Ísafold - 22.01.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.01.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7J/s kr. e5a 2 dollarjborg- • ist fyrir miðj&n júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. i ISAFOLD »n.) ; Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda '; fyrir 1.. oktbr. og só kaupandi skuld- laus viö blaðið. ] ísafoldarprentsmiðja. Kíistjöri: Dlafur BjörnssDn. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 22. jantiar 1916. 6. tölublað AlþýBufél.bókasaín Templams. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga'Jl— 3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i -1 Bsajargjaldkerinn Laufásv. B kl. 12—8 og 8 tslandgbanki opinn 10—4. KJ.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8Ard.—10 bIM. Alm. fundir fld. og sd. 8>/t slöd. Iiandakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 a helgura Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landabókasafn 12—8 og 5—8. Útlan i—8 Landsbönaöarfélagsskrifstofan opin fra 13-8 Landsféhiroir 10—2 og B—8. Landsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12—8 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Nattúrugripasafniö opio l'lt—'W' * sunnrx). Pósthúsið opi» virka d. 9—7, snnnud. 9—1. rSamábyrgo Islands 12—2 og 4—6 'StjórnarrABsakrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talslmi Beykjavlkur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, holga daga 10—9. VifllBtaoahœlifí. Hoimsðknartími 12—1 l>jðomenjasafniS opio sd., þd. fmd. 12—2. t^tTcrrinrTxrrirnnrtTr iTrrn Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Stofnuð 1888. Aðalstr. 16. Simi 32. þar ern fötin sanmuð flest | þar ern fataefnin bezt. 0 00 »•»#**¦'*»*».*«'••'**•• 0 0 0 0 Piano ii iljpl flöt og npprétt, frá H. Hindsbergs tonungl. hirðhljóðfærasmiðju í Kaup- mannahöfn. Sérstaklega ágæt, ódýr og hæfileg í htis hér eru smáflýgel þaðan. Hljóðfærin hafa hlotið ein- xóma lof og i. verðlaun á sýning- unni í London 1909. Borgnnarskilmálar ágætir Einkaumboðsmaður fyrir ísland. Yigfús Einarsson, bæjarfógetafulltrtii i Reykjavík. Skrifstofa ísafoldar verður framvegis opin frá kl. ir ár- degis til kl. 6 síðdegis. Ritstjóri ís:ííoldar venjulega tii við- tals kl. 11—12 drdegis. Hérmeð tilkynnist ættingjum og vinum að Þorgrimur Stefánsson, til heimilís á Laugavegi 16 hér f bæn- um, andaðist i Kaupmannahöfn þ. 19. þ. m. Likið verður sent heim. Helgi Magnússon. Tjón at brimi á Eyrar- bakka. Aðfaranótt föstudags varð talsvert tjón á Eyrarbakka af miklu brimi, endi þótt algert logn væri. Sjógarður Bakkans féll niður á 300 faðma svæði, og er það tjón metið i nál. 1000 kr. Ennfremur tók tit talsvert af olíu- tunnum, bæði frá kaupfél. Heklu og verzluninni Einarshöfn. Loks eyðilögðust 4 bátar á Stokks- eyri og 2 bátar i Nesi, svo að eng- inn ferjubátur er nú til þar um slóðir. Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír og ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum Pantanir afgreiddar um alt Island. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Stéttarígs-hættan á uppsigiingu? Bændastefnan að Pjórsártúni. Fyrir all-löngu kvöddu þeir síra Kjartan Helgason í Hruna og Gestur Einarsson bóndi í Hæli til þjóðmála- fundar að Þjórsárttini þ. 19. jantiar. Á tilsettum degi dreif að talsvert á annað hundrað manna til fundar- ins. Voru þar að sjálfsögðu aðallega Árnesingar og Rangæingar, en einnig einstaka menn tir öðrum héruðum, t. d. Borgarfirði, Reykjavlk og einnig eitthvað af norðanmönnum. Fnndarstjóri vai kjörinn Kjartan prestur Helgason, en málshefjandi var Gestur bóndi í Hæli. Höfðu umræður staðið um 6 kl.st. Meðan á þeim stóð var kjörin 17 manna nefnd til að gera tillögur um lands- lista framkiðenda við landskosning- arnar 5. ág. næstkomandi. Nefndm stakk upp á þessum mönnum: 1. Sigurður fónsson, Yztafelli. 2. Agtist Helgason, Birtingaholti. 3. Guðm. Ólafsson, Lundum. 4. Mettisalem Stefánsson, Eiðum. 5. Halldór Þorsteinsson skipstjóri. 6. Lárus Helgason, Kirkjubæjar- klaustri. 7. Þórður Gunnarsson titvegsbóndi, Höfða. 8. Steíán Guðmundsson, Fitjum. 9. Sveinn Olafsson í Firði. 10. Snæbj. Kristjánsson, Hergilsey. 11. Björn Sigftisson, Kornsá. 12. Guðm. Birðarson, Kjörseyri. Fréttir þær, sem enn hafa borist af þessum fundi eru nokkuð slitrótt- ar. Þó er svo að heyra, að þorra fundarmanna hafi komið saman um tvent: að btia til sérssakan landslista, að leita ekki samvinnu við þing- bændaflokkinn. Þessu um sérstakan framleiðenda- lista var samt mótmælt af sumum ræðumanna, t. d. sira Eggerti Páls- syni. Annar ræðumanna, sýslumað- ur þeirra Rangæinga, átti tal við ísa- fold i gær og kvaðst hann hafa litið svo a, að bezt væri við landskosn- ingarnar í sumar, ef gömlu stjórn- málaflokkarnir gætu í bróðerni kom- ið sér saman um landslista, með því að eigi væri enn um ákveðnar stefn- ur að tefla, sem kjósa mætti eftir, en sti tillaga þó eigi átt auðvelt upp- dráttar. Þá er ísafold og tjáð, að Rang- æingar hafi yfirleitt eigi verið mjög ginkeyptir fyrir fundarályktuninni og haldið sér að mestu fyrir utan at- kvæðagreiðslu. Enn hefir oss verið tjáð, að ali- mjög hafi verið fljótaskrift á fundin- um, alls ónógur svo stuttur tími til skrafs og ráðagerða og fullnaðartir- slita og þvi eigi eins mikið mark takandi á hinnm samþykta lista sem vott um almennan vilja og áhuga fundarmanna og orðið hefði, ef drýgri tími hefði verið til stefnu. Þykir oss sti fregn eigi ósennileg, þar sem t. d. lang-sjálfsagðasti mað- urinn í fyrsta sætið hefði átt að vera sá, sem eigi hefir orðið það, heldur annar maðurinn í röðinni. Þá þykir oss og furðulegt í meira lagi, að listi, er telur sig vera almenn- an framleiðendalista skuli hafa skipað svo aftarlega sæti fyrsta manninum (Halldóri Þorsteinssyni) fyrir sjávar- framleiðsluna, að fjarri fer því, að nokkur von sé um, að kosningu nái, og skipar hcnum í raun réttri einum fulltrtia sjávarframleiðenda á listann. Vér segjum »í raun réttri* af því oss er eigi annað kunnugt en að eini maðurinn annar á listanum, sem sjávarframleiðslu fæst (nr. 7) megi teljast fu!t svo mikið undir land- btinaðinn. Annnrs er eigi glæsilegrar fram- tíðar von fyrir þetta land, ef svo á að fara undir eins, þegar lát verður á deilunum tit á við og sntia á sér fyrir alvöru að innanlandsmálum — að þá skuli sti ».nlvata« lenda 'óll í stéttabaráttu, stéttarlq. íbæjunumerstéttarigsfáninn hafinn hátt á loft við bæjarstjórnarkosning- ar. Og nti virðist sama álkan vera að teygja fram totuna á landsmálavell- inum. Hér í landi er eigi slíkt stétta- djtip staðfest, að þessi fyrirhugaða steína í lands- og bæjarmálum eigi við rök að styðjast. Það mun sannast, að ef þessi stéttabaráttuvísir, sem nti er farið að bóla á, fær nokkurn verulegan byr undir vængi — logar alt landið áð- Til kaupenda ísafoldar. Þau eru vinsamleg tilmæli útgefanda ísafoldar tii kaupenda blaðsins utan bæjar Og innan, að þeir muni uú að nota góðærið til þess að losa sig við sknldir sínar við b 1 a ð i ð hið allra fyrsta. Góð skil kaupenda eru undirstaða þess að hægt sé að auka blaðið og gera efni þess sem fjölbreyttast. Látið eigi blaða-skulda-sýkina grafa um sig meira en orðið er. ur en nokkurn varir í ólíkt óhollari, óheilbrigðari, réttlausari og raka- minni deilum en meðan stjórnmálin út á við réðu lögum og lofum. Við þeim ófögnuði verða allir þeir, sem meira meta þjóðheildar- heillina en stéttahagsmuni — að reyna að reisa rönd við, áður en orðið er um seinan. Reykjavlkurbær og bankarnir. Um lántökumál Reykjavikurbæjar gerðist þetta á síðasta bæjarstjómar- fundi: Hugskeytatæki Wilsons. —¦«¦ ¦— Ágrip af ræðu, sem Einar Hjörleifsson flutti í Skemtifélagi Templara 16. jan. siðastl. I. Furðuleg uppgötvun. Sjálfsagt rekur mörg ykkar minni til þess, að ísafold flutti 29. maí og 2. jtini 1915 einkar eftirtektarverðar ritgjörðir eftir prófessor Harald Nielsson. Þar var sagt frá afar-furðu- legri uppgötvun — sagt frá þvi, aö ákald virtist vera ýundið, sem tœki við 0$ skilaði skeytum jrá jramliðn- um mönnum. Þetta er í raun og veru það sama, sem fullyrt er um þá menn, sem nefndii eru miðlar. Það er sagt, að þeir taki með einhverjum hætti við skeytum frá framliðnum mönnum, og skili þeim aftur, venjulegast annaðhvort munnlega í meðvitundar- leysis-ástandi, sem nefnt er á út- lendum tungum trance (af latneska orðinu: transire, að fara yfir um), eða skriflega, með ósjálfráðri skrift, sem stundum gerist í meðvitundar- leysis-ástandinu, stundum að miðl- unum glaðvakandi. Eg geng að því vísu, að öll hafið þið heyrt getið um það, að miklar mótbárur hafi komið fram gegn því, að þetta gerist í raun og veru hjá miðlunum. Einkum hafa mótbárurn- ar verið tvenns konar. Stundum hefir því verið haldið fram, að þetta sé ekkert annað en svik frá miðlanna hálfu. Meðvitundar- leysi þeirra sé uppgerð. Og komi þeir með einhverja vitneskju, sem tjai sig vera frá framliðnum mönn- um, og reynist sti vitneskji rétt, þá hefir verið gert ráð fyrir, að þeir hafi fengið hana með venjulegum hætti. En þegar ekki hefir verið unt að Fjárhagsnefnd kom með þessar tillögur í lántökumálinu: a.) Að bæjarstjórnin taki lán i Veðdeild Landsbankans að upphæð 600.000 kr. til 40 ára. Verður það Ián titborgað i bankavaxtabréfum. b.) Gegn tryggingu í banka- vaxtabréfum að nafnverði kr. 223.000 taki bæjarstjórnin lán í Landsbanka Islands að upphæð 200.000 kr. c.) Gegn tryggingu í bankavaxta- bréfum að nafnverði 334.000 kr. taki bæjarstjórnin lán í íslands- banka að upphæð 300.000 kr. Ennfremur lagði nefndin til að bæjarstjórnin fæli fjárhagsnefnd að taka lán þessi handa bæjarstjóði og undirskiifa skuldabréfin fyrir hönd bæjarstjórnar. — — að halda þessari svika-tilgátu fram, hefir vitneskjan verið eignuð því lagi eða þeim lögum vitundarinnar, sem nefnd hafa verið undirvitund. Ymsir hafa haldið því fram, að hún gæti með einhverjum dularfullum hætti sogað í sig vitneskjuna tir vitund viðstaddra og jafnvel fjarstaddra manna, eða þá tir alheimsvitundinni. Svo btii undirvitundin til þá fram- liðna menn, sem við málið eigi að vera riðnir. Það liggur i augum uppi, að ef vél gæti hér komið í miðlanna stað, þá yrði málið að minsta kosti marg- falt einfaldara. Vélin svikur ekki. Og vélin hefir enga undirvitund. Frá því sjónarmiði er uppgötvunin bersýnilega afarmerkileg. Frá því sjónarmiði virðist mér mest um hana vert. En hún er líka merkileg frá sjónarmiði sálarfræðinnar og eðlis- fræðinnar og fleiri visinda. Um þessa vél Wilsons hefir tölu- verð vitneskja fengist, síðan er pró- fessor H. N. ritaði greinar sinar, og sum Lundtina-stórblöðin eru nú tekin að ræða um hana. Mig lang- ar til þess að segja ykkur ofurlítið af henni. Að sjálfsögðu segi eg eink- um lauslega frá því, sem prófessor- inn hefir áður skýrt frá í ísafold. Samt finst mér rétt að drepa á sumt af því til skilningsauka. II. AQdraganditvn. David Wilson heitir maður. Hann er af góðum ættum og svo efnaður, að hann þarf ekki að fást við ann- að en það, sem hugur hans hneig- ist að. Hann hefir tekið próf í lög- fræði, en ekkert fengist síðan við lögfræðileg störf. Hann hefir eink- um lagt stund á rafmagnsfræði og mesmeriskar lækningatilraunir. Hann var ekki spíritisti, leit svo á, sem enn væru ekki komnar full- gildar, sannanir þess, að samband

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.