Ísafold - 02.02.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.02.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7^2 kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí ; erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldaiprentsmiðja. Ritstjóri: fJIafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 2. febrúar 1916. 8. tölublað A.rþýBnfél.bókasafn Tamplaras. 8 kl. 7—8 Borgaratjóraskrifstofan opin virka daga 11-8 ,Bæjarfói?etaskrifst.ofan opin v. d. 10—2 og i -1 Bæjargjaldkerinn Lanfasv. 6 kl. 12—8 og 5 Íslandsbanki opiun 10—4. BÚF.TJ.M. Lestrar-og skrifstofe. 8ard.—10 siöi). Alm. fundir fld. og sd. S>/i siod. iandakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helguœ Jjandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Jjandsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Æandsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlan 1—8 Ijandsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra 12—8 Landsféhiroir 10—2 og 6—6. Jiandsskialasafniö hvern virkan dag kl. 12—2 I,andsslminn opinn daglangt (8—B) virka daga helga daga 10—12 og i—1. Battúrugripasafnio opio l'/í-S1/" * sunnnd. Pósthúsio opio virka d. 9—7. sunnud. 9—1. Samabyrgö Islands 12—2 og 4—« Stjórnarráosskrifatofnrnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Beykjavikur Pósth.B opinn daglangt 8-10 virka daga, helga daga 10-9. Vinlstaoahtelio. Heimsóknartimi 12-1 Þjóomenjasafnio opio sd., þd. fmd. 12-2. rjjxsjaz2333jauuLX.i\u 111 Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Simi 32. þar eru fötin sanmuð flest þar eru fataefnin bezt. MM»n JtT^wi'maiiwrrrrr Bæjarstjórnarkosningin. ee»----- Hún var betur sótt en nokkuru íinni áður. Yfir 2000 kjósenda gerðu vart við sig, í stað 1700 hæst áður. Ekki var það samt stjórn- mala-kapp, sem að þessu sinni hleypti fjörinu í, heldur nokkurskonar nýja- t>rums-áhugi verkmanna, er nú settu upp sérstakan lista í fyrsta sinni: Listarnir voru alls 5, og féllu atkvæðin á þá á þessa leið: A-listi 634 atkv. B-lsti 163 — C-listi 911 — D-listi 204 — E-listi 80 — Þessir menn hlutu kosningu: förundur Brynjólfsson 909% atkv. Agúst Jósefsson l^Ýh atkv. Jón Þorláksson S86 afkv. Kristján V. Guðmundss. 5488/& atkv. Thor Jensen 5°! atkv- Alls voru greidd 2028 atkvæði, en 36 miðar voru ógildir. Niðurstaðan varð því sú, að af verkmanna lista komust allir 3 að, en 2 af lista félagsins Fram og «ngir af hinum þremur. Eins og fyr segir fór fjarri þvi, að stjórnmálalinur réðu úrslitunum. Um þann listann, sem oss var kunnast, er það að segja, að aldrei var við því búist, að svo færi nú, sem við síðustu tvæi bæjarstjórnar- kosningar, að hann (Sjálfstæðisfélags- listinn) fengi flest atkvæði. Aðal stoð hans hefir jafnan verið úr verk- mannahóp, en margir ágætir sjálf- stæðismenn úr þeirri sveit lýst yfir því fyrir löngu, að þeir mundu ekki fara eftir stjórnmálalinunum við þess- ar kosningar, heldur hallast að verk- mannalistanum, enda sjálfstæðismenn, sem áttu aðal-ítakið i honum, þann manninn, sem mestur akkur var i að fá í bæjarstjómina af þremur þ. e. nr. 2 af þeirra lista, og var meira að segja i ráði að hafa hann (Ágúst Jósefsson) á lista Sjálfstæðis- félagsins. Fyrir þessar sakir, var kosningin af engu kappi sótt frá sjálfstæðismanna hálfu. Og þegar þar við bættist, að kvennalistinn var svo sjálfstæðis- litaður, sem hann var, efsta konan á honum t. d. talin sjálfsögð á Sjálfstæðisfélagslista og boðið þar sæti — þá er eigi að, furða þótt at- kvæði sjálfstæðismanna dreifðust svo, sem raun varð á. Það er að vísu harla leitt, að bæjarstjórnin skuli svift jafnnýtum starfskrafti, eins og Geiri Sigurðs- syni skipstjóra og jafnvænlegum framtíðarinnar manni — eiginlega fyrir tilviljun eina, en bót í máli, að seinna koma dagar, og koma þó. Þess er nú að vænta, að fulltrúar verkamanna, er með svo miklum meiri hluta hafa sæti eignast i bæjar- stjórninni, reynist þar svo nýtir menn, að bæjarfélaginu verði sannur gróði að þeirri nýbreytni, sem þessar kosn- ingar í rauninni tákna. Og hins væntum vér og, að þeir ljái sig ekki til stéttahaturs-undirróðurs líkt og bólað hefir á í blaði þvi, er talið hefir sig sér-málgagn alþýðumanna við þessar kosningar, en með frunta- legu ofstæki og staðlausum að- dróttunum í góðra manna garð varp- að bletti á alþýðumannastétt, sem hún er áreiðanlega of góð til að láta sitja á sér. Vér eigum hér sérstaklega við hinar gersamlega ástæðulausu og ósæmilegu getsakir í garð eins full- trúaefnisins, sem í vetur hefir sýnt af sér stór-drenghmdaða framkomu við fjölda fátækra fjölskylda bæjarins. Slíkt og annað eins framferði sviftir samiið allra góðra manna við fram- sókn og málefni verkmanna, ef þeir eða félagsskapur þeirra tæki ábyrgð á því eða léti vera að afneita þvi. Það er næsta mikilvægt og vanda- samt starf, sem á hinum nýju mönn- um, þ. e. fulltrúum verkmanna, hvílir í bæjarstjórninni og sennilega litt öfundsvert, *ef svo geyst skal fara, sem málgagn þeirra virðist hugsa til — með sniði sinu, sem tekið er eftir erlendum fordæmum, þar sem djup er staðfest milli auðvalds og alþýðu, þar sem taumlaus óhófs- sýki rótgróins peningavalds ríkir annarsvegar, en ömurlegasta upp- dráttarörbirgð hinsvegar. Slik of- stækisbraut væri illu heilli innflutt hingað og eigi meltanleg með þeim þjóðfélags-ástæðum, sem hér eru. * Fulltriiar þeir, sem nú hafa vikið úr bæjarstjórn eru: Arinbjörn Svein- bjarnarson, Geir Sigurðsson skipstjóri, frú Katrín Magnússon og Tr. Gunn- arssoh f. bankastjóri, en Jón Þorláks- son, hinn fimti þeirra, sem útrunnið áttu kjörtímabil var eudurkosinn. Nyja stjórnarskráin. Það mun hafa farið fram hjá flestum, að við íslendingar erum nú biinir að lifa undir nýrri stjórnar- skrá réttan hálfan mánuð. Það var sem sé 19. janúar, síðast- liðinn, sem hin nýja stjórnarskrá gekk í gildi. Frá þetm degi eru allar skyldur hennar og réttindi orðin að gild- andi lögum. Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír og ritföngum Sólaleðri og skósmiðavörum Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Vandaðar vörur. Smásala. Odýrar vörur. IV- Yerzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Fiskiveiðarnar árið 1915. Eins og að undanförnu hafa físki- veiðar vorar verið reknar á opnum bátum, vélbátum,seglskipum og gufu- skipum. Veiði á opna báta hefir víðast hvar verið fremur rýr, hvað aflatölu snertir, en hið háa verð á fiskinum bætti aflann svo, að við- unandi atvinnu munu flestir hafa haft þann tima, sem veiðin var stunduð. Vólbáta-afli var aftur á móti ágætur um alt land, að undantekn- um Austfjörðum. Var afli þar tæp- lega í meðallagi, en þrátt fyrir það hefir dtvegur þessi að meðaltali aldr- ei borið jafnmikinn afla að landi og aldrei náð öðrum eins tekjum og nú, sökum hins háa fiskverðs. Eru þess mörg dæmi að vélbátar hafi grætt eins mikið á árinu og verð þeirra nemur. Þilskipin hafa einnig aflað ó- venju vel; einkum þó skipin sem heima eiga við Faxaflóann. Og þeg- ar þess er gaett, að þessi útvegur er kostnaðarminstur, og þar af leiðandi minst orðið var dýrtíðarinnar, er gróði á sumum þessara skipa feiki- lega mikill. Jafnvel hafa sum skipin skilað fullu verði sínu i ársarð, eftir almennu virðingarverði að dæma. Botnvörpunga-aflinn var einnig ágætur að tölu aflans, bæði á þorsk- og síldveiðitímanum; en við þennan útveg ber þess að geta, að ýmsar tafir hafa dregið úr aflan- um, og einkum hefir þessi útvegur mátt kenná dýrtíðarinnar fram yfir annan útveg, þar sem bæði veiðar- færi og kol hafa á árinu staðið i mjög hau verði, en þessir tveir liðir eru hinir stærstu útgjaldaliðir þessa litvegs, þó í almennu ári sé. Aftur á móti munu margir botnvörpunga- eigendur hafa selt afla sinn heldur hærra verði en almenningur; og einkum jók sildveiðin gróða þeirra er vel öfluðu og nutu hins háa verðs, sem á sildinni varð eftir miðjan veiðitímann. Mun hér óhætt að fullyrða, að leitun sé að því skipi, sem gengið hefir allan veiðitímann, að það hafi ekki qrœtt titn 2/3 síns upprunalega verðs. Síldveiðin. Aldrei hafa íslend- Ingar sjálfir tekið jafnmikinn þátt í sildveiði og þetta ár, og aldrei hefir jafnmikil síld verið borin í land. — Þrátt fyrir þetta virðist ekki hafa verið meira af sild á fisksvæðinu en alment gerist, eða þó heldur öllu minna. Veiðina stunduðu 18 botn- vörpungar frá Faxaflóa, 8 gufuskip af ýmsri stærð og gerð út frá Norð- ur- og Austurlandi, 11 steinolíuvéla- skip og nokkur seglskip með rek- net. Af erlendum fiskiskipum voru um 180 norsk gufu- og seglskip, 6 sænsk, í byrjun veiðitímans, og fá- ein dönsk. Héldu öll þessi skip til á Siglufirði, Eyjafirði, Raufarhöfn og ísafirði. Eftir því sem næst verður kom- ist, mun allur síldaflinn á Norður- landi hafa verið um 380 þús. tunn- ur af saltaðri síld og um 170 þús. mál til verksmiðjanna. Ennfremur veiddist í landnót á Austfjörðum um 8000 tunnur og í reknet vor- og sumartimann á Faxaflóa um 5000 tunnur og af vélbátum við ísafjarðar- djúp nær ^ooo.tunnur. Reikni mað- nr nú hverja veidda sildartunnu á kr. 20 og hvert mál til verksmiðj- anna á kr. 5, sem mun láta nærri eftir því verði, sem á síldinni var í sumar á Norðurlandi, þegar búið er að draga frá salt, tunnur og verka- laun — þá hefir öll sú síld, sem veiðst hefir við Island á síldveiðatíma- hilintt, numið kr. 8.770.000. Af þessari sild telst svo til, eftir þeim ófullkomnu skýrslum sem fást í svipinn, að íslendingar hafi aflað 155.292 tunnur, sem reiknuð með sama verði nemur kr. 3.105.840, og munu þetta vera hinar mestu tekjur, sem jafnfá skip á svo stuttum tíma nokkru sinni hafa aflað. Hvalveiði. Að eins ein hval- veiðastöð er nú eftir á öllu landinu, stöðin á Hesteyrarfirði við ísafjarð- ardjiip. Hin siðustu fjögur ár hefir veiðin gengið mjögilla. Hefir stöð- in vanalega haldið úti 3 bátum og fengið náægt 30 hvali á alla bátaaa ár hvert. Kendu veiðimennirnir um ofmikilli eftirsókn hvala og voru 1913 fastráðnir að flytja stöðina héðan, en ekkert varð úr þessu sök- um þess að þá var þessi stöð hin eina, sem eftir var starfandi hér á landi. Gerðu veiðimenn sér von, að ef þsir einir yrðu eftir, mundi lagast með veiðina, enda hefir þeim orðið að trd sinni, þvi þetta ár veiddu þeir með svipuðum útbúnaðl og áð- ur 54 hvali, enda þótt hafísinn tefði veiðina að miklum mun. Mundi ekki vera ástæða til að í- huga, hvort hinir efnaðri íslending- ar gætu ekki notið góðs af hvalfrið- unarlögunum, og að minsta kosti jafnhliða Norðmönnum notið góðs af þessum veiðiskap, þar sem lík- indi eru til að, lýsi standi i háu verði minsta kosti næstu ár og jafnvel lengur. Erlend fiskiskip. Um þessi skip er ekki hægt að gef a neitt glögt yfirlit, þar sem skýrslur eru mjög óljósar á þessum ófriðartímum. Þó telst svo til, að um 50 enskir botn- vörpungar hafi að meðaltali stundað veiði við Færeyjar og ísland, og á vormánuðunum voru hér 4 frakk- neskir og 2 hollenzkir botnvörp- ungar. Gerðu þessi siðartöldu skip að eins eina ferð hingað á árinu. Sömuleiðis komu nokkrar frakknesk- ar seglskútur hingað. En aflatala þessara skipa er ókunn enn að mestu leyti. Nýungar og frarafarir. Á engu ári hafa aðrar eins framfarir og nýungar fallið Islendingum í skaut sem á þessu mikla stríðsári 1915. Má þar fyrst nefna farþegaskipin >Gullfoss« og >Goðafoss«, sem komu fyrsta sinn til landsins í april og júnímánuði. Skrautbúin skip, smíðuð af »Flydedokken« í Kaup- mannahöfn, notuð til p6st-, farþega- og vöru-flutninga með ströndum fram og landa milli. Eru þau fyrstu póst- og farþega-skip landa milli, sem Islendingar hafa eignast. Enn fremur hefir litvegur vor aukist mikið á þessu ári, þannig hafa 3 nýir botnvörpungar verið keyptir til landsins, smíðaðir í Þýzkalandi og einn í Englandi, nokkurra ára gam- all, keyptur frá Danmörku. Þá hefir vélhátaútvegur aldrei aukist jafn mik- ið á þessu ári. Þannig eru keyptir og pantaðir erlendis minst 20 slíkir bátar, hver um 30 smálestir að stærð. Auk þess hafa minst jafn margir minni bátar, um 12 smálestir og minni, verið smíðaðir hér. Kom þessi mikla eftirspurn því til leiðar, að skipasmiðir hafa í samlögum myndað nýja skipastöð í Reykjavik, með betri útbúnaði en venja var áður, og geta menn nú smíðað skip alt að 50 smálesta stærð, sem að á- liti sérfróðra manna eru jafn vandað- ir og hinir útlendu bátar eru alment. Þess má einnig geta í þessu sam- bandi, að þegar tafir komu á flutn- ing tilbiiinna veiðarfæra til landsins, fór bæði netjaverksmiðja, sem starf- aði hér áður, og jafnframt fyrverandi forstöðumaður hennar, að láta snúa línur og ýmislegt veiðarfærum við komandi, og væri þess óskandi, að sú byrjun ætti mikla framtíð fyrir sér. Þótt sjalfsagt sumum þyki undar- legt, vil eg geta þess, að ýmsir hafnarbæir, svo sem Siglufjörður og Vestmanneyjar, hafa komið á hjá sér raflýsingu. (A Siglufirði mun verkinu hafa verið lokið seint á ár- inu 1914). Bendi eg á þetta sök- V

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.