Ísafold - 29.01.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.01.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerS árg. 5 kr., erlendis 7x/2 kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, | er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- Iaus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjón: Dlafur Björnssan. Talsí mi nr. 455. XLIIT. árg. Reykjavík, laugardaginn 29. janúar 1916. 7. tölublað Alþýðafræðsla fél. MerMr. Sveínn Björnsson flytur erindi um lánstraust og viðskifti sunnudag 30. jan. 1916 kl. 5 síðd. í Iðnó. Inngangur 15 aurar. * **#••••*.•*»•*•<•«••• • Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. þar eru fötin sanmuð flest þar eru fataefnin bezt. Piano öi Jipl flöt og upprétt. frá H Hindsbergs tonungl. hirðhljáðfærasmiðju í Kaup- mannahöín. Sérstaklega ágæt, ódýr «og hæfileg í hús hér eru smáflýgel þaðan. Hljóðfærin hafa hlotið ein- róma lof og 1. verðlaun á sýning- ¦unni í London 1909. Borgunarskilmálar ágætir Einkaumboðsmaður fyrir ísland. Vigfús Einarsson, bæjarfógetafulltriii í Reykjavík. Skrifsfofa ísafoldar verður framvegis opin frá kl. 1 r ár- degis til kl. 6 síðdegis. JRitstjori ísafoldar venjulega til við- tals kl. 11 —12 árJegis. Forustugarparnir í heims-stjórnmálunum. Bismarck Balkanskagans. (Siðari hluti: Forsætisráðherrann). Nl. Kosningar fóru fram í desember 1910. Venizelos gjörsigraði. Af fylgismönnum hans voru kosnir 277 en andófsmenn ákveðnii að eins €0—70. Hóf nú Venizelos mjög djúptækt endurbótastarf í landinu og kvaddi erlenda sérfræðinga til að stjórna þvi svo að hvarvetna mætti mestu ráða sérþekking, en eigi flokka-hagsmun- ir. Frakkneskir herforingjar voru fengnir til að endurbæta fyrirkomu- lag hersins, en brezkir sjóliðsforingj- ar til flotans o. s. frv. Þegar þjóðfundurinn 1911 hafði lokið endurskoðnn stjórnarskrárinnar m- a. lögleitt ströng ákvæði gegn »bitlinga«-áfergju þingmanna, fóru fram nýjar kosningar til gríska þings- ins 1912. Af 181 þingsæti alls hlaut Venizelosarflokkurinn 150, m. ö. o. stórsigur. Um leið og þessar kosningar fóru fram, höfðu Krítarbiiar enn notað tækifærið til að sýna hug sinn til Grikklands með því að kjósa svo og svo marga fulltrúa á þingið. Þeim tiltektum svaraði Tyrkjastjórn með því að hóta Grikkjum ófriði, ef Krítarfulltrúunum yrði viðtaka veitt á þingið. Grikkjastjórn sá þann kost vænstan, að eiga þetta ekki á hættu og meinaði Krítarfulltrúun- um aðgang með hervaldi. Ung-Tyrkir réðu mestu í Tysk- landi um þessar mundir. Þeir kost- uðu mjög kapps um að kom öllum þjóðum, er Tyrkjasoldáni lutu, í eina samfelda tyrkneska heild. Þessu kuunu Makedónar illa og urðu úr skærur þar í landi. Venizelos kveið því, að Ung-Tyrkir myndu ætla sér meira: að bæla undir sig aðrar Balk- anþjéðir. Hann sneri sér því til Ferdinands Búlgarakeisara og stakk upp á, að Grikkir og Búlgarar gerðu með sér varnarsamband, en lengra hugsaði hann sér ekki þá að fara, með því hann taldi 3 ár minsta kosti þurfa til þess, að koma gríska hernum og flotanum í viðunanlegt horf Ur þeim málaleitunum urðu varn- arsambönd til, eigi að eins milli Búlgara og Grikkja, heldur einnig milli Bálgsra og Serba. Þetta gerð- ist í marz 1912. Upp úr því sóttu þessar þjóðir svo í sig veðrið, að haustið 1912 var ófriðarbálið við Tyrki kveikt. Um áramótin stóð Lundiina-friðarfundurinn og var Veni- zelos þar aðalfulltrúi Grikkja. Eins og menn muna magnaðist fyrri hluta ársins rigurinn milli bandaþjóðanna. Grikkir og Serbar sameinuðu sig gegn Búlgurum og gengu af þeim gersigruðum, eins og kunnugt er. Grikkland tvöfaldaðist að landrými. Draumurinn um máttugt Stór-Grikk- land, sem enginn hafði þorað að trúa á — var orðinn að staðreynd á tyeggja ára stjórnartíð Venizelosar. Frægð hans og lýðhylli stóð nú með raestum blóma. En þá var nýttatvikkomiðtilsögunnar, morðiðá Georgi tconungi og ríkistaka Kon- stantíns sonar hans. Svo erfið sem samvinnan hafði verið á stundum milli Venizelosar og Georgs kon- ungs ¦— varð hún þó ólíku erfiðari milli hans og hins unga konungs. Konungur mjög hlyntur Þjóðverjum og dró eigi dul á, en Venizelos vesturþjóðunum. Báðir nutu lýðhylli. Konungurinn fyrir stórvirki í ófriðn- um, hinn fyrir stjórnmála-afrek^ Svo stóðu sakir, er heimsstyrjöld- in brauzt út. Sakaði þó eigi mjög, fyrr en Tyrkir flæktust með Þjóð- verjum. Gerðu þá bandamenn miklar til- raunir til að koma hinu gamla Balk- ausambandi á fót aftur. Venizelos var þessu mjög fylgjandi og vildi láta lönd af hendi til Búlgara í Make- doniu i þessu skyni gegn því að tryggja Grikkjum nokkuð af Tyrkja- löndum í Litlu-Asíu. Gerði hann tvær tilraunir til að fá konung á sitt Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír og ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum Pantanir afgreiddar um alt ísland. Smásala. Odýrar vörur. Yerzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Heildsala. Vandaðar vörur. Til kaupenda ísafoldar. Þau eru vinsamleg tilmæli litgefanda ísafoldar til kaupenda blaðsins utan bæjar og innan, að þeir muni uú að nota góðærið til þess að losa sig við skuldir sínar við b 1 a ð i ð hið allra íyrsta. Góð skil kaupenda eru undirstaða þess að hægt sé að auka blaðið og gera efni þess sem fjölbreyttast. Látið eigi blaða-skulda-sýkina grafa um sig meira en orðið er. mál, bæði í janiiar og marz 1915. En konungur tók fjarri og saqði pá Venizelos aý sér embœtti. í júnímánuði fó'u fram nýjar kosningar. Þingmönnum hafði verið fjölgað, svo að nú voru þeir 316. Venizelos kom 186 sinna manna að og hafði því drjúgan meiri hluta i þinginu. Gounaris-stjórnin féll, er þmgið kom saman í ágústmánuði, og enn varð konungur að kveðja Trú og hermannalíf. 11. Þá gerir höf. grein fyrir því, er hann nefnir hattnanna trú (Farernes Religion). Um það hefir verið deilt, hvort hið sífelda hættulif hermann- anna nálægði þá guði eða ekki. Sum- ir staðhæfa að svo sé, aðrir bera brigður á það. Höf. er sannfærður um, að hinir fyrnefndu hafi á réttu að standa, þótt auðvitað gefist þar undantekningar. Yfirleitt sé reglan þessi: »Því nær sem kemur óvin- unum, því meiri verður þörfin á guði«, enda sé fátt algengara á víg- stöðvunum en að heyra af vörum hermannanna þá játningu, að í skot- gryfjuaum hafi þeir fyrst lært að þekkja guð. Þetta er þá lika mjög skiljanlegt. Hið óþrotlega hættulíf, hve mjög sem hermennirnir annars venjast því, gerir þá dlvorugejna. Djúprætt al- vörugefni verður eitt af megineinkenn- um hernaðarlífsins. Það beinir hug- anum ósjálfrátt inn á við og það knýr menn til sjálfsprófunar — til að gera upp lífsreikninginn. Með þessu er engan veginn sagt, að þessi djúprætta alvörugefni verði öllum byrjun vitandi og viljandi trúar i venjulegum skilningi. En þótt hún »vin« sinn Venizelos i stjórnarfor- manns-sess. En nii voru ástæður orðnar breytt ar að því leyti, að ítalir voru komnir, inn í ófriðinn og þeir höfðu ágirnd á sömu löndunum í Litlu-Asiu, eins og Venizelos hugsaði sér fyrir Grikki. Þótti þá Venizelosi ekkert unnið við að farga hlutleysinu að svo stöddu. Þannig stóðu sakir, er Búlgarar komu í opna skjöldu og réðust á verði það ekki, hefir hiin sína þýð ingu fyrir þá engu að síður, eykur þeim þrótt og festu bæði andlega og siðferðilega. Þeir qeta verið sömu guðneitendurnir eftir sem áður, en hin nýja skoðun á lífinu og alvöru þess hefir eins og ummyndað guð- neitun þeirra, sett á hana trúarlegan blæ. Þeir hafa reist þessum guði, sem þeir neita að sé til, altari í hjarta sinu. Og þeir standa þá ekki heldur neitt að baki mörgum hinna trúuðuhermanna. Enhinireru þólangt- urn flestir, sem segja má um, að um leið og hugur þeirra beinist inn á við, bein- ist hann líka upp á við til »hins góða gamla guðs«. Því að vígstöðvalífið með allri þess átakanlegu alvöru getur ekki felt sig við þokukendar og óhandsamanlegar guðshugmyndir t. d. dultrúar-manna á vorum tím- um. Þeir finna þegar í vigstöðvarn- ar kemur, að nú þsrf öruggan leiðar- stein innanborðs, ef siglingin á að lánast.- En þar nægir ekki einhver óljós meðvitund um æðri vérur, sem ekkert verður sagt um nema að þær séu til — að líkindum. Hvað veldur þeirri stefnubreyting hugans ? Ekki ófriðurinn í sjálfu sér, heldur dauðinn, sem þeir vita að hér verð- ur hlutskifti svo margra. Þeir hafa gert upp lífsreikning sun bókstaf- lega talað. Þegar ættjörðin kallaði á sonu sina sér til varnar var ásetn- Serba. Þá hugsaði Venizelos sig eigi um tvisvar, heldur skar herör um alt Grikkland — og lysti þvi sem skýlausri skyldu Grikkja, að snúast til liðs við Serba, ef eigi ættu eið- rofar að verða — þ. e. eigi halda gerða sáttmála. Flutti hann hverja ræðuna annari snjallari í þinginu. M. a. sagði hann: »Þegar stórveldi, í skjóli máttar sín, ganga á gerða sáttmála, þá er smá- veldið Grikkland of lítið land til að bera svo mikla svivirðing«. Veni- zelos fekk traustsyfirlýsing þingsins með 40 atkv. meiri hluta, en þá lét konungur kveðja hann til viðtals — og tjáði honum, að hann gæti eigi fallist á stefnu hans í öllum grein- um, og sagði þá Venizelos þegar af sér, en Zaimis tók við. En dýrð hans stóð eigi lengi. Venizelos flutti þrumandi ræðu, þeg- ar Zaimis-ráðuneytið lýsti stefnuskrá sinni í þinginu — og hefir hennar áður verið getið hér í blaðinu. Hann minti síðast i ræðunni á, hvernig Grikklandi hafi verið komið, er hann tók við völdum fyrsta sinni og hvernig hann skilaði þvi nú af sér — og endaði hana á þessum orðum: »Gætið þess, að skila því eigi af yður vængstýfðu«. Zaimisráðuneytið stóðst eigi mælsku og áhrif Venizelosar og tók þá við Skuludis, eins og kunnugt er — og rauf þingið. Venizelos og hans menn tóku engan þátt í kosningahriðinni — hafa dregið sig alveg i hlé að svo stöddu. En Venizelos mun _ áreiðanlega »koma afturc Einn þeirn manna, er ritað hafa æfisögu hans, lýsir honum á þessa leið: ingurinn fullburða í sálu þeirra á sama augnabliki: Eg færi ættjörðu minni lif mitt sem fórn. Þaðan staf- ar alvaran. Þaðan hin gagngerða breyting hugans. — En með því skal ekki sagt, að trii þessara hermanna, sem alvörulífið innan um allar hætt- urnar, knýr til að beina huganum til hæða, sé ávalt jafnsterk og full- komin. Eins og fyrirbrigðin einatt koma fyrir sjónir, er skiljanlegt, að hermennirnir gerist efablandnir og að þeir oft freistist til að líta á við- burðina fremur sem verk einhverrar tilviljunar en beint verk stjórnandi forsjónar. Hvers vegna lendir kiilan í brjósti mannsins við hliðina á mér, en ekki i minu brjósti? Hann á fyrir stórri fjölskyldu að sjá, en eg er ein- hleypur maður? Eða: hvers vegna falla einatt duglegustu og beztu menn- irnir i liðinu, þeir sem mest er eftir sjón að, en liðléttingarnir, serri enginn mundi sakna.komast af? Ræður hér tilviljun eða er það guðleg forsjón, sem hér stendur á bakvið? Og ef það er guðleg forsjón — getur hún þá talist visdómsfull og gæzkurik? Þetta er mörgum hermanninum alvar- legt umhugsunarefni. Margir þeirra, sem alvara hernaðarlífsins hefir gert að forsjónar-triiarmönnum, sjá enga leið út úr þessum erfiðleikum aðra en forla?a-tvúm. Hrein forlaga-trú er því lika næsta algeng meðal her-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.