). Ætli þeir sé ekki þroskuð þjóð, með þrosk- aðri siðmenning og þroskuðum góð- kostum, er að haldi koma í lífinu? Liklega þó. En ekki haja peir hajt herskyldu til þessa (né neins konar »þegnskylduvinnu«). Og ef þeir innleiða hjá sér [herskylduna (meðan stríðið stendur og vegna Maður heitir J. Hewat Mc Kenzie og er verkfræðingur. Hann var full- kominn efnishyggjumaður og alger- lega trúlaus sem kallað er. Fyrir eitthvað sex árum tók hann að fást við sálarrannsóknir. Afleiðingin af því starfi hans er sú, að hann hefir gerbreytt lifskoðun sinni. Hann er nú algerlega sannfærður um, að samband við framliðna menn sé fá- anlegt og framhaldstilveran visinda- lega sönnuð. Bæði siðastliðið vor og nú aftur í vetur hefir hann flutt erindi um málið (þrjú í hvort sinn) í þrem helztu borgum Bretlands: Lundúnum, Glasgow og Edinbourgh. Hafa fyrirlestrar hans vakið mikla athygli. Hefir hann verið all harð- orður i garð kirkjunnar fyrir sinnu- leysi hennar, að færa sér eigi i nyt svo stórfelda þekking á þvi sviði, sem hennar hlutverk er að vinna á. Út af því skiifar læknir einn í Lundúnum, kunnur fyrir afskifti sin af sálarrannsóknunum um margra ára skeið, Abraham Wallace, doctor í læknisfræði, blaðinu »Light« og finnur að árásum mr. Mc Kenzie’s á kirkjuna. Segir hann, að vanþekk- ing sumra enskra presta sé að vísu mikil á þessum efnum; en þvi megi ekki gleyma, að kirkjudeildirnar hafi mikið vald og séu dásamlega öflug- ar félagsskipanir, er nota megi til góðs, er takist hafi að sannfæra þær um sannleikann. Vér verðum og að muna eftir þvi, að öll framþióun verði að byrja hið innra. En siðan bætir hann við: »Vér, sem við sál- arrannsóknirnar höfum fengist, þrá- um að sjá kirkjudeildirnar hverfa aft- ur að þeim kristindómi, sem drott- inn Jesús sjálfur sýndi oss i lífi sinu og með kenning sinni, og i stað þess að hlusta á fánýta endurtekn- ing bæna og trúarjátninga, þætti oss vænt um, að sjá einhver merki anda- gáfna þeirra, er Páll postuli talaði um; þvi miður verður þeirra nú hvergi vart nema á fundum hinna fyrirlitnu spiritúalista«. Eg tek hér upp þessi ummæli læknisins, af því að þau styrkja þá skoðun mina, sem eg hefi oft látið uppi áður, að ef kristnin nú á dög- um sæi sjálfa sig eins og hún var að upphafi eða á dögum Páls, mundi hún ekki þekkja sig aftur. Kirkjan og kirkjukenningarnar hafa breyzt mjög síðan um daga postul- anna. Allri framþróun fylgir stöðug þess), þá gera þeir það í einhverju dauðans ofboði, út úr þeirri svörtustu neyð, sem þeim þykir sem voía muni yfir lýð og landi, verði þeim ekki sigurs auðið. Þeir gera það af því að annars fá þeir ekki nóga her- menn á vígvöllinn, til þess að drepa og verða drepnir. Nei, herskylda getur aldrei orðið hér fyrirmynd. Það er hinn herfi- legasti misskilningur að gera sér slíkt í hugarlund. Mál þetta hefir nú verið rakið nokkuð um stund, og bent hefir verið á ýms athugunarefni. Hingað til má segja, að það hafi lifað drauma- lífi hér hjá oss. En draumar, þótt fagrir séu, geta orðið draumórar — og einnig jafnvel »draumar Her- manns Jónassonar*. En eins og menn vita, þá eru »draumórar« og lífið tvent aðskilið. Eg hefi hér, svo sem sjá má, al- veg slept að minnast á »föðuilands- ástina og fórnfýsina«, sem þegn- skylduvinnan á að hafa í för með sér. Eg sé ekki, að það eigi neitt skylt hvað við annað. Föðurlandsvinur verður enginn með lagaboði, og fórnfýsi þrosk- breyting. Og breytingin á kirkju- kenningunum hefir að ýmsu leyti stefnt að fullkomnara skilningi. Og sjálfsagt er breyting enn fyrir hönd- um, og nokkuð af henni kann að verða í því fólgið, að hverfa aftur að hinu upphaflega. En sannfærður er eg um, að vilji prestar alment kynna sér niðurstöðu sálarrannsóknanna, munu þeir sjá, að fleira stendur óhaggað 1 nýja testa- mentinu en þýzkir guðfræðingar hafa álitið. Það sýnist og eitthvað staðbetra, að Kristur sjálfur hafi ekki vaðið svo í »villu og svíma« um ýmsa hluti sem þeir sumir telja hann hafa gert. Reykjavík 4. janúar 1916. Har. Níelsson. Landsbókasafnið. Þar hafa orðiS mannaskifti um n/árið. Dr. Guðm. Finnbogason hefir fengið bráðabi rgðar- lausn frá starfi 1. aðstoðarbókavarða til þess að gefa sig allan við »viti og atrítk, en í hans stað er settur Árni PálsBon cand. phil., áður 3. aðstoðar- bókavörður. í stað Árna er aftur sett- bókavörður Benedikt Sveinsson alþm' Jarðarför háyfirdómarafrúr Jörgínu Sveinbjörnsson fór fram f gær að við- stöddu fjölmenni. Hafði lík hennar komið heim með Gullfossi. — Síra Jó- hann hólt húskveðju og einnig ræðu í kirkjunni. Inn í kirkjuna báru venzla- menn hinnar látnu kistuna, en út úr kirkjunni allir yfirdómararnir og þrír yfirdómslögmanna. Kirkjan var fagur- lega tjölduð og ljósum skreytt. Erindi flytur Sveinn Björnsson alþm. á morgun að tilhlutun kven- fólagslns um »8tjórnarskrána og kosn ingarlögin nýju«. — Skærur nokkrar eru nú í Lands- bankanum. Hafa bankastjórar Lands- bankans (framkvæmdarstjórar og gæzlu- stjórar) skorað á landstjórniua að víkja gjaldkera bankans Jóni Pálssyni frá stöðu hans og borið við, að hatm væri eigi stöðunni vaxinn. Málið er nú í höndum stjórnarinnar. Þykir Ísafold eigi rótt að fjöiyrða um mál þetta að svo stöddu, meðan það er til rann- sóknar í stjórnarráðinu og umsögn gjaldkera ókomin. En rótt er að geta þess, að í kærum bankastjóranna er um ekkert saknæmt að lögum að tefla ast ekki með skyldukvöðum. Það ættu allir fullorðnir menn að vita. Þó að t. d. landiækt og skóggræðsla (sem sumir hugsa sér, að þegnskyldu- vinnan ætti að beinast að) sé ekki illa lagað til þess, að innræta mönn- um ást til fósturjarðarinnar, mun harla litið tjóa að löqskylda menn til þessa. Hver vill þá ábyrgjast »inn- rætið* ? Einstaka maður hefir enn fremur talið, að með þessu fengist »skattur« i vissu formi. En skattgjald útilátið i nauðungarvinnu mun nú orðið nokkurn veginn úrelt, að því er menn bezt vita. Spurningin er hér heldur ekki neitt um það, hvort menn »timi að gefa ættjörðinni þrjá mánuði af æf- inni eða ekki« (»Skinfaxi« frá síð- astl. nóvbr.mán. kemst svo smekk- lega að orði, að menn »fjandskap- ist« við þegnskylduvinnuhugmyndina af þeim sökuml); það og mikið meira mundu víst flestir vilja láta í té fyrir velferð lands sins. — Til þess að eyða öllu sliku xugli og hvers konar misskilningi eru um- ræður um málið nauðsynlegarK En þær þyrftu þá helzt að vera með dá- lítið öðru sniði en nefndarálitið úr þ. e. er enga óráðvendni eða þess- konar. Fisksalan tfl Bretlands: Botn- vörpungar vorir hafa selt afla sinn mjög háu verði í Fleetwood þessa dag- ana. T. d. seldi Bragi afla sinn eftir nýári'ð fyrir um 40,000 kr. og Ápríl nú nýverið fyrir 53,000 kr., en það er langhæsta verð, sem enn hefir greitt verið fyrir íslenzkan fisk í Eng- landi. t Mynd af skipum Eimskipafólagsins og fyrstu atjórn þess ásamt fram- kvæmdarstjóranum eru nýkomin á markaðinn. Útgef. B. Magnússon & Co. Á myndinni er einnig teikning af landnárai Ingólfs og fossunum sjálf- um, sem skipin eru heitin i höfuðið á. Frá myndinni er mikið snoturlega gengið. Skipafregn: G u 11 f o s s kom hingað í fyrramorgun. Meðal farþega var Emil Nielsen framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins. Búist er við að Gullfoss komist á stað aftur út á leið á mánudag. Meðal farþega verða Matthías Einarsson læknir ásamt frú sinni til 2—3 mánaða dvalar erlendis, kaupmennirnir Hailgrímur Benedikts- son,Jón Björnsson og Pótur A. Ólafs- son. Bæjarstjórnarkosningar eru ný- afstaðnar í Hafnarfirði, í tvennu lagi. Yið fyrri kosninguna var Þórarinn Böðvarsson framkværadarstjóri kjörinn bæjarfulltrúi með 81 atkv., en við seinni kosninguna sigraði verkmanna- listinn langsamlega, hlaut 204 atkv. móti 46 (B-listi) og 41 (C listi). Kosn- ir voru Sveinn Auðunsson og Pótur Snæland. Gaðsþjónnstnr á morgun í dóm- krikjunni kl. 12 sfra Bjarni Jónsson, kl. 5 síra Jóh. Þorkelssou. Yfirlit yflr ágóða af innsöfnuninni í Jólapotta Hjálpræðis- horsins í Reykjavík. Með það fyrir augum, að gleðja fátæka, börn og gamalmenni um jólin, settum vér út vora velþektu jólapotta viku fyrir jól, til þess að safna fé til fyrirtækisins. Hér með viljum vér gera reikningsskil fyrir því. neðri deild, er getið hefir verið, sem einn af trÚHaðarmönnum þings og stjórnar (M. Ó.) hefir þó samið. Það er annars dágóður spegill af störfum alþingis í athugun málanna. Enginn stafur rökstuddur, orðaglamur og annað ekki 1 Að slíkt plagg skuli geta komið fram á alþingi og tekist alvarlega sem undirstaða undir eink- ar-viðsjárverðri ályktun í vandamáli, það gegnir stórfurðu (álit »meiri hluta« nefndarinnar, sem undir varð í málinu, skrifari B. f., er að sínu leyti engu merkilegra). Eftir að nefndarál. hefir vegsamað þann mikla (beina) gróða, sem þegnskylduvinn- an mundi hafa í för með sér, kem- ur svohljóðandi klausa — er tekin skal hér upp mönnum til fróðleiks — orðrétt: »Hugsunarháttur allrar þjóðarinnar yrði innan fárra áratuga breyttur til hins betra. Tortrygnin, öfundin, einræningsskapurinn, félags- lyndisleysið, áhugaleysið, óstundvisin og með henni ýms óreiða i orðum og gerðum mundi væntanlega með öllu hverfa. Agaleysið færi í sömu gröfina og á moldum þessara bresta og lasta munu vaxa áhugi, hlýðni, háttprýði, atorka, félagslyndi, þrifn- aður, stundvísi og áreiðanleiki i orð- Innihald jólapottanna var sem hér segir: 1914 1915 Við Vöruhúsið kr. 114.37 152.04 Við Pósthúsið kr. 84.14 131.31 Við Laugaveg kr. 24.19 97.48 Samtals kr. 222.70 380.83 Útgjöld: kr. a. Jólabögglar handa 28 heim- ilum 98.00 Kol handa 11 heimilum 64.00 Jólatréssamsæti með súkku- laði fyrir 260 börn og 150 gamalmenni IS4-44 Peningagjafir handa 5 heim- ilum 24.00 í hjálparsjóðinn handa nauð- stöddum ____________________40.39 Kr. 380.83 Fataútbýting Dorkas-félagsins fór fram þ. 18. des. 130 flikum var útbýtt handa fátækum börnum, og var það eflaust kærkomin jólagjöf. Hér með viljum vér láta í ljós vort innilegasta þakklæti til allra, sem lögðu í jólapottana án annarar uppörfunar, en að sjá þá á götu- hornunum. Vér þökkum líka síra Bjarna Jóns- syni, sem var svo vinsamlegur að koma og tala til gamalmennanna, enda þótt hann það sama kvöld: þyrfti að vera við tvær aðrar sam- komur. Einnig þökkum vér þeim bökurum bæjarins, sem gáfu brauð til jólaglaðningsins, og öllum, sem á einn eða annan hátt réttu oss hjálparhönd. Eg held, að ef gefend- urnir hefðu séð öll þessi brosandi barna- og gamalmenna-andlit og fundið hin þakklátu handtök, þá myndi það vera þeim mikil uppörfun. Vér, sem nutum þeirrar gleði, að sjá alt þakklætið, viljum hér með‘ fyrir hönd barnanna, gamalmennanna og fátæklinga^na segja kærar þakkir með ósk um gleðilegt nýár. Reykjavik þ. 7. jan. 1916. 5. Grauslund stabskapteinn. Mannslát. Hinn 3. þ. m. andaðist merkis- bóndinn Skúli Jónsson á Ytra-Vatni i Skagafirði. um og viðskiftum. Og á sama tíma yrði landið betra og byggilegra. Ást manna á landinu myndi aukast og fórnfýsi fyrir það skapast« o. s. frv. Hvernig lizt mönnum á? Trúa menn því, að þetta sé komið frá alþingi — eða frá einhverjum öðr- um stað? Þegar allur almenningur á nú, eins og til stendur, að fara að greiða at- kvceði um málið á þessu ári, býst eg við, að fleirum fari eins og mér, að telja eins gott að reyna að koma því senr. fyrst ofan úr skýjunum og niður á jörðina, því að par stönd- um vér þó, hvað sem hver segir, og hvergi annarsstaðar — ennþá að minsta kosti. Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Árnason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Litið á birgðir mínar og sjáið mis- muninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sími 44.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.