Ísafold - 02.02.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.02.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD um þess, að engum er það kær- komnara en sjómönnum að fá vel lýsta þá hæi, sem þeir þurfa að leita til með afgreiðslu á skipum sínum. Af áður byrjuðum fyrirtækjum má fyrst minnast á stórfyrirtækið Reykja- víkurhöjn. Miðar henni jafnt áfram, án stórra tafa frá náttúrunnar hendi. En margt virðist nú hafa verið mið- ur hugsað í byrjun, og draga menn þá ályktun af því, hversu miklar breytingar hafa verið gerðar á hafnar- smíðinni síðan samningar voru gerðir og byrjað var á verkinu. Gert er þó ráð fyrir að hinu umsamda verki verði að mestu lokið á réttum tíma, og eru það mikil gleðitíðindi fyrir bæinn, svo að hann sem fyrst geti farið að fá tekjur af höfninni. Hefir það skjól, sem komið er, oft frýtt fyrir skipum, og má þó lítið marka enn. Hafnargerðinni í Vestmanneyjum hefir því miður miðað lítið áfram á þessu ári. Hafa náttúruöflin og Mon- berg sagt sundur með sér, og ískyggi- legar horfur hver sigra muni. Sömuleiðis miðar hægt áfram öldu- brjótnum við Bolungarvík, þótt hann á hverju ári þokist lítið eitt lengra fram. Þá hafa ýmsir vitar verið reistir og endurbættir. Má einkum nefaa vitann á Grimsey, á Steingrímsfirði, bráðnauðsynlegt leiðarljós fyrir skip, sem leita þurfa inn á Hdnaflóa. Þá er siðasta stórmáiið : Jánamdlið. Að rekja sögu þess, á ekki hér við. Margt hefir verið ritað um það, áð- ur en fáninn var fenginn, en mjög lítið siðan, svo lítið, að mönnum er víst alókunn reglugerð um notkun fánans, og getur slíkt verið mjög bagalegt. Mörgum finst að þessi fáni sé ófullkominn, og að litlu skifti við það, sem áður var. Aftur virðist sumum að aldrei hafi unnist jafnmikið á í stjórnarfarsstefnu vorri að eigin sjálfstæði, eins og einmitt þegar konungur vor viðurkendi ís- lenzka fánann, telja hann konung- legt merki þeirrar eignar, sem hann blaktir yfir, hverrar þjóðar eignin sé. Með honum sé fnllkomnað orðatil- tækið: Island Jyrir Islendinga. Eins og hann að sjálfsögðu hefir veitt okkur réttarviðurkenningu, eins hefir hann lagt á okkur ýmsar skyld- ur: Að við virðum bann og vernd- um sem konunglegt þjóðarmerki vort, að við skrásetjum alt, bæði á sjó og landi, undir þetta konunglega merki, í fám orðum sagt: tökum á okkur allar þær kvaðir og skyldur, sem hvíla á landi voru, innan þess svæð- is, sem hann er löghelgaður yfir; uppmæiingar lands og lagar, vita, merkja og löggæzlumál bæði á sjó og landi o. m. fl. í fáum oröum sagt: Arið hefir verið viðburðaríkt og sérstaklega far- sælt ár á landi voru. Sérstakt ár- gæzkuár hvað veðurlag snertir, þrátt fyrir það, að hafis lá við landið frá því í lok febrúaimánaðar þangað til seinast í júlí. Tafði hann að vísu ýmsar skipaferðir, en orsakaði ekki tilfinnanlegt tjón að öðru leyti. Aldrei hafa einstakir útvegsmenn og stórbændur grætt eins mikið og þetta ár, og vildi eg óska þess, að slíkt mætti verða til þess, að þessir sömu menn í sameiningu styddu einhverjar þarfar framfarir í landinu, sjálfum sér til heilla og frambúðar, en notuðu ekki efni sín og aukinn mátt til ónauðsynlegs stéttarígs i landinu, sem ýmislegt nú virðist helzt benda til. Munið eftir aflinu í fossinum, sem þó myndast af smá lækjarbunum. Þorst. Júl. Sveinsson. Eimskipafélagið. Breytingar á ferðaáætlaninni. A síðasta þingi var svo ráð fyrir gert, að Eimskipafélagið tæki að sér strandferðir hér við land frá því í aprílmánuði þ. á., svo framarlega sem unt væri að fá skip leigð til þeirra með þeim kjörum, sem við mætti una. Félagið hefir nú reynt fyrir sér um skipaleigu, verið að þvi síðan í haust, snúið sér til 133 skipaeiganda, flestra á Norðurlönd- um, en ókleyft var að fá nokkur skip nema með því afarverði, sem landsstjómin taldi óaðgengilegt með öllu. Er félagið hafði tjáð lands- stjórninni árangurinn af þessum til- raunum sinum, fór bún fram á að Eimskipafélagið léti skip sín »Gull- foss« og »Goðafoss« haga ferðum sinum svo, að bætt verði upp strand- ferðaleysið. Um þetta hafa nú tek- ist samningar með landsstjórninni og félaginu. Fær félagið greiddan aukakostnað og bættan hallann við breytinguna með 73.325 króna styrk úr landssjóði. Hefir það gefið út nýja ferðaáætlun, sem gildir frá 26. jamiar. Aðalbreytingin frá hinni fyrri er sú, að viðkomustöð- um hér á landi er fjölgað mikið og skipin látin sigla þannig, að við- komustaðirnir á Norður- og Austur- landi fá samband við Reykjavik í flestum þeim mánuðum ársins, sem skip Sameinaðafélagsins sigla ekki milli þessara staða. Fyrsta ferð »Goðafoss« til Reykjavíkur norðan um er i marz (til Reykjavíkur 12. april). Fyrsta ferð »Gullfoss« til Austurlands er frá Reykjavík 2. apríl og svo þar eftir samkvæmt nýju ferðaáætluninni. Framkvæmd jarðamatslaganna. Eitt merkasta laganýmælið frá síð- asta þingi er um mat á jörðum og lóðum um land alt. Lögin gengu í gildi þ. 26. f. m. Stjórnarráðið hefir samið reglugerð um framkvæmd þessarra laga og með þvi að hún varðar mjög allan al- menning mun hún birt hér í blaðinu við fyrstu hentugleika. Stjórnarráðið hefir nú skipað nefnd- ir um land alt til þessarra fram- kvæmda. Mun síðar skýrt frá nefnd- um út um land. En fyrir Reykjavík eru skipaðir af stjórnarráðinu í undir- matsnefnd: Eggert Claessen (form.) og Gísla Sveinsson (varaform). Síð- an á bæjarstjórn að kjósa tvo aðal- menn og tvo varamenn. Og i yfirmatsnefnd fyrir Reykja- vik hefir stjómin skipað sem aðal- menn: Eirík Briem prófessor (form.) Magnús Blöndahl framkvæmdastjóra og Hjört Hjartarson trésmið, en sem varamenn: Ásgeir Sigurðsson konsúl (varaform.), Pétur Ingimundarson og Einar Erlendsson. Erl. simfregnir (frá fréttaritara íaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn 29. jan, Blóðugar orustur standa nú á vesturvígstöðvunum. Ákafar stórskotahríðar og margar sprengingar hafa verið gerðar. Búlgarskt lið er komið á vesturvígstöðvarnar. Bókarfregn. íslenzkt Söngvasafn fyrir harmonium I. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Þeir hafa unnið þarft verk Sigfús Einarsson organleikari og Halldór Jónasson kennari með því að safna og búa undir prentun safn þetta, sem i eru 150 lög, þar af tæpur þriðjungur (45) al-íslenzk lög. — Safn þetta er þess vert að það komist inn á hvert heimili á land- inu þar sem söngur og hljóðfæra- sláttur er iðkaður. — Af islenzkum tónskáldum ber þar mest á Sigfúsi sjálfum og sira Bjarna Þorsteinssyni, en mjög mörg af lög- um þeim, sem þarna birtast, eru Htt kunn almenningi áður. Aftur á móti er mjög mörgum lögum slept eftir önnur íslenzk tónskáld, sem þekt eru orðin og unnið hafa hylli almennings, og þarf eg ekki að nefna hér dæmi því flestir menn reka sig á þetta. Vonandi kemur innan skams annað hefti og má þá bæta úr þessu. Mér finst það galli á bókinni að safnendur hafa um of, samkvæmt því sem tekið er fram í formála bókarinnar, haldið sér að tekstum úr »íslenzri söngbók,* því það fer ekki altaf saman faliegir tekstar og falleg lög, en hér bar sérstaklega að taka tillit til laganna. Mundi ekki hafa verið heppilegra, í samráði við ýmsa söngfróða og söngelska menn hér í Reykjavík og út um land, að safna fyrst öllum eða sem flestum Iagboðum og gefa síðan lögin út eftir stafrofsröð ? Með því hefði unnist það, að sem flest lög, sem almenningi eru kunn, hefðu komist í safnið og handhægra að finna það, sem maður vildi í safninu. Eitt er það sem eg furða mig á, en það er, að úr því tvö lög eru sett sumstaðar víð sömu teksta, að þetta skuli ekki vera gert víðar, sérstak- lega þegar um lög er að ræða, sem almenningur þekkir og Jykir vænt um. Skal eg nefna dæmi, svosem: Fífilbrekka gróin grund Riðum, ríðum rekum yfir sandinn. Þér sögu og frelsi fóstran hvíta. Þii ert móðir vor kær. Hver sem auðnast. Eg kann líka hálfilla við að ekki eru nokkrir tekstar við sum lögin, er allir þekkja sem á annað borð þekkja lögin, heldur teknir tekstar sem almenningur þekkir ekki. Er í þessu efni nóg sem dæmi að benda á lögin No 2. 3. 135. 138. Tekst- inn við lagið No 3 mun viðast sunginn undir öðru lagi, sem ekki er í bókinni. Sigfúsi hefir verið hrósað mikið fyrir næman smekk á raddsetningu og skal eg á engan hátt draga úr þvi hrósi. Ber raddsetningin og tóntegundir þær, sem lögin eru sett i, það með sér, að hann hefir gert sér far um að raddsetningin væri einföld og lögin ekki oí há eða lág fyrir almenning, en mér þykir hann sumstaðar fara heldur langt í þessu efni. Álít eg t. d. að lögin No 105 (Stóð eg út i tungsljósi) og 106 (Sumardaga brott er bliða) hefði átt að vera með b-um sem forteikn, eins og þau munu víðast annarstaðar vera prentuð, en ekki með »Kryd- sum« eins og þau eru i bókinni, því vetrablærinn sem er yfir kvæð- unum og lögunum nýtur sin mikið betur t. d. í des-diir og as-diir held- ur en í d-dúr og a-dúr, eins og Sigfiis hefir sett þau í. Þessar línur eru skrifaðar meira til að vekja athygli almennings á bókinni heldur til þess að gagnrýna hana og skal því hér staðar numið. L Fnndir að Þjórsártúni. Nokkrir fuDdir eru nú nýafstaðn- ir í Þjórsártúni. Hinn 17. þ. m. hélt »Stokkseyr- arfélagið* þar ársfund sinn. Daginn eftir var þar haldinn fnnd- ur fyrir smjörbúin austanfjalls. Þau eru mi 18 að tölu. Var þar rætt um smjörsöluna og framtiðaóorfur búanna. Hæsta verð fyrir smjör frá búunum árið sem leið var kr. 2,76 fyrir kg., en lægsta verð kr. 2,04. Hinn 19. var svo haldinn fundur til að ræða um væntanlegar hlutfalls- kosningar til næsta alþingis. Fund- inn sótti fjöldi manna úr Árnes- og Rangárvallasýslu. Höfðu flestar sveit- ir i þessum sýslum valið fleiri og fæiri menn til að mæta á þessum fundi, en margir aðrir voru mættir dr þessum sýslum. Auk þessa mættu sem fulltriiar 2 menn fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 1 fyrir Kjósar- sýslu og 3 fyrir Vestur-Skaftafells- sýslu. Ýmsir fleiri voru mættir: Eggert Briem bóndi, Vigfiis í Engey, Jón Sigurðsson frá Yztafelli o. fl. Allir kosningarbærir menn, sem á fundinum voru, höfðu þar málfrelsi og atkvæðisrétt. Til fundarstjóra var kosinn síra Kjartan Helgason í Hruna, og nefndi hann til ritara Jón Sigurðsson í Kallaðarnesi og síra Gísla Skúlason á Stórahrauni. Gestur Einarsson á Hæli steig fyrst- ur í stólinn og gerði grein fyrir tildrögum og fyrirætlunum fundar- ins. Kvað það tildrögin, að ekki hefði verið hægt að treysta þing- flokkunum til að halda fram rétti framleiðenda við hinar væntanlegu hlutfallskosningar til alþingis. Taldi frummælandi að flokkana mundi vanta bæði vilja og mátt til þess. Kvað hann tilgang fundarins að búa til lista með nöfnum 12 manna til hlutfallskosninga, og stofna til þess, að Sunnlendingafjórðungur taki hönd- um saman við aðra landsfjórðunga til samkomulags um einn lista fyrir framleiðendur til sjós og sveita. Fundurinn kaus svo 16 menn í nefnd til að búa til listann. Af þessum mönnum voru 2 fyrir Vestur- Skaftafellssýslu, 4 lir Rangárvalla- sýslu, 5 úr Árnessýslu, 2 úr Gull- bringusýslu og Reykjavík og 1 ur Suður-Þingeyjarsýslu. Nefnd þessi kom sér saman um þessa menn á listann og í þessari röð: Sigurður Jónsson, Yztafelli, Ágúst Helgason, Birtingaholti, Guðmundur Ólafsson, Lundum, Metúsalem Ste- fánsson, Eiðum, Halldór Þorsteinsson skipstjóri, Reykjavík, Lárus Helgason, Kirkjubæjarklaustri, Þórður Gunnars- son, Höfða, Stefán Guðmundss., Fitj- um, Sveinn Ólafsson, Firði, Snæ- björn Krisjánsson, Hergilsey, Björn Sigfiisson, Kornsá, Guðmundur Bárð- arson, Kjörseyri. Þess var getið að breyting gæti orðið á þessum lista eftir tillögum annara landsfjórðunga. Þá var kosin nefnd — eftir til- lögum þessara 16 manna — til að fá þá menn, sem listinn nefndi tií þingsetu, eða þá aðra í þeirra stað, til að safna meðmælendum með listanum, afla honum fylgis úti um land, og leita samkomulags fyrir hönd Sunnlendinga við aðra lands- fjórðunga um þessar hlutfallskosn- ingar. Þeir, sem hlutu kosningu til þess- arar nefndar, voru: Magnús Finnbogason, Reynisdal, Einar Árnason, Miðey, síra Kjartan Helgason, Hruna, Gestur Einarsson, Hæli, Vigfús Guðmundsson, Engey, Samskot til þessara kosninga voru hafin þegar á fundinum, og gerðar frekari ráðstafanir í þá átt. Alls var skotið saman á fundinum i^okrón- um. Fundurinn hófst kl. 12 á hád. og var slitið kl. 6 e. h. Eftir þennaa fund hófst svo tkemtisamsoma, sem stóð yfir alla næstu nótt. Hafði Ólafur ísleifsson boðað til hennar eins og undanfarna vetur, og nefna menn það hér eystra miðsvetrarmót. Var þar fjöímenni mikið, eða um 400 manns, og skemtu menn sér við fyrirlestrar ræðuhöld (málfundi), söng og dans, Þeir, sem erindi fluttu, voru: Bjarni Ásgeirsson, Knararnesi (Draumar og veruleiki), Valdimar Bjarnason, Ölvisholti (Framfaramenn á 17. og 18. öld), Jón Sigurðsson, Yztafelli (Mcnningarstraumar), Jón H. Þorbergsson (Prýði heimilanna). Rætt var um pegnskyldumálið bæði með og móti og voru það mjög fjörugar umræður. Málshefjandi þess var Jón H. Þorbergsson. Einnig var rætt um Jlutninq alpingis til Þinqvalla, en um það spunnusl litlar umræður, Málshefjandi þar var Böðvar Magn- ússon á Laugavatni. Menn skemtu sér hið bezta. 20. jan. 1916. Viðstaddnr. Ofsaveður gerði hór i bœ aðfara- nótt sunnudags, suSaustan-afspyrnurok; með úrkomu. — »Jón forseti« hafði ætlað út á fiskveiðar kvöldinu áður,, en á útleið bilaði vólin og lagðist hann þá fyrir utan Örfiriseyjargarðinn. En í ofviðrinu hóldu eigi festar og rak skipið upp að garðinum. Hóf skipið þegar neyðarblástur, og er birta tók fór bjórgunarskipiö »Geir« á vettvang,- náði sambandi við »Jón forseta« og fekk borgið honum af grunni, án þess, að miklar skemdir yrðu á honum. Þilskipið »Niels Vagn« tók einnig upp og rak upp i Grandagarð, en skemdist eigi — og annað verulegt tjón varð eigi í ofsa þessum. Böglapóstnrinn úr íslandi kom' hingað í gœrmorgun með botnvörpungn- um »Skallagrími«, en < mjög bágu ástandi. Hefir verið rifinn upp og rannsakaður í Bretlandi, en gengið frá honum heldur f flaustri, svo að tals- vert af honum er skemt og engin fylgibróf send með. Situr nú póst- starfsmannasveitin mestöll við að koma honum í lag og er ekki áhlaupaverk. Vöxtnr bofnvörpungaflotans. Fól- agiS »Defensor« hefir nýlega keypt botnvörpung í Hollandi af Bömu gerð og »Hauks«-botnvörpungurinn, sem, Pótur J. Thorsteinsson keypti um daginn. Þrátt fyrir ófriðinn hafa nú á þessu nybyrjaSa ári verið keyptir 2 botn- vörpungar hingaS til lands og fest kaup á hinum þriðja. Skipafregn. í s 1 a n d fór til Vestfjarða á mánu- dagsmorgun. Meðal farþega: CarE

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.